Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 18
Hundur fann hass við æf- ingar í skipi Fíkniefnaleitarhundur lögregl- unnar á Blönduósi fann lítil- ræði af efni sem talið er vera hass þegar hann var við æfing- ar í togaranum Nökkva HU-15 á föstudag. Efnið fannst í far- angri eins skipverjans og játaði hann að eiga efnið. Í tilkynn- ingu frá lögreglunni telst málið upplýst og var manninum sleppt eftir yfirheyrslur. INNLENT Lands- byggðin fer halloka TEKJUÞRÓUN hefur verið mjög mismunandi eftir land- svæðum á undanförnum árum. Í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar kemur fram að fyrir fimm árum hafi tekjur í Reykjavík og á landsbyggðinni verið mjög svipaðar en í fyrra voru tekjur í Reykjavík orðnar um 10% hærri. Þá hefur bilið á milli tekna íbúa í nágrannasveitar- félögum í Reykjavík og lands- byggðarinnar einnig breikkað. Íbúum á landsbyggðinni hef- ur auk þess fækkað þannig að geta sveitarfélaganna þar til að veita íbúum þjónustu hefur versnað. Þessa þróun má fyrst og fremst rekja til minnkandi fiskveiðiheimilda og minnkandi framleiðslu í landbúnaði auk þess sem vöxtur í þjónustu- greinum hefur verið mun minni á landsbyggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu. 18 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍRENUHLJÓÐIN úrsjúkrabílunum vældu út ídimma nóttina. Þar semhún lá í rúminu og gat ekkisofnað sló köldum svita út og hjartað bankaði þungt og órólega og hún rauk út úr herberginu. Hvað ef eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir litla strákinn hennar sem var einhvers staðar úti? Minningarnar rifjuðst upp þegar þau voru flutt í sjúkrabíl vestan af landi og drengurinn hennar var svo veikur. Þá hafði hún beðið svo heitt til Guðs að bjarga honum, ekki taka hann frá okkur þennan litla búk sem lá í sjúkrabörunum og átti erfitt með andardráttinn. Hún hafði lofað Guði öllu bara hann tæki hann ekki, og Guð stóð við sitt gagnvart litla drengnum hennar en tók föður hans tveimur árum seinna. Hún mundi svo stundirnar þeirra saman þegar litli glókollurinn hennar renndi sér inn- undir sængina hennar á kvöldin og horfði þessum saklausu bláu augum á hana og var að reyna að segja: Þeg- ar ég verð stór mun ég passa þig mamma mín því ég ætla að verða lög- fræðingur, læknir eða lögregluþjónn. Hvað hann var montinn þegar hann kom úr smíðatíma og hafði búið til eitthvað fallegt með nafninu henn- ar skorið út, eða kortin sem hann skrifaði á: Ég elska þig mamma mín. Hvað hafði breyst hjá honum? Hann sem alltaf hafði verið öllum svo góður t.d. gömlu konunni í næsta húsi, sem hann hljóp til rétt fyrir kl. sex á að- fangadagskvöld með pakka til henn- ar, því enginn kom í heimsókn til hennar. Eða fiskarnir í veiðiferð- unum sem hann grét yfir að væri bú- ið að drepa! Hafði hann kanski verið of viðkvæmur, hafði hún brugðist honum, ekki hlustað á hann, gert of miklar kröfur til hans? Hvað með fót- boltaferðirnar, sumarbúðir og skemmtiferðir? Hafði honum kanski bara liðið illa og hún ekki tekið eftir því? Seinna kom hann heim á laug- ardagskvöldi á réttum tíma en dauðadrukkinn af bjór og fárveikur. Hún varð viti sínu fjær af hræðslu og var að færa hann til svo hann ældi ekki ofan í sig. Þannig gat fólk dáið, var henni sagt. Einhver sagði henni seinna að hann væri búinn að reykja sígarettur allan veturinn. Hann sem var með asma og hafði verið lagður inn á spítala tólf sinnum fyrstu þrjú árin sín. Núna skildi hún af hverju sígarett- urnar hennar höfðu horfið svo oft, en ekki hafði það hvarflað að henni að litli drengurinn hennar væri farinn að reykja. Hún ætlaði að sjá til þess að hverfissjoppurnar seldu ekki börnum í nágrenninu sígarettur. Sjoppueigendum var hótað af henni næstu vikurnar og skólinn tekinn með, en hann hætti ekki að reykja. Hún fann sígarettur í vösunum hans og seinna kom svo neftóbak með mintu sem var selt í sjoppunni í Bankastræti. Um veturinn kom hlé og hún eign- aðist von um að reglurnar hennar hefðu dugað. Það var engin vínlykt af honum en samt var eitthvað yfir aug- unum hans sem hún kannaðist ekki við. Hann leit heldur ekki vel út. Annaðhvort vildi hann ekkert borða eða borðaði stjórnlaust og mikið sæl- gæti. Nokkrum árum seinna vissi hún að þetta var einkenni þessa hass. Álpappír og pípur fundust á földum stöðum en hún fann alltaf staðina. Kvartanir bárust úr skólanum um breytta hegðun og ofbeldi í frímín- útum. Hún trúði þessu ekki. Sonur henn- ar, sem vildi öllum vel, var farinn að lemja börn í skólanum og svara kennurum dónalega. Skólastjórinn sem alltaf hafði verið vinur hans og verið stoltur af honum þegar hann vann skákmótin fyrir hönd skólans náði engu sambandi við hann. Það flæddi yfir í skíðaferðalaginu þegar skólastjórinn komst að því að hass- sala hefði verið í ferðalaginu að frum- kvæði sonar hennar. Hvar hafði hún brugðist? Var þetta út af skilnaði hennar og erfiðleikum að eiturlyfin höfðu heltekið barnið hennar? Um vorið þetta ár hringdu for- eldrar og sögðu að sonur hennar hefði barið drenginn þeirra og hann væri slasaður. Hvað var að gerast, (hún sem aldrei hefði rassskelt hann)? Hann var orðinn ofbeld- ismaður og lögreglan að leita hans. Hún fór til foreldranna og greiddi tannviðgerðir og baðst innilegrar af- sökunar. Og þær horfðust í augu mæðurnar, önnur með auðmýkingu, hin með reiði en vildi samt gera gott úr að þessu sinni. Æskuvinirnir hans voru hættir að koma og nýir vinir komnir í staðinn. Druslulegir og flóttalegir og aldrei sömu andlitin og hana langaði ekkert að kynnast þeim. Hann fór að týnast og hætti að koma heim á næturnar og þá gat hún ekki eirt heima og keyrði í bæinn. Stundum sá hún hann, en hann þótt- ist ekki sjá hana. Hún mundi svo vel nóttina sem hún náði honum, köldum og fjarlægum, og grét og bað hann að koma heim, en hann reyndi að sann- færa hana um að honum liði vel og kæmi heim seinna, bara ekki núna. Augasteinarnir voru svo litlir og hann hafði horast. Æskuvinirnir bönkuðu upp hjá henni eitt kvöldið og sögðu henni að hann væri orðið sprautufíkill og not- aði örvandi efni, væri fastagestur á pöbb þar sem honum væri hleypt inn þó hann hefði ekki aldur til. Hún fylltist ógnvænlegri reiði og keyrði niður í bæ og óð inn á pöbbinn og ef helvíti er til þá var þessi staður hel- víti. Ungt fólk sat í dimmum kjallara útúr vímað og illa útlítandi meðan stórir tattóveraðir síðhærðir starfs- menn gengu kringum hana eins og tígrísdýr. Hún horfðist í augu við dílerinn við barinn sem seldi syni hennar dóp, brún lítil tilfinningalaus augu, en hún var ekki hrædd, hatrið var yfirsterkara hjá henni þegar hún hótaði honum en hann hló hvellt. Tígrisdýrin komu nær og hún fór út og lofaði þeim að láta loka staðnum sem var seinna gert. Hann kom og fór, svaf, borðaði og hvarf. Eldri bróðir var reiður að hlusta á mömmu gráta. Þeir slógust og hnífur stakkst í nýju eldhús- innréttinguna. Litlu munaði að annar biði bana af þegar hert var að hálsi. Hún grét og gat ekki hætt og hrópaði og reri og grét. Þeir hættu, eitthvað nýtt var að gerast hjá mömmu, þessi hróp. Mamma var farin yfir um og þeir tóku utan um hana. Eftir á hélt hún að núna væri þessu lokið og allt yrði gott. Lögreglan leitaði hans aftur. Inn- brot og ofbeldi. Dómar. Hún lét svipta hann sjálfræði og setja hann inn á geðdeild. Meðferð og viðtöl og eftir eina meðferðina hringdi yf- irlæknir Vogs hjá SÁÁ og bað um fund með þeim báðum því sonur hennar hefði greinst með C- lifrarbólgu. Eftir sat hún lömuð með fullt af spurningum : Hvers lags bólga var það, er hún alvarleg, eru til með- ferðir við henni? Já, en þá varð að vera algjört bindindi. Hann reyndi en gat ekki. Seinna tilkynnti hann að hún væri að verða amma, lítið barn væri á leið- inni. Engin gleði, áhyggjur bættust við. Hvað hefur lítið barn að gera inn í þennan ljóta heim og hún hafði ekk- ert lengur að gefa? Lítill drengur fæddist sem bræddi ömmuhjartað og einhver tilgangur varð. Góðu tilfinningar komu upp á yfirborðið þegar hún var nálægt þessu fallega barni. Mikið var stutt síðan hennar sonur var svona lítill og saklaus. Hvað beið þessa barns, átti það líka að alast upp föðurlaust? Hvað gerir 17 ára faðir sem er á valdi eit- urlyfja? Hann lofar og langar en get- ur ekki staðist freistingarnar þó smá föðurtilfinningar séu farnar að bær- ast. Afleiðingar neyslunnar frá 14 ára aldri, sem byrjaði á bjór en var orðin að harðri amfetamín-, e-töflu- og hassneyslu, voru farnar að koma í ljós. Skapsveiflurnar – ef eitthvað var sagt eða spurt var hlaupið út. Ábyrgðarkennd engin og lífið orðið að leyndarmáli. Hann þjáðist en þurfti að velja. Hann var líkamlega háður eitur- lyfjum og hræddist mest að taka út afleiðingar. Bara pínulítið lengur! Hann þurfti að greiða dílernum skuld, því annars væri hans líf og annarra í hættu. Þá mundi hann fara í meðferð og hún yrði að skilja það. Eina nóttina vaknaði hún við sím- ann. Hann hringdi til að segja henni að hún væri besta mamma í heimi og honum þætti leiðinlegt að hafa valdið henni þessum áhyggjum og hann kæmi fljótt heim. Þá nótt grét hún sig í svefn eins og margar aðrar nætur. Úti heyrðist í sírenum sjúkrabíla, en hún gat ekki meira. Lítill ömmustrákur lá við hlið- ina á henni með pínulítið bros í svefn- inum. Sagan hafði endurtekið sig með öðrum litlum engli. Móðurást Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Móðir ungs manns í Reykjavík lýsir hér angist sinni vegna fíkniefnaneyslu sonarins. Hann fór í meðferð og náði tveimur árum án neyslu. Þá átti hann mjög gott líf, að hennar sögn, stundaði bæði nám og vinnu. Nú er hann í neyslu og hver dagur kvöl. Ekki aðeins fyrir hann, heldur einnig móður hans. Ótt- inn og vonbrigðin eru hennar daglegu förunautar. Ný stjórn hjá Hvöt NÝ STJÓRN hefur verið kjörin í Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Stefanía Óskarsdótt- ir stjórnmálafræðingur var end- urkjörin formaður. Auk hennar eiga nú sæti í stjórn Hvatar þær Aðalheiður Kristjánsdóttir stjórnmálafræð- ingur, Áslaug Auður Guð- mundsdóttir lögfræðingur, Björg Anna Kristinsdóttir al- þjóðamarkaðsfræðingur, Guð- ríður Margrét Kristjánsdóttir lögfræðingur, Hilda Björg Jóns- dóttir fulltrúi, Kolbrún Baldurs- dóttir sálfræðingur, Rúna Malmquist viðskiptafræðingur og Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir lögfræðingur. Fimmfalt fleiri bruna- tjón í des- ember BÚAST má við því að rúmlega 700 brunatjón verði tilkynnt til tryggingarfélaganna í desem- ber. Það eru fimmfalt fleiri til- kynningar en berast að jafnaði aðra mánuði ársins, en sam- bærileg tala fyrir þá er 140. Í frétt frá Vátryggingarfélagi Íslands kemur fram að hægt er að sporna við þessari miklu aukningu með réttum undirbún- ingi. Bent er á nauðsyn reyk- skynjara, slökkvitækis og eld- varnarteppis. Gott sé að hafa reykskynjara í hverju svefnher- bergi og á hverri hæð. Þá þurfi að skipuleggja flóttaleiðir og kenna börnum á heimilinu hvernig eigi að bregðast við háska. Mikilvægt sé að koma öll- um út úr húsinu strax, jafnvel áður en hringt er í slökkvilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.