Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sun. kl. 2. Ísl. tal. Vit 271 Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Ísl. tal. Vit nr. 292 Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Vit nr. 296 Það eina sem er hættulegra en að fara yfir strikið er lögreglan sem mun gera það HVER ER CORKY ROMANO? Sun. kl. 2. Vit 245  Kvikmyndir.is  DV  Strik.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Vit nr.310 Sýnd kl. 11, 1, 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 307 Mán kl. 4, 6, 8 og 10. Fyrsta ævintýrið um töfradrenginn Harry Potter er nú loks komið til Íslands eftir að hafa slegið öll met sem hægt er að slá allstaðar þar sem hún hefur verið sýnd. Harry Potter er leyfð öllum aldurshópum. Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr. 297 Geðveik grínmyn d! 1/2 Kvikmyndir.com Allur heimurinn mun þekkja nafn hans 1/2 Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 Málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar fyrir bíógesti í innri forsal Sýnd kl. 10. B.i.14. Mán kl. 8. SV Mbl  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.15 og 10. B. i. 16. Sýnd kl. 8. Mán kl. 4. 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 16.Sýnd kl. 12 á hádeigi, 3, 6 og 9. Mán kl. 3, 6 og 9. MÁLARINN og sálmurinn hans um litinn. Kvikmynd eftir Erlend Sveinsson  Ó.H.T Rás2  SV Mbl Kvikmyndir.com Sunnudag kl. 3. ÞÞ Strik.is ÓHT Rás 2  HL Mbl  SG DV Sýnd kl. 4, 6 og 8. Mán 6 og 8. Sýnd kl. 1, 3, 5.45, 8 og 10.15. Mán kl. 2, 5.45, 8 og 10.15. Edduverðlaun6 Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson  HJ Mbl  ÓHT RÚV Mánudag kl. 10.30. Fyrsta ævintýrið um töfradrenginn Harry Potter er nú loks komið til Íslands eftir að hafa slegið öll met sem hægt er að slá allstaðar þar sem hún hefur verið sýnd. Harry Potter er leyfð öllum aldurshópum. Allur heimurinn mun þekkja nafn hans Ó.H.T Rás2 MERKIMIÐINN síðrokkvar fyrst notaður umtónlist bresku rokk-sveitarinnar Bark Psychosis þegar fjallað var um fyrstu breiðskífu hennar sem heitir Hex. Meðal þess sem vakti athygli gagnrýnandans sem fann upp þenn- an þægilega merkimiða var að á plötunni var sitthvað á seyði sem hann ekki hafði heyrt á rokkplötu áður, mikið um tilraunamennsku í hljóðum og hljómum, og stór hluti hennar án söngs. Nú er það ekkert nýtt að menn sleppi söngnum í rokki og poppi, og Bark Psychosis var ekki fyrsta hljómsveitin sem átti skilið að kallast síðrokksveit, vestur í Bandaríkjunum var sitthvað á seyði. Á árum áður voru menn líka að leika sér söngvaralausir í rokki og poppi, nægir að minna á fyrirbæri eins og Shadows og rokkdjass- tilraunir Miles Davis og fleiri, auk- inheldur sem þeir leiðu þungarokk- arar í Led Zeppelin áttu það til að missa sig í spunaflækjum og steypu- frösum, en óvenjulegt að menn séu að vinna eins markvisst í sönglausri tónlist og nú um stundir. Það er og óvanalegt að í stað þess að söngv- aralausu lögin séu til þess ætluð að menn geti montað sig af því hvað þeir séu góðir hljóðfæraleikarar eru menn farnir að láta hljóðfærin syngja, ef orða má það sem svo, í stað þess að spila bara skala og tæknitrillur. Efnilegir Bretar Hér á landi eru starfandi nokkrar söngvaralausar sveitir nú um stund- ir og sumar framúrskarandi, þar á meðal Náttfari og Kuai. Ytra er líka mikil gróska, hvort sem það er í djassframúrstefnurokkspuna eins og hjá Tortoise-klíkunni í Chicago eða líkt og tíðkast hjá þunglyndum Skotum á við Mogwai-félaga. Með efnilegustu slíkum hljómsveitum hjá Bretum er aftur á móti hljóm- sveitin Billy Mahonie, sem hefur ekki hlotið þá umfjöllun sem vert væri. Byrjaði sem venjuleg rokksveit Billy Mahonie á sér rætur í sam- nefndri hljómsveit sem stofnuð var 1994 og var í flestu venjuleg rokk- sveit með söngvara og tilheyrandi, en að því er kemur fram í viðtali við bassaleikara sveitarinnar og finna má á vefsetri Hljómalindar, hljom- alind.is, er nafnið fengið úr mynd- inni Flatliners. Í þeirri gerð Billy Mahonie voru þeir Gavin Baker gít- arleikari og Howard Monk trommu- leikari með bassaleikara sem heitir Crawford Blair og var síðar í bassa- leikaratríóinu Rothko, og ýmsir söngvarar. Eftir að hafa baslað um hríð gafst Monk upp á öllu saman og réð sig í poppsveit til að hafa í sig og á og Gavin fylgdi fordæmi hans. Þegar fundum þeirra bar síðan sam- an nokkru síðar komust þeir að því að báðir voru heillaðir af tilrauna- kenndu rokki sem barst vestan frá Chicago, Tortoise-rokki. Best af öllu þótti þeim að ekki var verið að basl- ast með söngvara og þeir ákváðu því að gera aðra tilraun með hljómsveit, að þessu sinni söngvaralausa. Fyrstu skrefin Eftir æfingar þeirra tveggja um hríð gerði Monk félaga sínum þann greiða að bóka sveitina á tónleika haustið 1997 og því þurftu þeir fé- lagar að bregðast hart við, finna fleiri meðlimi og æfa af kappi. Þeir ákváðu að hafa bassaleikarana tvo og fengu inn Kevin Penney og Hywell Dinsdale, en Dinsdale leikur einnig á gítar þegar mikið liggur við. 1998 komu út fyrstu plöturnar með Bille Mahonie, tvær 7". Fyrsta breiðskífan, The Big Dig, kom svo út 1999 á vegum Too Pure. Henni var afskaplega vel tekið og í kjölfar- ið komu stök lög og stuttskífur á milli þess sem sveitin hélt tónleika víða um Evrópu. Eitthvað slettist upp á vinskapinn við Too Pure og Billy Mahonie færði sig um set til Southern-útgáfunnar, sem hefur verið mjög virk í útgáfu á for- vitnilegu rokki undanfarið. Á tónleikaferðum sínum höfðu fé- lagarnir samið bunka af lögum og í byrjun þessa árs hófust þeir handa við upptökur á breiðskífunni What Becomes Before, en eins og til að skreyta tónlistina lítillega fengu þeir trompetleikarann Ian Watson til liðs við sig í nokkrum lögum. Vinnu við plötuna lauk í apríl, en Southern gaf sér góðan tíma til að undirbúa útgáfuna og platan kom því ekki út fyrr en í haust. Upp frá því hefur sveitin verið á tónleika- ferðalagi meira og minna og stefnir meðal annars á að ferðast um Bandaríkin á næsta ári með Les Savvy Fav og Dianogah, en einnig eru menn að velta því fyrir sér að líta inn á Íslandi fyrir eða eftir þá ferð og halda tónleika. Víst er að fengur yrði að því, ekki bara fyrir það hve sveitin er skemmtileg á plasti, heldur er það samdóma álit þeirra sem séð hafa að hún sé einkar líf- og skemmtileg á sviði. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Hljóðfærin syngja Síðrokkið kvíslast í óteljandi áttir. Árni Matt- híasson segir frá bresku sveitinni Billy Mahonie.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.