Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 58
Morgunblaðið/Þorkell Sveiflukvartettinn sá um fjörið. Gimli var það ekki Húsið var formlega tekið í notk- un 6. október 1961 í tilefni af hálfr- ar aldar afmæli Háskólans og vakti mikla hrifningu landsmanna. Nafn- ið Háskólabíó hafði þá ekki alltaf legið ljóst fyrir því á tímabili hafði verið alvarlega rætt um að gefa nýja húsinu nafnið Gimli. Opnunarmynd Háskólabíós var Fiskimaðurinn frá Galíleu, banda- rísk stórmynd, með Howard Keel í aðalhlutverki Péturs postula og FJÖGURRA áratuga afmælis að- albyggingar Háskólabíós við Haga- torg var fagnað með viðhöfn á mið- vikudaginn að viðstöddum rektor Háskóla Íslands, Páli Skúlasyni. Stefán Ólafsson, stjórnarformað- ur Háskólabíós, bauð gesti vel- komna í anddyrinu og lyfti með þeim glasi því til heiðurs. Að af- loknum veitingum og léttri sveiflu frá Sveiflukvartettinum var haldið inn í sjálfan salinn góða sem nær hver einasti Íslendingur, sem á annað borð ber aldur til, hlýtur að hafa komið inn í a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni. Þar byrjaði rektor á því að rekja sögu Háskólabíós í ör- stuttu máli og á eftir honum kom í pontu núverandi framkvæmda- stjóri bíósins sem þakkaði sérstak- lega starfsfólki þess í gegnum tíð- ina fyrir vel unnin störf í þágu þess. Að endingu var síðan að sjálfsögðu boðið upp á vandaða kvikmynd, ekta mánudagsmynd, sem var franska myndin Le Fabul- eux destin d’Amélie Poulain en hún hefur hvarvetna hlotið ein- róma lof. Þótti það mikið þrekvirki er Há- skólinn réðst að frumkvæði Alex- anders Jóhannessonar rektors út í byggingu einhverrar mestu bygg- ingar landsins, sem þá var, undir lok sjötta áratugarins. Háskólinn hafði þá sýnt kvikmyndir í fjáröfl- unarskyni í Tjarnarbíói frá 1942 og þörfin fyrir fleiri sæti orðin knýj- andi. Um sömu mundir var verið að leita að húsnæði fyrir Sinfón- íuhljómsveit Íslands og var því af- ráðið að hanna kvikmyndahúsið með sem margþættast notagildi að leiðarljósi. Gunnlaugur Halldórs- son arkitekt teiknaði húsið ásamt Guðmundi Kr. Kristinssyni verk- fræðingi. síðan þá hefur bíóið sýnt margar af merkustu og mest sóttu mynd- um sögunnar og nægir þar að nefna Söngvaseið með Julie Andr- ews, sem sýnd var við metaðsókn svo mánuðum skipti um miðbik 7. áratugarins, þríleikina um Guðföð- urinn og Indíana-Jones, Súper- man, Koppafeiti eða Grease eins og hún hét á frummálinu, Júra- garðinn og síðast en ekki síst fjöl- margar íslenskar myndir þ.á m. tvær langvinsælstu Með allt á hreinu og Engla alheimsins. Stefán Ólafsson, stjórnarformaður Háskólabíós, og Páll Skúlason rekt- or sem lýsti yfir stolti sínu yfir starfsemi kvikmyndahúss Háskólans. Fiskimaðurinn frá Galíleu var frumsýndur á almennum sýningum 11. október 1961 og þann dag birtist þessi veglega auglýsing frá Há- skólabíói í Morgunblaðinu. Háskólabíó 40 ára Einar Valdimarsson vottaði starfsfólki Háskólabíós fyrr og síðar virðingu sína. FÓLK 58 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 13 Eltingarleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn. l i l i i i l l l i i i . Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa.  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Mán kl. 4, 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 2 og 4. Með íslensku tali. Mánudagur kl. 4. Endalaust fyndin mynd frá framleiðendum Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade (Just Shoot Me) er súper-lúðinn! Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  Rás 2 MOULIN ROUGE! Hausverkur  DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Síðasta sýningarhelgi í LÚXUSSAL Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Mán kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. ÞAÐ ER engum blöðum um það að fletta að Mick Jagger er rokkgoðsögn í lifanda lífi. Afrek hans með félögum sínum í Rolling Stones eru náttúrlega algjört einsdæmi í sögu rokksins – sveitin enn í fullu fjöri eftir 40 ára samstarf og áhrifa hennar gætir ríku- lega í öllum kimum dægurtónlistar samtímans. Í ljósi þess er hreint með ólíkind- um hversu illa grey karlinum hefur gengið að plumma sig einn síns liðs. Það tók hann langan tíma að herða sig upp í það, gaf ekki út fyrstu sólóplöt- una fyrr en um miðbik níunda áratug- arins og biðin var sannarlega ekki þess virði. She’s The Boss reyndist hin mesta flatneskja, útþynnt rokk- laust popp með ótæpilegum iðnaðar- keim. Litlu betri voru plöturnar sem á eftir fylgdu og ljóst var að óstuddur var Jagger rammvilltur og máttlítill. Eftir brattar yfirlýsingar í tónlist- arpressunni undanfarið um það hversu einbeittan hann telji sig vera orðinn og áhugasaman um tónlistar- grósku samtímans vöknuðu hjá manni vonir um að karlinn hefði loks- ins öðlast nægilegt sjálfstraust, loks- ins fundið sinn rétta tón. En ó nei – glóruleysið er enn í hávegum og ef eitthvað er þá virðist hann enn þá áttaviltari en áður. Langar svolítið að eltast við nýju sveitarokksbylgjuna, líka strengjahlaðið tilfinningarokkið, án þess þó að geta komist hjá iðnaðar- ómnum hvimleiða. Í ofanálag eru lagasmíðarnar máttlausar og bjargar framlag Lenny Kravitz, Bono og Wyclef Jean litlu. Glætan felst í ein- um þremur lögum af tólf (alltof löng plata) sem öll eru í ljúfsárari kant- inum en þar má greina einlægni sem verið hefur víðsfjarri á hrjóstrugum sólóferlinum. En hann getur enn þakkað guði fyrir að eiga þá Keith, Charlie og Ronnie að. Tónlist Glórulaus goðsögn Mick Jagger Goddess in the Doorway Virgin Fjórða tilraun Stones-söngvarans til að öðlast viðurkenningu einn og óstuddur. Skarphéðinn Guðmundsson Lykillög: „Don’t Call Me Up“, „Too Far Gone“, „Brand New Set of Rules“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.