Morgunblaðið - 21.11.2001, Side 13

Morgunblaðið - 21.11.2001, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 13 X Y Z E T A / S ÍA Til sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum Dagskrá: 1. Tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins 2. Kynning á nýjum fjárfestingarleiðum Frjálsa lífeyrissjóðsins Fyrirhugaðar samþykktabreytingar liggja frammi á skrifstofu Kaupþings þar sem sjóðfélagar geta kynnt sér þær. Allir félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins minnir á aukafund fyrir sjóðfélaga á morgun fimmtudag 22. nóvember kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn í Geysi, fundarsal Kaupþings, Ármúla 13, 4. hæð. VERÐLAUNAHÁTÍÐ Samtaka ungra evrópska frumkvöðla, „European Awards for the Spirits of Enterprise“, var haldin í kauphöll- inni í Brussel í síðustu viku. Markmið hátíðarinnar er að efla frumkvæði ungra einstaklinga og eru verðlaunin veitt fyrir bestu viðskiptaáætlanir þeirra. Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði samkomuna en ráðherranum var sérstaklega boðið á hátíðina þar sem Ísland tók nú í fyrsta sinn þátt í keppninni og er jafnframt fyrsta þátttökulandið utan ESB. Fjögur íslensk verkefni tóku þátt í keppninni og voru þau valin til þátt- töku í framhaldi samkeppni sem fram fór á Íslandi undir heitinu „Ný- sköpun 2001“ og var á vegum Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins, Morg- unblaðsins, sparisjóðanna, KPMG og Háskólans í Reykjavík. Íslensku verkefnin voru að þessu sinni ekki verðlaunuð en vöktu athygli fjárfesta og hugsanlegra samstarfsaðila. Um 200 verkefni voru lögð fram í keppnina hér á landi á þessu ári. Keppt var í fjórum flokkum til sam- ræmis við samkeppni evrópskra frumkvöðla. Sigurvegarar flokk- anna, Artic Organic í nemendaflokki, Fjölblendir ehf. í frumstigsflokki, Norrænar myndir ehf. í stofnstigs- flokki og Bonus Ortho System í vaxt- arflokki, voru staddir í Brussel við verðlaunaafhendinguna sem fulltrú- ar Íslands. Fjölblendir ehf. er með nýja teg- und blöndungs fyrir bensín- og gas- vélar og hlaut fyrirtækið önnur verð- laun í sínum flokki. Nordic Photos ehf. sérhæfir sig í ljós- myndum frá Norð- urlöndunum sem hægt er að nálgast á Netinu, Bonus Ortho System stefn- ir að framleiðslu og markaðssetningu á sérhönnuðum með- ferðar- eða bæklun- arskóm og Artic Organic er sölufyr- irtæki fyrir lífrænt ræktað kjöt á Evr- ópumarkað. Samhliða ofan- greindri verðlauna- afhendingu var haldin ráðstefna um þjónustumiðstöðvar fyrir frum- kvöðla og lítil fyrirtæki. Á Íslandi hefur slík þjónustumiðstöð verið rek- in undir merkjum IMPRU. Um er að ræða samstarfsverkefni iðnaðar- ráðuneytis, Nýsköpunarjóðs og Iðn- tæknistofnunar. Framtak Íslendinga vakti mikla athygli og bentu aðstand- endur keppninnar á fyrirkomulag og framkvæmd hér á landi sem fyrir- mynd fyrir aðrar þátttökuþjóðir. Sérstaka athygli vakti hversu vel samkeppni um gerð viðskiptaáætl- ana hefur gengið á Íslandi og báðu fulltrúar frá OECD um frekari kynn- ingu á því fyrirkomulagi fyrir stofn- unina en til undirbúnings fyrir Ný- sköpunarkeppnina á Íslandi í ár var haldið námskeið um gerð viðskipta- áætlana. Alls sóttu 450 manns nám- skeiðin og var alls 110 tilbúnum áætl- unum skilað inn í keppnina. Þetta er mjög hátt hlutfall og samsvarar því að 40 til 50 þúsund manns skiluðu inn tillögum í landskeppnina í Þýska- landi en þar eru þátttakendur yfir- leitt á bilinu 1 til 2 þúsund. Fram kom á ráðstefnunni að einn mikilvægasti þáttur í endurnýjun atvinnulífsins er að sinna sérstak- lega nýjum vaxtasprotum í þekking- ariðnaði. Vegna þess hafa víða verið sett á fót frumkvöðlasetur þar sem vísindalegri þekkingu er breytt í söluhæfa afurð eða þjónustu. Slíkt frumkvöðlasetur er rekið á IMPRU. Niðurstöður rannsókna benda til að um 85% fyrirtækja sem verða til inni á frumkvöðlasetrum eru lifandi eftir 3 ár en aðeins um 20% nýrra fyr- irtækja sem til verða utan þess stoð- kerfis. Íslensk fyrirtæki vekja athygli fjárfesta Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, ávarpaði hátíðargesti Samtaka ungra evrópskra frumkvöðla í Brussel. SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- málaráðherra sat fund dóms- og innanríkisráðherra Evrópusam- bandsins, umsóknarríkja um að- ild að ESB og evrópskra NATO- ríkja utan ESB í gær í Brussel. Á fundinum var fjallað um áætl- un ESB um að efla getu sína í borgaralegri friðargæslu sem einkum snýst um að stofna fimm þúsund manna lögreglulið á veg- um ESB til aðgerða erlendis. Samstarfsríkjunum gafst færi á að greina frá útfærslu fyrri fyr- irheita um framlög til herliðsins og að lýsa áhuga á þátttöku í lög- regluliðinu. Á fundinum kom fram mikil samstaða og áhugi samstarfsríkj- anna á þátttöku í hvers kyns stjórnun hættuástands. Ráherr- arnir voru sammála um að hryðjuverkin í Bandaríkjunum hefðu breytt sýn ríkjanna á ör- yggismál, nauðsynlegt væri að Evrópuríkin væru samstiga í að koma í veg fyrir að órói og átök á einstökum svæðum breiddust út. Í ræðu sinni sagði Sólveig að stjórnvöld á Íslandi fylgdust áhugasöm með þróun borgara- legrar hættuástandsstjórnunar innan ESB enda væri það svið þar sem þau gætu lagt vel af mörkum. Í því samhengi gerði ráðherra stuttlega grein fyrir stofnun Íslensku friðargæslunn- ar sem hefur lagt grunninn að frekari þátttöku íslenskra sér- fræðinga, þar á meðal lögreglu- manna, í fjölþjóðlegum friðar- gæsluaðgerðum. Hún sagðist einnig vonast til að nákvæmari útfærsla lögreglusamstarfs ESB og samstarfsríkja yrði kynnt inn- an tíðar. 60 þúsund manna hraðlið Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Brussel, sat fund utanríkis- og varnarmála- ráðherra í gær þar sem fjallað var um meginmarkmið ESB um að koma á fót 60 þúsund manna hraðliði samtakanna til að takast á við mannúðarmála- og neyð- araðstoðarverkefni í friðargæslu og hernaðaraðgerðum til að koma á friði. Í máli sínu lagði Gunnar Snorri áherslu á að í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum væru hefðbundin skil á milli ytra og innra öryggis ríkja orðin enn óljósari en áður. Hann sagði að gera mætti ráð fyrir að afleið- inga ódæðisverkanna yfðir vart í mótun og framkvæmd sameig- inlegrar öryggis- og varnarmála- stefnu ESB. Því næst gerði hann grein fyrir áformum um mögu- lega þátttöku íslenskra friðar- gæsluliða í fyrirhuguðum aðgerð- um á vegum ESB. Samstaða um þátttöku í stjórn- un hættuástands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.