Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 11
„Ég hef unnið með þeim hérna í fimm ár, og við erum eins og systk- in,“ sagði Akbari. „Ég var moujah- eed (heilagur hermaður) í stríðinu gegn Sovétmönnum,“ sagði hann. „Og þessar stúlkur eru líka moujah- eed. Maður er skapaður sjálfstæður og verður að vera sjálfstæður … All- ir eiga rétt á að vinna og afla sér menntunar.“ Þetta viðhorf er algengara á meðal miðaldra og eldri karlmanna heldur en meðal yngri manna, að því er nokkrar konur sögðu. Sömu sögu var að segja á Útvarpi Afganistan, þar sem Ashrafi vinnur. Þegar talibanar skipuðu konum að hætta í opinberum störfum hafði Ashrafi unnið á útvarpinu í tíu mán- uði. Allt í einu varð hún að halda sig heima. „Ég var algerlega einangruð, nema ég umgekkst fjölskylduna,“ sagði hún. Nothæfur sími er fágæti, jafnvel á miðstéttarheimili eins og hjá Ashrafi. Og það var næstum úti- lokað að hitta vini eða kunningja, jafnvel á förnum vegi „vegna þess að við þekktum ekki hver aðra undir búrkunum.“ Svo fór, að eldri menn hjálpuðu Ashrafi að sleppa úr fangelsinu stöku sinnum. Útvarp Afganistan þurfti á að halda einhverjum sem gæti skrifað ritgerðir á pastúnísku, einu helsta tungumálinu í landinu. Fyrrverandi yfirmaður Ashrafis hafði samband við hana í gegnum föður hennar, Abdul Qudus Ashrafi, sem hafði verið skrifstofumaður í Kabúlháskóla. Ashrafi fór að skrifa ritgerðir sem voru lesnar í útvarpið undir nafni föður hennar. Hann öðl- aðist nokkra frægð út á þær, segir hún. Nú hefur bráðabirgðastjórn Norð- urbandalagsins í Kabúl fyrirskipað að konur skuli aftur snúa til þeirra starfa og náms sem talibanar bönn- uðu þeim að sinna fyrir fimm árum. Ashrafi flytur nú útvarpserindi sín sjálf og undir eigin nafni, og Tarin og Hashemi tóku upp þráðinn í lækn- isfræðinni í þarsíðustu viku. Óljóst hvað verður leyft og hvað ekki En á meðan enn er verið að reyna að ná samkomulagi á vegum Samein- uðu þjóðanna um myndun nýrrar stjórnar í landinu, er óljóst hvað verður leyft og hvað bannað er fram líða stundir. Konurnar í Kabúl reyna því að fara bil beggja, og forðast að láta á sér bera opinberlega til að lenda ekki í vandræðum síðar, skyldi frjálsræðið verða undir aftur. Baráttan fyrir réttindum kvenna í Afganistan verður ævistarf Ashrafi, segir hún sjálf. „Breytingar munu verða, en það er ekki hægt að breyta neinu snögglega,“ sagði hún. „Við verðum að vera þolinmóðar.“ Þegar konurnar þoka sér út á op- inberan vettvang þurfa þær að fara varlega um borgina, eins og hún væri óvinaland. Á markaðstorginu, þar sem marg- ir verslunarmenn og viðskiptavinir eru utan af landi, gilda reglur talib- ananna í raun og veru ennþá. „Ef maður er ekki með tjaldið yfir sér þar, ræðst fólk að manni og spyr hvers vegna maður dirfist að láta sjá framan í sig. Og maður á ekki að vera þar án fylgdar karlmanns,“ sagði Tarin. Jafnvel í verslunum í nýrri hverfum borgarinnar, þar sem fleiri Kabúlbúar eru á ferðinni, halda kon- ur sig í búrkunni enn sem komið er. Fylgjast með svipbrigðum karlmanna Konum finnst þær öruggari á minni stöðum – til dæmis á vinnu- stöðum þar sem eru vinsamlegir starfsfélagar – og í höfuðvígjum nú- tímahyggjunnar, s.s. í skólum og Út- varpi Afganistan. Á þessum stöðum taka konur búrkuna niður og í stað- inn nota þær höfuðslæðu til að hylja hár sitt. Í læknaskólanum hafa þær Tarin og Hashemi tekið af sér búrkurnar, en samt fylgjast þær með svipbrigð- um karlmanna sem þær mæta þar, í leit að merkjum um vanþóknun. Að vera á ferðinni með útlendingi virtist veita nokkra vernd, því að hefðbundnar kurteisisvenjur meina Afgönum að segja nokkuð sem gæti valdið gestum óþægindum. Þegar þær yfirgáfu skólahúsið í fylgd út- lendings settu þær Tarin og Hash- emi búrkurnar ekki upp fyrr en kom- ið var að ytra hliðinu. „Þú mætir okkur kannski á förn- um vegi, en þú myndir ekki þekkja okkur,“ sagði Hashemi. En hún full- vissaði útlendinginn um að hún myndi ekki móðgast þótt hann heils- aði henni ekki. „Við vitum að undir búrkunni erum við ósýnilegar.“ ngið utt Newsday/Moises Saman MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 11 REGLA númer 17 bannar konum að fara í almenningsbaðhús. Regla númer níu kveður á um að klippa skuli hvern þann sem lætur sjá sig með bítlahár. Regla númer sjö kveður á um allt að tíu daga fang- elsi fyrir verslunareigendur sem selja efni til flugdrekagerðar. Á yfirborðinu virðist bókin, með málsgreinum á tveim helstu tungumálunum í Afganistan, past- únísku og darísku, hlið við hlið, jafn sakleysisleg og Almanak þjóð- vinafélagsins. En á milli spjalda Opinberu lögbirtingarbókarinnar eru 142 síður af reglum um hvað má og hvað má ekki í ríki talibana. Einungis fimm þúsund eintök voru gefin út á þessu ári, þannig að flestir Afganar sáu bókina aldr- ei. En í sex ár máttu svo að segja allir afganskir borgarar, um 25 milljónir talsins, þola að innihaldi hennar væri troðið upp á þá af eft- irlitsmönnum sem sveifluðu kylf- um, keðjum og einhverju þaðan af verra. Talibanar tilheyra sömu erki- íhaldsgreininni af súnní-islam og góðgerðarmaður þeirra Osama bin Laden, og bókin sagði þeim allt um það hvernig múslimi skuli hegða sér. Þetta er ströng túlkun á frum-íslamskri trú og iðkun hennar á tímum Múhameðs spá- manns. Þessum skilningi var hafnað annars staðar í hinum íslamska heimi. Í nágrannaríkinu Íran, þar sem helgiritið Kóraninn og ísl- amskt réttarfar, eða Sharia, er við lýði, er litið á talibana sem villu- trúarmenn. Samtök íslamskra ríkja neituðu þeim og ríki þeirra, sem þeir kalla Íslamska em- írsdæmið í Afganistan, um aðild. Það blasir við hver áhrif þessi bók hafði á daglegt líf í Afganist- an. Á bak við járnhliðin að ráðu- neyti dyggða og lasta, sem nú hef- ur verið yfirgefið, eru stórir staflar af brotnum sjónvarps- tækjum, tölvum og leiktækjum – handaverk trúarlögreglu sem var staðráðin í að útrýma öllu sem gat truflað við bænahald. Í kjallaranum eru vírlengjur og gúmmíslöngur sem notaðar voru til að flengja afbrotamenn sem höfðu ekki gætt þess að skeggið á sér væri af réttri sídd. Ef kreppt- um hnefa var haldið undir hök- unni varð skeggið að ná nokkra sentimetra niður fyrir neðsta fing- urinn. Hvernig talibönum datt sú regla í hug er óljóst, sagði Mohammed Reza Dolatabadi, shítaklerkur sem á sæti á íranska þinginu og er varaformaður dómsmálanefndar þess. Þótt skeggið sé tákn um feg- urð í íslam eru alls engin boðorð um að skylt sé að hafa það eða hversu langt það skuli vera, sagði Dolatabadi. „Þeir leiddu í lög ýmislegt sem hljómar ekki eins og íslam og á sér heldur enga stoð í íslam,“ sagði Dolatabadi þegar hann las nokkr- ar málsgreinar í bókinni í Teheran sl. miðvikudag. „Það sem ég er bú- inn að lesa er afskaplega heimsku- legt og barnalegt.“ Annar íranskur þingmaður, Jal- al Jalalizadeh, súnnímúslimi sem hefur doktorspróf í íslömskum fræðum, fór hægar í sakirnar þeg- ar hann leit á bókina daginn eftir. „Þeir hafa blandað hefðum saman við íslam og sínar eigin mistúlk- anir [á trúnni], og síðan þröngvað þessu upp á afgönsku þjóðina í nafni íslams,“ sagði hann. Jalalizadeh ókyrrðist þegar hann kom að þeim síðum þar sem leikir barna eru bannaðir, t.d. flugdrekaflug og dúkkuleikir. „Það er ekkert vit í þessu,“ sagði hann. „Ef maður kannar líf [Múhameðs spámanns] þá kemur í ljós að hann átti til að leggjast á fjóra fætur og setja börn á bak sér svo þau gætu látið sem þau væru að ríða úlfalda. Hann gerði þetta til að gleðja þau. Jafnvel þegar barnabarn hans, Hussein, klifraði upp á bakið á honum þegar hann var við bænir ýtti hann drengnum ekki burt.“ Flestar reglurnar í Opinberu lögbirtingarbókinni lýsa hegðun kvenna, sem talibanar töldu vera ómerkilegri verur en karlmenn. Dolatabadi og Jalalizadeh kváðust hafa áhyggjur af því hvaða áhrif útlegging talibana á íslam myndi hafa á hugmyndir fólks, sem væri annarrar trúar, um íslamska trú. Jalalizadeh sagði: „Því hefur löngum verið haldið fram að heimskur vinur sé manni skeinu- hættari en gáfaður óvinur.“ „Heimskur vinur...“ Herat í Afganistan. Los Angeles Times. AP ’ Jafnvel þótt dyrfangelsisins standi opnar þorum við ekki enn að ganga út um þær ‘ Ónýt sjónvarpstæki sem samviskusamir starfsmenn ráðuneytis dyggða- hvatningar og lastavarna, trúarlögreglu talibanastjórnarinnar, lögðu hald á og komu fyrir kattarnef. Samkvæmt reglum talibana var bannað að horfa á sjónvarp í Afganistan. Bannað að horfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.