Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
LÍKNARFÉLÖG og samtök veittu í
desember í fyrra aðstoð við einstak-
linga og fjölskyldur með kaupum á
matvælum fyrir nærri 20 milljónir
króna. Við þessa upphæð má bæta
verðmæti varnings sem líknarsam-
tökum er jafnan gefinn og nemur
nokkrum milljónum króna. Reikna
má með að nokkuð á þriðja þúsund
heimila hafi notið aðstoðar í ein-
hverri mynd.
Jónas Þ. Þórisson, framkvæmda-
stjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, seg-
ir þörfina fyrir aðstoð ekki minni í ár.
Markar hann það af mikilli aukningu
eftir aðstoð sem hann segir að orðið
hafi í október og nóvember. Undir
það taka fleiri talsmenn líknarsam-
taka. Jónas segir flesta vera lág-
tekjufólk og öryrkja, fólk sem á í
vandræðum með að framfleyta sér
og sínum. Hann segir það stefnu
Hjálparstarfsins að leggja meiri
vinnu í ráðgjöf til handa þessum hópi
þar sem mál séu oft flókin og úrlausn
þeirra krefjist oft mikillar vinnu.
Hjálparstarf kirkjunnar afgreiddi
á síðasta starfsári 1.641 umsókn og
kom liðlega helmingur þeirra í des-
ember. Fyrir jólin nú sem endranær
taka Hjálparstarfið og Reykjavíkur-
deild Rauða krossins höndum saman
við veitingu einstaklingsaðstoðar
fyrir jólin.
Á vegum Mæðrastyrksnefndar í
Reykjavík fengu um þúsund heimili
aðstoð í fyrra, flestir í desember.
Telur Ásgerður J. Flosadóttir, for-
maður nefndarinnar, að svipaður
fjöldi muni leita aðstoðar í ár. Hún
segir einstaklinga sem fjölskyldur
leita aðstoðar og fyrir utan öryrkja,
sem er langstærsti hópurinn, séu
meðal skjólstæðinga margir sem
misst hafi atvinnu sína. Keyptir voru
matarmiðar í fyrra fyrir um 5 millj-
ónir króna en nefndin nýtur einnig
umtalsverðrar aðstoðar fjölmargra
fyrirtækja sem gefa varning.
Jólapottar Hjálpræðis-
hersins settir út
Hjálpræðisherinn veitir einnig að-
stoð þeim sem minna mega sín bæði
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Er verið að setja út jólapottana um
þessar mundir. Í Reykjavík leituðu
um 200 heimili aðstoðar í fyrra og
var útlagður kostnaður vegna kaupa
á matarúttektum nálægt einni millj-
ón króna. Við þá upphæð bætist
verðmæti matargjafa fyrirtækja.
Jóna Berta Jónsdóttir, formaður
Mæðrastyrksnefndar á Akureyri,
sagði að um 200 heimili hefðu fengið
aðstoð hjá nefndinni fyrir síðustu jól.
Hún reiknaði með að þörfin yrði síst
minni nú enda hefðu margir misst
vinnuna undanfarið. Nefndin starfar
allt árið og keypti nefndin matvæli
fyrir um 700 þúsund krónur í fyrra
auk þess sem kaupmenn hefðu gefið
og sagði hún þá jafnan rausnarlega.
Fyrir utan líknarsamtökin veita
sveitarfélögin félagslega aðstoð. Í
vikunni samþykkti félagsmálaráð
Reykjavíkur að veittur yrði svo-
nefndur jólastyrkur, 14.313 krónur,
þeim sem njóta einungis lágmarks-
bóta, sem eru rúmlega 63 þúsund
krónur fyrir einstakling. Borgarráð
á eftir að afgreiða málið.
Lára Björnsdóttir, félagsmála-
stjóri í Reykjavík, segir 160 heimili
hafa fengið slíkan styrk í fyrra en í ár
verði þau 202. Hún segir um 2.600
heimili hafa fengið aðstoð í ár. Fjöld-
inn var um 7% meiri eftir fyrstu 10
mánuði ársins en á sama tíma í fyrra
og hækkun útgjalda hin sama.
Jólaaðstoð undirbúin til þeirra sem minna mega sín
Aukin þörf fyrir að-
stoð síðustu vikur
KONA um fertugt lést í hörðum
árekstri tveggja bifreiða á Reykja-
nesbraut laust eftir klukkan hálf-
fimm í fyrrinótt. Ríflega klukku-
stund tók að ná ökumanni hinnar
bifreiðarinnar, konu um fimmtugt,
út úr bílnum, sem var sjö manna
leigubifreið. Hún var flutt á Land-
spítala – háskólasjúkrahús en var
ekki talin í lífshættu. Konurnar voru
einar í bílum sínum.
Reykjanesbraut var lokuð í um
fimm klukkustundir vegna slyssins
og var umferð þess í stað beint um
Vatnsleysustrandarveg.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík
varð slysið skammt suður af Kúa-
gerði, 3–400 metrum sunnan við
gatnamót við Vatnsleysustrandar-
veg. Hinn 30. nóvember í fyrra fór-
ust þrír í bílslysi á næstum því sama
stað.
Tilkynning um slysið barst
klukkan 4.40. Tækjabílar frá
Brunavörnum Suðurnesja og
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
fóru á staðinn auk sjúkrabíla og lög-
reglu.
Tildrög slyssins eru óljós en
hálka og snjór voru á Reykjanes-
braut þegar slysið varð. Konan sem
lést var á leið í átt til Keflavíkur.
Báðir bílarnir eru gjörónýtir.
Kona lést í árekstri
ALLS hefur 422,8 milljónum króna
verið lýst í þrotabú Íslenskrar miðl-
unar hf., ÍM, en félagið var tekið til
gjaldþrotaskipta að ósk stjórnar
þess í ágúst sl. og var skiptafundur
haldinn á dögunum. Litlar eignir
fundust í búinu, að sögn Ásgeirs
Magnússonar hrl. sem skipaður var
skiptastjóri búsins.
Stærstu kröfuhafar í bú ÍM eru
Sparisjóður Hafnarfjarðar, SPH,
með tæplega 188 milljónir króna, eða
tæp 45% heildarkrafna, og Aco-
Tæknival með 79 milljónir króna,
eða tæp 19% heildarkrafna. Þetta
eru jafnframt stærstu eigendur fé-
lagsins, ásamt Kaupfélagi Árnesinga
og Ísoport, sem er í eigu Hafliða
Þórssonar.
Lýstar veðkröfur í búið námu alls
tæplega 25,1 milljón króna en þar af
námu kröfur aðalveðhafans, SPH,
15,5 milljónum króna. SPH leysti
sem hæstbjóðandi til sín fasteign ÍM
sem seld var á uppboði í október fyr-
ir 5 milljónir króna en áhvílandi veð-
skuldir SPH á eigninni námu alls
62,5 milljónum króna.
Lýstar forgangskröfur námu 31,5
milljónum og er þar um að ræða laun
og launatengd gjöld, þar af eru sam-
þykktar forgangskröfur 29,1 milljón.
Að sögn skiptastjóra er viðbúið að
Ábyrgðasjóður launa greiði launa-
kröfur starfsmanna að mestu leyti.
Almennar lýstar kröfur nema
366,3 milljónum króna. Ekki var tek-
in afstaða til almennra krafna þar
sem ekkert bendir til þess að til
greiðslu geti komið upp í þær kröfur.
Þegar til gjaldþrots ÍM kom höfðu
nær allar eignir félagsins verið seld-
ar til markaðsfyrirtækisins CRM-
markaðslausna, sem er í eigu nokk-
urra stærstu hluthafa ÍM. Hagnaður
af þeirri sölu var notaður til greiðslu
launa starfsmanna og var því ekki til
ráðstöfunar við skiptin, að sögn
skiptastjóra.
Kröfur nema 423
milljónum í þrotabú
Íslenskrar miðlunar
Tæp 45%
krafna eru
frá SPH
♦ ♦ ♦
Flugeldasprengingar vöktu íbúa í
austurbæ Kópavogs og víðar í fyrri-
nótt þeim til lítillar ánægju.
Lögreglan fékk tilkynningu um
sprengingarnar laust fyrir fimm og
fann skömmu síðar kassa undan
skoteldum við Smiðjuveg 2. Íbúi í
nágrenninu taldi a.m.k. fjörutíu
sprengingar en um var að ræða svo-
kallaða skottertu. Ekki náðist í
skottið á þeim sem stóð fyrir spreng-
ingunum en hans eða þeirra er leitað.
Flugeldar um
miðja nótt
MJÖG mikil jólastemmning var í
miðbæ Reykjavíkur í gær, fjöldi
manns í bænum og verslunarmenn
við Laugaveg voru á einu máli um
að jólamánuðurinn gæti ekki byrjað
betur. Þeir höfðu á orði að veðrið
hefði leikið við vegfarendur og
gaman hefði verið að sjá heilu fjöl-
skyldurnar saman í verslunarferð
eða gönguferð í bænum. Jólatónlist
og jólaljós hefðu fallið vel að ný-
föllnum snjónum og sett skemmti-
legan svip á umhverfið og ekki
hefði skemmt fyrir að verslun hefði
verið góð. Í kirkjum landsins eru
víða hátíðarsamkomur í dag, fyrsta
sunnudag í aðventu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólastemmning
á Laugavegi