Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
udni@mbl.is
ÍSFÉLAG Vestmannaeyja hf.fagnaði 100 ára afmæli í gær.Félagið var stofnað 1. desem-ber 1901 og er elsta starfandihlutafélag landsins.
Það er ekki að sjá ellimerki á félag-
inu né teikn um uppgjöf þótt þung
áföll hafi á því dunið á síðasta ári. Sig-
urður Einarsson, fyrrverandi for-
stjóri og aðaleigandi, lést langt um
aldur fram hinn 4. október 2000. Þá
hafði Sigurður verið forstjóri Ís-
félagsins, og helsta driffjöður, frá
sameiningu þess við Hraðfrystistöð
Vestmannaeyja hf. 1992. Áður hafði
hann stýrt Hraðfrystistöðinni frá
1975. Annað áfall dundi á Ísfélaginu
hinn 9. desember sl. þegar frystihús
félagsins við Friðarhöfn brann.
Ægir Páll Friðbertsson viðskipta-
fræðingur tók við sem framkvæmda-
stjóri Ísfélags Vestmannaeyja 1. jan-
úar sl. Hann er frá Súðavík og hafði
áður starfað m.a. hjá Íslandsbanka
1992–2000, sem viðskiptastjóri sjáv-
arútvegsfyrirtækja í fyrirtækjaþjón-
ustu. Ægir er kvæntur Huldu Péturs-
dóttur og eiga þau fjögur börn.
Skin og skúrir
Ísfélag Vestmannaeyja hf. er ekki
aðeins elsta starfandi hlutafélag
landsins og elsta fyrirtækið í sjávar-
útvegi heldur hefur það verið braut-
ryðjandi á sínu sviði. Það reisti fyrsta
vélknúna frystihús landsins árið 1908.
Ísfélagið var í upphafi stofnað til að
byggja kæligeymslu fyrir beitu og að
útvega beitusíld. Kælitæknin byggð-
ist á að safna ís af tjörnum og snjó í
þar til gert frosthús. Stofnendur fé-
lagsins voru um fimmtíu talsins en þá
bjuggu um fimm hundruð manns í
Vestmannaeyjum. Fljótlega eftir
stofnun Ísfélagsins gekk vélbátaöld í
garð og aldahvörf urðu í útvegi.
Rekstur félagsins gekk oft
skrykkjótt. Vanhöld með greiðslur á
beitusíld, skuldir hlóðust upp og svo
virðist sem helsti forystumaður fé-
lagsins í upphafi, Gísli J. Johnsen,
hafi fjármagnað daglegan rekstur
með lánum úr eigin vasa. Félagið
styrktist í gangi og byggði frystihús.
Síðan var farið að frysta afla, auk
beitu. Þróunin var ör, meira byggt,
frystigetan efld og færðar út kvíar.
Eftir miðja tuttugustu öldina háði
hráefnisskortur rekstrinum. Eyja-
bátar voru flestir tengdir fiskverkun-
um og frystihúsum, en Ísfélagið átti
enga báta. Í árslok 1956 urðu mikil
umskipti þegar útgerðarmenn tíu
báta gengu til liðs við félagið.
Eldgosið í Heimaey 23. janúar 1973
ógnaði tilveru Ísfélagsins, eins og
annarra í Vestmannaeyjum. Félagið
flutti rekstur sinn til Þorlákshafnar
og Reykjavíkur um tíma. Þegar gos-
inu linnti var aftur horfið til Eyja og
fyrirtækið endurreist.
Örar breytingar í íslenskum sjáv-
arútvegi síðastliðna tvo áratugi hafa
sett sitt mark á Ísfélagið. Fyrirtækið
fór í útgerð, gjarnan í samvinnu við
aðra. Snemma á tíunda áratugnum
sameinaðist Ísfélagið Hraðfrystistöð
Vestmannaeyja og útgerðarfélaginu
Berg-Hugin. Það síðarnefnda gekk
þó fljótlega úr hinu sameinaða félagi.
Nokkru síðar sameinuðust Ísfélagið
og Krossanes í Eyjafirði.
Tvær fiskimjölsverksmiðjur
Þegar Ísfélagið fagnar hundrað ára
afmæli er þar allt á fullri ferð, upp-
bygging og enginn bilbugur.
Nú er að ljúka uppsetningu soð-
kjarnatækja í fiskimjölsverksmiðju
fyrirtækisins í Vestmannaeyjum,
FES (Fiskimjölsverksmiðju Einars
Sigurðssonar). Verksmiðjan var end-
urbyggð 1998, að segja má frá grunni.
Hún stendur við Nausthamars-
bryggju og geta skip lagst að því sem
næst við verksmiðjuvegginn.
Þar er síld flokkuð eftir því hvort
hún á að fara til manneldis eða í
bræðslu. Síld til manneldis er einnig
stærðarflokkuð. Í löndunarhúsinu er
búnaður til að skilja frá loðnuhrogn.
Mjölverksmiðjan getur framleitt
hágæðamjöl. Nýju soðkjarnatækin
auka vinnslugetu verksmiðjunnar svo
hún anni 950–1.000 tonnum af hráefni
á sólarhring. Reiknað er með að tæk-
in verði komin í gagnið um miðjan
desember. Soðkjarnatækin eru raf-
knúin og munu draga úr svartolíu-
notkun verksmiðjunnar. Gerður hef-
ur verið samningur um kaup á
afgangsorku frá Landsvirkjun sem
m.a. mun knýja nýju tækin. Í FES
eru um tuttugu stöðugildi.
Fiskimjölsverksmiðja Ísfélagsins í
Krossanesi við Eyjafjörð getur unnið
um 900 tonn af hráefni á sólarhring.
Þar eru fimmtán stöðugildi.
Gerir út sex skip
Ísfélagið gerir út sex fiskiskip. Ant-
ares, Harpa, Sigurður og Guðmundur
veiða uppsjávarfisk. Ægir Páll segir
að Ísfélagið sé nokkuð vel stætt hvað
varðar kvóta á síld og loðnu. Það ræð-
ur yfir 10,5% loðnukvótans og rúm-
lega sex síldarkvótum. Hver síldar-
kvóti telst vera 1,109% heildarúthlut-
unar síldveiðiheimilda hverju sinni.
Togskipin Heimaey og Bergey
stunda bolfiskveiðar. Að sögn Ægis
eru bolfiskveiðiheimildir félagsins um
3.300 þorskígildistonn.
Ný vinnslulína fyrir uppsjávarfisk
Að sögn Ægis Páls er tjón vegna
brunans í fyrra metið á um milljarð
króna þegar tekið er tillit til eigna-
tjóns og rekstrarstöðvunar. Þrátt fyr-
ir gríðarlegar eignaskemmdir var
strax hafist handa við endurreisn
rekstrarins. Réttum mánuði eftir
brunann hófst vinnsla á ný, sem var
mun fyrr en nokkur þorði að vona
þegar staðið var yfir brunarústunum.
„Það var farið af stað mjög fljótt,“
segir Ægir Páll. „Við fórum að frysta
síld í janúar og síðan loðnu og loðnu-
hrogn í febrúar og mars. Vinnslan
stöðvaðist því ekki lengi, en við unn-
um þetta með mun fleira fólki en ella
og við erfiðari aðstæður. Samt tókst
að frysta töluvert af loðnu og loðnu-
hrognum. Starfsfólk félagsins stóð
sig frábærlega í að koma þessu af
stað.“
Uppbygging nýrrar vinnslulínu í
frystihúsi ÍV við Strandveg hefur
staðið frá í maí og var hún tekin í
notkun um miðjan nóvember sl.
Skaginn á Akranesi smíðaði vinnslu-
línuna sem pakkar og frystir heila síld
og síldarflök, loðnu og loðnuhrogn.
Ísfélag Vestmannaeyja hf. 100 ára
Öldungur án ellimerkja
Elsta starfandi hlutafélag
landsins, Ísfélag Vest-
mannaeyja, fagnaði 100 ára
afmæli í gær. Guðni Ein-
arsson heimsótti Ísfélagið.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Síld til manneldis er stærðarflokkuð í löndunarhúsinu.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja hf.
BERGUR varð hluthafi í Ís-félaginu þegar útgerð-armenn tíu báta gengu til
liðs við félagið í lok árs 1956.
Flestir bátar, sem gerðir voru út
frá Vestmannaeyjum á þessum
tíma, tengdust fiskvinnslu-
stöðvum. Ísfélagið átti hins vegar
ekki báta. Félagið hafði fjárfest í
húsnæði og tækjum, en skorti
hráefni. Afkoman var því erfið.
Nýju hluthafarnir komu inn með
hlutafé, 150 þúsund kr. á bát, sem
skaut styrkum stoðum undir
reksturinn. Eins voru nokkrir út-
gerðarmannanna í ábyrgðum sem
breytt var í hlutafé.
Bergur átti aðild að útgerð Kap
VE þar sem Magnús Bergsson
var í forsvari. Magnús gerði einn-
ig út Berg VE og var kjörinn for-
maður nýrrar stjórnar. Aðrir út-
gerðarmenn sem komu inn voru
Tómas M. Guðjónsson með Sjö-
stjörnuna VE og Lagarfoss VE,
Björn Guðmundsson með Sídon
VE og Björgu VE, Emil And-
ersen með Júlíu VE og síðar einn-
ig Danska Pétur VE, Rafn Krist-
jánsson með Gjafar VE, Einar
Sigurjónsson með Sigurfara VE
og Jóhann Pálsson með Hannes
lóðs VE. Þegar Magnús Bergsson
lést settist Bergur í varastjórn og
þegar hann hætti tók Ágúst son-
ur hans við í varastjórn.
„Þetta var erfiður
rekstur þegar tekið
var við því og þessir
bátar komu inn, en
það urðu mikil um-
skipti. Þá kom afli
strax í húsið. Það var
allt gert til að þetta
yrði sem best,“ segir
Bergur. Nýja stjórnin réði Einar
Sigurjónsson sem forstjóra og
gegndi hann starfinu til 1987.
Auk Eyjabátanna lögðu margir
Austfjarðabátar upp hjá Ísfélag-
inu á vertíðinni. „Eitt árið áttum
við 1.300 tonn af saltfiski. Nýja
saltfiskhúsið var fullt út úr dyr-
um. Nú ofbýður mönnum ef þeir
sjá nokkra titti,“ segir Bergur
sem var lengi starfsmaður Ís-
félagsins. Hann vann aðallega í
saltfiskinum og var einnig salt-
fiskmatsmaður.
„Ég hætti daglegum störfum
76 ára, fyrir 12 árum. Síðan hef
ég ekki gert annað en að sofa og
éta.“
– Og mæta á aðalfundi?
„Já, ég mæti á aðalfundi,“ segir
Bergur og hlær. En tekur hann
þar til máls?
„Nei, ég vil heldur hugsa meira
og segja minna. Annars eru aðal-
fundirnir orðnir allt öðru vísi en
þeir voru. Það var alltaf svolítið
fjör á eftir. Nú er þetta bara búið
í einum hvelli. Svoleiðis á það líka
að vera.“
Bergur segist vera þakklátur
þegar hann lítur um öxl, ekki síst
fyrir samstarfsmennina. „Þetta
voru sómamenn frá toppi til táar.
Þeir eru góðir sem eru þarna nú
og þeir voru líka góðir sem eru
farnir.“
Morgunblaðið/Sigurgeir
Bergur Elías Guðjónsson
Sómamenn frá
toppi til táar
Bergur Elías Guðjónsson er á 89.
aldursári og elstur núlifandi hlut-
hafa í Ísfélagi Vestmannaeyja.
Hann er áhugasamur um rekstur
félagsins og mætir enn á aðalfundi.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi 16. nóvember sl. F.v. Eyjólfur Martinsson
varamaður, Guðbjörg Matthíasdóttir ritari, Ágúst Bergsson varamaður,
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson stjórnarformaður, Þórarinn S. Sigurðsson
varaformaður.
Sjá næstu síðu