Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Cider vinegar
diet formúla
FRÁ
Vatnslosun, brennsla,
og megrun
meðGMP gæðaöryggi
Apótekin
FRÍHÖFNIN
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
EYJÓLFUR var framkvæmdastjóri félagsins1987-92 og hefur setið í varastjórn frá 1976 ogtók þá við af föður sínum, Martin Tómassyni.
Hann er þriðji ættliðurinn í beinan karllegg sem er í
forystusveit Ísfélagsins. Afi hans, Tómas M. Guð-
jónsson, sat í stjórn félagsins frá 1939 og lengst af
stjórnarformaður. Tómas sat áfram í stjórn eftir
„byltinguna“ í árslok 1956, sá eini úr fyrri stjórn sem
hélt sæti sínu. Martin Tómasson, faðir Eyjólfs, tók við
sæti föður síns í stjórninni 1957 og sat til dauðadags
1976.
„Afi var hér á erfiðum tíma, áður en allir þessir nýju
eigendur komu inn í félagið,“ segir Eyjólfur. „Félagið
leið fyrir að hafa ekki hráefni. Það átti enga báta en
Vinnslustöðin, Hraðfrystistöðin og Fiskiðjan voru
með sína báta. Hér lögðu upp margir Austfjarðabátar
á vertíðum. Þeir komu á línu og net. Maður man eftir
kempum eins og Bóasi á Snæfuglinum frá Reyðarfirði
og Bjössa á Glófaxa frá Norðfirði. Austfirðingarnir
komu eins og lundinn kemur á vorin.“
Vertíðarbragurinn hefur breyst
Hvað skyldi Eyjólfi þykja helst hafa breyst frá því
hann hóf störf 1961?
„Ætli mér finnist ekki vertíðarbragurinn hafa
breyst mest. Það var alltaf mikið at á vertíðinni. Fjöldi
fólks kom ofan af landi og frá Færeyjum og vann bæði
til sjós og lands. Hér flóði fiskur bókstaflega út á götu,
þegar mest aflaðist. Nú verður maður varla var við að
bátur komi að landi. Maður sér varla fisk, honum er
landað í körum og þeim ekið inn í hús.“
Lengi voru starfrækt fjögur stór frystihús í Vest-
mannaeyjum, sem einnig voru með saltfisk- og skreið-
arverkun. Auk þess voru nokkrir útgerðarmenn með
saltfiskverkun. „Það voru 500 til 600 manns hér á
launaskrá yfir árið og meira en 150 manns unnu hér á
vertíðinni. Við tókum á móti 7-8 þúsund tonnum af
fiski yfir vetrarvertíðina, þegar mest var, og vorum þó
minnsta húsið,“ segir Eyjólfur. „Í Vestmannaeyjum
komu þá yfir 40 þúsund tonn af þorski upp úr sjó yfir
vetrarvertíðina. Nú er Ísfélagið með 3.300 tonna bol-
fiskkvóta fyrir árið.“
Eyjólfur segir ekki laust við að hann sakni vertíð-
arstemmningarinnar, en hún er þó ekki að fullu horf-
in. „Það er helst í kringum loðnu og síld að það mynd-
ast ákveðin stemmning, líkt og á vertíðunum í gamla
daga. Þetta fylgir kannski þessari magnframleiðslu.“
Lítið um ungt fólk
Það er liðin tíð að fólk flykkist til Eyja á vertíðir.
Þar sem skrifstofa Eyjólfs er nú var áður verbúð Ís-
félagsins. Nú er engin verbúð lengur í Vestmanna-
eyjum. Afstaðan til fiskvinnslu hefur líka breyst.
„Það er lítið um að ungt fólk komi inn í fiskvinnsl-
una. Það fer heldur að mennta sig eða í önnur störf.
Þessi þróun á sinn þátt í því að það er verið að vél-
væða fiskvinnsluna og gera hana sem mest sjálf-
virka.“
Eyjólfur segir að það sé helst að fólk vilji koma í
tarnir í síld og loðnu og vinni í nokkrar vikur, en það
vilji ekki leggja fiskvinnslu fyrir sig sem ævistarf. „Ef
til vill þykir þetta of erfitt, eða launin ekki nógu góð.
Þetta er mikil breyting frá því á árum áður að allt
gekk út á að bjarga verðmætunum.“
Margir minnisstæðir
Eyjólfur segir að margir gengnir forystumenn Ís-
félagsins séu sér minnisstæðir. Hann nefnir fyrst
Björn Guðmundsson, sem var stjórnarformaður fé-
lagsins í aldarfjórðung. „Það var mörg lífsspekin sem
maður lærði af Birni. Ef til vill hef ég lært meira af
honum en nokkrum öðrum mér óskyldum. Björn sagði
til dæmis að það besta sem maður gæti gefið börn-
unum sínum væri að mennta þau. Menntunin yrði
aldrei af þeim tekin.
Eins vil ég nefna Einar Sigurjónsson, sem var hér
framkvæmdastjóri í þrjátíu ár. Við áttum langt og gott
samstarf. Einar lét sér ekkert óviðkomandi. Stundum
kom hann hér á skrifstofuna um kaffileytið á morgn-
ana dustandi slorslettur af jakkafötunum. Þá hafði
einhver vélin bilað og hann gat ekki horft á það öðru
vísi en að hjálpa við viðgerðina.“
Samheldni stjórnenda
Eyjólfur segir að eindrægni og samheldni hafi ein-
kennt starfsemi Ísfélagsins í gegnum árin. Það var að-
eins í kringum kaupin og söluna á Kirkjusandi að ekki
ríkti fullkomin sátt. Sú undiralda risti þó ekki djúpt.
En hvernig þykir Eyjólfi framtíðin horfa við aldar-
gömlu Ísfélagi?
„Ég get ekki annað en verið bjartsýnn. Við erum
með mikinn uppsjávarkvóta, tvær fullkomnar fiski-
mjölsverksmiðjur, góða uppsjávarvinnslu og fiski-
fræðingarnir spá aukningu í loðnunni. Auðvitað er
flotinn orðinn gamall. Þótt skipunum hafi verið vel við
haldið, þá eru sérstaklega bolfiskveiðiskipin komin til
ára sinna. En við náum þeim kvóta sem við höfum með
þessum skipum.
Saknar vertíðar-
stemmningarinnar
Eyjólfur Martinsson á að baki 40 ára
starf hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. og
hefur lengstan samfelldan starfsaldur nú-
verandi starfsmanna hjá Ísfélaginu.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Eyjólfur Martinsson
insson eru aðaleigendur að, eignast
stóran hluta í Ísfélaginu. Með hluta-
fjárkaupum eignast þeir meirihluta.
1989 Höfn hf. rennur saman við Ís-
félag Vestmannaeyja hf.
1990 Kristinn Pálsson lætur af for-
mennsku og Magnús sonur hans
tekur við. Magnús Bergsson, móð-
urafi nýja stjórnarformannsins, var
stjórnarformaður frá endur-
skipulagningu félagsins 1956 til
dauðadags 1961.
1991 Gagngerar endurbætur á
frystihúsi félagsins. Skrifstofuhald
Ísfélagsins og Bergs-Hugins hf.
sameinað. Starfsmenn fyrirtækj-
anna um 170.
1992 1. janúar sameinuðust Ísfélag
Vestmannaeyja hf., Bergur-Huginn
hf. og Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja hf. undir nafni Ísfélags
Vestmannaeyja hf. Sigurður Ein-
arsson ráðinn forstjóri og Magnús
Kristinsson aðstoðarforstjóri. Sam-
einaða fyrirtækið er hið þriðja til
fjórða stærsta í sjávarútvegi.
1992 Frystihúsið flutt frá Strand-
vegi 28 að Strandvegi 102, í hús sem
hafði verið í eigu Hraðfrystistöðvar-
innar. Keypt ný flæðilína og önnur
tæki. Seldir þrír bátar og fasteignir.
Félagið hlýtur Coldwater-skjöldinn
fyrir gæðaframleiðslu.
Magnús Kristinsson og fjölskylda
fara úr Ísfélaginu með hlutafélag
sitt Tungu hf. og skipin Vest-
mannaey og Smáey. Hefur á ný
rekstur Bergs-Hugins hf.
Björn Guðmundsson fv. stjórn-
arformaður lést 24. júní.
1995 Suðurey VE seld og nótaskipið
Antares keypt frá Skotlandi. Keypt
hlutafélag Akureyrarbæjar í
Krossanesi hf.
1996 Breytingar gerðar á Sigurði
VE og boðin út 1.600 m2 viðbygging
við frystihúsið.
Mikið fjárfest í öðrum félögum, þ. á
m. TP-fóðri, Krossanesi, Loðnu-
vinnslunni, veiðarfæragerðinni Ing-
vari og Ara, Tryggingamiðstöðinni,
Granda og SR mjöli. Eitt besta
rekstrarár í sögu félagsins.
1997 Ísfélagið selur hluti sína í SH
og SÍF. Keypt 20% hlutafjár í East
Greenland Codfish í Grænlandi sem
átti loðnuskipið Ammasat og réð yfir
4,2% af sameiginlegum loðnukvóta
landanna.
1998 Batnandi afkoma. Vinnsla haf-
in 28. nóvember í fiskimjölsverk-
smiðjunni FES eftir gagngera end-
urnýjun.
Einar Sigurjónsson fv. fram-
kvæmdastjóri lést 14. október.
1999 Viljayfirlýsing um sameiningu
Ísfélags Vestmannaeyja, Vinnslu-
stöðvarinnar, Krossaness á Ak-
ureyri og Óslands á Hornafirði gefin
út 22. ágúst. Vinnslustöðin dró sig út
um haustið en Ísfélagið og Krossa-
nes voru sameinuð.
2000 Ísfélagið og Bergur-Huginn
hf. stofna Kap hf., sem kaupir 15% í
Vinnslustöðinni. Enn rætt um sam-
einingu Ísfélags og Vinnslustöðvar.
Sigurður Einarsson forstjóri and-
aðist 4. október, tæplega 50 ára að
aldri. Hann var öllum harmdauði,
enda farsæll forystumaður í atvinnu-
lífi og bæjarlífi Vestmannaeyja.
Kristinn Pálsson, fv. stjórnarmaður
og stjórnarformaður Ísfélagsins,
lést sama dag 74 ára að aldri. Fóru
útfarir þeirra Sigurðar fram þann
14. október.
Eldsvoði lagði frystihús Ísfélagsins í
rúst laugardaginn 9. desember.
Tjónið metið á um milljarð króna og
atvinna 150 manns í fullkominni
óvissu. Endurreisnarstarfið hófst
þremur dögum síðar.
2001 Ægir Páll Friðbertsson við-
skiptafræðingur ráðinn fram-
kvæmdastjóri 1. janúar. Síld-
arvinnsla hófst 7. janúar. Lítil
bolfiskvinnslulína sett upp í maí, að
loknu sjómannaverkfalli.
Ný stjórn kjörin á aðalfundi 16. nóv-
ember. Hana skipa: Gunnlaugur
Sævar Gunnlaugsson, formaður,
Guðbjörg Matthíasdóttir og Þór-
arinn S. Sigurðsson, varamenn Eyj-
ólfur Martinsson og Ágúst Bergs-
son.
Soðkjarnatæki sett upp í FES og ný
vinnslulína í frystihúsinu.
1. desember var 100 ára afmæli Ís-
félags Vestmannaeyja hf. fagnað
með margvíslegum hætti.
Snyrting og pökkun í gamla daga.