Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ   Í HLAÐVARPANUM BÓKAUPPLESTUR Mánudagskvöld kl. 20.30. Konur lesa. Ókeypis aðgangur. Missa Solemnis Jólaleikrit 9. des. kl. 16.00.                     !     ""       ""        ""       ""   ""      ""    ##$   ""    ##$       ""     ""    ""       ""      ""     ##$        ""       ""    ""       ""     ""  %& '  !    ""   %& (!    "" )   *     +                                       !"           # $ % & '   % )  *   + +,       )   "          - ,   (   #    !"" #    $  %& ' (    .  /  ""       0   1 % .  2   &3  45 66% +    *    %  $   77  3  ,  FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Su 9. des. kl. 20 - LAUS SÆTI Fi 27. des kl. 20 - LAUS SÆTI Áskriftargestir munið valmöguleikann !!! BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson Í dag kl. 14 - NOKKUR SÆTI Lau 8. des. kl. 13 ath. breyttan sýn.tíma, all- ur ágóði rennur til Jólasöfnunar Rauða kross- ins og Hjálparstarfs kirkjunnar Su 9. des kl. 14 - LAUS SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 7. des kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 28. des kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 8. des. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 29. des kl 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 7. des kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í kvöld kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 7. des kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 8. des kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ HEILL HEIMUR Í EINU UMSLAGI Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN föstudaginn 7. desember kl. 19:30 í HáskólabíóiHátíðartónleikar Föstudaginn 7. desember verður hátíðarstemmning í Háskólabíói þegar minnst verður hundruðustu ártíðar Guiseppes Verdis. Auk hljómsveitarinnar koma fram Íslenski óperukórinn, Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Jón Rúnar Arason tenór undir styrkri stjórn Garðars Cortes. Þessa fjölbreyttu blöndu af hljómsveitarpörtum, aríum og kórum, sem meistari óperunnar lét eftir sig, ætti enginn sannur tónlistarunnandi að láta fram hjá sér fara. Miðasala er hafin. Tónlistarveisla í Háskólabíói Á glæsilegri efnisskrá eru m.a. hlutar úr Don Carlo, La Traviata, Nabucco, Il Trovatore og Requiem. Sunnudagur 02.12 kl. 15 Lúðrasveitin Svanur heldur tónleika Á efnisskrá eru m.a. verk eftir m.a. Bizet, Gäble og Vlak Einleikari: Bjarni Guðmundsson, túbuleikari www.kkor.is/ymir.html   ! "  #  $ "%   ,-.'/0   1/0 &  '  (    ""( )*   ( #   2#  #!"   3#4&  5  6 78 HLJÓMSVEITIN Sofandi stend- ur varla undir nafni í ljósi þess að hún var að senda frá sér aðra breið- skífu sína á árinu. Þegar við bætist að sveitin hefur tekið stökk framá- við, bætt sig svo um munar í laga- smíðum, útsetning- um og almennum pælingum er ljóst að þeir félagar Bjarni, Kristján og Markús hafa eytt mörgum andvökustundum í músík. Sumir hafa kennt tónlist Sofandi við síðrokk og víst svipar henni til margs sem átt hefur sér stað á því sviði; naumhyggjuleg klifun á lag- og textalínum, útsetningar miðast við að draga fram það smáa og fínlega og meiri rækt lögð við áferð og and- rúm í lögunum en hátæknihljóm og fínpússun. Upphafslag Ugly Demos er einkar hugljúfur inngangur kryddaður fuglakvaki sem kallast á við lokastef- ið og gefur einskonar hringrás, hvet- ur mann til að láta skífuna rúlla einn umgang til. Það er án söngs eins og fleiri lög á plötunni. Oft grípa rokk- sveitir til slíkra laga sem uppfylling- ar, en þar sem tónlist Sofandi er jafnan á mörkum þess að vera sung- in falla leiknu lögin vel inn í heild- armyndina, þótt „Trillukarlar“, um margt skemmtilegt lag, hefði mátt vera hnitmiðaðra. Helstu einkenni Sofandi er spar- legur trommuleikur, melódískur bassaleikur og klingjandi gítar- hljómar. Allt slíkt er vel útfært á plötunni en gefur henni aukna dýpt og meira líf að önnur hljóðfæri koma við sögu, til að mynda selló í „Hurt in Her Smile“, sem einnig er skreytt öskrum og trompetleik. Birna Þrá- insdóttir syngur í þremur lögum og gerir það vel, sjá til að mynda eitt besta lag skífunnar, „Something Always Comes Up“, þar sem hún syngur á móti Markúsi í gráglettn- um texta. Annað mjög skemmtilegt lag er lokalagið „Don’t Get Over Ex- ited“, þar sem lagið tekur óvænta stefnu um miðbik þess með forvitni- legum áhrifshljóðum. Umslagið er mjög skemmtilegt, eins og Sofandi er siður, en að þessu sinni hafa menn ekki valið nógu sterkt letur til að sé læsilegt á lit- uðum grunni. Þannig er illt að lesa hver gerði hvað og lagaheiti. Sofandi sýnir með Ugly Demos að sveitin er til alls vís. Í vor má segja að sveitin hafi verið efnileg, en nú eru hún einfaldlega fyrirtaks. Tónlist Andvaka Sofandi Sofandi Ugly Demos Thule Ugly Demos, diskur hljómsveitarinnar Sofandi. Sofandi er tríó þeirra Bjarna Þór- issonar gítarleikara, Kristjáns Freys Ein- arssonar trommuleikara og Markúsar Bjarnasonar bassaleikara. Birna Þráins- dóttir syngur í þremur lögum. Upptökur fóru fram í hljóðveri Geimsteins suður með sjó, en upptökum stýrði Viðar Hákon Gíslason. Thule gefur út. Árni Matthíasson Morgunblaðið/Kristinn Sofandi hefur tekið stórstígum framförum frá því á síðustu plötu. Eldhringurinn (Ring of Fire) Drama Bandríkin, 2000. Myndform VHS. Bönn- uð innan 12 ára. Leikstjórn: Xavier Koll- er. Aðalhlutverk: Kiefer Sutherland og Daryl Hannah. SÚ íþrótt sem mikið er iðkuð í Suðurríkjum Bandaríkjanna en er óþekkt hér á landi, og kennd er við ródeó, myndar sögusvið og umhverfi Eldhringsins. Íþróttin sem um ræðir er manndómsraun af skæðustu gerð, keppendur reyna að halda sér sem lengst á baki tryllts nauts og sá sem seinastur hendist af baki stendur uppi sem sigurveg- ari. Í kvikmyndinni segir frá tveimur bræðrum sem lifa og hrærast í þess- um heimi þar til að annar þeirra slas- ast lífshættulega. Þetta á sér stað í upphafi myndar og fylgjumst við með áhrifum slyssins á líf þeirra beggja. Enda þótt ákveðinn viðvanings- bragur sé yfir ýmsum þáttum mynd- arinnar, ekki síst handriti, er hér á ferðinni einlæg fjölskyldusaga sem verður ef til vill örlítið áhugaverðari þar sem hún lýsir heimi sem er Ís- lendingum framandi. Leikarar eru í flestum tilvikum ágætir, Kiefer Sutherland fer þar í fararbroddi enda einstaklega hæfur leikari en einnig glittir í gömul andlit úr ung- lingamyndum áttunda áratugarins, s.s. Molly Ringwald og Daryl Hann- ah. En þrátt fyrir áhugavert umfjöll- unarefni er hér þó ekki nema um meðalmynd að ræða. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Menn og naut KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.