Morgunblaðið - 21.11.2001, Qupperneq 36
KIRKJUSTARF
36 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Bústaðarkirkja: Opið hús fyrir aldraða kl.
13. Handavinna, spil, föndur og gaman-
mál.
Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10. Létt-
ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr-
irbænum í síma 562 2755.
Grensáskirkja: Foreldramorgunn kl. 10–
12. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíu-
lestur, bænastund, kaffiveitingar og sam-
ræður.
Hallgrímskirkja: Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10 ára
börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára börn kl.
17.30.
Háteigskirkja: Morgunbænir kl. 11. Súpa
og brauð kl. 12 í Setrinu á neðri hæð safn-
aðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara.
Yngri deild barnakórsins æfir kl. 16.30
undir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er
ætlaður börnum úr 1.–3. bekk. Eldri deild
barnakórsins æfir kl. 17.30 undir stjórn
Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börn-
um úr 4.–6. bekk. Kvöldbænir kl. 18.
Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6.45-
7.05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10–
15.30 fyrir börn í 1.–4.bekk. Fermingartími
kl. 19.15. Öll fjölskyldan kölluð til leiks. Að
helgistund lokinni munu unglingarnir sýna
leikþætti úr sögum guðspjallanna og sýnd
verður kvikmyndin Brot eftir Helenu Stef-
ánsdóttur, sem heimsækir okkur og fylgir
mynd sinni úr hlaði. Unglingakvöld Laug-
arneskirkju og Þróttheima fellur inn í kvik-
myndasýninguna. (Sjá síðu 650 í Texta-
varpi).
Langholtskirkja. Heilsuhópurinn hittist kl.
11–12 í Litla sal. Kaffispjall, heilsupistill,
létt hreyfing og skökun. Kyrrðar- og fyrir-
bænastund í kirkjunni kl. 12–12.30.
Bænaefnum má koma til sóknarprests og
djákna í síma 520 1300.
Kærleiksmáltíð kl. 12.30. Matarmikil
súpa, brauð og álegg kr. 500. Samvera
eldri borgara kl. 13–16. Kaffi og smákökur,
söngstund með Jóni Stefánssyni, tekið í
spil, málað á dúka og keramik í stóra sal.
Upplestur sr. Tómasar Guðmundssonar (kl.
13.30–5.15) á Bör Börsson í Guðbrands-
stofu í andyri kirkjunnar. Boðið er upp á
akstur heiman og heim fyrir þá sem komast
ekki að öðrum kosti til kirkju. Verið velkom-
in að hafa samband við Svölu djákna í síma
520 1300 eða 862 9162.
Neskirkja: Foreldramorgunn kl. 10. Um-
sjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14.
Öll börn í 2. bekk velkomin. Skráning í síma
511 1560. Opið hús kl. 16. Spjallað yfir
kaffi og meðlæti. Fræðsla um Davíðssálma
kl. 17 í umsjón sr. Franks M. Halldórsson-
ar. Bænamessa kl. 18. Prestur sr. Frank M.
Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Árbæjarkirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Orgel-
spil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöldmál-
tíð. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á
eftir gegn vægu verði. Opið hús fyrir aldraða
frá kl. 13–16. Kirkjuprakkarar kl. 17–18.
Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. „Kirkjuprakkarar“. Starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30. TTT. Starf fyrir 10–12
ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum
KFUM & K og kirkjunnar kl. 20.
Digraneskirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10.
Foreldrar eru velkomnir að koma og taka
þátt í samveru fram undir hádegi með börn-
um sínum. Helgistund kl. 11. Unglingadeild
Digraneskirkju og KFUM & K , 13–16 ára kl.
20.
Grafarvogskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er
upp á léttan hádegisverð á vægu verði að
lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir
drengi 9–12 ára, kl. 17.30–18.30. Kirkju-
krakkar í Rimaskóla fyrir börn 7–9 ára, kl.
17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Engjaskóla
fyrir börn 8.–9. bekk, kl. 20–22.
Hjallakirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT-
starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Litlir lærisvein-
ar í Lindaskóla kl. 17.
Kópavogskirkja: Starf með 8–9 ára börn-
um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim-
ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börn-
um, TTT, á sama stað kl. 17.45–18.45.
Seljakirkja: Kyrrðar- og bænastund í dag kl.
18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnun í kirkj-
unni í síma 567 0110.
Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar.
Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra
barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl-
mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl.
13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á
Álftanesi. Notalegar samverustundir með
fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Er-
lendur sjá um akstur á undan og eftir.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn-
ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti
Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á
fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir
eldri borgara í dag kl. 13. Helgistund, spil
og kaffiveitingar.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága-
fellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15–
14.30.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12.
Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl.
12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl.
12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði,
allir aldurshópar. Umsjón: Ástríður Helga
Sigurðardóttir, cand. theol. Æfing Kórs
Keflavíkurkirkju frá 19.30-22.30.
Stjórnandi: Hákon Leifsson. Alfanámskeið í
Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl.
22.
Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík).
Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu mið-
vikudaginn 21. nóvember frá kl. 10.30–
11.30. Sóknarprestur.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11
helgistund á Hraunbúðum. Allir velkomnir.
Kl. 18 æfing hjá Litlum lærisveinum. Kl. 20
opið hús hjá unglingum (8.–10. bekk) í
KFUM & K-húsinu við Vestmannabraut.
Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund
kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladeflía. Fjölskyldu-
samvera kl. 18 sem hefst með léttri máltíð
á vægu verði. Kl. 19 er kennsla og þá er
skipt niður í deildir. Það er krakkaklúbbur
fyrir krakka 2–12 ára, unglingafræðsla fyrir
13–15 ára unglinga, fræðsla fyrir ungt fólk
á aldrinum 16–20 ára. Þá er grunnfræðsla
en þar eru kennd undirstöðuatriði kristinn-
ar trúar. Síðan er kennsla á ensku. Einnig
eru til skiptis biblíulestrar, bænastundir og
vitnisburðarstundir. Það eru allir hjartan-
lega velkomnir að koma og vera með okkur.
Hvalsneskirkja.
Safnaðarheimilið í Sandgerði, Taize-helgi-
stund kl. 20.30. Boðið upp á kaffi að stund
lokinni.
„AÐ KUNNA að búa með sjálfri
sér/sjálfum sér.“ Miðvikudaginn
21. nóvember verður fræðslu-
kvöld í safnaðarsal Hallgríms-
kirkju kl. 20. Efni kvöldsins: „Að
kunna að búa með sjálfri sér/
sjálfum sér.“ Sr. Anna Sigríður
Pálsdóttir flytur erindi og svarar
fyrirspurnum.
Hún mun m.a. ræða um breytt-
ar heimilisaðstæður við skilnað
og ástvinamissi.
Fræðslukvöld í Hallgrímskirkju
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Ómar
✝ Herdís Kristjáns-dóttir fæddist í
Minna Akragerði í
Skagafirði 31. októ-
ber 1914. Hún lést í
Kjarnalundi 5. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristján Jóns-
son bóndi, fæddur að
Litla Bæ í Blöndu-
hlíð í Skagafirði og
Guðrún Jónasdóttir,
fædd að Stóra Gerði
í Myrkárdal í Eyja-
firði. Herdís átti eina
dóttir sem hún gaf
frá sér.
Þegar Herdís var á ferming-
araldri fluttist fjölskyldan að
Laugalandi í Þela-
mörk við Eyjafjörð
til bróður Guðrúnar.
Þegar Guðrún dó
fluttu feðginin að
Litla Garði við Ak-
ureyri og dvöldu
þar allnokkur ár.
Herdís var síðan í
vist hér og þar og
starfaði síðan við
húshjálp á ýmsum
heimilum á Akur-
eyri. Á elliárum
dvaldi Herdís á Elli-
heimilinu á Skjald-
arvík og síðar í
Kjarnalundi.
Útför Herdísar fór fram frá
Höfðakapellu 13. nóvember.
Enn fækkar föstum punktum úr
æsku minni, en það datt mér í hug
þegar ég frétti andlát Herdísar Krist-
jánsdóttur eða „Dísu litlu“ eins og
hún var kölluð á mínu æskuheimili.
Alla tíð meðan við systkinin dvöldum í
heimahúsum var sjálfsagt að Dísa
litla birtist, stoppaði í tvo til þrjá daga
og tæki til hendinni með móður okkar
og kveddi síðan kóng og prest og
héldi á næsta áfangastað með poka
sína og pinkla. Hún var þessi föru-
kona sem gekk milli ættingja og vina,
dvaldi mislengi á hverjum stað og hélt
síðan áfram. Þannig vildi hún hafa
það.
Fyrsta bernskuminning mín um
Dísu litlu var þar sem hún sat við eld-
húsborðið í „Sýsló“ eða Hafnarstræti
49 hér á Akureyri, lítil, grannholda
kona með dökkt hár, alvarleg á svip
reykjandi Roy-sígarettu með með
svart kaffi í bolla fyrir framan sig.
Þetta andlitið gat orðið eitt sólskins-
bros á örskotsstundu þegar henni
fannst eitthvað fyndið eða eldri systk-
ini mín voru að gantast við hana.
Það má segja að Dísa litla hafi verið
ein af fjölskyldunni frá upphafi enda
var hún viðstödd alla helstu viðburði á
æskuheimili mínu. En hún kom ekki
bara til að sitja heldur aðstoðaði hún
móður mína í inniverkum sem voru
ærin því börnin voru 9 og í mörg horn
að líta þegar hvorki voru sjálfvirkar
þvottavélar né önnur tæki til að létta
húsverkin. Oftar en ekki var leitað til
Dísu litlu þegar móðir okkar lagðist á
spítala. Sá hún um eldamennsku og
önnur verk. Alltaf var Dísa litla okkur
góð en ákveðin var hún og komst eng-
inn upp með að klára ekki matinn sinn
og það var eins gott að mæta á réttum
tíma í máltíðir. Hún bakaði alltaf sér-
stakar smákökur handa okkur sem
við borðuðum af bestu lyst og brenndi
eina plötu af kökum fyrir bróður minn
sem var sólginn í brenndar kökur. Já,
við bárum virðingu fyrir Dísu litlu
þótt hún væri ekki há í loftinu og ekki
dugði neitt múður eða óþægð enda
þurfti að halda uppi aga á svona
stórum hóp.
Þegar við systkinin fórum að
spretta úr grasi tók hún alltaf eitt
systkinið og hafði mikið uppáhald á
því um nokkurn tíma. Laumaði hún
sælgæti að þeim heppna og fannst
manni mikið til koma á þeim árum.
Ég man þegar ég var unglingur að
koma af íþróttaæfingu, þá stalst ég til
að drekka kókið hennar Dísu sem hún
geymdi alltaf í ísskápnum heima.
Þegar ég játaði syndir mínar tók hún
því ljúflega og sagði að alltaf mætti
kaupa aðra flösku. Þegar ég stóðst
freistinguna og lét kókið í friði kom
hún til mín og sagði: Ja, strákur, ertu
ekki búinn að drekka kókið maður?
Ég er kominn með aðra flösku.
Þegar við systkinin flugum úr
hreiðrinu hittum við Dísu reglulega
er við vorum í heimsókn hjá foreldr-
um okkar. Dísa hélt alla tíð tryggð við
móður mína og þegar hún vistaðist á
elliheimilinu í Skjaldarvík kom hún
reglulega og var hjá mömmu ein-
hverja daga því flökkueðlið var ekki
uppurið hjá henni ennþá. Eftir að
móðir mín dó rofnuðu tengslin mikið
við Dísu en við hittum hana af og til
þegar við áttum leið út í Skjaldarvík.
Þegar ég sá hana síðast núna í vor í
Kjarnalundi var hún farin að gamlast
en hún mundi eftir strákunum hennar
Rúnu þótt hún væri ekki með það á
hreinu hver þeirra það væri enda vor-
um við sjö bræðurnir.
Við systkinin erum þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast Dísu. Hún var
sérstæður persónuleiki sem litaði
mannlífið í þá daga. Við eigum marg-
ar góðar minningar um Dísu litlu sem
við geymum með okkur.
Far þú í friði til betri heima.
Frosti Meldal.
HERDÍS
KRISTJÁNSDÓTTIR
MINNINGAR
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Verslunarstarf
Rótgróin heimilistækjaverslun óskar eftir að
ráða starfsmann, karl eða konu, til sölustarfa
í heimilis- og sjónvarpstækjaverslun sinni
ásamt öðrum tilfallandi störfum. Um heils-
dagsstarf er að ræða. Ráðningartími sem fyrst.
Upplýsingar um fyrri störf, laun o.fl. óskast
sendar til auglýsingadeildar Mbl. eða á
box@mbl.is, merktar: „Glaðværð — 11799“,
fyrir laugardaginn 24. nóvember nk.
Öllum umsóknum verður svarað.Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Setbergsskóli
Kennara vantar sem fyrst við Setbergs-
skóla. Um er að ræða almenna kennslu
í 7. bekk en allar upplýsingar um starfið
gefur Loftur Magnússon, skólastjóri, í
síma 565 1011.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast
á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strand-
götu 31, en einnig er hægt að sækja um
rafrænt á hafnarfjordur.is .
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
LEIKSKÓLINN VIÐ
ÁLFATÚN
Leikskólinn við Álfatún auglýsir
lausa stöðu matráðs.
Um er að ræða 100% stöðu og æskilegt er
að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun samkvæmt kjarasamningum Launa-
nefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags
Kópavogs.
Upplýsingar gefur leikskólafulltrúi í síma
570-1600.
Einnig eru lausar stöður leikskólakennara.
Starfsmannastjóri
KÓPAVOGSBÆR
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Hnjúkabyggð 33,
Blönduósi, fimmtudaginn 29. nóvember 2001 kl. 15.00.
G-8841 IV-677 OU-835 UJ-283
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á Blönduósi,
20. nóvember 2001.