Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. 1990 Mörgun aldrei verður vært, veginn sjaldnast finna, ef þeir hafa aldrei lært öðrum neitt að sinna. 1991 Öllum kemur eitthvað við afdrif jarðarþegna –, biðjum því um betri frið, barnanna okkar vegna! 1992 Hungurdauði herjar á, heimsfrið allir þráðu –. Fórnum okkur fyrir þá fátæku og hrjáðu –! 1993 Jólavísan er í ár um þann mikla vanda: Eiturlyf og annað fár ungu fólki granda! 1994 Leysum gott úr læðingi, lífsins skoðum gildi nú, í vetrarnæðingi njótum drottins mildi! 1995 Allt, sem kallast ógn og stríð, ætti’að vera bannað. Vingjarnlega væn og blíð verum hvert við annað! 1996 Jólin boða flestum frið, færa mörgum gleði. Látum börnin lifa við ljós, í þeirra geði! 1997 Allir góðir þjóðarþegnar þykja ætíð mikils virði. Flesta daga vel þeim vegnar, verða sjaldan öðrum byrði. 1998 Engan finn ég á því hæng, að þú skulir vera undir drottins verndarvæng, viljir kross Hans bera! 1999 Þótt menn beri þungan kross, þýðir ekki’að kvarta. Kærleikurinn kennir oss Krist að geyma’í hjarta. 2000 Ríkir hátíð ljóss á láði, lof sé drottni fyrir það! Verum öll með réttu ráði, ræktum trú í hjartastað! Ef mér endist aldur til, sendi ég þættinum kort um næstu jól, ásamt ætt- ingjum og vinum eins og hingað til, með enn einni vísunni, sem enn er óráðið hvernig verður. Með kærri þökk fyrir birtinguna! SIGURGEIR ÞORVALDSSON, Mávabraut 8c, Reykjanesbæ. Jólahugleiðing Frá Sigurgeiri Þorvaldssyni: ALLAR götur síðan 1990, hef ég ort vísu til að setja í jólakort, undir fyr- irsögninni: Jólahugleiðing, sem ég hef sent ættingjum og vinum um hver jól síðan þá, á bilinu 50–60 kort árlega, (hef ekki efni á að senda fleiri) og hefur þetta fallið í góðan jarðveg hjá viðtakendum og lífgað upp á tilveruna. Ég vildi gjarnan, að fleiri en ættingjar mínir og nánustu vinir, mættu njóta þess að lesa þessar vísur og þegar ég las í Bréfi til blaðsins í Morgunblaðinu, hinn 11.02. 2001, undir fyrirsögninni: Vísnabréf að vestan, frá Indriða Að- alsteinssyni, bónda, Skjaldfönn v/Djúp, kviknaði sú hugmynd hjá mér, að senda vísurnar til birtingar í þættinum ykkar, í þeirri von, að þær næðu til flestra landsmanna. Ég raða þeim í réttri röð frá árinu 1990. HVERNIG stendur á því að Bandaríkjamenn kjósa svo hægri- sinnaða stjórnmálamenn meðan Evrópumenn kjósa mun vinstri- sinnaðri? Flestir Bandaríkjamenn deila ameríska draumnum. Draumnum um að stofna eigið fyrirtæki og verða ríkur. Og mörgum tekst það, því leitun er að löndum í heiminum þar sem frumkvöðlar eiga auðveld- ara uppdráttar. Þess vegna kjósa þeir stjórnmálamenn sem verja hagsmuni hinna ríku því það ætla þeir að verða. Evrópumenn eiga sér ekki þenn- ann draum. Í reglugerðarfrum- skógi álfunnar er næsta ómögulegt að fara út í sjálfstæðan rekstur. Fólk veit því að það mun ætíð til- heyra núverandi stétt og kýs því þann flokk sem ver hagsmuni þeirrar stéttar. Hvernig mundu bandarísk stjórnmál breytast ef ameríski draumurinn yrði tekinn frá almúg- anum, og nýliðun hindruð í helstu atvinnugreinum Bandaríkjanna? Hvernig mun fylgi Sjálfstæðis- flokksins breytast ef hann heldur áfram að hindra nýliðun í sjávar- útvegi? GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON, Laugalind 1, Kópavogi. Ameríski draumurinn Frá Guðmundi Erni Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.