Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Loksins á bók
vísur og kvæ›i
eftir einn dá›asta
hag yr›ing lands ins
á 20. öld, Egil Jónas -
son á Húsa vík, me›
inn gangi og
sk‡ringum.
Gull Egils
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
E
D
D
16
12
2
11
/2
00
1
EKKI hafa tekist samningar um
sölu á nýjum geisladiski Álftagerð-
isbræðra í verslunum Hagkaupa og
Skífunnar. Að sögn Skúla Helgason-
ar, forstöðumanns tónlistarsviðs hjá
Eddu – miðlun og útgáfu, er ástæð-
an sú að Álftagerðisbræður hafa
neitað að veita 10% afslátt af heild-
söluverði eins og Skífan og Hag-
kaup hafa farið fram á. Álftagerð-
isbræður gefa sjálfir út geisladisk-
inn en Edda sér um sölu og dreif-
ingu.
Skúli segir að sú hefð hafi mynd-
ast að veita Hagkaupum og Fríhöfn-
inni afslátt þar sem þær verslanir
selja hvað mest af geisladiskum.
Skífan hafi nú farið fram á að fá
sama afslátt. Skúli bendir á að
geisladiskar Álftagerðisbræðra hafi
verið gríðarvinsælir og því hafi þeir
meira bolmagn en flestir aðrir til að
spyrna við slíkum kröfum.
Fá ekki afslátt frekar en aðrir
Ingibjörg Sigfúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Álftagerðisbræðra
ehf., sagði að fulltrúi Hagkaupa
hefði haft samband við sig á föstu-
dagsmorgun til að ræða málið.
Hann hefði sagst vera tilbúinn til að
gera geisladiskinum hærra undir
höfði en öðrum með einhverju móti
gegn því að Hagkaup fengi 10% af-
slátt af heildsöluverði. Ingibjörg
segist ekki sjá ástæðu til þess að
veita Hagkaupum afslátt frekar en
öðrum. „Það væri þá ekki síður
ástæða til að veita smærri versl-
unum afslátt,“ sagði hún.
Skífan dreifði geisladiski Álfta-
gerðisbræðra sem kom út fyrir
tveimur árum. Þá gerðu Hagkaup
og Bónus einnig kröfu um afslátt en
hann var ekki veittur, að sögn Ingi-
bjargar. Diskurinn var því ekki til
sölu í verslununum til að byrja með
en var síðar tekinn í sölu, þrátt fyrir
að afsláttur væri ekki gefinn. Ingi-
björg segir að svo virðist sem Skífan
og Hagkaup hyggist nú standa sam-
an til að knýja fram afslátt.
Horfa verði til þess að Álftagerð-
isbræður ákveði ekki heildsöluverð
en þeir þurfi engu að síður að
standa skil á STEF-gjöldum sem
miðast við heildsöluverðið.
Diskur Álftagerðisbræðra ekki til sölu í Hagkaupum og Skífunni
Krafa gerð um 10% af-
slátt frá heildsöluverði
VERSLUN Pennans-Eymunds-
sonar í Austurstræti fékk Njarð-
arskjöldinn í ár en um er að ræða
hvatningarverðlaun Reykjavík-
urborgar og Íslenskrar verslunar.
Verðlaunin voru veitt fyrir fram-
úrskarandi framsetningu og fram-
boð á ferðamannavörum sem og
þjónustu við ferðamenn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri afhenti Njarðar-
skjöldinn við hátíðlega athöfn í
borgarstjórnarsal Ráðhúss
Reykjavíkur sl. fimmtudag að við-
stöddu fjölmenni. Bryndís Lofts-
dóttir, verslunarstjóri Pennans-
Eymundssonar í Austurstræti, tók
við viðurkenningunni.
Fengu hvatningarverðlaun
Ingibjörg S. Gísladóttir borgarstjóri afhendir Bryndísi Loftsdóttur, versl-
unarstjóra Pennans-Eymundssonar í Austurstræti, Njarðarskjöldinn.
TEKJUHALLI ríkissjóðs gæti orðið um þrír
milljarðar króna ef ekki tekst að ljúka sölu ríkis-
fyrirtækja fyrir áramót að mati Ríkisendurskoð-
unar. Í skýrslu stofnunarinnar um framkvæmd
fjárlaga á fyrstu níu mánuðum ársins segir að
óvissa ríki um tekjur, helst vegna áætlaðs sölu-
hagnaðar af eignum, sem í endurskoðaðri áætlun
voru taldar verða 21,5 milljarðar króna.
„Ef áform stjórnvalda um sölu Landssíma Ís-
lands hf. og fjármálastofnana ná ekki fram að
ganga fyrir árslok mun afkoma ríkissjóðs versna
er nemur þeirri fjárhæð,“ segir í skýrslunni.
Fram kemur að útlit sé fyrir allt að 27 milljarða
króna hækkun lífeyrisskuldbindinga á árinu, mið-
að við forsendur fjárlaga, og að lífeyrisskuldir
muni hækka um 12 milljarða króna.
Í fjárlögum fyrir árið 2001 var gert ráð fyrir því
að afgangur á rekstri ríkissjóðs yrði tæpir 34
milljarðar króna. Miðað við frumvarp til fjárauka-
laga 2001 lækkar jákvæð afkoma ríkissjóðs niður í
20,4 milljarða króna.
Ríkisendurskoðun telur hins vegar að jákvæð
afkoma ríkissjóðs verði um 18 milljarðar króna í
árslok 2001 en ítrekar að tekjuhalli geti orðið um
þrír milljaðar króna ef áætlanir um sölu Lands-
síma Íslands og ríkisbanka nái ekki fram að ganga
fyrir næstu áramót.
Tekjuhalli á ríkissjóði ef ekki
tekst að ljúka sölu ríkisfyrirtækja
MIKLAR varúðarráðstafanir voru
gerðar í gærmorgun þegar póst-
dreifingarherbergi sendiráðs
Bandaríkjanna við Laufásveg í
Reykjavík var sótthreinsað af
starfsmönnum sendiráðsins og
Varnarliðsins í Keflavík. Slökkvilið-
ið á höfuðborgarsvæðinu var einnig
á staðnum til taks. Gripið var til
þessara ráðstafana af öryggisástæð-
um í póstdreifingarmiðstöðvum
sendiráða Bandaríkjanna um allan
heim vegna miltisbrandssmits sem
upp hefur komið þar í landi. Engar
vísbendingar eru um að miltis-
brandur hafi borist til Íslands.
Tveir pokar sendir
til Bandaríkjanna
Að sögn Guðrúnar Sigmundsdótt-
ur, smitsjúkdómalæknis á sóttvarn-
arsviði Landlæknisembættisins, var
póstdreifingarherbergi sendiráðs-
ins lokað nýlega þegar miltis-
brandsgró fundust í sendiráðum
Bandaríkjanna í Vilníus í Litháen
og Lima í Perú. Boð kom til allra
sendiráða að miltisbrandur gæti
leynst víðar þar sem pósturinn hefði
farið í gegnum sömu póstmiðstöð í
Bandaríkjunum.
Guðrún sagði að tveir póstpokar,
sem ekki var búið að opna, hefðu
verið teknir og þeir sendir til
Bandaríkjanna í öryggisskyni og
póstdreifingarherbergið sótthreins-
að. Hún taldi litlar líkur á að fleiri
bréf hefðu getað borið með sér smit
en aðgerðirnar engu að síður taldar
nauðsynlegar.
Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík fara í sóttvarnarbúningum inn í
póstdreifingarherbergi sendiráðsins við Laufásveg.
Póstdreif-
ingarher-
bergi sótt-
hreinsað
VERSLUNARSTJÓRAR bóka-
verslana Pennans-Eymundsson í
Austurstræti og Máls og menningar
við Laugaveg segja bóksölu vera
fyrr á ferðinni en undanfarnar jóla-
vertíðir og fara vel af stað. Sam-
keppnin við stórmarkaðina sé hins
vegar grimm en bókaverslanir taki
þar þátt í verðstríðinu af fullri
hörku.
Bryndís Loftsdóttir, verslunar-
stjóri Pennans-Eymundsson í Aust-
urstræti, segist vera hæstánægð
með bóksöluna, ekki bara þessa
dagana heldur allt þetta ár. Rekur
hún þá aukningu einkum til meiri
útgáfu forlaganna á kiljum.
„Ég gleðst stórkostlega yfir því
hversu góðar bækur eru í gangi.
Enn og aftur stefnir í algjört met-
söluár á bókum. Við eigum stóran
og frábæran flota af snjöllum penn-
um,“ sagði Bryndís á föstudag.
Henni finnst leitt hvernig stórmark-
aðirnir séu farnir að mistúlka orðið
„jólabækur“ með auglýsingum á allt
að 70% afslætti. Bryndís segist enn
ekki hafa orðið vör við að ný bók sé
seld á jafn miklum afslætti. Penn-
inn-Eymundsson sé hins vegar með
allt að 80% afslátt á eldri bókum all-
an ársins hring og slík kjör hafi
stærri bókaverslanir ætíð boðið upp
á.
„Við viljum brýna fyrir bókaunn-
endum að skoða auglýsingar vel áð-
ur en þeir fara af stað að versla og
hafa bara Bókatíðindin með sér.
Benda má neytendum á að fyrstu
vikurnar eru tilboðin mest og bóka-
verð lægst en þegar nær dregur jól-
um hefur verðið hækkað. Við tökum
að fullu þátt í verðstríðinu og mun-
um fylgja stórmörkuðunum eftir, þó
ekki Bónus. Það er ekki hægt að
keppa við Bónus, þeir borga með og
það er ólöglegt,“ segir Bryndís.
Gróska í útgáfunni
Anna Einarsdóttir, verslunar-
stjóri bókarbúðar Máls og menning-
ar við Laugaveg, tekur undir með
Bryndísi og segir bóksölu hafa farið
snemma af stað fyrir þessi jól og
gangi bara mjög vel. Mikil gróska
sé í útgáfunni og gaman að starfa í
bókaverslun við þær aðstæður.
Margar eigulegar bækur séu í boði
að þessu sinni. Verðstríðið við stór-
markaðina fer hins vegar ekki vel í
Önnu og hefur aldrei gert.
„Mér fannst gott þegar bækur
voru á sama verði og hægt var að
ganga að þeim vísum alls staðar, án
tillits til þess hvort þær voru dýrari
hér eða ódýrari þar. Einnig var
hægt að skipta bókum á sama verði
alls staðar. Við getum samt ekki
annað en reynt að taka þátt í sam-
keppninni sem nú er,“ segir Anna.
Mál og menning og Penninn-Eymundsson
Bóksala fer vel
af stað en sam-
keppnin grimm
Morgunblaðið/Golli
STARFSMENN Snæfellsbæj-
ar unnu hörðum höndum við að
koma Ólafsvík í jólabúning í vik-
unni. Hver einasti ljósastaur
bæjarins er vafin ljósaslöngum í
öllum regnbogans litum. Þegar
fréttaritara bar að var Pétur
Bogason, verkstjóri hjá Snæ-
fellsbæ, að koma ljósaseríunni
fyrir í jólatré við Pakkhúsið í
hjarta bæjarins. Kveikt verður
formlega á trénu í dag, fyrsta
sunnudag í aðventu og verður
þá væntanlega mikið um dýrðir.
Jólatréð
skreytt
Ólafsvík. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Elín Una Jónsdóttir