Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Loksins á bók vísur og kvæ›i eftir einn dá›asta hag yr›ing lands ins á 20. öld, Egil Jónas - son á Húsa vík, me› inn gangi og sk‡ringum. Gull Egils ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 16 12 2 11 /2 00 1 EKKI hafa tekist samningar um sölu á nýjum geisladiski Álftagerð- isbræðra í verslunum Hagkaupa og Skífunnar. Að sögn Skúla Helgason- ar, forstöðumanns tónlistarsviðs hjá Eddu – miðlun og útgáfu, er ástæð- an sú að Álftagerðisbræður hafa neitað að veita 10% afslátt af heild- söluverði eins og Skífan og Hag- kaup hafa farið fram á. Álftagerð- isbræður gefa sjálfir út geisladisk- inn en Edda sér um sölu og dreif- ingu. Skúli segir að sú hefð hafi mynd- ast að veita Hagkaupum og Fríhöfn- inni afslátt þar sem þær verslanir selja hvað mest af geisladiskum. Skífan hafi nú farið fram á að fá sama afslátt. Skúli bendir á að geisladiskar Álftagerðisbræðra hafi verið gríðarvinsælir og því hafi þeir meira bolmagn en flestir aðrir til að spyrna við slíkum kröfum. Fá ekki afslátt frekar en aðrir Ingibjörg Sigfúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Álftagerðisbræðra ehf., sagði að fulltrúi Hagkaupa hefði haft samband við sig á föstu- dagsmorgun til að ræða málið. Hann hefði sagst vera tilbúinn til að gera geisladiskinum hærra undir höfði en öðrum með einhverju móti gegn því að Hagkaup fengi 10% af- slátt af heildsöluverði. Ingibjörg segist ekki sjá ástæðu til þess að veita Hagkaupum afslátt frekar en öðrum. „Það væri þá ekki síður ástæða til að veita smærri versl- unum afslátt,“ sagði hún. Skífan dreifði geisladiski Álfta- gerðisbræðra sem kom út fyrir tveimur árum. Þá gerðu Hagkaup og Bónus einnig kröfu um afslátt en hann var ekki veittur, að sögn Ingi- bjargar. Diskurinn var því ekki til sölu í verslununum til að byrja með en var síðar tekinn í sölu, þrátt fyrir að afsláttur væri ekki gefinn. Ingi- björg segir að svo virðist sem Skífan og Hagkaup hyggist nú standa sam- an til að knýja fram afslátt. Horfa verði til þess að Álftagerð- isbræður ákveði ekki heildsöluverð en þeir þurfi engu að síður að standa skil á STEF-gjöldum sem miðast við heildsöluverðið. Diskur Álftagerðisbræðra ekki til sölu í Hagkaupum og Skífunni Krafa gerð um 10% af- slátt frá heildsöluverði VERSLUN Pennans-Eymunds- sonar í Austurstræti fékk Njarð- arskjöldinn í ár en um er að ræða hvatningarverðlaun Reykjavík- urborgar og Íslenskrar verslunar. Verðlaunin voru veitt fyrir fram- úrskarandi framsetningu og fram- boð á ferðamannavörum sem og þjónustu við ferðamenn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti Njarðar- skjöldinn við hátíðlega athöfn í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sl. fimmtudag að við- stöddu fjölmenni. Bryndís Lofts- dóttir, verslunarstjóri Pennans- Eymundssonar í Austurstræti, tók við viðurkenningunni. Fengu hvatningarverðlaun Ingibjörg S. Gísladóttir borgarstjóri afhendir Bryndísi Loftsdóttur, versl- unarstjóra Pennans-Eymundssonar í Austurstræti, Njarðarskjöldinn. TEKJUHALLI ríkissjóðs gæti orðið um þrír milljarðar króna ef ekki tekst að ljúka sölu ríkis- fyrirtækja fyrir áramót að mati Ríkisendurskoð- unar. Í skýrslu stofnunarinnar um framkvæmd fjárlaga á fyrstu níu mánuðum ársins segir að óvissa ríki um tekjur, helst vegna áætlaðs sölu- hagnaðar af eignum, sem í endurskoðaðri áætlun voru taldar verða 21,5 milljarðar króna. „Ef áform stjórnvalda um sölu Landssíma Ís- lands hf. og fjármálastofnana ná ekki fram að ganga fyrir árslok mun afkoma ríkissjóðs versna er nemur þeirri fjárhæð,“ segir í skýrslunni. Fram kemur að útlit sé fyrir allt að 27 milljarða króna hækkun lífeyrisskuldbindinga á árinu, mið- að við forsendur fjárlaga, og að lífeyrisskuldir muni hækka um 12 milljarða króna. Í fjárlögum fyrir árið 2001 var gert ráð fyrir því að afgangur á rekstri ríkissjóðs yrði tæpir 34 milljarðar króna. Miðað við frumvarp til fjárauka- laga 2001 lækkar jákvæð afkoma ríkissjóðs niður í 20,4 milljarða króna. Ríkisendurskoðun telur hins vegar að jákvæð afkoma ríkissjóðs verði um 18 milljarðar króna í árslok 2001 en ítrekar að tekjuhalli geti orðið um þrír milljaðar króna ef áætlanir um sölu Lands- síma Íslands og ríkisbanka nái ekki fram að ganga fyrir næstu áramót. Tekjuhalli á ríkissjóði ef ekki tekst að ljúka sölu ríkisfyrirtækja MIKLAR varúðarráðstafanir voru gerðar í gærmorgun þegar póst- dreifingarherbergi sendiráðs Bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík var sótthreinsað af starfsmönnum sendiráðsins og Varnarliðsins í Keflavík. Slökkvilið- ið á höfuðborgarsvæðinu var einnig á staðnum til taks. Gripið var til þessara ráðstafana af öryggisástæð- um í póstdreifingarmiðstöðvum sendiráða Bandaríkjanna um allan heim vegna miltisbrandssmits sem upp hefur komið þar í landi. Engar vísbendingar eru um að miltis- brandur hafi borist til Íslands. Tveir pokar sendir til Bandaríkjanna Að sögn Guðrúnar Sigmundsdótt- ur, smitsjúkdómalæknis á sóttvarn- arsviði Landlæknisembættisins, var póstdreifingarherbergi sendiráðs- ins lokað nýlega þegar miltis- brandsgró fundust í sendiráðum Bandaríkjanna í Vilníus í Litháen og Lima í Perú. Boð kom til allra sendiráða að miltisbrandur gæti leynst víðar þar sem pósturinn hefði farið í gegnum sömu póstmiðstöð í Bandaríkjunum. Guðrún sagði að tveir póstpokar, sem ekki var búið að opna, hefðu verið teknir og þeir sendir til Bandaríkjanna í öryggisskyni og póstdreifingarherbergið sótthreins- að. Hún taldi litlar líkur á að fleiri bréf hefðu getað borið með sér smit en aðgerðirnar engu að síður taldar nauðsynlegar. Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg Morgunblaðið/Árni Sæberg Starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík fara í sóttvarnarbúningum inn í póstdreifingarherbergi sendiráðsins við Laufásveg. Póstdreif- ingarher- bergi sótt- hreinsað VERSLUNARSTJÓRAR bóka- verslana Pennans-Eymundsson í Austurstræti og Máls og menningar við Laugaveg segja bóksölu vera fyrr á ferðinni en undanfarnar jóla- vertíðir og fara vel af stað. Sam- keppnin við stórmarkaðina sé hins vegar grimm en bókaverslanir taki þar þátt í verðstríðinu af fullri hörku. Bryndís Loftsdóttir, verslunar- stjóri Pennans-Eymundsson í Aust- urstræti, segist vera hæstánægð með bóksöluna, ekki bara þessa dagana heldur allt þetta ár. Rekur hún þá aukningu einkum til meiri útgáfu forlaganna á kiljum. „Ég gleðst stórkostlega yfir því hversu góðar bækur eru í gangi. Enn og aftur stefnir í algjört met- söluár á bókum. Við eigum stóran og frábæran flota af snjöllum penn- um,“ sagði Bryndís á föstudag. Henni finnst leitt hvernig stórmark- aðirnir séu farnir að mistúlka orðið „jólabækur“ með auglýsingum á allt að 70% afslætti. Bryndís segist enn ekki hafa orðið vör við að ný bók sé seld á jafn miklum afslætti. Penn- inn-Eymundsson sé hins vegar með allt að 80% afslátt á eldri bókum all- an ársins hring og slík kjör hafi stærri bókaverslanir ætíð boðið upp á. „Við viljum brýna fyrir bókaunn- endum að skoða auglýsingar vel áð- ur en þeir fara af stað að versla og hafa bara Bókatíðindin með sér. Benda má neytendum á að fyrstu vikurnar eru tilboðin mest og bóka- verð lægst en þegar nær dregur jól- um hefur verðið hækkað. Við tökum að fullu þátt í verðstríðinu og mun- um fylgja stórmörkuðunum eftir, þó ekki Bónus. Það er ekki hægt að keppa við Bónus, þeir borga með og það er ólöglegt,“ segir Bryndís. Gróska í útgáfunni Anna Einarsdóttir, verslunar- stjóri bókarbúðar Máls og menning- ar við Laugaveg, tekur undir með Bryndísi og segir bóksölu hafa farið snemma af stað fyrir þessi jól og gangi bara mjög vel. Mikil gróska sé í útgáfunni og gaman að starfa í bókaverslun við þær aðstæður. Margar eigulegar bækur séu í boði að þessu sinni. Verðstríðið við stór- markaðina fer hins vegar ekki vel í Önnu og hefur aldrei gert. „Mér fannst gott þegar bækur voru á sama verði og hægt var að ganga að þeim vísum alls staðar, án tillits til þess hvort þær voru dýrari hér eða ódýrari þar. Einnig var hægt að skipta bókum á sama verði alls staðar. Við getum samt ekki annað en reynt að taka þátt í sam- keppninni sem nú er,“ segir Anna. Mál og menning og Penninn-Eymundsson Bóksala fer vel af stað en sam- keppnin grimm Morgunblaðið/Golli STARFSMENN Snæfellsbæj- ar unnu hörðum höndum við að koma Ólafsvík í jólabúning í vik- unni. Hver einasti ljósastaur bæjarins er vafin ljósaslöngum í öllum regnbogans litum. Þegar fréttaritara bar að var Pétur Bogason, verkstjóri hjá Snæ- fellsbæ, að koma ljósaseríunni fyrir í jólatré við Pakkhúsið í hjarta bæjarins. Kveikt verður formlega á trénu í dag, fyrsta sunnudag í aðventu og verður þá væntanlega mikið um dýrðir. Jólatréð skreytt Ólafsvík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Elín Una Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.