Morgunblaðið - 21.11.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.11.2001, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓSKAR Guð- jónsson, saxófón- leikari, hefur lengi verið í fremstu röð íslenskra djassista. Hann er nú búsett- ur í Lundúnum þar sem hann iðkar list sína í gegnum hin ýmsu verkefni sem eiga það kannski helst sammerkt hvað þau eiga lítið sammerkt. Málið með Óskar er nefnilega það að hann er galopinn í umleitunum sínum hvað tónlist varðar og er rekinn áfram af því sem virðist óbilandi forvitni. Nýjasta verkefni hans ber þessa merki en það er hljómdiskur sem hefur að geyma túlkanir Óskars og kumpána hans á tónlist Thorbjørns Egners og Christian Hortman við ævintýrið sígilda Dýrin í Hálsa- skógi. Plötuna kalla þeir Láttekk- einsoðúsértekkiðanna og snúa þeir félagar, Óskar, Eðvarð Lárusson, Matthías M.D. Hemstock og Pétur Grétarsson, listavel út úr tónlist- inni, toga hana og teygja á hinn fjölbreytilegasta máta með afar forvitnilegri niðurstöðu. Mótun „Fyrir nokkrum árum fór ég að pæla í því hvaða tónlist það væri sem hefði mótað mig sem tónlistar- mann,“ útskýrir Óskar. „Þá fór ég að vinna með tónlistina hans Jóns Múla (eins og heyra má á diskunum Söngdansar Jóns Múla Árnasonar og Keldulandið). Ég spurði sjálfan mig: Hvaðan er ég að koma og hvert er ég að fara? Þessi plata er má segja næsta skref í því. Þetta er sú tónlist sem maður hlustaði hvað mest á frá því að maður var fimm ára til átta ára eða eitthvað álíka.“ Hann segir að hann, Matti og Eð- varð hafi verið að spila saman á Jómfrúnni og hann hafi þá stungið upp á að þeir skyldu taka tvö, þrjú lög úr leikritinu. Það hafi gengið vel og þeim hafi þótt þetta óskap- lega gaman. „Bakgrunnurinn að þessu er ann- ars vegar öll virðingin sem maður ber fyrir þessari tónlist og það, hversu frábær hún er. Og hins veg- ar er maður að velta því fyrir sér hversu mikil áhrif tónlist hafði á mann þegar maður var mjög ung- ur. Þegar maður var ekki byrjaður að skoða tónlist sjálfur mark- miðsbundið.“ Aðspurður af hverju hann leitist við að snúa út úr lögunum og finna nýja fleti segir Ósk- ar að til þess að gera tónlistina áhugaverða og skemmtilega til spilunar verði að taka hana inn og gera hana á þann hátt sem hentar hverjum og einum. „En t.d. „Pip- arkökusöngurinn“ er að mér finnst mjög hefðbundinn þótt hann sé kannski í aðeins öðruvísi takti, hryngjafinn sé ann- arrar ættar en upp- runalega o.s.frv. Ég held að við berum mikla virð- ingu fyrir melódíunni og hún er alltaf látin hljóma. Þessi diskur er ekki gerður fyrir endalaus sóló – það eru lög þarna þar sem það er ekkert verið að snarstefja.“ Uppruni Umbúnaður plötunnar er allur hinn frumstæðasti enda var kýlt á þetta verkefni með frekar litlum til- kostnaði og fyrirhöfn. Platan var tekin upp í kjallaranum hjá Pétri. „… ja … ég held að ástæðan sé bara að „prufa“. Prufa eitthvað annað,“ svarar Óskar er hann er inntur eftir ástæðum þessa. „Ég hef ofsalega mikinn áhuga á upptökutækni og var bara ofsalega spenntur fyrir því að vinna þetta á þennan hátt. Ég hef fylgst með tón- list sem er gerð í heimahúsum og tekin upp á spólur og slíkt. Mig langaði bara til að gera þetta öðru- vísi. Sleppa því að fara inn í hljóð- ver þar sem klukkan tifar og pen- ingarnir telja.“ Í stíl við ofangreint er teikningin á umslaginu eftir Óskar sjálfan. Hann segir að upprunalega hafi hann ætlað að ganga alla leið og gera allt sjálfur; þ.m.t. framleiðsl- una á diskinum. Hugðist brenna eintökin sjálfur. „En maður losnar auðvitað við rosalega mikið ómak, að einhver (þ.e. Edda) vilji taka þetta upp á sína arma og sé tilbúinn til að taka áhættuna og gefa þetta út (kímir).“ Óskar og félagar, eða Dýrin í Hálsaskógi, ætla að leika plötuna í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í kvöld. Tjöld verða frá dregin kl. 21 og á milli laga mun Pétur Grét- arsson sjá til þess að fólk fylgi sögu- þræði með leikrænum tilburðum. Óskar Guðjónsson og félagar gefa út Dvalið í draumahöll arnart@mbl.is Láttekkeinsoðúsértekkiðanna Óskar Guðjónsson blæs nýju lífi (bókstaflega) í Mikka ref og félaga á hljómdiskinum Láttekk- einsoðúsértekkiðanna. Morgunblaðið/Sverrir Sýnd kl. 6. Vit 283 Sýnd kl. 3.50. Ísl. tal. Vit 271 Enga hurð má opna fyrr en aðrar eru lokaðar N I C O L E K I D M A N  HÖJ Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i.14. Vit 291 RadioX Ég spái The Others fjölda Óskarsverðlaunatilnefning; fyrir leik í aðal- og auka- kvenhlutverkum, kvik- myndatöku, leikstjórn, handrit, svo nokkuð sé nefnt. SV Mbl O S M O S I S J O N E S1/2 Kvikmyndir.is  Hausverk.is  RadioX Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit nr. 292 Forsýning í Lúxus VIP kl. 8 og 10.10. Vit 309 Forsýning Sýnd kl. 3.45 og 5.50. Vit 289. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 245 Sýnd kl. 8, 10.20 og í Lúxus VIP kl. 5.30. B.i. 16. Vit nr. 296 Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 284 Sexy Beast Það eina sem er hættulegra en að fara yfir strikið er lög- reglan sem mun gera það Hingað til hefur Denzel Wasington leikið hetjur og góða gæja, en nú breytir hann hressilega til og leikur löggu með vafasamt siðferði. Telja margir að hann eigi eftir að sópa til sín verðlaunum með leik sínum hér Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit nr. 297 Saturday Night Live stjarn- an Chris Kattan bregður sér í dulargervi sem FBI fulltrúinn „Pissant“ til að ná í sönnunargögn sem geta komið föður hans í tukthúsið. Hreint óborganlega fyndin mynd sem þú mátt ekki missa af! HVER ER CORKY ROMANO? Geðveik grínmynd!  ÞÞ strik.is Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 269 SÁND  Kvikmyndir.is HÁSKÓLABÍÓ Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919 Stærsti salur landsins með 220 fm tjaldi. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.45. B. i. 16. Málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar fyrir bíógesti í innri forsal Sýnd kl. 6, 8 og 10. Dramatískt listaverk! ÓTH Rás 2 Metnaðarfull, einlæg, vönduð! HJ- Morgunblaðið ..fær menn til að hlæja upphátt og sendir hroll niður bakið á manni. SG DV ..heldur manni í góðu skapi frá fyrsta ramma til þess síðasta! EKH Fréttablaðið Þvílíkt náttúrutalent! SG - DV Ugla Egilsdóttir er hreint út sagt frábær! HJ Morgunblaðið  HJ. MBL  ÓHT. RÚV Bræðralag úlfsins 123 fórnarlömb. Tveir menn. Aðeins eitt svar. l i i i Hörkuspennandi hasar sem hlaðin er af hreint ótrúlegum mögnuðum áhættuatriðum. Frá leikstjóra Crying Freeman. Með Vincent Cassel (Crimson Rivers, Joan of Arc), Mark Dacascos (Crying Freeman) og ítölsku gyðjunni, Monica Belucci (Under Suspicion, Malena). N I C O L E K I D M A N Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. B.i.14. Edduverðlaun6 ÞÞ Strik.is ÓHT Rás 2  HL Mbl Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson Sýnd kl. 5.45. MÁLARINN  SV Mbl og sálmurinn hans um litinn SV Mbl Sýnd Kl. 10.  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is Heftig og begeistret Sýnd kl. 8. bread and tulips  Ó.T.H Rúv  SV Mbl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.