Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR um tveimur árumhafði starfsemi hugbúnað-arfyrirtækisins Hugvitssprengt utan af sér hús- næðið. Í stað þess að fara í hefð- bundna leit að húsnæði sneri fyr- irtækið sér til bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona hjá Hag- kaupum sem þá þegar voru komnir af stað með hugmyndir um há- tæknigarð. Þetta samstarf leiddi að lokum til þess að hugmynd um hátæknigarð, eða þekkingarþorp, í Urriðaholti í Garðabæ varð til. Þessir aðilar stofnuðu saman fyrirtækið Þekkingarhúsið ehf. til að standa að undirbúningi og skipulagningu hátæknigarðsins. Þekkingarhúsið vann deiliskipu- lagstillögu í nánu samstarfi við Garðabæ og Styrktar- og líknar- sjóð Oddfellowreglunnar sem á landið og átti að undirrita leigu- samning Þekkingarhússins við Oddfellowregluna í gær. 200–300 þúsund fermetrar undir hátæknigarð Urriðavatnsland er 403 ha. jörð í landi Garðabæjar. Landið sem skipulagt er undir hátæknigarðinn er 82 ha. að stærð. „Á því svæði getum við byggt hús upp á 200– 300 þúsund fermetra og mun upp- bygginging taka 20–30 ár,“ segir Ingvar Kristinsson, framkvæmda- stjóri samningamála hjá GoPro Landsteinum, en Hugvit er nú hluti af því fyrirtæki. „Það þarf mikla framsýni fyrir verkefni eins og þetta og hefur Oddfellowreglan frá upphafi sýnt því mikinn áhuga og skilning sem endurspeglast í þeim samningum sem við höfum nú undirritað.“ Að mati Ingvars er varla hægt að finna betri staðsetningu fyrir há- tæknigarð á Íslandi og vó stað- setningin þyngst í þeirri ákvörðun að byggja garðinn í Urriðaholti. „Það er mikilvægt að bakland, eða íbúabyggð, í næsta nágrenni hátæknigarðsins sé sterkt,“ segir Ingvar. „Í 5–7 kílómetra radíus frá Urriðaholti eru 100.000 íbúar. Það er stutt í vinnuafl, nálægð við nátt- úruna er mikil og góðar vegteng- ingar verða til Reykjavíkur og suð- ur á Keflavíkurflugvöll.“ Þekkingin á einum stað En til hvers að stefna fyrirtækj- um í hátækniiðnaði saman á einn stað? Ingvar segir hugmyndafræð- ina ganga út á það að fólk í svip- uðum greinum hittist, ræði málin og í kjölfarið verði oft til hug- myndir og samstarf. Um leið og fólkinu er safnað saman er þekk- ingunni safnað saman. Það eru ákveðin grundvallarat- riði sem verða að vera fyrir hendi til að samfélag sem þetta þrífist og er háskólastarfsemi eitt þeirra. „Á svæðum sem þessum verður að vera háskóli. Saman geta háskól- inn og iðnaðurinn komið á fót rannsóknar- og þróunarstofnun sem er báðum aðilum í hag.“ Stefnt er að því að ná fram ákveðnum eiginleikum, þ.e. að iðn- aðurinn geti sótt í þekkingu há- skólanna og skapað með samstarfi nýjar lausnir og ný tækifæri. „Báðir aðilar græða því háskólinn getur aftur nýtt sér iðnaðinn til að tengja starfsemi sína atvinnulífinu og skapað verkefni. Dæmi erlendis frá sýna að í svona umhverfi verða ný fyrirtæki til. Nálægðin er nauð- synleg. Fólk þarf að hittast, spjalla saman og viðra hugmyndir sínar.“ Ekki kemur til greina að stofna nýjan háskóla við hátæknigarðinn en viðræður við háskólana í land- inu hafa þegar farið fram. „Við- brögðin hafa verið jákvæð,“ segir Ingvar. „Það eru ákveðnar hreyf- ingar í háskólunum og við sjáum það fyrir okkur að einn eða fleiri komi að þessu verkefni með okk- ur.“ Hann telur verkfræði og raun- vísindi eiga vel við þá starfsemi sem fram mun fara í hátæknigarð- inum og myndu þessar greinar þjóna henni best. „Á Íslandi útskrifast fáir úr verkfræði og raunvísindum miðað við nágrannalönd okkar og er það miður. Ef við viljum breyta okkar atvinnulífi verður þetta að breyt- ast líka. Hátæknigarður gæti verið leið til að bæta úr þessu og ná tengingu milli námsins og iðnaðar- ins.“ Eiginleikar íslensks samfélags aðdráttarafl Ingvar segir reynsluna sýna að fyrirtæki í þekkingariðnaði leiti inn í umhverfi sem þetta með sitt þróunarstarf. „Ég held að þegar erlend fyrirtæki finna svæði sem þetta á Íslandi muni þau koma og byggja upp sinn þróunargarð, því hér er allt til alls. Hinn íslenski ör- markaður veitir kjörin tækifæri til að þróa og skapa nýjar lausnir. Það er mikill hraði í íslensku sam- félagi, hér getur fámennur hópur fólks náð sama árangri fyrr en stærri hópur getur erlendis. Ís- lendingar eru mjög fljótir að til- einka sér nýjungar og sú stað- reynd og hraðinn sem hér er skiptir afskaplega miklu máli. Út- lendingar eru farnir að átta sig á þessu og koma til með að vilja nýta sér þessa eiginleika og við eigum auðvitað að nýta okkur þá líka til að laða að erlend fyrir- tæki,“ segir Ingvar. En þeir koma ekki ef hér er ekki að finnna hentugt húsnæði. „Þeir koma heldur ekki ef aðstaða fyrir starfsmenn er ekki fyrir hendi. Er- lendir starfsmenn vilja koma með fjölskyldurnar sínar, vilja að mak- inn fái starf við sitt hæfi og að börnin geti gengið í skóla.“ Samkvæmt tillögum verður rek- inn leikskóli og grunnskóli fyrir enskumælandi börn í tengslum við íbúahverfi innan svæðisins. „Um er að ræða nokkurs konar stúd- entaíbúðir fyrir t.d. gestaprófess- ora og útlent starfsfólk sem vill búa hér í nokkur ár. Þetta er þjón- usta sem klárlega þarf að vera fyr- ir hendi við hátæknigarð sem þennan.“ Fjölskylduvænt umhverfi Þegar komið er að garðinum mun blasa við bygging sem er töluvert hærri en aðrar á svæðinu. Þar verður öll helsta þjónustan til húsa. Þessi bygging verður sú fyrsta sem mun rísa í Urriðavatns- landi. Út frá þeirri byggingu munu rísa lágreistari hús þar sem fyr- irtæki geta leigt aðstöðu. Húsin verða lágreist, gangarnir opnir og breiðir og öll þjónusta verður á jarðhæðum húsanna, svo sem verslanir, veitingahús og annað. Í fyrsta áfanga, sem mun rísa á tímabilinu 2002–2007, er sam- kvæmt deiliskipulagstillögunni gert ráð fyrir að reisa miðjukjarn- ann og í aðalbyggingunni verður m.a. ráðstefnumiðstöð með veit- ingasölum, skrifstofum, rannsókn- arstofum og frumkvöðlasetri. Enn- fremur er gert ráð fyrir mennta- stofnun á háskólastigi, bókasafni, svo og margskonar þjónustustarf- semi, s.s. veitingastöðum, verslun- um, banka, leikskóla, heilsurækt og fleiru. Yfirbyggðar göngugötur koma til með að tengja bygging- arnar saman. Ekki er gert ráð fyrir íbúðum í fyrsta áfanga, en alls verður þó byggt 57.500 m² húsnæði, 19.000 m² fyrir háskóla, 14.000 m² sam- eiginlegt rými og þjónustustarf- semi og loks 24.000 m² skrifstofu- húsnæði. Þar af mun starfsemi Landsteina Go-Pro Group nýta um fjórðung þess húsnæðis. „Öll fyrirtækin sem þarna koma til með að vera þurfa mötuneyti, upplýsinganet og aðra þjónustu sem hægt er að sameinast um til að lækka kostnað,“ segir Ingvar. „Grunnhugmyndin, sem okkur finnst mjög mikilvæg, er sú að starfsfólkið fái alla þá þjónustu sem það þarfnast á svæðinu. Við viljum að umhverfið sé fjölskyldu- vænt og við viljum skapa lifandi og öflugt mannlíf á svæðinu. Þess vegna er mikilvægt að hafa þjón- ustu á borð við kaffihús og líkams- ræktarstöðvar. Með því skapast samfélag starfsmanna þó að þeir komi ekki til með að búa á svæð- inu.“ Hversu marga garða? Stefnt er að því að stofna fast- eignafélag sem mun sjá um að byggja og leigja húsnæði á svæð- inu. „En það verður ekki skilyrði að allar byggingar verði byggðar og í eigu þessa fasteignafélags. Ef aðrir aðilar vilja byggja sín hús er því ekkert til fyrirstöðu,“ segir Ingvar. Ekki fær hvaða starfsemi sem er aðstöðu í Urriðaholti. Í deili- skipulagi er tilgreint hvaða starf- semi má hafa þar aðsetur og hver ekki. Þar stendur að byggingar sem komi til með að rísa á svæðinu séu ekki ætlaðar undir eftirtalda starfsemi: Almennar íbúðir, mat- vælaframleiðslu, fiskverkun, véla- verkstæði og þungaiðnað. Næstu skref Þekkingarþorpsins og Garðabæjar, þar sem nú er búið að semja við Oddfellowregluna um leigu á landinu, eru að kynna fyr- irhugaða starfsemi heima og er- lendis, en deiliskipulagstillagan var auglýst 9. nóvember og rennur frestur til að skila inn athuga- semdum út 22. desember nk. „Eitt grundvallaratriði sem verður að vera fyrir hendi svo að hægt sé að hefjast handa við upp- byggingu á svæðinu er að sam- komulag hafi náðst við háskóla um starfsemi innan hátæknigarðsins. Slíkt samstarf þarf hins vegar að undirbúa vel og það tekur tíma.“ Háskóli Íslands hefur í hyggju að reisa þekkingarþorp á háskóla- svæðinu. Er markaður fyrir tvö þekkingarþorp eða hátæknigarða á Íslandi? „Ég sé ekki að það verði pláss fyrir tvo hátæknigarða á höfuð- borgarsvæðinu eins og við þekkj- um þá hjá Þekkingarhúsinu. Áform Háskóla Íslands í Vatns- mýrinni eru miklu fremur til að bæta úr aðstöðu fyrir háskólann sjálfan og eins er ákveðinn áhugi á að færa nokkrar tæknistofnanir í meiri nálægð við háskólann. Þetta er fínt og það er alveg örugglega þörf fyrir þetta. En það mun að- eins einn hátæknigarður verða til sem þroskast og þróast á forsend- um atvinnulífsins í samvinnu við háskóla sem saman koma sér upp rannsóknarsetrum. Sá hátækni- garður verður á Urriðaholti.“ Ef allt gengur eftir má vænta þess að hátæknigarður í Urriða- holti taki að rísa á næsta ári. „Það vantar tilfinnanlega hér á Íslandi stað þar sem hægt er að starf- rækja fyrirtæki sem starfa á svip- uðum nótum,“ segir Ingvar. „Sam- skipti milli fólks eru afar mikilvæg í þessum hátækni- og þekkingar- iðnaði og fólk þarf að hittast, ræða málin og fá hugmyndir. Þess vegna viljum við reisa hátæknigarð.“ Tillögur um uppbyggingu hátæknigarðs í Urriðaholti í Garðabæ eru vel á veg komnar Nálægðin er nauðsynleg Morgunblaðið/Golli Tryggvi Jónsson formaður, Ingvar Kristinsson og Jón Pálmason sitja í stjórn Þekkingarhússins ehf., sem vinnur að skipulagi hátæknigarðsins. Mynd/Tekton Séð yfir Urriðaholtsland og hvar hátæknigarðurinn kemur til með að rísa. Hátæknigarður mun taka að rísa í Urriðaholti í Garðabæ næstu árin ef allt gengur eftir. Sunna Ósk Logadóttir komst að því að auk háskólastofnana, fyrirtækja á hátæknisviði og fjölbreytilegrar þjón- ustu, svo sem heilsugæslu og heilsuræktar, verður þar væntanlega rekinn leikskóli og grunnskóli fyr- ir starfsmenn garðsins. SAMKVÆMT skilgreiningu sem kemur fram í deiliskipulagstillögu að Hátæknigarði í Urriðaholti „er há- tæknigarður staður þar sem innlend og erlend fyrirtæki í hátækniiðnaði nýta sér íslenskt umhverfi til þróun- ar og prófunar. Þar mætast mennta- stofnanir og iðnaður í rannsóknar- og þróunarstarfi og þar er frum- kvöðlum á þessu sviði hjálpað til dáða“. Ennfremur segir að hátækni- iðnaður sé t.d. upplýsingatækniiðn- aður og undir hann flokkist einnig erfða-, lyfja-, og lífefnafræðirann- sóknir og þróun og ýmiss konar ann- ar þekkingariðnaður. „Íslenski örmarkaðurinn og um- hverfið er vopn íslensku hátæknifyr- irtækjanna í samkeppni á erlendum mörkuðum. Á Íslandi er hægt að þróa og prófa nýjar lausnir hraðar og í smærri hópum en víða annars staðar. Íslensk fyrirtæki, stofnanir, stjórnvöld og einstaklingar eru tilbú- in að prófa nýja hluti og tilbúin að taka þátt í þróunarstarfi þegar eftir því er leitað. Á Íslandi er hátt tækni- og þekkingarstig sem íslensk há- tæknifyrirtæki geta nýtt sér við sitt þróunarstarf.“ Fyrirtækið Þekkingarhúsið ehf. var stofnað í maí 2000 með það að markmiði að undirbúa, skipuleggja og reka hátæknigarðinn, en að því standa ýmsir fjárfestar og fyrirtæki í hátækniiðnaði, Viskusteinn, félag í eigu þeirra bræðra Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona og nokkurra ann- arra einstaklinga, Íslenski hugbún- aðarsjóðurinn, GoPro Landsteinar Group og nokkrir einstaklingar. Arkitektar frá Boston unnu svo grunnhugmyndirnar að garðinum ásamt Þekkingarhúsinu. Þekkingarhúsið ehf. hefur í sam- vinnu við Garðabæ og Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowreglunnar sem á Urriðavatnsland unnið að framgangi verkefnisins gagnvart öllum hags- munaaðilum. Stefnt er að því að á næstu 20–30 árum byggist upp há- tæknigarður á Urriðaholti sem verð- ur vettvangur fyrir íslensk hátækni- fyrirtæki til að vaxa og dafna. Hvað er hátæknigarður?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.