Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Að sögn lögreglunnar hafa bíla- innbrot mest áhrif á sveiflur í tíðni innbrota. „Það þarf t.d. ekki nema tvo til þrjá athafnasama innbrotsþjófa til að brjótast inn í fjölda bíla til að hleypa upp tölum um fjölda inn- brota,“ segir Ómar Smári Ármanns- son aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Um leið og lögreglan hefur náð til þeirra hefur það áhrif á tíðnina. Lögreglan leggur þess vegna mikla ALLS hafa verið framin 1.616 inn- brot í Reykjavík á tímabilinu janúar til októberloka og eru bílainnbrot algengust. Næstalgengust eru inn- brot í verslanir og fyrirtæki en inn- brot í íbúðir eru hlutfallslega sjald- gæf miðað við aðrar tegundir innbrota. Innbrotum hefur fjölgað frá árinu 2000 en þá voru tilkynnt 1.428 inn- brot. Árið þar á undan voru innbrot hins vegar 1.656. Tilkynntum inn- brotum fjölgaði jafnt og þétt frá 1991 til 1996, en þá voru flest inn- brot síðastliðins áratugar, eða 1.978. Þetta kemur fram í yfirliti lög- reglunnar í Reykjavík. Ef litið er til einstakra borgarhluta á þessu ári, sést að flest innbrotin áttu sér stað í miðbænum, eða 325 af 1.616 sem til- kynnt hafa verið. Næstflest innbrot voru í Bústaðahverfinu, eða 180 og þá voru 170 tilkynnt innbrot í Árbæ og Grafarvogi. Tekið skal fram að tölur um innbrot í einstökum borg- arhlutum eru byggðar á dagbók lögreglunnar, þar sem ekki er gerð- ur greinarmunur á raunverulegu innbroti og tilraun til innbrots. áherslu á að koma höndum yfir þá sem eru virkir í innbrotum.“ Hann segir mismikinn skaða af innbrotum og tölur um fjölda þeirra segi ekki alla söguna. Einnig sé mismunandi eftir hverju þjófar sækjast. Hann tekur dæmi af inn- brotum í íbúðarhús, þar sem dæmi eru um að eingöngu hafi verið stolið kvennærbuxum eða áfengi, upp í al- varleg innbrot þar sem verulegum verðmætum er stolið. Frá árinu 1997 hefur lögreglan lagt fram 117 frumkröfur um gæsluvarðhald til héraðsdóms vegna auðgunarbrota og hefur verið fallist á allar kröfurnar að einni undanskilinni. Ómar segir að sá tími fari nú í hönd þegar búast megi við auknu búðahnupli og innbrotum í bíla. Talsvert er um að jólapökkum sé stolið úr bílum og beinir lögreglan því til fólks að hafa þar varann á.                         !" # $! % # ! !  &  !' % # ! !( " # !)* " +"$! ,! -" $! % # ! &! "* !(# ! "!.   ! !/*0( !" !&1 -"!1 "-!2 )# -!) " !  3!" # 2!&1 -"!1 " !# ! " " !1!4( )"!#             '                                  !  5 6      '   '       66 !!" # "## $%# $&# $'# $"# $## %# &# '# "# # 7( )" 0.3"() Innbrot í bíla algengust allra innbrota í Reykjavík Jólapakkar í bíl- um freista þjófa upphæð á sviði fornleifarannsókna á kirkjustöðum. Verkefnisstjórn um trúar- og menningararf bárust 139 umsóknir þar sem sótt var um 490 milljóna kr. styrki. Vegna fornleifarannsókna bárust 29 umsóknir, samtals að fjárhæð um 200 milljónir króna. Alls bárust því 168 umsóknir um styrki að fjárhæð 690 milljónir. Kristnihátíðarsjóður var stofnað- ur til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lög- tekinn á Íslandi. Sjóðnum er ætlað að starfa til ársloka 2005 og mun rík- issjóður leggja honum til 100 millj- ónir fyrir hvert starfsár. Stjórn sjóðsins skipa Anna Soffía Hauks- dóttir, formaður, Anna Agnarsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. KRISTNIHÁTÍÐARSJÓÐUR út- hlutaði við athöfn í Þjóðmenningar- húsinu í gær styrkjum að andvirði 96 milljónir króna vegna 51 verkefnis sem tengist menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsókn- um. Hæstu styrkirnir tengjast bisk- upsstólunum að Hólum í Hjaltadal og Skálholti. Sr. Gunnar Kristjánsson fékk 4 milljóna kr. styrk til að rita sögu biskupsstólanna, 11 milljónir fara til fornleifarannsókna að Hólum og 9 milljónir vegna rannsókna í Skál- holti. 168 sóttu um 690 milljónir Alls voru 43 verkefni styrkt fyrir um 48 milljónir á sviði menningar- og trúararfs og 8 verkefni fyrir sömu Hæstu styrkir vegna biskups- stólanna GERT er ráð fyrir því að þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks komi saman til fundar í dag, sunnudag, og ræði tillögur sem uppi eru um niðurskurð á fjárlögum. Þriðja umræða frumvarps til fjárlaga er áætluð nk. föstudag og þá er ætl- unin að kynna niðurskurð upp á 3–4 milljarða. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa einstök ráðuneyti haft tillögur vinnuhóps formanns og vara- formanns fjárlaganefndar auk emb- ættismanna úr fjármálaráðuneytinu um niðurskurð í öllum ráðuneytum til skoðunar undanfarna daga. Meðal þess sem tekist er á um í stjórnarflokkunum er hvort fresta eigi gildistöku fæðingarorlofs að því er varðar aukinn rétt feðra, ýmsum byggingarframkvæmdum, svo sem á stjórnarráðsreit, og jarðgangagerð. Niðurskurður fjárlaga Þingflokkar funda í dag Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Sindra-stáli, „Sindrablaðið“. Blaðinu verður dreift um allt land. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu í gær að ekki væri líðandi fyrir alþjóðasamfélagið að Írak hindraði vopnaeftirlit Sam- einuðu þjóðanna í landinu. Sagði Dav- íð að eftir hryðjuverkin í Bandaríkj- unum í september hlyti alþjóðlegur stuðningur við eldflaugavarnakerfi og aðgerðir til að hefta útbreiðslu ger- eyðingarvopna að vaxa. Í ræðu sinni fjallaði Davíð m.a. um afleiðingar hryðjuverkanna og sagði áríðandi að koma í veg fyrir að ger- eyðingarvopn kæmust í hendur hryðjuverkasamtaka. Sama gilti um ríki sem lytu stjórn „siðlausra þrjóta sem eru til alls vísir“. Gagnrýni á viðskiptabann illa ígrunduð „Í þessu sambandi verður að nefna að það er ekki líðandi fyrir alþjóða- samfélagið að Írak neiti vopnaeftir- litsmönnum Sameinuðu þjóðanna um að sinna störfum sínum í landinu,“ sagði forsætisráðherra. Hann sagði viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna á Írak oft verða fyrir lítt ígrundaðri gagnrýni. Almenningur liði fyrst og fremst fyrir harðstjórnina í landinu, en valdhafar notuðu ekki til fulls und- anþágu sína til að selja olíu og kaupa mat og lyf. „Framhjá því verður ekki litið að gereyðingarvopn í höndum ríkja af framangreindu tagi eru ógn. Þeirri skoðun vex fiskur um hrygg að bregð- ast þurfi við henni meðal annars með eldflaugavarnarkerfi,“ sagði Davíð. „Þetta var umdeilt mál fyrir árásirnar á Bandaríkin þótt fjöldi ríkja, þar á meðal Rússland, hefði viðurkennt að ógnin væri til staðar. Afstöðu ís- lenskra stjórnvalda í þessu efni var lýst á leiðtogafundi Atlantshafs- bandalagsins í júní síðastliðnum. Bent var á að ný og vaxandi ógn væri að verða til vegna útbreiðslu gereyðing- arvopna og eldflaugatækni. Tekið var fram að Ísland fagnaði frumkvæði Bandaríkjanna að samráði í Atlants- hafsbandalaginu um viðbrögð við þessari ógn; viðbrögð sem byggðust annars vegar á eldflaugavörnum og hins vegar á samningum um tak- mörkun vígbúnaðar og aðgerðum til að hefta útbreiðslu gereyðingar- vopna. Eftir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum er þess að vænta að alþjóð- legur stuðningur við slíka stefnu aukist verulega.“ Endurskoðun EES „handavinna“ Davíð fjallaði stuttlega um endur- skoðun EES-samningsins og sagði rétt að huga að aðlögun samningsins að samrunaþróun í ESB á öðrum sviðum en lytu að innri markaði og viðskiptum. „Það verk á ekki og má ekki mikla fyrir sér, því að þar er nán- ast um handavinnu að ræða. Jafn- framt þarf að gæta þess að stækkun sambandsins til austurs skaði ekki ís- lenska viðskiptahagsmuni í umsókn- arríkjunum. Ekkert bendir þó til að svo verði enda ber ESB að leysa það mál samkvæmt reglum Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar.“ Stuðningur við eldflaugavarnir hlýtur að vaxa Davíð Oddsson segir ekki líðandi að Írakar hindri vopnaeftirlit SÞ STÚDENTAR héldu að venju upp á fullveldisdaginn í gær, 1. desember, með hátíðardagskrá. Að lokinni messu í kapellu Háskólans lögðu stúdentar blóm á leiði Jóns Sigurðs- sonar í Suðurgötukirkjugarði. Á myndinni heldur Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður Stúdentaráðs, á blómsveig sem lagður var á leiðið. Þar flutti Sveinn Ólafur Gunnars- son íslenskunemi minni Jóns for- seta. Hátíðarsamkoma var síðan í hátíðarsal Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Jim Smart Stúdentar minntust full- veldisdagsins EIÐUR Smári Guðjohnsen inn- siglaði sigur Chelsea á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í gær. Chelsea sigraði meistarana, 3:0, og skoraði Eiður þriðja markið á 83. mínútu. Eiður átti einnig stóran þátt í öðru markinu sem Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði á 63. mínútu en fyrsta mark Chelsea skoraði Mario Melchiot strax á 6. mínútu. Eiður á skotskónum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.