Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAGAN af grísnum Völundi og köngulónni Karlottu kom fyrst út í Bandaríkjunum 1952 og hefur löngu öðlast viðurkenningu sem ein af sí- gildum barnabókum þar í landi. Höf- undurinn er vel þekktur og á seinni árum hefur nafn hans komist aftur á varir fólks með kvikmyndinni Stúart litli sem gerð var eftir einni af sögum hans. Vefurinn hennar Karlottu er ein af þessum bókum sem sérstök ánægja er að lesa fyrir börn. Hún er fyndin, fróðleg og hlýleg í jöfnum hlutföllum. Frásagnaraðferðin er lipur og höf- undur skiptir um sjónarhorn án þess að hafa af því áhyggjur hvort það samræmist hefðbundnum reglum um frásagnarstíl eða ekki. Þannig hefst sagan á því að Fura litla bjarg- ar grísnum frá því að vera lógað og tekur hann að sér og elur hann í nokkrar vikur. Hún nefnir hann Völ- und. Fáum vikum síðar er hann seld- ur frænda hennar á næsta bæ og settur þar í stíu í fjósi innan um kýr, hross, kindur, gæsir. Við þessa breytingu á högum Völundar verður Fura ekki lengur áhrifavaldur í sög- unni og nýjar persónur, dýrin, koma til sögunnar. Sjónarhorn höfundar breytist einnig því skyndilega byrja dýrin að tala og engu er líkara en lesandinn hafi verið leiddur inn í aðra veröld þar sem allir geta talað og hið merkilega er að Fura skilur dýrin líka því hún eyðir löngum stundum hjá Völundi og talar við hann og hin dýrin. Aðalpersónan er þó Völundur og ný vinkona hans, köngulóin Karlotta, sem á sér vef yf- ir fjósdyrunum og tekur að sér að bjarga lífi Völundar því til stendur að lóga honum og gera úr honum góða steik fyrir jólin. Önnur frábærlega skemmtileg persóna er rottan Teitur sem þrátt fyrir rottueðli sitt reynist betri en enginn þegar á reynir. Yfir frásögninni hvílir hlýja og mjúk fortíðarþrá, þegar sveitalífið var fjölbreytt og persónulegt, og lýs- ingin á fjósinu er til marks um það: „Fjósið var feikilega stórt. Það var gamalt. Það angaði af heyi og lyktaði af mykju. Það lyktaði af svita þreyttra hrossa og sætum andar- drætti þolinmóðra kúa. Oft umlukti það friðsæll ilmur – eins og ekkert slæmt gæti nokkurn tímann gerst í veröldinni. Það angaði af korni og reiðtygjum, af feiti, gúmmístígvélum og af nýju reipi.“ Þýðingin er lipur og þó fjós sé tæplega samheiti yfir útihús eins og í ensku þá er vandi þýðandans skilj- anlegur í því tilviki. Og margt er af- bragðsvel gert og þýðingin víða mjög vel heppnuð. Textinn fær á sig nauð- synlegt gamaldags yfirbragð án þess að vera stirður. Stíll höfundar hefur skilað sér í þýðingunni. Gamansemi höfundarins nýtur sín vel og gæðir dýrin manneskjulegum eiginleikum og kannski merkilega miklu innsæi eins og þegar Völundur talar upphátt í fyrsta sinn og segir: „Ég er ekki tveggja mánaða og ég er þegar orðinn leiður á lífinu.“ En auð- vitað er hann ekki orðinn leiður á líf- inu, heldur er hann bara einmana lít- ill grís sem langar að eignast vini. Og hann eignast svo sannarlega vini sem reynast honum vel þegar dauðinn vofir yfir og sérstaklega er það köngulóin hún Karlotta sem af hug- vitsemi sinni og fórnfýsi verður til þess að tryggja framtíð hans. Það er óhætt að mæla með þessari bók fyrir öll börn og foreldra sem hafa gaman af að lesa bækur saman og ræða efni þeirra fyrir svefninn. Lítill grís í vinaleit BÆKUR Barnabók eftir E.B. White. Myndskreytingar: Garth Williams. Þýðing: Helga Soffía Einars- dóttir.174 bls. Mál og menning 2001. VEFURINN HENNAR KARLOTTU Hávar Sigurjónsson snyrtilegum ritröðum til að prýða stofuna. Slíkum ritröðum fylgir gjarnan lítil bók með útdrætti úr því sem ritraðirnar hafa að geyma svo ekki komist upp um áhugaleysi eig- andans á bókmenntum. Þá eru til hljóðfæri á mörgum heimilum sem stásshúsgögn þótt eng- inn sem þar á heima kunni að ná sæmilegu hljóði úr gripunum. Mynd- list sem stofuprýði flokkast með slík- um fyrirbærum. Útlitið skiptir öllu máli en inntakið og hugsunin má einu gilda. Nú væri synd að segja að gler- verk Ingibjargar ættu sér ekkert inn- tak né hugsun. Hinu er þó ekki að leyna að of lítið er af list miðað við skraut og því verða verk hennar átakaminni en efni standa til. Ingibjörg mætti að ósekju búa yfir nokkru af þeim skapsmunum sem TVÍMENNINGARNIR Ingibjörg Hjartardóttir og Kjuregej Alexandra skipta sýningasalnum Man milli sín. Ingibjörg sýnir fimmtán steindar glermyndir sem flestar lúta að trú og friði. Þótt þessi verk Ingibjargar séu ef til vill ekki tilþrifamikil sem list eru þau að mörgu leyti haganlega gerðir skrautmunir sem rata áreiðanlega rétta leið inn á heimili þeirra sem kjósa slíkar myndir sem stofuprýði. Við búum enn við merkilega þoku- kennd skil milli skrautmuna, föndurs og listar. Vegna stuttrar sögu nútíma- lista hér á landi gerir almenningur sér litla grein fyrir muninum á þessu þrennu. Sú krafa er gjarnan gerð til myndlistar að hún sé öðru fremur stofuprýði. Reyndar á þetta einnig við um aðrar listir þegar grannt er skoð- að. Hægt er að kaupa bókaskápa með geisla af verkum Kjuregej Alexöndru. Þótt saumaverk hinnar síðarnefndu séu engu minni skrautmunagerð en glerverk Ingibjargar búa þau samt yfir mun ríkari tilfinningu fyrir efni og inntaki. Þá virðist Kjuregej taka mun meiri áhættu í verkum sínum, með þeim árangri að myndir hennar virka miklu sterkar sem listmunir. Kjuregej Alexandra leyfir sér að hverfa til alþýðlegrar hefðar heima- byggðar sinnar í Norður-Síberíu og uppsker ríkulega. Þessari hefð bland- ar hún síðan við íslenskt landslag og ljóðrænu með árangri sem stafar rómantískri tilfinningu fyrir sagna- og ævintýrahefð. Litaspilið lýsir oft- ast ákefð og innlifun sem ber vegg- teppi Kjuregej vel yfir venjulega skrautmuni. Sýning í þágu friðar MYNDLIST Man, Skólavörðustíg 14 Til 2. desember. Opið virka daga frá kl. 10–18. Um helgar frá kl. 10–16. INGIBJÖRG HJARTARDÓTTIR KJUREGEJ ALEXANDRA TEXTÍL & GLER Morgunblaðið/Golli Frá sýningu Ingibjargar Hjartardóttur og Kjuregej Alexöndru. Halldór Björn Runólfsson ÍSLENSKAR eld- stöðvar er eftir Ara Trausta Guðmunds- son. Ari Trausti skrifar um flestallar eld- stöðvar hérlendis sem þekktar eru. Mikil áhersla er lögð á myndræna framsetn- ingu efnisins og prýða verkið á fimmta hundr- að ljósmyndir, kort og skýringarteikningar. Ari er jarðeðlisfræð- ingur að mennt en hann byggir í bókinni einnig á upplýsingum frá fjölmörgum vís- indamönnum sem sérfróðir eru um einstakar eldstöðvar og svæði. Í bókinni er að finna ýmsar upplýs- ingar úr rannsóknum vísindamanna sem almenningi hafa verið ókunnar. Þar má nefna að Skaftáreldar eru ekki lengur taldir vera stærsta gos Ís- landssögunnar heldur geysilegar nátt- úruhamfarir sem urðu í Eldgjá um 934. Ari Trausti segir m.a. Hengils- hálendið vera virka megineldstöð. Greint er frá því að fyrir fáeinum árum varð nokkur kvikusöfnun undir Hengli og munaði litlu að hún leiddi til eld- goss. Í bókinni kemur fram að hvorki sé hægt að útiloka mikla eldvirkni í Snæfellsjökli né gos í einhverjum af þremur eldstöðvakerfum Snæfells- ness. Ari Trausti lýsir því að um eitt hundrað eldgos hafi orðið í Vatnajökli á sögulegum tíma. Þau koma í lotum og er ein slík nú hafin. Á fimmta hundrað ljósmyndir, skýr- ingarteikningar og kort eru í bókinni. Margir af fremstu ljósmyndurum landsins eiga myndir í henni, m.a. Páll Stefánsson og Ragnar Th. Sig- urðsson, auk sögulegra mynda. Þar á meðal er í bókinni ein af allra fyrstu eldgosaljósmyndum sem tekin var á Íslandi. Hún er frá gosi við Heklu árið 1913 og hefur ekki birst opinberlega áður svo vitað sé. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 320 bls. Ritstjóri bókarinnar hjá út- gefanda var Svala G. Þormóðsdóttir. Anna Cynthia-Leplar hafði umsjón með útliti en Ingibjörg Sigurðardóttir braut bókina um. Auglýsingastofan Næst teiknaði skýringarmyndir en kortagerð var í höndum Ólafs Vals- sonar. Kortagrunnur var byggður á gögnum Army Map Service, Nátt- úrufræðistofnunar Íslands og Korta- deildar Máls og menningar. Magnús Arason gerði kápu, Pixel og Ragnar Th. Sigurðsson önnuðust mynd- vinnslu en bókin er prentuð í Odda. Fræði Morgunblaðið/Golli Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, blaðar hér í bók Ara Trausta Guðmundssonar, Íslenskar eldstöðvar, sem hann fékk að gjöf á Bessastöðum. Með þeim á myndinni er Pétur Már Ólafs- son, útgáfustjóri Vöku-Helgafells. VIÐ píanóið var Ólafur Vignir Al- bertsson og þrír erlendir söngvar voru fluttir sem aukalög við orgelleik Björns Steinars Sólbergssonar í lok- in. Efnisskráin fór að mínu mati of troðnar slóðir og hefði ég kosið að hlýða á einhverjar af þeim fjölmörgu perlum íslenskra söngva sem sjaldn- ar og jafnvel sjaldan eða aldrei heyr- ast. En þegar boðið er til veislu er víst óeðlilegt að ræða yfir borðum um þá rétti sem maður saknar. Raddir Jóhanns Friðgeirs og Sig- urjóns féllu ágætlega saman í dúett- unum og voru þeir prýðilega fluttir, en tónleikarnir hófust á Á vegamót- um, dúett Eyþórs Stefánssonar við ljóð Helga Konráðssonar. Söngmáti og raddir söngvaranna eru um margt ólíkar. Jóhann Friðgeir hefur með sínu góða söngupplagi og þjálf- un eignast glæsilega tenórrödd og er blær raddarinnar á öllu raddsviðinu hrífandi og háu tónarnir glampa eins og perlur úr enni hans, mér datt í hug þegar hann söng Bikarinn, „rödd í gullnu glasi“. Sigurjón hefur minni rödd, lýr- íska, og mjög vel skólaða. Hann sýndi í söng sínum tónnæmi og allur var flutningur hans vandaður, fram- sögn texta skýr og framkoma hlý og styrk. Það sem Jóhann sýndi var allt frá mjúkum lýrískum flutningi í lag- inu Þú ert eftir Þórarin Guðmunds- son og til hins dramatískasta og í senn glæsilegasta í Stormum og Hamraborg Sigvalda Kaldalóns, ásamt stórtenórabrag í bestu merk- ingu orðsins í einu aukalaganna, Agnus Dei eftir Bizet. Það gætti þó nokkrum sinnum óþarfa mistaka í texta og stundum hefði alúð við túlk- un og breidd í styrkleika mátt vera meiri, t.d. nota oftar veikan söng, sem Jóhann Friðgeir sýndi að hann hefur gott vald á. Jóhann Friðgeir er tvímælalaust búinn að skipa sér í flokk okkar bestu tenóra og er það mikið gleðiefni að verða vitni að þeirri glæsilegu hirð stórsöngvara sem við höfum verið að eignast. En það er samt ágætt veganesti fyrir hann að muna svar Inge (Göggu) Lund, þegar hún var spurð að lykl- inum að velgengni sinni sem söng- konu, en hún svaraði: „Rödd mín varð mér aldrei freisting,“ það er röddin á alltaf að þjóna túlkun tón- listarinnar. Þáttur Ólafs Vignis Al- bertssonar píanóleikara var framúr- skarandi og það má með sanni segja að söngur hans á píanóið og túlkun hafi lyft tónleikunum á æðra plan. Hæverska hans og lítillæti breytist í djúpa og einlæga tjáningu við píanó- ið, þar sem hver tónn fær sinn rétta lit og má þar til dæmis nefna bjöllu- tónana í Hamraborginni. Ég sakna þess að heyra ekki oftar Ólaf Vigni leiða söngvara á tónleikasviði með leik sínum. Tónleikunum lauk með tveimur dúettum Norðlendinga, sem voru einkar glæsilega fluttir. Sá fyrri var Ég sé þig aðeins eina, lag Áskels Jónssonar við ljóð Daníels Kristins- sonar, og sá seinni var Þú varst mitt blóm, lag Jóns Björnssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar. Eftir langvinnt lófaklapp brugðu söngvararnir sér upp á orgelloft og fluttu þrjú aukalög þaðan við góðan orgelleik Björns Steinars Sólbergs- sonar, organista Akureyrarkirkju. Lögin voru á kirkjulegum nótum. Það fyrsta söng Sigurjón, en það var Ave Maria eftir Tosti, sem hann söng af miklu næmi og innlifun. Síðan flutti Jóhann Friðgeir Agnus Dei eftir Bizet á stórfenglegan hátt, eins og fyrr var getið. Og í lokin voru áheyrendur hrærðir með jóla- stemmningu er þeir fluttu dúett við lag Adams, Ó, hljóða nótt. Sannar- lega öðruvísi endir á tónleikum með íslenskum söngperlum. Tónleikarnir voru enn ein sönnun þess hvað mikil gróska er í sönglífi okkar og tónmennt. Söngur í gullnu glasi TÓNLIST Akureyrarkirkja Tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Sigurjón Jóhannesson fluttu þekkt ís- lensk einsöngslög og dúetta miðvikudag- inn 28. nóv. kl. 20.30. SÖNGTÓNLEIKAR Jón Hlöðver Áskelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.