Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DRÖG að menningarsamningi álíka þeim sem Austfirðingar hafa undirrit- að við menntamálaráðuneytið ættu að liggja fyrir um næstu áramót, að sögn Ólafs Kristjánssonar, bæjarstjóra Bolungarvíkur og formanns Fjórð- ungssambands Vestfjarða. Ólafur segist telja slíkan samning skynsam- legan og að leitað verði eftir samstöðu Vestfirðinga við að útfæra slíkan samning. Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri á Ísafirði, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær hafa staðið í þeirri trú að Ísafjarðarbær væri einn þeirra staða sem hefðu menningarhús en sagðist jafnframt telja sjálfsagt að ræða samstarf sveitarfélaga á Vest- fjörðum til þess að fá samning um starfsemi menningarhúsa. Að sögn Ólafs þarf að kortleggja fjölmarga menningarstaði á Vest- fjörðum og leita síðan samstöðu Vest- firðinga um að ganga til samninga við menntamálaráðuneytið um uppbygg- ingu menningarsetra. Í því sambandi bendir Ólafur m.a. á Ósvör í Bolung- arvík, mikla menningarstarfsemi og menningarhús á Ísafirði, verið sé að reisa mikinn bæ í Hvítanesi, byggja þurfi vélsmiðju á Þingeyri, vindmyllu í Vigur auk uppbyggingar á Hnjóti, í Selárdal og fleiri stöðum. „Það er svo mikið af svona menn- ingarstöðum sem við þurfum að kort- leggja og gera samkomulag um það hvernig við getum séð fjárveitingar koma bæði frá sveitarfélögunum og ríkisvaldinu,“ segir Ólafur. Hann segist vona að fyrstu umræð- ur um drög að slíkum samningi geti farið fram öðru hvoru megin við næstu áramót og segir Ólafur að fenginn verði aðili sem vann að menn- ingarsamningum á Austfjörðum til að leiðbeina við gerð samningsins. Að sögn Ólafs töldu Vestlendingar ekki skynsamlegt að útfæra menning- arsamning með Vestfirðingum, líkt og menntamálaráðherra hefur lagt til, og segist Ólafur geta tekið undir þau sjónarmið. Fjórðungssamband Vestfjarða vinnur að gerð menningarsamnings Leitað verði eftir sam- stöðu Vestfirðinga FERÐAMÁLARÁÐ Vestfjarða, hefur hlotið fyrstu verðlaun í sam- keppninni „Scandinavian Travel Award 2001,“ um sérstök ferða- þjónustuverðlaun sem veitt eru á Skandinavíuhátíð sem haldin verð- ur í Berlín um næstu helgi til að heiðra starfsfólk ferðaþjónust- unnar á Norðurlöndum. Dómnefnd keppninnar segir að- undir stjórn Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúa Atvinnuþróun- arfélags Vestfjarða, hafi verið unn- ið framúrskarandi starf í þágu uppbyggingar ferðaþjónustu á Vestfjörðum en einnig sé heildar- hugmyndin að baki uppbygging- unni afar eftirtektarverð. Dorothee lagði inn umsókn í keppnina þar sem hún fjallaði sér- staklega um þau þrjú verkefni sem verið er að vinna að í ferða- málaráði Vestfjarða, það er Sagn- areka, Galdrasýninguna á Strönd- um og Svaðilfara hestaferðir og heldur Dorothee í dag til Berlínar þar sem hún veitir verðlaununum viðtöku. Vestfirðir eru samkvæmt úr- skurði dómnefndarinnar besti kosturinn þegar ferðamenn ákveða áfangastað á Norðurlöndum þar sem landslagið sé stórbrotið með sínum djúpu fjörðum og háu og tignarlegu fjöllum og aðstaða til að skoða fróðlega staði hin besta þar sem vel hefur verið búið að þörfum ferðamannsins. Verðlaunin eru nú veitt í fyrsta skipti en það er þýska útgáfufyr- irtækið Nordis sem hefur frum- kvæði að samkeppninni. Nordis hefur starfað í Þýskalandi í um tuttugu ár og sérhæfir sig í útgáfu kynningarefnis um Norðurlönd. Fossinn Dynjandi í Arnarfirði er vatnsmesti fossinn á Vestfjörðum. Vestfirðir besti áfanga- staður á Norð- urlöndum HIN meintu brot sjóðstjórans hjá Kaupþingi komu til kasta efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra eftir að tilkynning barst frá Íslandsbanka um óeðlilegar færslur á einkareikningi starfs- manns bankans. Meint brot sjóð- stjórans geta varðað fangelsi allt að sex árum en hann hefur nú ver- ið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri útibúasviðs Íslandsbanka, staðfesti við Morgunblaðið að starfsmaður í útibúi bankans á höfuðborgar- svæðinu hafi verið til yfirheyrslu hjá lögreglunni í tengslum við mál- ið. Hann hefur verið leystur frá störfum ótímabundið á meðan rannsókn stendur yfir. Reynt að hylja slóðina Starfsmaðurinn mun hafa leyft notkun á einkareikningi sínum fyr- ir færslur annars manns, fyrr- nefnds sjóðstjóra hjá Kaupþingi. Tilgangur þess hefur væntanlega verið að hylja slóð fjármagnsins en sú háttsemi brýtur í bága við lög um peningaþvætti. Jón Þórisson segir að bönkum beri skylda til þess að hafa öflugt innra eftirlit með bankaviðskiptum vegna laga um peningaþvætti. Eft- irlitskerfi bankans hafi leitt í ljós að óeðlilegar færslur fóru um reikning starfsmannsins. Nánar aðspurður um eftirlitskerfi bank- ans nefndi Jón að dæmi um óeðli- legar færslur sé þegar mjög háar peningafjárhæðir fari um reikn- inga venjulegra launamanna. Jón tekur fram að ekkert bendi til þess að maðurinn hafi misnotað aðstöðu sína hjá útibúi bankans. Þá bendi ekkert til þess að bank- inn eða viðskiptavinir hans verði fyrir fjárhagslegu tjóni vegna málsins. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, vildi lítið tjá sig um málið að svo komnu. Starfsfólki fyrirtækisins hafi verið tilkynnt að efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra rannsaki nú mál mannsins að kröfu Kaupþings. Aðdragandi málsins hafi verið tilkynning um hugsanlegt peningaþvætti frá Ís- landsbanka. Framkvæmdastjóra lífeyris- sjóðsins sagt upp störfum Þriðji maðurinn sem handtekinn var vegna málsins var fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Hlíf- ar en honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Finnbogi Finnbogason, stjórnar- formaður Lífeyrissjóðs Hlífar, sagði við Morgunblaðið að stjórn sjóðsins væri að skoða með hvaða hætti hann tengdist málinu. Finn- bogi upplýsti jafnframt að fram- kvæmdastjóra sjóðsins hefði verið sagt upp og hann hefði þegar hætt störfum. Sagðist Finnbogi líta svo á að um endanleg starfslok fram- kvæmdastjórans hjá sjóðnum væri að ræða. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra segir að ekki séu mörg dæmi um sambærileg brot í út- löndum en þegar þau koma upp séu þau einatt litin mjög alvar- legum augum. Árlega berast á annað hundrað tilkynningar um mögulegt pen- ingaþvætti frá bankakerfinu. Jón segir að þessar tilkynningar hafi m.a. gagnast við að upplýsa fíkni- efna- og fjársvikamál. Lögreglan komst t.d. á snoðir um mál konu, sem nýlega var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að svíkja tug- milljónir út úr eldri mönnum, eftir slíka tilkynningu. Óeðlilegar færsl- ur vöktu athygli VATNSBORÐ Kleifarvatns er lægra nú en mælst hefur allt frá aldamótum 1900 eða í rúm 100 ár. Samkvæmt upplýsingum frá Orku- stofnun nægir þurrkatíð ekki til að útskýra lækkun vatnsborðsins en hins vegar er talið líklegt að sprungur í vatnsbotninum hafi opnast í Suðurlandsskjálftunum síðastliðið sumar og valdi auknum leka úr vatninu. Jafnframt lækkun vatnsborðsins hefur flatarmál vatnsins minnkað um allt að fimmtung, úr 10 km² í 8 km². Síritandi vatnshæðarmælir Vatnamælinga Orkustofnunar hef- ur skráð vatnshæð Kleifarvatns síðan 1964 en fram að því eru til stakir álestrar allt frá 1930 og frá- sagnir um vatnsstöðu frá byrjun síðustu aldar. Vatnsborðsstaða Kleifarvatns er háð breytileika í veðurfari og hef- ur hún verið notuð til að sýna langtímabreytingar í grunnvatns- stöðu svæðisins og þar með úr- komu. Síðan í júní 2000 hefur vatns- borð Kleifarvatns farið stöðugt lækkandi og hefur það lækkað um tæpa fjóra metra á rúmu ári. Ekk- ert rennsli er frá vatninu á yf- irborði en leki um botn vatnsins hefur verið tæpur einn rúmmetri á sekúndu undanfarin ár. Þessi leki hefur tvöfaldast fyrsta hálfa árið eftir Suðurlandsskálftana í júní 2000. Lekinn hefur minnkað aftur en er þó um 50% meiri en var fyrir jarðskjálftana og vatnsborðið lækkar enn. Vatnsborð- ið hefur lækkað um 4 metra á einu ári                       !   "   # $% %   &' ( "  !      '                                     SAMKEPPNISRÁÐ hefur fellt úr gildi undanþágu Félags eggjaframleiðenda til að birta leiðbeinandi verð á eggjum fyr- ir eggjaframleiðendur. Sam- keppnisráð veitti þessa undan- þágu árið 1996 á þeirri forsendu að opinberri verð- lagningu á eggjum yrði hætt. Fyrr í haust var samsvarandi undanþága Félags kjúklinga- bænda felld úr gildi. Félag eggjaframleiðenda lagðist gegn því að þessi heim- ild yrði felld úr gildi og taldi út- gáfu á leiðbeinandi verði eink- um til einföldunar fyrir minni framleiðendur í samkeppni við þá sem stærri eru. Var í því sambandi bent á að framleið- endum hefði fækkað og þeir stærstu hefðu eflst. Í röksemd- um Félags eggjaframleiðenda sagði m.a.: „Með því að taka út viðmiðunarverð veikist staða minni framleiðenda þegar þeir hafa ekki lengur nein viðmið- unarmörk til að verðleggja sig út frá. Slíkt auðveldar stærri framleiðendum að hrista þá minni af sér í samkeppninni.“ Höfðu rúman tíma Samkeppnisráð taldi á hinn bóginn m.a. að framleiðendur eggja hefðu haft rúman tíma til að laga sig að breyttum aðstæð- um eftir að opinberri verðlagn- ingu á eggjum var hætt. Ráðið telur ennfremur að sú verðþróun sem orðið hefur síð- an undanþágan var veitt hafi ekki sýnt þörf fyrir frekari að- lögunartíma. Eggjafram- leiðendur birti ekki leiðbein- andi verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.