Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ H ÁTÍÐARHÖLD hafa riðið húsum vegna 28 ára stjórn- arafmælis forsetans. Hinn 16. nóvember 1970 dróst Hafez al Assad á að leiða þjóðina til framtíðar og sú framtíð stendur enn. Samkvæmt nýrri banda- rískri skilgreiningu er forsetinn á besta aldri, 68 ára, og þess að vænta að hann verði hundrað ára og slaki ekki á í föðurhlutverkinu. Stórir borð- ar með hjartnæmum árnaðar- og hyllingaróskum og fleiri málverk af honum voru sett upp til að prýða borgina. Hátíðarhöldin náðu hámarki á sjálfan afmælisdaginn en aðdrag- andinn stóð hátt í viku. Hinn 16. voru skrúðgöngur og húrrahróp, lúðrasveitir léku og flug- eldasýning var upp á Kassioun-fjalli svo allir ættu kost á að fylgjast með. Forsetinn kom fram hér og hvar og sagði eitthvað fallegt og viturlegt og sjónvarpið sýndi frá því þegar fólk ruddist að til að snerta hann. Ég skildi því miður ekki hvað forsetinn sagði en þjóðin var glöð og það var fyrir mestu. – Þetta er frjálst land, allir mega segja það sem þeir vilja og svo er að sjá hvað gerist eftir það, sagði náungi sem ég hitti á Middle East Tourism. Hann leit í kringum sig og bætti við: – Það er eins gott að Mohammed Khalil heyrir ekki til mín. Svo hló hann glaðhlakkalega. Ég vænti þess að Mohammed sé sérstak- lega forsetahollur en mér fannst þetta hnyttilega orðað. Í skólanum fórum við ekki varhluta af gleðinni og var efnt til samkvæmis á skólalóðinni. Óskað var eftir að við syngjum eða dönsuðum en vegna þess hve skammt við vorum komin í arabísku var ekki mælst til að við flyttum ræðu. Enginn vildi gera neitt en framboð úr öðrum bekkjum var yfrið nóg. Við hlýddum á söng arm- enskra stúlkna með hörkufínum ein- söngvara, ítalskur hópur dansaði og ensk stúlka spilaði á gítar og trallaði írsk og skosk þjóðlög. Nemandi í þriðja bekk hélt ræðu og síðan voru hringdansar. Þetta var í löngu frímínútunum og kennsla var felld niður síðasta klukkutímann og sumir ætluðu að nota tækifærið og laumast í burtu. En þetta varð hin besta skemmtun og all- ir fengu kökusneið og gos. Skólastýr- an flutti ræðu og ég skildi hana ekki. Nema þegar hún vék að forsetanum því þá klöppuðu allir kennararnir í takt. Loks var fluttur þjóðsöngurinn. Það er engum vafa undirorpið að Sýr- lendingar eru sólgnir í hátíðarhöld og fagna hverju tilefni til að gera sér glaðan dag. Samskipti kynjanna Ég veitti þessari áköfu dansgleði eftirtekt þegar ég var í Bosra í suður- hlutanum á síðasta vori. Þar er stærsta útileikhús í heimi frá tímum Rómverja. Þegar ég kom þangað var allt fullt af dansandi skólakrökkum á öllum aldri. Þeir slógu upp dansi á sviðinu eða upp um öll sæti. Stúlkur tóku þátt í öllu ekki síður en karl- menn en í sumum arabalöndum væri það óhugsandi. Víða er konum bann- að að setjast inn á veitingastaði en það þykir sjálfsagt mál hér. Trúlofuð ungmenni skrafa hvort við annað án siðgæðisvarða og konur eru alls stað- ar í atvinnulífinu. Hvort konur gegna trúnaðarstöðum veit ég ekki enn. Mér finnst kynin umgangast frjálslega þótt siðsemin sé í fyrirrúmi. Á dögunum mæltum við Abdel okk- ur mót á veitingahúsi og við næsta borð sat ungt par. Hún drakk djús og hann bjór. Hvergi var nein frænka. Ég hafði gaman af því að horfa á þau tala saman og velti fyrir mér hvað þau væru að spjalla um. Kannski voru þau að undirbúa brúðkaupsveisluna eða tala um hvað þau ætluðu að eiga mörg börn. Það var þó augljóst að stúlkan var ekki í sólskinsskapi. Abdel sagði að stúlkan efaðist um heilindi unnustans: – Ég veit ekki hvort þú elskar mig, sagði hún og horfði í kringum sig. – Þú hringdir ekki í gær. Ætlarðu að vera svona þegar við erum gift? Mamma þín sagði að þú hefðir farið með vinum þínum að spila bagamon og reykja vatnspípu. Hvernig veit ég hvort það er rétt? Hún hækkaði röddina en kærast- inn vildi ekki að nærstaddir heyrðu orðaskipti þeirra svo hann sussaði á hana. Hún hreytti út úr sér að hann væri gamaldags og hún sætti sig ekki við þetta. Til að kóróna þetta þreif hún sígarettu úr pakkanum hans, kveikti í og blés mekkinum framan í hann og hóstaði ógurlega. Ég var ekki með á hreinu hvernig samtalinu lauk en að síðustu sljákkaði í henni og honum tókst að sannfæra hana um að hann yrði fyrirmyndar- eiginmaður. Þau leiddust í burtu og fegin var ég að vandamálið var úr sögunni. Ég spurði Abdel hvort ungt fólk veldi yfirleitt maka án samráðs við foreldra sína og hann sagði að allur gangur væri á því. Í borgum eins og Damaskus og Aleppo væri talið sjálf- sagt að ungt fólk réði þessu meira eða minna en samþykki foreldra væri þó nauðsynlegt. Mjög fátítt væri að ungt fólk gengi í hjónaband gegn vilja for- eldra. – En það er líka fátítt að stúlka sé neydd í hjónaband, sagði hann. – Kannski úti í sveitunum í austurhlut- anum þar sem gamlir siðir gilda. Það má stjórn forsetans eiga að hún hefur lagt kapp á að stúlkur hljóti menntun ekki síður en piltar og með menntun kemur hugsun og sjálfstæður vilji. Það þótti rétt og sjálfsagt að unga fólkið fengi að vera samvistum eftir að það trúlofaðist. Abdel sagði að unga fólkið væri sér meðvitandi um þau siðferðismörk sem þjóðfélagið og trúin setti og brygðist ekki trausti foreldra með því að hafa kynmök fyr- ir hjónaband. – Ég brást, sagði hann dapur í bragði. – Ég fékk að súpa seyðið af því. Í framhaldsskólum og háskólum Sýrlands hefur helmingur nemenda verið stúlkur síðustu ár og þær sækja í hvers konar greinar, ekki aðeins hefðbundnar kvennagreinar. Þær eru lögmenn, verkfræðingar, læknar og efnafræðingar. Margar halda áfram að vinna utan heimilis eftir giftingu andstætt því sem gerist í Egypta- landi. Ekki er mikið um barnaheimili og leikskóla, en þeir þekkjast þó, en oftast er sjálfsagt að eldri konur inn- an fjölskyldunnar gæti barnanna því fjölskyldubönd eru hér sem annars staðar í löndum araba afskaplega sterk. Hvert sem litið er á götum úti sjást skólakrakkar á leið úr skóla eða í skólann, enda komast foreldrar ekki upp með það að senda börn sín ekki í skóla. Mér þótti óviðkunnanlegt að sjá hvað skólafötin líkjast hermanna- búningum. En hér í ríki hermennsk- unnar er það gert af ásettu ráði og ég reikna ekki með að krakkarnir hugsi út í þetta. Skólabúningur sparar efna- minni fjölskyldum útgjöld og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að einn krakki sé í fínni fötum en annar. Síðustu áratugi hafa sýrlenskar og íraskar konur verið taldar framsækn- astar arabískra kvenna þótt ástandið í Írak síðasta áratug hafi breytt öllu lífi í landinu, ekki síst högum kvenna. Það er umhugsunarefni að hagur kvenna skuli standa hvað best í þess- um tveimur ríkjum, Írak og Sýrlandi, þar sem alræmdir einræðisherrar hafa verið við stjórn í áratugi. „Besti maðurinn í starfið er venjulega kona“ Ein af ástæðum þess hve Vestur- landabúum gengur erfiðlega að skilja stöðu konunnar meðal araba er án efa að okkur hættir til að líta á ytri merk- in og leggja í þau of mikla þýðingu. Fjölskyldumynstur araba er gerólíkt okkar, hefðir og siðir framandlegir og formfesta rík innan fjölskyldunnar. Við verðum að hafa hugfast að trúin, islam, er meira en trú. Hún er lífs- viðhorf, hvort sem er litið á hina fé- lagslegu eða siðfræðilegu hlið. Víst er rétt að í Sádi-Arabíu og Jemen eru konur beittar félagslegri kúgun sem óvíða þekkist annars staðar í Mið- austurlöndum, einkum í Sádi-Arabíu. En það er of langt seilst að stimpla allar arabaþjóðir. Óumdeilt er að samkvæmt islam eru konur jafn réttháar körlum og gert er ráð fyrir því að þær séu fjárhagslega sjálf- stæðar. Heimanmundur sem brúðgumi greiðir við giftingu hefur til dæmis farið mjög fyrir brjóstið á Vestur- landafólki. En þeir peningar verða séreign konunnar og eiginmaðurinn má ekki snerta þá upphæð. Heiman- mundurinn er því trygging fyrir kon- una, hvort sem er við skilnað, maka- missi eða önnur áföll. Ég man þegar ég kom í mína einu ferð til Kúveit fyrir tólf árum. Það var þremur árum fyrir innrás Íraka í landið. Þá var sjaldgæft að sjá kúveiskar konur í kuflum, tísku- fatnaður að hætti Vesturlanda var allsráðandi. Þar hitti ég Wöfu al Rasheed sem var forstöðumaður upp- lýsinga og almannatengsla Kauphall- arinnar. Fyrir ofan skrifborðið henn- ar hékk spjald sem á stóð: „Besti Á meðal araba Jóhanna Kristjónsdóttir tók sig til fyrir nokkrum árum og hóf arabískunám, fyrst í Kaíró í Egyptalandi og síð- an í Damaskus í Sýrlandi. Segir Jóhanna hér frá hátíð- arhöldum vegna stjórnar- afmælis Sýrlandsforseta, stöðu kvenna og tildragelsi sýrlenskra ungmenna. Það er engum vafa undirorpið að Sýrlendingar eru sólgnir í hátíðarhöld og fagna hverju tilefni til að gera sér glaðan dag. Það þótti rétt og sjálfsagt að unga fólkið fengi að vera samvistum eftir að það trúlofaðist. Assad, hinn ástsæli leiðtogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.