Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nú kemstu í sólina fyrir jólin á
hreint ótrúlegu verði. Beint flug
til Kanarí þann 13. desember þar sem þú nýtur 25 stiga hita og
veðurblíðu við frábærar aðstæður á þessum vinsælasta
vetraráfangastað Evrópu. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér
síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og
látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur
nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann.
Verð kr. 29.905
Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2
börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar.
13. desember, vikuferð.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 39.950
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting,
skattar. 13. desember, vika.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Aðeins 28 sæti
Stökktu til
Kanarí
13. desember
í viku
frá kr. 29.905
ÞAÐ er vel hægt að ímyndasér að dagarnir séu þétt-bókaðir hjá henni MóeiðiJúníusdóttur þessa dag-
ana. Hún hóf lögfræðinám í haust, er
með lítið barn á armi auk þess sem
hljómsveitin sem hún er í, Lace, gaf
út plötu á dögunum.
Platan, sem ber nafnið Zeitgeist,
inniheldur einhvers konar fram-
þróaða rokktónlist sem erfitt er að
negla niður, en margir þó greina
sterkar tilvísanir í popptónlist ní-
unda áratugarins, þ.e. nýrómantík-
ina.
„Við (hljómsveitin) vinnum þetta
saman og þetta eru frekar ólíkir ein-
staklingar,“ segir Móeiður. „Þessi
plata á sér nokkuð langa sögu en við
byrjuðum á henni þegar ég var að
fylgja eftir síðustu plötu minni.“
Móeiður upplýsir þó að sjálfar
upptökurnar hafi tekið mjög stuttan
tíma. „Hún var unnin alveg rosalega
hratt. Við vildum gera hana þannig,
fara aðra leið en ég fór á sólóplötunni
minni (Universal, ’98) en hún var al-
veg rosalega mikið unnin. Fyrir utan
það að mig langaði bara til að gera
eitthvað allt annað.“
Móeiður brosir og segist stundum
„skipta um skoðun“.
„Plötufyrirtækið mitt (Tommy
Boy) var líka að rugla í mér. Mig
langaði til að nota gítar en ég hef
aldrei unnið almennilega með gítar-
leikara. Einnig langaði mig til að
vinna með bandi og hafa þetta
hrárra. Því skildi leiðir okkar – þeir
voru meira í einhverjum „dívu“-pæl-
ingum. Ég fílaði það engan veginn.“
Bræður Móeiðar, þeir Kristinn og
Guðlaugur, eru með henni í sveitinni,
spila á bassa og trommur.
„Það virkar mjög vel,“ segir Mó-
eiður. „Við systkinin, sem erum sex,
erum óvenju samhent og miklir vin-
ir. Þannig að þetta er mikill styrk-
ur.“
Bræður hennar voru í hljómsveit-
inni Vínyl hér áður fyrr ásamt Þór-
halli Bergmann hljómborðsleikara.
Sú sveit og Móa runnu síðan saman í
Moa & the Vinylistics, þar sem þeir
bræður höfðu mikið verið að spila
undir hjá systur sinni. Með tilkomu
Lace hvarf gítarleikarinn Arnar
Guðjónsson svo af vettvangi og
Sindri Már Finnbogason gekk til liðs
við hópinn.
Útgáfufyrirtækið Smekkleysa
gefur nýju plötuna út.
„Ég á það til að ganga svolítið
langt í mínum gjörðum. Ég vildi bara
byrja upp á nýtt með alveg hreint
borð.
Ég byrjaði reyndar hjá Smekk-
leysu þegar ég gaf út djassplötuna
mína (Lögin við vinnuna ’93). Mér
finnst kostur að vinna með svona
litlu fyrirtæki. Þar er líka fólk sem er
að hugsa um tónlist, ekki bara pen-
inga.“
Andi tímans
Móeiður er nú komin í lögfræði-
nám við Háskóla Íslands.
„Öll sölumennskan í kringum
þennan tónlistarbransa dregur af-
skaplega mikið úr gleðinni sem er
auðvitað hvatinn að þessu öllu. Sér-
staklega ef maður er að gera popp –
það verður að vera gaman. Það er
mjög leiðinlegt hvað það er mikið af
fólki að vinna við þetta sem skilur
ekkert út á hvað þetta gengur. Skil-
ur ekki hvernig tónlist verður til.
Skilur ekki þetta ferli. Þessu kynnt-
ist maður af eigin raun.“
Móa segist þó vera mjög sátt við
þessi ævintýri sín. „Þetta fer í
reynslubankann.
Það var mikið sem maður vissi
ekki fyrir en hefði verið gaman að
vita, svona eftir á að hyggja. En
þannig er lífið nú ekki.“
Kveikjan að lögfræðináminu felst
m.a. í þessari reynslu.
„Mig hefur að vísu alltaf langað að
fara í lögfræði. Þetta er svona gamall
draumur hjá mér. Þetta er auðvitað
mikil andstæða við tónlistina. Þarna
er eitthvað áþreifanlegt, öfugt við
ringulreiðina sem oft fylgir tónlist-
inni. Ég veit samt ekki alveg hvort
eða hvenær ég klára námið. Ég er
auðvitað ennþá í tónlistinni og er alls
ekki á leiðinni að hætta.“
Hún segir Tommy Boy kannski
ekki hafa verið alveg rétta fyrirtæk-
ið fyrir tónlist sína, en útgáfan ein-
beitir sér aðallega að rapptónlist.
„Maður er alltaf að leita og ég þoli
ekki þegar fólk vill njörva mann nið-
ur í einhvern kassa. Ég held að þetta
sé eðli allra þeirra sem fást við skap-
andi list. Ég valdi þessa leið, þ.e. að
vinna með Tommy Boy, því að hún
var ekki beint augljós. Ég tók því
áhættuna á því að vinna með fyrir-
tæki sem hefur aldrei unnið með
listamönnum eins og mér. Að mínu
mati komu margir frábærir hlutir út
úr þessu; t.d. gerði ég plötu og
myndbönd sem ég er ákaflega stolt
af.“
Hún segist ekki sjá sjálfa sig í
hringiðu dægurtónlistar þegar hún
verður fimmtug.
„Þá held ég að maður sé löngu bú-
inn að segja það sem maður hefur að
segja. Allir verða að þekkja sinn vitj-
unartíma og popptónlist er mikið til
leikvöllur fyrir yngra fólk. Og þó að
mann langi til að halda áfram þá
bara: „Því miður, þú ert búinn að
segja það sem þú hefur að segja.““
Þrátt fyrir reynslu sína af tónlist-
arbransanum segist hún ekkert
endilega ætla að beita sér fyrir slík-
um málum sem lögfræðingur.
„Ég hef mestan áhuga á sifjarétti
og forræðismálum. Ég held að það sé
mikið af konum sem eiga erfitt og
eru ekki meðvitaðar um rétt sinn. Ég
held líka að það þurfi kvenlögfræð-
ing í slík störf,“ segir þessi orkuríki
lista- og fræðimaður að lokum.
Morgunblaðið/Sverrir
Móeiður Júníusdóttir, söngkona og lögfræðinemi.
Eitthvað
allt annað
Lace þróaðist úr sveitinni Moa & the
Vynilistics þótt aðdragandinn sé
reyndar lengri. Arnar Eggert Thor-
oddsen ræddi við söngkonuna Móeiði
Júníusdóttur, sem nýverið hóf að lesa
lögfræði meðfram spilamennskunni.
Lace er skipuð þeim Kristni Júníussyni, Móeiði, Guðlaugi Júníussyni,
Sindra Má Finnbogasyni og Þórhalli Bergmann.
arnart@mbl.is
Hljómsveitin Lace gefur út plötuna Zeitgeist