Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 21 Borðstofu- borðin, stólarnir og sófa- borðin eru komin afsláttur til jóla O P I Ð M Á n - F Ö S 1 0 - 1 8 L A U G A R D A G 1 1 - 1 6 S U N N U D A G 1 3 - 1 6 BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI 554 6300 netfang: mira@mira.is heimasíða: www.mira.is AUGLÝSIR Veislan í Míru heldur áfram i l í í l Glæsilegt úrval maðurinn í starfið er venjulega kona.“ Wafa sagðist ekki vera einsdæmi um kúveiska konu sem hefði komist áfram í starfi. Hún hafði hærri laun en eiginmaðurinn sem var flugmaður hjá Kuwait Airlines. Arabískar konur hafa alltaf ráðið miklu bak við tjöldin og á heimilunum verða allir að sitja og standa eins og þær vilja. Eiginmaðurinn kann að sperra sig út á við en heima ræður hann aldrei meiru en konan leyfir. Að svo stöddu var ég ekki hér til að kynna mér stöðu kvenna heldur læra arabísku og lífið var óneitanlega strembið þessa dagana. Stundum var ég úttauguð á kvöldin eftir að hafa verið í skólanum á morgnana, sótt Hazem-tíma síðdegis flesta daga og tekið svo til við óunnin verkefni. Þá kom fyrir að ég datt í leiðindi. En svo herti ég upp hugann, horfði á veru- blómið sem hafði stækkað um þriðj- ung, rifjaði upp hrósyrði dr. Hazems um síðasta heimaverkefni og fyrr en varði náði samviskusemin yfirhönd- inni og ég var orðin harla kát aftur. Eyðimerkurdrottningin Mér var oft boðið í kvöldverð hjá Hazem þegar ég var í tíma síðdegis. Sem fyrr sást frúin ekki en stundum voru yngstu börnin, Sjedda og Basil, send inn til að borða með okkur. Ég heilsaði upp á dæturnar, Bösmu, sem var að læra arabísku og kennslufræði í American University í Beirút, og Núru, fimmtán ára menntaskóla- nema. Ég hef kynnst Anitu Bocker, hol- lenskri bekkjarsystur. Hún á hol- lenskan eiginmann og litla tvíbura- stráka. Eiginmaðurinn vinnur hjá Shell og er á þriggja ára samningi í Sýrlandi. Anita er hjúkrunarfræðing- ur að mennt og hana langar að nota nám sitt eftir að heim kemur í sam- skiptum við arabíska innflytjendur sem oft eru ekki mælandi á erlendar tungur. Við Anita skruppum á þjóðminja- safnið einn daginn. Það stendur við Shukri al Kuattatli götu í grennd við Omijad-torg og er feiknarlega vel sett upp og þar er mikinn fróðleik að finna um langa og merka sögu Sýrlands og svæðisins alls. Ég fór á safnið á síð- asta degi Sýrlandsdvalar minnar síð- astliðið vor. Mohammed Khalil hafði leitt mig á hvern einasta rústastað sem við komum nálægt og ég var með rústir upp í kok. Þegar á safnið kom sá ég á hinn bóginn hvað það var gagnlegt að hafa skoðað þessa staði. Síðan fór ég reglulega á safnið og græddi á því í hvert skipti. Á kvöldin glugga ég oft í bók um Gertrude Bell The Desert Queen. Gertrude var bresk, fædd um 1880. Hún var af hefðarfólki komin, kynnt- ist Miðausturlöndum ung og varð gagntekin af því sem hún upplifði. Ofsafengin hrifning hennar var galin og heillandi. Gertrude Bell kynntist Arabíu-Lárens. Milli þeirra var sam- keppni og gott ef ekki mátti kalla það beina úlfúð. Hún var eins og fleiri þeirrar skoðunar að honum væri hampað umfram verðleika. Hún var óvenjuleg kona og sérvitur. Margir dáðu hana á sínum tíma, öðrum var í nöp við hana og fáir skildu hana. Sagt var að Gertrude hefði átt í ást- arsambandi við Feisal I. Bretar og Frakkar gerðu hann að kóngi í Sýr- landi eftir fyrri heimsstyrjöldina þeg- ar forystumenn þessara þjóða skiptu Miðausturlöndum á milli sín. Allt var það þvert á skynsemi og án þess að taka tillit til þarfa eða hagsmuna íbú- anna. Feisal hraktist héðan eftir stuttan stans og fékk í sárabætur að verða konungur í Bagdad. Hann festi aldrei yndi þar og saknaði Damaskus alla tíð. Bókin Insjallah – á meðal araba er eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Útgefandi er bókaúgáfan Edda. Bókin er 277 bls. að lengd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.