Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 33 r g í í r g á g g í a í g g r t r r r g a a r f g a r r hlúa að lýðræði í landinu: „Um leið og ráðamenn í Washington leggja í nýtt stríð verður stjórn Bush að hafa hugfastan lærdóm kalda stríðsins. Þeim ágreiningi lauk ekki vegna árangurs á víg- vellinum eða í gagnnjósnum. Sannur friður náð- ist aðeins eftir að Sovétstjórnin féll og gildi lýð- ræðis fóru að ryðja sér til rúms um allt Rússland. Því ferli er hins vegar ekki lokið og nú þegar Bandaríkin vantar nýja bandamenn er það orðið mikilvægara en nokkru sinni.“ Tímaritinu Foreign Affairs er ætlað að hafa áhrif á stefnumótun stjórnvalda og greinar í því markast af þeim tilgangi, en endurspegla um leið viðhorf í þeim geirum þjóðfélagsins, sem vilja móta utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar. Emb- ættismaður einn hjá NATO dró upp nokkuð ískyggilegri mynd af stöðunni í Rússlandi í sam- tali í vikunni og í greiningu hans er við mjög kröftug öfl gegn auknu lýðræði að etja. Alvarleiki ástandsins í Rússlandi stór- lega vanmetinn? Hann sagði að á Vest- urlöndum væri alvar- leiki ástandsins í Rússlandi stórlega vanmetin. Staðan nú ætti hins vegar rætur að rekja til glundroð- ans í Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna. Borís Jeltsín hefði hreinsað út kjarna kommúnista í viðskiptalífinu og á einu ári hefði skipulagi efna- hagslífsins þar sem ráðuneytin stjórnuðu öllu, jafnt í Rússlandi sem í lýðveldunum, verið rúst- að. Í kjölfarið fylgdi glundroði. Þessi umskipti hefðu hins vegar hvorki átt sér stað í utanrík- isráðuneytinu, né varnarmálaráðuneytinu. Ástæðan fyrir því var fullkomlega rökrétt: það er ekki hægt að setja reynslulausa glanna í stöðu sendiherra eða hershöfðingja. Það þarf að þjálfa og slípa diplómata og þekkja þarf alla innviði hersins til að geta stjórnað honum. Þessari kyrr- stöðu fylgdi hins vegar mikill ókostur. Annars staðar í rússnesku samfélagi hefði nýtt blóð þýtt að þar voru menn opnari fyrir breytingum. Þeir sem fóru með utanríkis- og varnarmál voru hins vegar með byrði gamla hugsunarháttarins í far- angrinum. Þegar samráðsferli NATO, Rússa og gömlu Sovétríkjanna fór af stað 1992 höfðu held- ur engar breytingar átt sér stað í mannskapnum hjá NATO. Þarna voru því að eigast við menn, sem ekki þoldu hver annan. Allt í einu hefðu höfuðstöðvar NATO fyllst af herforingum frá Kasakstan og Aserbaídsjan og það hefði verið hrikalegt að upplifa. Ekki hafi áfallið verið minna fyrir Rússa þegar þeir sátu við sama borð og til dæmis Eistar og Moldóvar og fengu sama tíma og þeir til að koma málum sínum á fram- færi. „Þetta var of mikið fyrir Rússana,“ sagði emb- ættismaðurinn. „Fundunum var lýst sem svo að farið hefðu fram gjöfular umræður í skapandi andrúmslofti, en það var bara fallegt orðalag yfir það að hver höndin hefði verið upp á móti ann- arri.“ Hann sagði að stækkun NATO hefði ekki bætt úr skák. Þá hefðu ráðamenn í Moskvu litið svo á að nú hefðu þeir sannanir fyrir því að NATO mundi ekki láta staðar numið fyrr en í Moskvu. 1996 hefði síðan farið að síga á ógæfuhliðina fyrir alvöru. Enginn markaður hefði verið fyrir rússneskar vörur eftir hrunið og heilu borgirnar hefðu verið í upplausn. Vestræn fyrirtæki hefðu séð sér leik á borði að leggja undir sig markaðinn og ýta rússneskum vörum til hliðar. Þar á bæ hefðu menn hins vegar gleymt tvennu, glæpum og spillingu. Á endanum hefðu vestrænu fyrirtækin einfaldlega afskrifað útlagðan kostn- að og sagt við vestrænar ríkisstjórnir að ástand- ið væri vonlaust. Vesturlönd ákváðu hins vegar að hjálpa Rússum og sögðu þeim að einkavæða og setja fyrirtækin í hendur starfsmönnum. Síðan myndi berast hjálp, þótt það gæti tekið tíma. „Í millitíðinni birtust hins vegar skuggalegir náungar frá Pétursborg með sekki fulla af pen- ingum og keyptu fyrirtækin,“ sagði hann. „Þetta voru ólígarkarnir og árið 1996 réðu þeir yfir 70 af hundraði efnahagslífsins. Þarna eru á ferðinni milli 300 og 400 manns og það er alveg ljóst hverjir áttu peninga: foringjar skipulagðrar glæpastarfsemi og kommúnistar.“ Þessi embættismaður sagði að það væri ekki góður kostur að eiga við Rússa, en hins vegar væri enginn annar kostur í stöðunni. Er Rússum treystandi? Yfirmaður í höfuð- stöðvum herstjórnar NATO í Evrópu sagði að vissulega væri ekki lengur bein ógn af Rússum, en þeir væru enn stórt herveldi. Hann sagði að þetta undirstrikaði mikilvægi Íslands í varnarmálum og benti á að þótt Bandaríkjamenn hefðu víða lokað herstöðv- um væri sú ekki raunin í Keflavík. „Þeir eru kannski ekki ógn, en við verðum að hafa auga hver með öðrum,“ sagði hann og vísaði í fortíð Rússlands og samskiptanna við Rússa um leið og hann bætti við: „Treystið þið þeim?“ Hann treysti þeim ekki. Annar yfirmaður vildi ekki taka svo djúpt í ár- inni, en sagði þó að þetta væri spurning um tíma og það væri alveg ljóst að í herjum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins annars vegar og Rúss- lands hins vegar myndi þurfa eina til tvær kyn- slóðir til að uppræta þá tortryggni, sem væri af- sprengi kalda stríðsins og enn væri til staðar. Framvinda samskiptanna við Rússa er gríð- arlega mikilvæg. Það er hægur vandi að gera lít- ið úr Rússlandi, en ekki má vanmeta styrk þess og hernaðarmátt. Það er því hárrétt að nota það tækifæri, sem nú gefst til að gera hagsmuni Rússa að hagsmunum Vesturlanda. Það má ekki gerast með þeim hætti að allt verði látið eftir Rússum, enda stendur það ekki til. Það kemur ekki til greina að Rússar fái neitunarvald í mál- um, sem varða öryggishagsmuni aðildarríkja NATO, og það sama á við um inntöku Eystra- saltsríkjanna í bandalagið. En það þarf meira til en samstarf í hernaðarmálum til að tryggja ör- yggi og stöðugleika og það verður áfram ástæða til að hafa áhyggjur af veikri stöðu lýðræðisins í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi og öfl afturhalds og hugsunarháttar liðinnar aldar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skíðalyfturnar í Ártúnsbrekkunni voru opnaðar í fyrsta skipti í vetur í gærmorgun við fögnuð skíðamanna. Pútín er ekki ein- ræðisherra og það eru mismunandi sjónarmið í landi hans. Ég held að það sé rétt að ætla að það séu ýmis öfl í rússnesku þjóð- félagi, sem munu ekki líta þetta mjög jákvæðum augum. Það hefur verið kurr í röðum hers- ins á þeirri forsendu að hernum væri stefnt í hættu ef það væri of mikið opnað gagnvart vestrinu. Laugardagur 1. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.