Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 59 MAGNAÐ BÍÓ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10. Lúði lúðanna með sítt að aftan, í snjóþvegnum gallabuxum og finnst hann svalasti töffar- inn...því miður er enginn sammála honum! Endalaust fyndin mynd frá framleiðendum Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade (Just Shoot Me) er súper-lúðinn! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Mán kl. 6. Sýnd kl. 10. Mán 8 Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. Mán kl. 5, 8 og 10. Vit 307 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is SV MBL Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Allur heimurinn mun þekkja nafn hans Frumsýning Nicole Kidman Sýnd kl. 10. Vit 296  Kvikmyndir.is  DV  Strik.is Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. Mán kl. 5, 8 og 11. Vit 307 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is  Hausverk.is  RadioX Kl. 6 og 8. Mán 8. Vit 283 Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Allur heimurinn mun þekkja nafn hans 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4. Mán kl. 6. www.lordoftherings.net Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa. Eltingaleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn 1/2 HL Mbl  ÓHT Rás 2Myndin hefur hlotið lofáhorfenda og gagnrýnenda víða um heim. Myndin hlaut hið virta Gullna Ljón á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum nú í ár. FRUMSÝNING Stórskemmtileg gamanmynd sem svíkur engann þar sem Charlie Sheen (Hot Shots) og Jon Lovitz (Rat Race) fara á kostum. Charlie Sheen Jon Lovitz Sunnudag kl. 2 og 4. Ísl tal Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10. Ath textuð Nýr og glæsilegur salur betra en nýtt Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 4, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 10. Sýnd kl. 4. Ísl tal. Frumsýning ÚT ER komin ný safnplata með poppdrottningunni Madonnu. Grip- urinn heitir því grípandi nafni GHV2 en hann tekur upp þráðinn þar sem fyrsta safnplata Madonnu The Im- maculate Collection skildi við hann árið 1990. Nýja safnplatan inniheld- ur þannig vinsælustu lög söngkon- unnar á 10 ára skeiði, frá árunum 1991-2001. Á þeim tíma komu út 5 plötur með poppdrottningunni; Er- otica árið ’92, Bedtime Stories ’94, tónlistin úr kvikmyndinni Evitu ’97, Ray of Light ’98 og Music árið 2000. Stúlkan á í ákveðinni togstreitu þegar þráðurinn er tekinn upp á mótum níunda og tíunda áratugar- ins. Kynlífið á hug hennar allan eins og nafn plötunnar frá ’92 gefur til kynna en um svipað leyti gaf hún ein- mitt út hina umdeildu kroppamynda- bók Sex sem hefur verið nær ófáan- leg síðan. Bedtime Stories gefur sterklega til kynna að þar fer söng- kona sem hefur þörf fyrir það að víkka sjóndeildarhringinn og þrosk- ast frekar sem tónlistarmaður. Einn liður í því var að fá Björk Guðmunds- dóttur til þess að semja titillagið en þrátt fyrir erfiðið og góðan vilja þá voru menn ekki alveg tilbúnir að kaupa hina „nýþroskuðu“ Madonnu. Það mætti því segja að stjarnan hafi verið í talsverðri kreppu um miðbik tíunda áratugarins. Hún virtist hafa tapað tengslunum við yngstu hlust- endurna, gekk brösulegar en fyrr og síðar að koma lögum á vinsældalista og ekkert virtist ætla að verða úr kvikmyndaferlinum sem hún hafði þráð svo heitt. En þá komu þrír breskir herramenn henni til bjargar, einn með tökuvél undir hendi, annar var með puttana á réttu tökkunum og sá þriðji kom ríðandi á hvítum hesti. Fyrstur kom Alan Parker og færði henni draumahlutverk Evu Peron í kvikmyndagerð söngleiks Andrew Lloyd Webber Evitu, hlut- verk sem færði henni Golden Globe verðlaun. Síðan kom upptökuséníið William Orbit og svo gott sem bjarg- aði tónlistarferli hennar á plötunni Ray of Light, sem að flestra mati var sú langheilsteyptasta sem hún hafði nokkru sinni sent frá sér fram að því. Það sem meira var þá gerði drottn- ingin vart við sig á ný í hæstu hæðum vinsældalista heimsins. Þriðji ridd- arinn, sá á hvíta hestinum, var breski kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie, höfundur götukrimmans Lock, Stock and Two Smoking Barrels. Honum tókst það sem engum öðrum karlmanni hafði áður tekist, að heilla ofurstirnið, sem átt hafði svo erfitt með að festa ráð sitt, upp úr skónum – temja ótemjuna, eins og sumir blaðamenn í illkvittnari kantinum komust að orði. Með Ritchie eign- aðist Madonna sitt annað barn og samdi í fyrsta sinn lög sem endur- speglaði sumpartinn að þar færi fjöl- skyldukona, ráðsett tveggja barna móðir sem hefði annað og meira á heilanum en að sletta úr klaufunum og eltast við heitasta þotugengið hverju sinni. Afraksturinn leit dags- ins ljós á síðustu skífu drottningar- innar frá New York sem hét einfald- lega Music og var um margt eðlilegt framhald Ray of Light. Eins og liggur í hlutarins eðli inni- heldur safnplatan alla þá smelli sem er að finna á ofannefndum plötum, lög á borð við „Deeper and Deeper“, „Erotica“, „Bedtime Stories“, „Human Nature“, „Don’t Cry For Me Argentina“, „The Power of Goodbye“, „Frozen“, „Beautiful Strangers“ „Music“ og „Don’t Tell Me“. Eini smellurinn frá þessu tíma- skeiði Madonnu sem ekki er að finna á safnplötunni er gamli Don McLean slagarinn „American Pie“ sem hún gerði vinsælt fyrir einhverra hluta sakir. Ástæðan fyrir fjarverunni er einföld – hún hreinlega dauðsér eftir því að hafa tekið það upp á sína arma. Reuters Færa má rök fyrir því að stjarna Madonnu hafi aldrei risið hærra en um þessar mundir. Af villigötum til vegsemdar skarpi@mbl.is Madonna gefur út sína aðra safnplötu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.