Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í ÞAU fimm ár sem talibanarsátu að völdum í Afganistanhéldu þeir konum nánast ístofufangelsi. Þær máttu faraút af heimilum sínum einungis í fylgd með nánum, karlkyns ætt- ingja – og urðu að fela sig á bak við búrkuna, serk sem huldi þær frá toppi til táar. Parwin Ashrafi, 25 ára framhalds- nema í bókmenntafræði og rithöf- undi, sem les upp ritgerðir sínar í Út- varpi Afganistan, fannst búrkan vera ferðafangelsi og fyrirlitlegt tákn um kúgun kvenna í landinu. Nú hefur nýja bráðabirgðastjórnin í Afganist- an leyft konum að kasta búrkunni, og menntaðar konur eins og Ashrafi vilja óðar og uppvægar losa sig við hana. Samt þora þær það varla. Hálfum mánuði eftir að talibanar voru hraktir frá völdum er varla eitt konuandlit að sjá á götum Kabúl. Afganskar konur klæðast enn búrk- unni, margar hverjar af ótta við að þetta frelsi reynist tímabundið. „Jafnvel þótt dyr fangelsisins standi opnar þorum við ekki enn að ganga út um þær,“ segir Ashrafi. Jafnvel þótt talibanar hafi verið bornir ofurliði hefur valdatími þeirra breytt andrúmsloftinu í Kabúl, og það er nú andsnúnara menntuðum, metnaðarfullum eða ákveðnum kon- um. Færra breyst en í flestum öðrum löndum Undanfarin fimm ár hafa Ashrafi og fleiri konur barist á ósýnilegan hátt gegn fangelsun sinni, lært eða unnið á laun heima hjá sér eða í leynimakki með karlkyns ættingjum eða starfsbræðrum. En nú vonast þær til að geta haslað sér völl og krafist réttar síns á opinberum vett- vangi. „En við verðum að bíða og sjá hvers konar stjórn tekur við áður en við köstum búrkunni og förum að berjast fyrir breytingum,“ sagði Ashrafi. „Það gætu enn leynst hætt- ur fyrir utan fangelsið.“ Í Afganistan hefur á undanförnum öldum færra breyst en í flestum öðr- um löndum heimsins. Þegar utanað- komandi áhrif hafa borist til landsins hefur það orðið um Kabúl. Og átökin um það, hvort konur megi sýna framan í sig, hafa orðið táknrænni en flest önnur átök breyt- inga og hefðar. Árið 1929 ávann Am- anúlla konungur – sem vildi nútíma- væða – sér forakt hefðarhollra ættbálka og var á endanum steypt af stóli fyrir að láta drottningu sína sjást blæjulausa – og gefa konum í Kabúl fyrirmæli um að fylgja for- dæminu. Það var ekki fyrr en 1959 sem af- gönsk stjórnvöld snérust gegn ætt- bálkahefðum og þorpaklerkum með því að lýsa því yfir að í íslömskum rit- um fyndist enginn grundvöllur fyrir því að neyða konur til að bera blæju. Næstu 33 ár hvöttu afgönsk stjórn- völd – einvaldar, þjóðernissinnar og kommúnistar – konur til að bera ekki blæju og áhersla á menntun kvenna, atvinnuþátttöku og opinber störf þeirra var aukin. En 1978 sáust afganskir kommún- istar ekki fyrir – frekar en Amanúlla konungur – og komu af stað upp- reisn, að hluta til með því að reyna að tryggja konum í íhaldssamari sveit- um landsins sömu réttindi og konur í Kabúl nutu. Tilraunir til að veita konum auk- inn ákvörðunarrétt um líf sitt fengu á sig óorð víða í Afganistan, vegna þess að þær voru taldar tengjast kommúnisma og ruddalegri her- stjórn Sovétmanna á níunda ára- tugnum. Bandarískir ráðamenn og ýmsir aðrir hugsuðu ekki um réttindi kvenna því að þeir voru með allan hugan við valdabaráttu. Bandaríkin, Pakistan og Saudi-Arabía sendu megnið af vopna- og fjárhagsaðstoð sinni til herskáustu múslimahópanna í mujahedeen-samtökunum, er börð- ust gegn Sovétmönnum, og voru staðráðnir í að skerða réttindi kvenna. Fyrir um það bil fimm árum viku þessir hópar fyrir talibönum, hreyf- ingu ungra trúarnámsmanna er spratt upp úr ömurlegri stríðs- tímafátækt í þorpum og flótta- mannabúðum í landinu. Eftir að tal- ibanar náðu Kabúl 1996 gáfu þeir fyrirskipanir um að konum skyldi vikið úr öllum opinberum störfum og flestri vinnu og gert skylt að halda sig innan veggja heimilisins. Fyrirmæli talibananna leiddu til þess, að þær Saida Hashemi og Soh- aila Tarin urðu að hætta námi. Þær voru þá táningar og höfðu lokið þrem önnum við læknaskólann við Wazir Akbar Khan-sjúkrahúsið. Í fimm ár héldu þær áfram að læra heima hjá sér, og svo fór, að þær fengu vinnu á rannsóknarstofu á læknamiðstöð fyrir konur, Mohmand-greiningar- miðstöðinni. Þar fylgdist siðferðislögregla tal- ibanastjórnarinnar með störfum þeirra. Einn daginn var talibani þar í heimsókn og gægðist undir glugga- tjald og sá Tarin og Hashemi þar sem þær höfðu tekið búrkuna af sér og voru að læra ensku. Hann barði þær með svipu og lét líka höggin dynja á starfsbróður þeirra, sem hann sagði hafa komið of nálægt þeim. Talibanarnir lokuðu læknamið- stöðinni nokkrum sinnum fyrir brot eins og það, að karlkyns starfsmönn- um væri leyft að taka blóð úr konum (og snerta þær þannig á ólöglegan máta), að því er Niyamatullah Akb- ari, fertugur starfsmaður stöðvar- innar, sagði. Óttast að nýfe frelsi endist st Þótt þeim sé ekki leng- ur skylt að klæðast búrkunni og myndu fegnar vilja kasta henni þora margar konur í Afganistan ekki enn að láta sjá framan í sig því að enn er óljóst hvort frjálslynd eða íhalds- söm öfl munu í fram- tíðinni verða ofan á í landinu. Kabúl. Newsday. Þessar afgönsku konur, er þjást af berklum, eru í hópi tíu berkla- sjúkra kvenna sem dvelja á Kart-e- Parwan-berklahælinu í Kabúl. Á berkla- hælinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.