Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 51
DAGBÓK
Póstlistinn
sími 557-1960
Íslenski
www.postlistinn.is
auðvelt-hringdu!
Sérmerkt
handklæði
70x140 cm.
Margir litir.
Frábær fyrir hressa krakka
í íþróttirnar
Merking áberandi og endingargóð
10 ára reynsla
ath. magnAFSLÁTTUR
Síðasti tilboðsdagur
15% afsláttur
af öllum hátíðarfatnaði
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið í dag frá kl. 13.00—16.00
Fyrirtækjaskreytingar
Jólaskraut fyrir sali og stærri rými
Ráðgjöf og þjónusta
Skúlagata 63, símar 552 0353 og 896 2292
H Ö N N U N
KÆRU VI‹SKIPTAVINIR
er komin aftur til starfa
O L G A M Á S D Ó T T I R
skólavör›ustíg s 5513130
Kæru viðskiptavinir!
Er komin heim eftir nokkurra ára
dvöl erlendis og hef opnað snyrti-
stofu í Heilsuhvoli, Flókagötu 65.
Af því tilefni býð ég 15% afslátt af
öllum meðferðum í desember.
Tímapantanir í
síma 511 1069.Aðalheiður Hjelm
starfa á hárgreiðslustofunni
Suðurlandsbraut 4
sími 553 0300
Karl Berndsen mun í desembermánuði
Félag harmonikuunnenda heldur
skemmtifund kl. 15 í dag í
Fólkvangi, Skipholti 50a
Meðal þeirra sem koma fram eru rússneski
harmonikusnillingurinn Yuri Fjodorf og hljómsveit
Karls Adolfssonar auk margra fleiri.
Allir eru velkomnir. Takið með ykkur gesti.
Félag
harmonikuunnenda
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbarn dagsins:
Þið eruð verkfús og vilja-
sterk og þess vegna vel til
forystu fallin. Meiri tillits-
semi væri í lagi.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þið ættuð að finna ykkur tóm
til þess að líta upp og virða
fyrir ykkur fegurð himinsins.
Náttúran gefur ykkur kraft
til þess að halda ótrauð
áfram.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Látið ekki samband ykkar við
vini og vandamenn detta upp-
fyrir. Þetta er aldrei ein-
stefna heldur þurfa báðir að-
ilar að leggja sitt af mörkum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Setjið ykkur ekki úr færi til
að læra eitthvað um framandi
slóðir. Þótt margt sé ókunn-
ugt og öfugsnúið leynist alltaf
gullkorn innan um.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Gefist ekki upp fyrr en í fulla
hnefana. Það er sama hvað
gengur á, þið verðið að halda
ró ykkar og grípa svo tæki-
færið strax þegar um hægist.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það getur reynst erfitt að
halda sínu striki þegar engu
er líkara en allir vilji leggja
stein í götu manns. Láttu þol-
inmæðina fleyta þér áfram.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Látið ekki annríki dagsins
koma í veg fyrir að þið eyðið
einhverjum tíma með vinum
og vandamönnum. Þetta er
bara spurning um forgangs-
röðun.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er ástæðulaust að liggja á
skoðunum sínum, þótt ein-
hverjir hafi uppi efasemdir
um málflutning ykkar. Látið
það sem vind um eyru þjóta.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er engin lausn að freista
þess að kaupa sér frið. Slíkt
slær bara uppgjörinu á frest
svo það verður erfiðara en ef
gengið er strax til verks.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er ekki rétt að fötin skapi
manninn. Þið eruð þið sjálf og
eigið ekki að láta eitt eða neitt
hafa þau áhrif að þið reynið
að vera annað.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Lokið ekki augunum fyrir
þeim dásemdum sem lífið hef-
ur að bjóða. Það hjálpar ekk-
ert að setja upp svartsýnis-
gleraugu. Þau sýna tóma
blekkingu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ykkur má ljóst vera að mann-
skepnan er lík sjálfri sér hvar
sem er. Dragið því réttan
lærdóm af því og reynið ekki
að fegra ykkur sjálf í augum
annarra.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er óvitlaust að setja sér
skrifleg takmörk og staldra
svo við öðru hverju og sjá
hvernig hefur miðað. Aðal-
málið er að stefna í rétta átt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 2. des-
ember, er fimmtug Helga
Kristín Stefánsdóttir,
Ólafsgeisla 89. Eiginmaður
hennar er Guðmundur Ólaf-
ur Baldursson. Í tilefni
dagsins taka þau á móti
gestum á heimili sínu frá kl.
17.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6
4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2
Be7 7. Bg2 Bb7 8. 0-0 0-0 9.
Rc3 d5 10. cxd5 exd5 11.
Dc2 Ra6 12. Had1 He8 13.
Bc1 c6 14. a3 Rc7 15. b4
Bd6 16. Bg5 h6 17. Bxf6
Dxf6 18. e4 Dd8 19. e5 Be7
20. Hb1 Re6 21. Hfd1 a5 22.
Db3 axb4 23. axb4 b5 24.
Re1 Db6 25. Rc2 f6 26. Re2
fxe5 27. dxe5 Bd8 28. Re1
Rf8 29. Rd3
Rd7 30. Ref4
Rxe5 31. Rc5
Kh8 32. He1
Bf6 33. Dc2
Rf7 34. Dg6
Hxe1+ 35.
Hxe1 Dc7 36.
Bf1 Re5
Staðan
kom upp í
Evrópu-
keppni lands-
liða sem lauk
fyrir skömmu
í Leon á
Spáni. Miguel
Cordoba Ill-
escas (2.577)
hafði hvítt
gegn Kvicha Supatashvili
(2.515) 37. Hxe5! Dxe5 38.
Bd3 Kg8 39. Rxb7 De1+ 40.
Kg2 Bd4 41. Dh7+ Kf7 42.
Rd6+ og svartur gafst upp.
Atkvöld Hellis hefst kl. 20
3. desember í félagsheimili
þess í Mjódd.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
SUÐUR spilar sex grönd og
fær út tígulgosa:
Norður
♠ ÁK
♥ Á9
♦ K7643
♣ÁD92
Suður
♠ D102
♥ KD7
♦ ÁD2
♣G653
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 lauf
Pass 1 tígull Pass 1 grand
Pass 6 grönd Allir pass
Þetta er borðleggjandi
spil ef tígllinn kemur 3-2, en
þegar sagnhafi spilar hátígli
í öðrum slag hendir austur
hjarta. Hver er nú áætlun-
in?
Þrír slagir á lauf duga í
tólf, en það væri þó ógæti-
legt að spila strax laufi á
drottninguna.
Norður
♠ ÁK
♥ Á9
♦ K7643
♣ÁD92
Vestur Austur
♠ G743 ♠ 9865
♥ G852 ♥ 10643
♦ G1098 ♦ 5
♣4 ♣K1087
Suður
♠ D102
♥ KD7
♦ ÁD2
♣G653
Hættan er sú að austur sé
með K10xx í lauflitnum, en
þá fást aldrei nema tveir
laufslagir.
Þetta er sígilt bókarstef: Í
stað þess að svína lauf-
drottningu spilar sagnhafi
laufi á ásinn og litlu laufi að
gosanum. Það kostar austur
slag að drepa á kónginn svo
hann verður að dúkka. En
þá getur sagnhafi sagt skilið
við laufið og fríað tólfta slag-
inn á tígul.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
LJÓÐABROT
RÉTTARVATN
Efst á Arnarvatnshæðum
oft hef ég fáki beitt.
Þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.
Og undir norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan hvannamó.
Á engum stað ég uni
eins vel og þessum mér.
Ískaldur Eiríksjökull
veit allt, sem talað er hér.
Jónas Hallgrímsson
Svipmyndir – Fríður
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 11. ágúst sl. í Dóm-
kirkjunni af sr. Pálma
Matthíassyni Halldóra
Hálfdánardóttir og Hilmar
Þór Karlsson. Heimili
þeirra er í Ásgarði 20.
Þessar duglegu stúlkur héldu hlutaveltu og söfnuðu
3.906 kr. til styrktar Blindafélaginu. Þær heita Kol-
brún, Stefanía, Melkorka og Guðfríður.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Hlutavelta
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík