Morgunblaðið - 21.11.2001, Page 2

Morgunblaðið - 21.11.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHalldór inni í lands- liðsmyndinni/C4 Barcelona fór frægðarför til Liverpool/C2 4 SÍÐUR Sérblöð í dag BÆKUR SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 21.nóvember2001 Áhugaleikhús uppi við jöku Steinunn Sigurðardóttir segir frá Jökla- leikhúsinu EITT af því sem mér hefur fundist einkenna skáldsögur Ólafs Jóhanns Ólafssonar er hversu skammur vegur virðist frá þeim yfir í hið klassíska smá- söguform. Sögur hans snúast oft um hvörf í lífi eins manns, orsak- ir þeirra og afleiðingu, persónur eru fáar og flétta einföld. Það sem þó skilur á milli er vitaskuld lengdin og sá háttur Ólafs að láta sögurnar gerast á ólíkum tíma- sviðum. Ekki svo að skilja að þessi formrænu einkenni séu ein- hver galli á sögunum. Þótt flestar skáldsögur séu synfónískari í eðli sínu og uppbyggingu hefur þessi aðferð skilað fjölda góðra skáld- sagna og novelletta. Kostur þessa söguforms er tvímælalaust skýr framsetning og aðgengileiki. Þetta einkennir umfram allt ann- að nýjustu bók höfundar. Í Höll minninganna tekst Ólafi Jóhanni að tengja á nærfærinn hátt sam- an stórbrotið söguefni og trega- blandna umfjöllun um tilveru mannsins. Bókin er í senn að- gengileg og ljós og í henni er mikill skáldskapur. Fáar skáldsögur hafa vakið jafnmikla athygli hin seinni ár. Veldur þar einkum tvennt. Höf- undurinn er með okkar fremstu skáldsagnahöfundum og þess ut- an er söguefnið stórbrotið og áhugavert. Ólafur Jóhann byggir sögu sína á sannri sögu um Árna Benediktsson sem hvarf að heim- an frá konu og börnum til Banda- ríkjanna þar sem hann starfaði sem einkaþjónn hjá miklum blaðabónda, William Randolph Hearst. Hearst þessi var mjög þekktur í Bandaríkjunum og ýmsir halda því fram að hann hafi verið fyrirmynd Orson Wel- les í kvikmyndinni Citizen Kane. Vitaskuld er hér skáldsaga á ferð byggð á þessum stað- reyndum. Í sögunni nefnir Ólafur Jóhann aðalpersónuna Krist- ján Benediktsson. Viðfangsefni Ólafs Jóhanns í þessari bók er því eiginlega af tvennum toga. Meginathyglinni beinir hann að hvörf- unum í lífi Kristjáns. Bókin er fyrst og fremst uppgjör hans við þau, réttlæting og tilraun til að öðlast fyrirgefningu og frið. Þetta gerir hann með bréfum sem hann skrifar konu sinni án þess að senda þau. Sögu- svið þeirra er Kaupmannahöfn, Ísland og New York í kringum fyrri heimsstyrjöldina. Á hinn bóginn er hann staddur í gervi- heimi Hearst fjölmiðlabónda 1937 í tröllaukinni höll hans undir hnjúkum Santa Lucia-fjallanna fáeinar mílur frá ströndum Kyrrahafsins. Þett er mikið völundar hús og því hefu tengst mikill glæsi leiki en nú halla undan fæti. Krepp an hefur sett mar sitt á fjölmiðlaveld ið og allt gengur afturfótunum í líf Hearst og ástkon hans. Þetta er hinn ytr rammi sögunnar En undir ólga til finningar Kristjáns sektarkennd han og tómleiki. Han lifir í reynd lífi annars mann sem einkaþjónn hans. Hearst er bókinni fremur ógeðfelldur mað ur, stjórnlyndur, einsýnn og til ætlunarsamur. Kristján lítur nið ur á sjálfan sig í þessu starfi sem smitar allt hans líf: ,,Mér býðu við þjónslundinni sem ég virðis aldrei losna við.“ Hann er oft ein mana í höllinni, Stórbrotið söguefni BÆKUR Skáldsaga HÖLL MINNINGANNA eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Mál og menn- ing 2001 – 324 bls. Ólafur Jóhann Ólafsson ÚT ER komið smásagna- safnið Kvöldljósin eru kveikt eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Um er að ræða 12 smá- sögur sem allar snerta tilveru kvenna og segir í kynningu að í sögunum sé velt upp marg- víslegum hliðum á sam- böndum mæðgna, systra, hjóna, frænd- fólks, vinnufélaga og sambýlinga. Kyntákn á gulum skóm, gírugur erfingi sem spólar í kringum glaðbeitta föð- ursystur, karlmaður sem fær ekki sofið nema berja konuna sína, litlar stelpur að sulla. Stíll Kristínar Marju er sem fyrr ísmeygilegur og launfyndinn. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 100 bls., prentuð í Odda. Margrét E. Lax- ness hannaði kápuna. Verð: 3.990 kr. Kvöldljósin eru kveikt Kristín Marja Baldursdóttir ÚT ER komin skáldsag- an Gæludýrin eftir Braga Ólafsson. Bók hans Hvíldardagar kom út fyrir tveimur árum og var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverð- launanna og Menning- arverðlauna DV. Í kynningu segir m.a.: „Gæludýrin er gerólík saga en Bragi heldur áfram að fjalla um fólk sem þarf að taka litlar en miklvægar ákvarðanir. Að segja já eða nei er ekki eins auðvelt og maður ímyndar sér oftast. Hér segir af ótíma- bærum endurfundum tveggja ungra manna sem eiga fátt sameiginlegt annað en það að vera Íslendingar. Gæludýrin er í senn kómísk, harmræn og spenn- andi saga.“ Útgefandi er Bjartur. Bókin er 246 bls., prentuð í Odda hf. Kápugerð ann- aðist Sigrún Pálsdóttir. Verð er 3.980 kr. Gæludýrin Bragi Ólafsson Morgunblaðinu í dag fylgir 8 síðna bókablað. GENGI íslensku krónunnar veiktist um 1,4% í gær og hefur veikst um rúmlega 23% frá áramótum. Vísital- an endaði í 149,5 stigum og hefur hún aldrei verið hærri og krónan þar með aldrei veikari. Veikingin hefur verið nokkuð stöðug frá því í byrjun ágúst og hefur krónan veikst um nálægt 11% frá þeim tíma. Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, segir að bank- inn hafi ekki skoðun á daglegum hreyfingum krónunnar, enda geti veiking einn daginn gengið til baka þann næsta. Stefna Seðlabankans sé að halda verðbólgunni niðri en krónan ákvarðist á markaði. Þróun gengis krónunnar geti þó haft áhrif á verðbólguþróunina og sú lækkun á gengi krónunnar sem hefur orðið undanfarna mánuði hafi aukið verð- bólguna. Aðspurður segir Már að talið sé að kaup Bakkavarar á matvælafram- leiðandanum Katsouris Fresh Foods geti hafa spilað inn í veikingu krón- unnar í gær. Minna fjárstreymi þarf til að veikja krónuna en styrkja Samkvæmt upplýsingum frá aðil- um á gjaldeyrismarkaði hefur verið stöðugt útstreymi gjaldeyris og skýrir það veikingu síðustu vikna. Útstreymi gjaldeyris er fyrir hendi ef viðskiptajöfnuður er neikvæður eins og hann hefur verið í ár þótt hann hafi lagast frá fyrra ári. Erfitt mun vera að skýra gengis- þróun frá degi til dags vegna smæð- ar markaðarins og þess að einstök lítil viðskipti geta sveiflað genginu tímabundið. Viðskipti á gjaldeyris- markaði hafa verið talsverð síðustu vikur en þrátt fyrir það hefur ekki þurft að selja mikið af krónum til að veikja gengið. Til að styrkja það þarf hins vegar mun meiri kaup og er því meiri tilhneiging til veikingar en styrkingar krónunnar. Ástæður þessa eru taldar vera þær að markaðurinn geri ráð fyrir áframhaldandi útstreymi gjaldeyris og áframhaldandi veikingu krón- unnar. Kaup Bakkavarar á breska fyrirtækinu talin hafa veikt krónuna Gengið í nýju lágmarki klæðst hlýjum og hnausþykkum vetrarfeldinum sem veitir hlíf við frosthörkunum. Hesturinn býður vetrinum birginn og hlær sínum alræmda hrossahlátri. HRÁSLAGALEGUR vetrarkuldinn virðist ekki bíta á þetta hrausta og stæðilega hross sem ljósmyndari rakst á við Laugarvatn í gær. Hest- ar landsins hafa enda löngum Morgunblaðið/RAX Hlegið mót vetri RÚMLEGA tvítugur danskur karl- maður hefur verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald en hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli síð- degis á sunnudag með um eitt kíló af hassi innanklæða. Hassið hafði hann límt á líkama sinn. Á fimmtudag handtók tollgæslan á Keflavíkurflugvelli annan Dana. Sá var með um tvö kíló af hassi sem hann hafði líka límt á líkama sinn. Kári Gunnlaugsson, deildarstjóri hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflug- velli, sagði að mennirnir hefðu báðir verið stöðvaðir við venjubundið toll- eftirlit við komuna frá Kaupmanna- höfn. Hann telur að söluverð fíkni- efnanna gæti numið allt að sjö milljónum króna. Svona hafði Daninn, sem hand- tekinn var með tvö kíló af hassi, komið hassplötunum fyrir á líkama sínum. Teknir með hass límt á líkamann SJÚKRALIÐAR og viðsemjendur þeirra funduðu hjá ríkissáttasemj- ara í gær og stóðu fundahöld fram eftir kvöldi. Að sögn Þóris Ein- arssonar ríkisáttasemjara var á fundinum í gær fjallað um stofn- anaþátt kjarasamninga sjúkraliða og er gert ráð fyrir áframhaldandi fundahöldum á næstu dögum. Þórir sagði að bjartara væri yfir í viðræð- unum en málin væru ekki komin í höfn ennþá. Í dag er m.a. fyrirhugaður fund- ur sjúkraliða með fulltrúum sjálfs- eignarstofnana annars vegar og launanefnd sveitarfélaga hins vegar og á morgun er fyrirhugaður fund- ur samninganefnda sjúkraliða og Reykjavíkurborgar. Ekki hefur verið boðaður fundur í kjaradeilu tónlistarskólakennara og viðsemjenda þeirra en tónlistar- skólakennarar hafa verið í verkfalli í fjórar vikur. Ríkissáttasemjari er í sambandi við deilendur en síðasti fundur í deilunni var á föstudaginn var. Þá hafa flugumferðarstjórar ver- ið boðaðir á fund hjá ríkissátta- semjara á morgun, fimmtudag, en það er annar fundur aðila frá því flugumferðarstjórar aflýstu verk- föllum sem fyrirhuguð voru síðari hluta þessa mánaðar. Bjartara yfir viðræðunum BÆJARRÁÐ Vestmannaeyja hef- ur óskað eftir því við Byggðastofn- un að hún geri úttekt á því hver áhrif breyting á ýsu-, ufsa- og steinbítsveiðiheimildum hafi á atvinnulíf í Vestmannaeyjum verði frumvarp sjávarútvegsráðherra þar um samþykkt á Alþingi. Er þarna verið að vísa til frumvarps ráðherra um krókaaflamarksbáta. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri segir í samtali við Morgunblaðið að verði frumvarpið samþykkt verði töluvert af veiðiheimildum flutt úr byggðarlaginu. Hann segir að með samþykkt frumvarpsins muni Vestmannaeyingar fá 6.909 tonn af ýsu í stað 7.910 tonna. Munurinn sé um 1.001 tonn eða um 2.000 kör af fiski. Hann segir að bæjarráð vilji sannreyna þessar tölur með því að fá Byggðastofnun til að gera úttekt á þessu. Byggðastofnun kanni áhrif frumvarps ráðherra NORÆNN banki er á meðal þeirra sem nú eiga í viðræðum við HSBC- bankann í London um að gerast kjöl- festufjárfestir í Landsbanka Íslands, að sögn Valgerðar Sverrisdóttur við- skiptaráðherra. HSBC-bankinn er ráðgjafi íslenska ríkisins varðandi söluna á Landsbankanum. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórn- arinnar er áformað að selja a.m.k. þriðjung hlutafjár í Landsbankanum til kjölfestufjárfestis og er ráðgert að salan fari fram fyrir árslok. Norrænn banki í við- ræðum um Landsbanka ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.