Morgunblaðið - 21.11.2001, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 27
í sjávarútvegi eru ekki
nn hefur ekki skroppið það
g í verktakastarfsemi má
drætti,“ sagði Geir en taldi
að samdráttur yrði í sölu
la. Sagði hann hafa unnið
num í ár að dregið hefði úr
ðum til útlanda og Íslend-
ra um landið þess í stað.
ð reyna yrði að koma í veg
ð kjarasamninga yrði sagt
gði gengissig vinna á móti
ess að koma í veg fyrir
liðarins.
ráttinn viðráðanlegan
rrisson, forstjóri Nýherja,
a hafa veikst síðustu 12
umfram það sem menn
mörg misseri þar á undan
st sterkari lengur en menn
að virðist því einsog mark-
öngum að læra að búa við
Það er einnig erfitt að
r fyrir þessum miklu hreyf-
inu til skemmri tíma sem
að stafar af ójafnvægi í
tum efnahagslífsins,“ segir
ir því erfitt að ráða í þró-
Hann kveðst þó vart eiga
ið haldi áfram að síga svo
til lengri tíma; hann sjái
fyrir því.
Þórður segir gengislækkun hafa leitt
til hærra verðs á innfluttum vörum og
hækkunar á lánum félagsins í erlendum
gjaldmiðli. Þetta þýði að róðurinn hafi
þyngst hjá mörgum fyrirtækjum og hljóti
að leiða til samdráttar. „Fækkun starfs-
manna er ógnun sem ekki verður horft
framhjá og hún verður væntanlega hjá
flestum eða öllum fyrirtækjum í tölvu-
geiranum. En ég held þó að samdrátt-
urinn verði viðráðanlegur og það á að
geta verið í höndum okkar að ráða við
hann ef aðilar standa saman að því.“
Þá segir Þórður alvarlegt ef kemur til
uppsagnar á launalið kjarasamninga og
telur mikilvægara að verja aðra þætti,
svo sem verðlag, atvinnu og hagvöxt, en
það að hreyfa við laununum. „Staðan í
efnahagslífinu hér endurspeglast af efna-
hagslífinu erlendis og hjá mörgum Vest-
urlanda hafa þjóðhagsspár verið endur-
skoðaðar og gera nú ráð fyrir minni vexti.
Slíkur samdráttur hlýtur að hafa áhrif
hérlendis eins og lækkunin á erlendum
hlutabréfamörkuðum og aðrar sviptingar
hafa haft áhrif hér. Við erum að upplifa
það æ meira að við erum ekki með ein-
angrað hagkerfi heldur erum hluti af
hagkerfi Vesturlanda. Við höfum þó svig-
rúm og getum gripið til aðgerða til að
halda sjó og nýta sóknarfæri þrátt fyrir
samdráttinn.“
Áhyggjur af uppsögn
launaliðar kjarasamninga
„Gengisþróunin að undanförnu hefur
gefið sjávarútvegi og fiskvinnslu byr und-
ir báða vængi og hjá okkur sem kaupum
og seljum hefur hún að einhverju leyti
veitt okkur betri samkeppnisstöðu á er-
lendum mörkuðum,“ segir Róbert Agn-
arsson, framkvæmdastjóri SÍF-Ísland.
Róbert segir að verð á saltfiskmörk-
uðum SÍF hafi farið hækkandi síðustu
misserin og menn hafi af því vissar
áhyggjur. „Verðið er í sögulegu hámarki
núna og menn velta því fyrir sér hvað það
þýði. Menn óttast að salan þyngist, menn
vilji ekki taka þá áhættu að kaupa á þessu
háa verði sem kemur niður á neyslu í nú-
tíð og framtíð,“ segir Róbert. Hann segir
saltfisk eiga ákveðna hefð og eldri kyn-
slóðir kaupi hann áfram. Unga fólkið sem
hafi minnst handa á milli kaupi síður
þessa dýru vöru og venjist því smám
saman af henni. „Hátt verð endar fyrst
og síðast hjá útgerð og sjómönnum en ef
það verður til að grafa undan markaði er
það skammvinnur árangur fyrir þá og því
þurfa menn að líta lengra fram á veginn
en bara til dagsins í dag.“
Um uppsögn kjarasamninga segir Ró-
bert að öll fyrirtæki hafi áhyggjur af því
ef kemur til átaka á vinnumarkaði. Krón-
an hafi veikst og það hljóti að koma niður
á neytendum. „Ég vonast til að hægt
verði að leysa ágreining á friðsamlegan
hátt hvernig sem að því verður staðið, öll
átök eru atvinnulífinu mjög slæm.“
Draga verður úr verðbólgu
„Við höfum náttúrlega bullandi
áhyggjur því gengisþróunin kemur illa
við alla, 80-90% af byggingarefni er inn-
flutt og hækkar með genginu,“ segir
Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigenda
Byggingafélags Gylfa og Gunnars ehf.
Þar starfa um 100 manns um þessar
mundir. „Ég er hissa á að byggingavísi-
talan skuli ekki hafa hækkað meira að
undanförnu og kannski hafa seljendur
haldið að sér höndum varðandi hækkan-
ir.“
Gylfi segir að ráðast verði í aðgerðir til
að draga úr verðbólgu en kveðst ekki sjá
fyrir sér hvað unnt sé að gera og hann
segir það líka áhyggjuefni ef kjarasamn-
ingum verði sagt upp. Gylfi segir fyrir-
tæki hans hafa næg verkefni um þessar
mundir við að byggja og selja íbúðarhús-
næði en með auknu atvinnuleysi megi ef
til vill búast við hægari sölu sem myndi
leiða til þess að dregið yrði úr fram-
kvæmdahraða.
Gengisskráning út í hött
„Skráning á genginu er algjörlega út í
hött og hún er að gera út af við okkur í
þessari grein því mikið af skuldum okkar
vegna endurnýjunar á bílunum er í er-
lendri mynt,“ sagði Gunnar M. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri SBA-
Norðurleiðar, en hjá fyrirtækinu starfa
um 80 manns þegar mest er á sumrin.
Gunnar kveðst vera á því að Íslend-
ingar ættu að tengjast evrunni, mikið af
samningum ferðaþjónustunnar væru
gerðir í evrum enda viðskiptin mest við
lönd í Evrópu og menn væru hreinlega að
búa sig undir aukna hlutdeild evrunnar.
„Ég er líka sannfærður um að það verður
ekki langt í að verslanir verðmerki í evr-
um, rétt eins og í krónunni, og við getum
ekki staðið það af okkur að vera með
gjaldmiðil sem er ekki í neinu sambandi
við raunveruleikann,“ segir Gunnar enn-
fremur.
Varðandi kjarasamninga sagði hann
það alvarlegt ef þeir yrðu lausir því fáar
atvinnugreinar væru svo viðkvæmar og
ferðaþjónustan. „Þá fer bara allt í steik
því greinin hefur mátt þola áföll undan-
farin ár með verkföllum og um leið og
verkföllum er hótað og það spyrst byrja
afboðanir hjá okkur. Það bætist ofan á
viðkvæma stöðu eftir hryðjuverkin 11.
september.“
Þá segir Gunnar að eftir áföll í kjölfar
hryðjuverkanna greini menn sóknarfæri
fyrir Ísland þar sem það teljist nokkuð
öruggt og því sé aldrei eins mikil þörf og
nú að setja fjármuni í markaðssetningu.
a hafa áhyggjur af samdrætti og hugsanlegri uppsögn launaliðar kjarasamninga
erja
nnu
Morgunblaðið/Ásdís
Samdráttar gætir á ýmsum sviðum atvinnulífsins og hafa fyrirtæki í ýmsum
greinum þurft að draga úr umsvifum og fækka starfsfólki.
endur fyrir þessu gengi.“
að atvinnurekendur, jafnt
ulífsins, sveitarfélögin og
innurekendur gætu ekki
þessu máli öllu.
að það væri misskilningur
að það væri nægur tími til
m ákvörðun um uppsögn
ekki tekin fyrr en í febr-
f að gerast eitthvað núna
of seint að ætla að fara að
febrúar.“
ði að forystumenn ASÍ
aftur í vikunni til að fara
u mála. Síðan væri stefnt
nna aðildarfélaga ASÍ fyr-
mber.
t á okkur hlustað
rnsson, formaður Starfs-
dsins og varaforseti ASÍ,
ar ályktanir hefðu verið
framkvæmdastjórnar SGS
Menn hefðu þar fyrst og
stilla saman strengi.
„Það er alveg greinilegt að verðbólgu-
forsendur samninganna eru brostnar.
Það liggur alveg fyrir og það getur eng-
inn mannlegur máttur bjargað því fyrir
febrúar. Það er hins vegar annað mál
hvað menn vilja leggja á sig og hvað
menn gera til þess að komast nokkurn
veginn standandi út úr þessu. Að öðrum
kosti standa menn frammi fyrir átökum.“
Halldór sagði að þróun mála væri sér
mikil vonbrigði. Hann kvaðst hafa lagt
mikið á sig til að ná kjarasamningi til
langs tíma. Það hefði tekist þó að ýmis
ljón hefðu verið í veginum. Tilgangurinn
hefði ekki síst verið að tryggja stöðug-
leikann. Nú hefðu hins vegar mál þróast
á verri veg án þess að stjórnvöld hefðu
séð ástæðu til að grípa inn í þróunina.
Hann sagðist því vera óánægður með við-
brögð stjórnvalda við þessum vanda.
„Við erum búin að vera að tala til
stjórnvalda í heilt ár, en mér sýnist að
þau hafi bara ekkert hlustað á okkur.
Forsætisráðherra segir bara að þetta
muni lagast.
Við höfum líka tekið eftir því hvernig
ýmsar stéttir í þjóðfélaginu hafa fengið
lagfæringar á kjörum á þessum tímabili.
Við erum ekki hálfdrættingar á við aðra í
þeim efnum. Við neitum því ekki að við
löguðum lægstu taxtana hjá okkur í síð-
ustu samningum, en eftir sem áður erum
við að tala um mjög lágar tölur,“ sagði
Halldór.
Samkvæmt ákvæði kjarasamninga
sem gerðir voru í byrjun árs 2000 á nefnd
fulltrúa samningsaðila að fara yfir for-
sendur samninga í febrúar ár hvert.
Verkalýðshreyfingin getur sagt samn-
ingum upp ef verðbólga fer upp fyrir til-
tekin mörk og ef samningar annarra
stéttarfélaga eru umfram það sem samið
hefur verið um á almennum markaði.
Samningum verður ekki sagt upp nema
með þriggja mánaða fyrirvara og því
verður komið fram á vor þegar þeir
losna. Verði atburðarásin þessi þykir
ólíklegt að gerð verði alvarleg tilraun til
að ná samkomulagi um nýja kjarasamn-
inga fyrr en næsta haust.
anna í verkalýðshreyfingunni um forsendur kjarasamninga
Morgunblaðið/Sverrir
nsson, frá Rafiðnaðarsambandinu, hellti í bollann fyrir Grétar Þorsteinsson, forseta ASÍ, við upphaf fundar ASÍ í
gær. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, er fyrir aftan Grétar.
EFNAHAGS- og framfarastofnun Evr-
ópu, OECD, telur að á næsta ári verði
samdráttur upp á 0,6% hér á landi en ár-
ið 2003 verði aftur hagvöxtur sem nemi
3%. Á þessu ári gerir stofnunin ráð fyrir
1,5% hagvexti. Þetta kemur fram í kafla
um íslensk efnahagsmál í nýrri skýrslu
OECD. Þar er Seðlabankanum ráðlagt
að fara sér hægt í að lækka vexti þar sem
verðbólga hér á landi sé enn meiri en í
helstu viðskiptalöndunum.
Í umfjöllun OECD um Ísland kemur
fram að landið fari nú í gegnum sam-
dráttarskeið í fyrsta skipti frá því
snemma á síðasta áratug. Þessi sam-
dráttur eigi sér heimatilbúnar orsakir og
stafi einkum af ofþenslu sem myndaðist
undir lok síðasta áratugar með tilheyr-
andi ójafnvægi á vinnumarkaði, hluta-
bréfamarkaði og fasteignamarkaði.
Þetta hafi m.a. komið fram í við-
skiptahalla sem nam 10% af vergri lands-
framleiðslu árið 2000 og sé 8% á þessu
ári. Niðursveiflan nú muni draga nokkuð
úr þessum vandamálum en áfram sé gert
ráð fyrir að verðbólga verði meiri en í
viðskiptalöndunum. Því eigi Seðlabank-
inn að sýna varkárni í að lækka vexti,
þar sem nauðsynlegt sé að byggja upp
traust á núverandi gengi og koma í veg
fyrir að verðbólgan leiði til launakrafna
á vinnumarkaði. Þá segir OECD að búist
sé við að ráðstafanir í skattamálum muni
örva viðskiptalífið á næsta ári en nauð-
synlegt sé að ríkið haldi að sér höndum í
útgjöldum.
„Mér sýnist að spá OECD fyrir næsta
ár rími alveg sæmilega við það sem við
sögðum í síðasta hefti Peningamála,“
segir Már Guðmundsson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabankans, um spá Efnahags-
og framfarastofnunarinnar um hagvaxt-
arhorfur hér á landi. „OECD spáir 0,6%
samdrætti og við gáfum sterklega í skyn
í okkar skýrslu að okkur virtist að líkur
væru á að samdrátturinn yrði frekar
meiri en minni heldur en þau 0,3% sem
Þjóðhagsstofnun hafði spáð.“
Már leggur áherslu á að óvissan um
2003 sé afar mikil og að varla sé tíma-
bært að velta því mikið fyrir sér hver
hagvöxturinn verði þá. Hversu hratt
haxvöxturinn fari upp á ný ráðist meðal
annars af því hversu hratt viðskiptahall-
inn minnki.
OECD segir í skýrslu sinni að hryðju-
verkaárásin á Bandaríkin 11. september
hafi valdið samdrætti í hagkerfi heimsins
í fyrsta skipti í 20 ár. Efnahagsbati sé
hins vegar í sjónmáli á síðari hluta næsta
árs en hann byggist þó að mestu leyti á
því að það takist að byggja upp sjálfs-
traust og öryggiskennd fjárfesta og
neytenda. Í skýrslunni kemur fram að
áhrif hryðjuverkaárásanna á bandarísk-
an efnahag séu mun meiri en á efnahag í
Evrópu. Þá telur OECD að samdráttur
geti orðið í efnahag Japans á þessu ári og
því næsta. Einnig er Heimsviðskipta-
stofnuninni, WTO, hrósað fyrir að ná
samkomulagi um frekari tollaviðræður.
Stofnunin gerir ráð fyrir að hagvöxtur
í aðildarríkjunum 30 verði aðeins um 1%
á þessu ári og botninum í helstu hagkerf-
unum verði náð á tímabilinu frá sept-
ember á þessu ári til júní á því næsta.
Hefur OECD því breytt fyrri spám veru-
lega en í maí sl. gerði stofnunin ráð fyrir
1,9% hagvexti í ár.
OECD gerir ráð fyrir að hagkerfi evr-
ulandanna muni standa sig betur en það
bandaríska á síðari hluta þessa árs og á
næsta ári. Bandaríkin gætu þó sótt veru-
lega í sig veðrið á ný árið 2003 og farið á
ný fram úr Evrópuríkjunum sem þurfa
að glíma við ýmsa kerfisveikleika.
Það undirstrikar hvað breytingarnar
hafa verið hraðar í efnahagslífi heimsins,
að OECD segir að hagvöxtur hafi verið
um 1,1% að meðaltali fyrri hluta þessa
árs en á síðari hlutanum verði 0,3% sam-
dráttur að meðaltali í aðildarríkjum
stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að árið
2002 verði hagvöxtur 1% og 2003 verði
hagvöxtur 3,2%.
Stofnunin, sem segir að spárnar nú séu
háðar mikilli óvissu, telur að landsfram-
leiðsla í Bandaríkjunum muni aukast um
1,1% á þessu ári, dragast saman um 0,7%
á því næsta en vaxa um 3,8% árið 2003.
OECD gerði í maí ráð fyrir 1,7% hag-
vexti í Bandaríkjunum á þessu ári.
OECD spáir 0,6%
samdrætti hér-
lendis á næsta ári