Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ OSAMA bin Laden hefur aldrei viðurkennt berum orðum að hafa verið upphafsmaður að árásinni á Tví-turnana í New York. Hann hefur heldur aldrei afneitað þætti sínum í þeim verknaði. Paul Watson hefur grobbað af því opinber- lega að hafa staðið bak við hryðjuverkin í októ- ber 1986, þegar helm- ingi íslenska hvalveiði- flotans var sökkt. Hann sýndi sig hins vegar að vera „huglaus og and- litslaus gunga“ og af- neitaði þessu hlutverki sínu, þegar hann var handtekinn í janúar 1988 á Keflavíkurflugvelli og skaut sér á bak við samverkamenn sína. Var honum þá vísað úr landi. Heim- ildir mínar herma að þegar hann var laus úr klóm íslenskrar réttvísi og á leiðinni aftur út á Keflavíkurflugvöll í lögreglubifreið hafi hann endurtekið fyrra grobb um aðild sína að málinu. Íslensk yfirvöld lýstu Watson þá „persona non grata“ á Íslandi. Paul Watson segir þá staðhæfingu mína í fyrri grein, að í kjölfarið hafi hann verið útilokaður frá landvist í Evr- ópu, „ekki trúverðuga. Reyndar var ég í Belgíu, Hollandi og Ítalíu alveg nýverið“, segir hann. Ráðuneytis- stjóri dómsmálaráðuneytisins, Björn Friðfinnsson, hefur hinsvegar stað- fest, að yfirlýsing Íslands frá 1988 um Paul Watson sem „óæskilega persónu“ hafi sjálf- krafa og samstundis tekið gildi á Norður- löndum í samræmi við samnorrænar sam- þykktir, og nýttu Fær- eyingar sér þessa yfir- lýsingu Íslands ekki alls fyrir löngu til að koma skipi hans út úr færeyskri landhelgi. Ennfremur staðfesti ráðuneytisstjórinn að Paul Watson var fyrsti maðurinn sem tilkynnt var um sem „óæskilega persónu“ til aðildar- landa Schengensam- komulagsins og ætti hann því nú að vera útilokaður frá landvist í öllum löndum meginlands Evrópu. Hafi Watson verið þar á ferð „nýverið“ sýnir það það eitt, að Evr- ópa er ekki búin að koma öryggis- málum sínum í horf við hæfi eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin 11. september. Í grein sinni í Morgunblaðinu 20. nóv. segir Watson að sér hafi verið tilkynnt eftir handtöku sína 1988 og að loknum yfirheyrslum, að engar ákærur yrðu birtar á hendur sér eða áhöfn sinni. Og hann segir orðrétt: „Ástæðan er augljós. Íslendingar vildu ekki fjölmiðlaumfjöllunina, sem myndu fylgja réttarhöldum yfir mér, og að flett yrði ofan af broti Íslend- inga á reglum Alþjóðahvalveiðiráðs- ins.“ Ekki fæ ég séð að þessi skýring bæti málstað hryðjuverkamannsins. Nú má vel vera að það hafi verið pólitískt skynsamlegt af Íslendinga hálfu, miðað við alþjóðlegt andrúms- loft á þeim tíma, að forðast réttar- höld, sem alþjóðlegir fjölmiðlar hefðu mögulega snúið upp í herferð fyrir friðun sjávarspendýra. Og hefðu þannig kosið að sýna hryðjuverka- mennina sem djarfa og fórnfúsa bar- áttumenn fyrir „réttlátum málstað“, eins og mjög var í tísku á þeim tíma. Hitt er öllum kunnugt að meðal ís- lensku þjóðarinnar ríkti djúpstæð og réttmæt óánægja og gremja með þessar málalyktir. En það hefur margt breyst í heim- inum síðan þá. Æ fleirum verður nú ljóst að Alþjóðahvalveiðiráðið er í þann veginn að leggja sjálft sig í rúst. Það er ekki Ísland sem hefur brotið reglur þess. Sjálft brýtur það sínar eigin reglur. Samkvæmt stofnsátt- mála þess er hlutverk þess að stýra veiðum hvalastofna á heimshöfunum í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Undir forystu Bandaríkjanna hefur því verið breytt í friðunarráð, þvert gegn stofnsamþykktinni. Allar rann- sóknaniðurstöður um stofnstærðir hvala hafa verið véfengdar og ráð- leggingar vísindaráðs Hvalveiðiráðs- ins og tillögur um veiðar verið huns- aðar. Afgreiðsla ráðsins um inn- göngu Íslands, fyrr á þessu ári, gekk og þvert gegn alþjóðlegum lagavenj- um, stofnsáttmála ráðsins, og hefð- um þess sjálfs fyrr og síðar. Síðan þá hefur líka Alþjóðavið- skiptaráðið (WTO) komið til skjal- anna. Það hefur beitt sér af krafti gegn einhliða viðskiptaþvingunum einstakra ríkja. Að því hlýtur að koma að Bandaríkjaþing geti ekki, samkvæmt pólitískum duttlungum tilfallandi meirihluta þess, beitt bandamenn jafn sem andstæðinga viðskiptalegu ofbeldi, ef þeir skyldu dirfast að haga sér öðruvísi en ein- hverjum áhrifamiklum þrýstihópum kjósenda í Bandaríkjunum líkar. En fyrst og fremst hefur heimur- inn breyst eftir 11. september. Menn taka ekki undir málstað hryðju- verkamanna, punktur. Enginn neitar mönnum nokkurs staðar um þann rétt að mynda samtök, t.d. til frið- unar ákveðinna lífvera í sjó eða á landi. En þegar slíkir hópar telja málstaðinn réttlæta það að þeir læð- ist eins og þjófur á nóttu inn í lög- sögur annarra ríkja til að valda þar eignaspjöllum og stofna mannslífum í hættu, þá segir heimurinn nei, og engir fjölmiðlar munu nokkurs stað- ar mæla slíkum ofstækismönnum bót. Paul Watson fagnar því, ef tæki- færi gæfist til að beina athyglinni, ekki einungis að því sem hann kallar „sorglega sögu ólöglegra hvalveiða Íslendinga“, heldur og – og haldið ykkur fast – „ólöglegra og skaðlegra fiskveiða þeirra“. Staðfestir hann með þessum orðum það, sem fylgj- endur sjálfbærra veiða á fiski og sjávarspendýrum hafa lengi talið sig vita, að hvalveiðar eru bara inngang- ur – jafnvel yfirvarp – áður en þessi samtök snúa sér með sama ofstæki og ofbeldisverkum gegn fiskveiðum almennt. Því tel ég sjálfsagt að ís- lensk stjórnvöld taki Paul Watson á orðinu úr því að hann vill „með glöðu geði“ svara ákærum á Íslandi, og nýta sér réttarhöld yfir honum til að beina athyglinni að sorglegri sögu lögleysu og ofbeldis hvalfriðunar- sinna jafnt úti á höfunum sem í al- þjóðlegum samtökum og áður virtum alþjóðastofnunum. Ég er ekki í vafa um, að ef Ísland yrði til þess fyrst Evrópulanda að efna til opinberra réttarhalda yfir meintum alþjóðleg- um hryðjuverkamanni mundi heims- pressan sýna málinu áhuga og Ísland eiga auðvelt með að koma sínum mál- stað varðandi hvalveiðar á framfæri, og stuðla þannig að breyttu almenn- ingsáliti í heiminum í átt til skynsemi og hófsemdar. Paul Watson biður um útskýringu á því, hvers vegna George W. Bush forseti hafi sæmt sig verðlaununum „Daily point of Light“ (sem bókstaf- lega þýtt á íslensku gæti verið „dag- leg ljósglæta“) fyrir störf sín í þágu náttúruverndar í júní 1999. Á því GLÆTAN Ólafur Hannibalsson Heimurinn hefur breyst eftir 11. september, segir Ólafur Hannibals- son. Menn taka ekki undir málstað hryðju- verkamanna, punktur. Því tel ég sjálfsagt að íslensk stjórnvöld taki Paul Watson á orðinu úr því að hann vill „með glöðu geði“ svara ákærum á Íslandi. Íslenskukennsla við erlenda háskóla Stofnun Sigurðar Nordals hefur forgöngu um íslenskukennslu er- lendis, umsjón með kennslu sem studd er af íslenskum stjórnvöldum og annast þjónustu við íslensku- kennara við háskóla í öðrum lönd- um. Stofnunin gerði könnun á ís- lenskukennslu á háskólastigi erlendis árið 1998. Samkvæmt þeim upplýsingum sem þá var aflað, er nútímaíslenska kennd við 38 há- skólastofnanir utan Íslands. Í rúm- um helmingi þeirra voru við störf kennarar sem hafa kennslu í ís- lensku að aðalstarfi. Má ætla, eftir þeim tölum sem fyrir liggja, að fjöldi nemenda í íslensku við þessar 38 stofnanir sé á annað þúsund á ári hverju. Íslenskudeild er aðeins við Mani- tobaháskóla. Annars staðar er ís- lenska yfirleitt kennd í deildum norrænna mála eða germanskra. Auk tungumálsins eru kenndar bókmenntir, Íslandssaga og menn- ingarlandafræði. Áhugi stúdent- anna á að læra íslensku er af ýms- um toga. Sumir eru verðandi fræðimenn á sviðum íslenskra, nor- rænna eða germanskra fræða, aðrir eru af íslenskum uppruna en hafa ekki lært íslenskt mál til nokkurrar hlítar áður, þá eru þeir sem eru tengdir Íslendingum fjölskyldu- og vináttuböndum og loks er áhuga- fólk um Ísland, þjóð og menningu. Starf íslenskukennara við er- lenda háskóla er vandasamt. Þar sem áhugasvið nemenda er mismunandi er ekki auðvelt að svara væntingum allra til námsins. Þá er kennslunni komið fyrir á ólík- an hátt innan háskóla og íslenskan nýtur mismikillar virðingar við er- lendar kennslustofnanir. Skortur á kennsluefni og orðabókum háir einnig víða íslenskukennslu. Það er MÖGULEIKAR til að læra íslensku sem annað mál hér á landi hafa aukist mikið á undanförnum árum ekki síst á vegum Námsflokka Reykja- víkur, námsgögn hafa verið búin til og kenn- arar þjálfast í að kenna þeim íslensku sem eiga hana ekki að móðurmáli. Ánægju- legt er að félagsmála- ráðuneytið og Rauði krossinn hafa beitt sér fyrir að flóttafólki sem hingað kemur er veitt kennsla í íslensku og þannig auð- veldað að taka þátt í íslensku þjóð- félagi. Engu að síður er nauðsyn- legt að auka námsefnisgerð og þjálfun kennara í kennslu íslensku sem annars máls. Námsefnisgerð og kennaraþjálf- un þyrfti þó að byggjast á rann- sóknum. En því miður hefur rann- sóknum á íslensku sem öðru máli og erlendu máli lítið verið sinnt til þessa og kennaranámskeið verið allt of stopul. Kennsla í íslensku fyrir þá sem eiga hana ekki að móðurmáli er annað fag en móð- urmálskennsla. Í meira en hálfa öld hefur Há- skóli Íslands boðið kennslu í íslensku fyr- ir erlenda námsmenn. Á liðnum áratug nær- fellt þrefaldaðist fjöldi þeirra sem stunduðu nám í íslensku fyrir útlendinga við skól- ann. Stúdentarnir voru 65 haustið 1990 en 176 haustið 2000. Þessi fjölgun er m.a. vegna aukinna stúd- entaskipa, en einnig vegna þess að menntamálaráðuneyt- ið hefur fjölgað styrkj- um til erlendra náms- manna til náms í íslensku við Háskóla Íslands. Nú eru styrkþeg- ar um 25 á ári. Þá hefur íslensku- kennsla við erlenda háskóla eflst mikið á undanförnum áratug m.a. fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda. Sumarnámskeið við Háskóla Íslands Við Háskóla Íslands hafa í marga áratugi verið haldin sumarnám- skeið í íslensku fyrir norræna stúd- enta. Þá hafa heimspekideild og Stofnun Sigurðar Nordals boðið upp á sumarnámskeið fyrir erlenda námsmenn í júlí ár hvert og er það nú haldið í fimmtánda skipti. Að- sókn að þessum námskeiðum hefur verið miklu meiri en unnt hefur verið að sinna. Þótt þessi námskeið séu haldin hér á landi er eðlilegast að líta á þau sem stuðning við kennslu í íslensku erlendis enda koma nemarnir aðeins hingað til að taka þátt í námskeiðunum en hverfa síðan til síns heima. Leitað hefur verið leiða til að auka framboð á sumarnámskeiðum í íslensku til að koma til móts við eftirspurn. Stofnun Sigurðar Nor- dals hélt snemmsumars í fyrsta skipti sex vikna námskeið í íslensku í samvinnu við Minnesotaháskóla, fóru fyrri þrjár vikur námskeiðsins fram í Minneapolis en síðari þrjár hér í Reykjavík. Námskeiðið tókst afar vel og er gert ráð fyrir að það verði boðið aftur á næsta ári. Þá sá Nordalsstofnun um tveggja vikna námskeið í íslensku fyrir vestur- íslensk ungmenni sem dveljast hér á landi í sumar. Námskeiðið er hluti af svokölluðu Snorraverkefni sem hófst fyrir tveimur árum og er tilgangurinn með því að efla tengsl ungmenna af íslenskum uppruna við Ísland og Íslendinga. Er vilji hjá forsvarsmönnum verkefnisins til þess að auka þátt íslensku- kennslunnar við móttöku ungmenn- anna og kom því stofnunin að skipulagninu hennar. því ekki auðhlaupið að því að kenna íslensku erlendis svo að árangur náist. Engu að síður hafa íslensku- kennarar við skóla þar sem ís- lenska stjórnvöld styðja kennsluna náð undraverðum árangri. Stuðningur við íslenskukennslu erlendis Íslenska ríkið styrkir nú 14 lekt- orsstöður við jafnmarga háskóla er- lendis, tvo í Noregi, tvo í Svíþjóð, einn í Finnlandi og Danmörku, þrjá í Þýskalandi og Frakklandi og einn í Austurríki og á Bretlandi. Um er að ræða launaframlag til lektor- anna, ferðastyrk til að sækja árleg- an lektorafund og bókastyrk til kennarastólanna. Þá nýtur ís- lenskukennsla við Cambridgehá- skóla á Englandi, þar sem íslensk- ur háskólanemi kennir, nokkurs styrks. Á þeim rúmu þrettán árum sem Stofnun Sigurðar Nordals hefur starfað hafa íslensk stjórnvöld haf- ið stuðning við íslenskukennslu við Lundúnaháskóla og háskólana í Erlangen og München í Þýska- landi, Vín í Austurríki og Lyon í Frakklandi. Á þessum stöðum, nema í London, eru laun kennar- anna þó að miklum hluta greidd af skólunum sjálfum. Íslensk stjórn- völd hafa hins vegar skuldbundið sig til að greiða hálfa stöðu lektors í London. Þá hafa stjórnvöld hér á landi nýlega lagt fram umtalsvert fé til Manitobaháskóla til að efla Við verðum að efla kennslu í íslensku fyrir útlendinga, segir Úlfar Bragason, hvort heldur það er hér á landi eða erlendis. Úlfar Bragason ÍSLENSKA SEM ERLENT MÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.