Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 29 Langt - fyrir lítið út í heim Val um 10 frábæra velli í nágrenni JOMTIEN PALM BEACH, vandað 4* hótel við ströndina skammt sunnan við Pattaya. SÉRKJÖR Ný, fersk golf-fararstjórn: Kylfingurinn Steindór I. Ólafsson verður til viðtals á skrifstofu okkar mánud. kl. 14-16. Janúarferðir búnar, en 2 forfallas. Laust 6. + 20. mars og einst. sæti. GOLF Í THAILANDI 2002: Heimsklúbbsins - Príma Thailandsferðir Alveg ótrúlegar nýjar PÖNTUNAR- SÍMI: 56 20 400 Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Gjafakort Heimsklúbbsins - fögur jólagjöf 4 - h j ó l a d r i f f y r i r v e t u r i n n M. Benz 1998 E320 4Matic Elegance (V6 221 hö), hlaðinn aukabúnaði: ASP Auto Pilot System spólvörn, ESP jafnvægisstilling, loftstilling í sætum, regnnemi í framrúðu, ljósnemi í innispegli, skíðapoki í gegnum aftursæti, raddstýrður gsm sími, grænn metallic, nýleg sumar- og vetrardekk, litað gler, geislaspilari, nýr hvarfakútur og pústkerfi. Reyklaus frá upphafi. Til sýnis og sölu hjá Bílabúð Benna notaðir bílar, Bíldshöfða 10 S. 587 1000. Verð kr. 3.650.000. OPIÐ Í DAG13-18 OPIÐ Í DAG13-18 Myndlistarsýning Birgis Andréssonar myndlistarmanns og Magnúsar Reynis Jónssonar ljósmynd- ara var opnuð í Skaft- felli, menningarmið- stöð á Seyðisfirði, í gær. Sýningin hefur hlotið nafnið „Fossar í firði“. Sýndar eru myndir af 18 fossum Fjarðarár í Seyðisfirði. Hver foss birtist á tveimur myndum, ann- ars vegar á ljósmynd Magnúsar Reynis og hins vegar blýants- teikningu Birgis sem er nákvæm spegil- mynd ljósmyndarinn- ar. Skaftfell gefur út bók í tengslum við sýninguna þar sem 12 myndir af sýningunni koma fyrir auk texta eftir Gunnar J. Árnason. Óður til Fjarðarár Aðspurðir um tilurð sýningarinnar verður Birgir aðallega fyrir svörum, enda Magnús á fullu að ljúka frágangi á römmum fyrir sýninguna. „Akkúrat fyrir ári vorum við Magnús í bílnum hjá Garðari Rúnari á leið hingað (til Seyðisfjarðar) á opnun hjá Jóni Ósk- ari. Ég segi þá við hann Magnús; „eig- um við ekki bara að sýna saman, Maggi minn“. Málið er það að ég hafði verið að búa til svona samlokur, hvað snýr fram og hvað aftur, hvað er spegilmynd og hvað er eftirlíking og allt það. Það hefur líka með þetta að gera sem þú heldur að þú þekkir. Þegar heimamenn keyra hérna upp brekkurnar segja þeir „hérna er Gufufoss og þessi foss“ og allt þar fram eftir götunum, svo við ákváðum að fara hinum megin.“ Hér bætir Magnús inn í spurningu: „Og hvað er foss? Hversu hátt vatnsfall er það?“ Birgir heldur áfram: „Þetta er svona náttúruspekúlasjónir, hvernig náttúr- an getur leikið sér. Þetta er óður til Fjarðarár og hvernig hún leikur sér og svo leikum við okkur með því að spegla hana. Þá koma þessi element inn í; þekkir þú þennan foss? Í ljóði eftir Tómas Guðmundsson segir að land væri lítils virði ef það héti ekki neitt. Við erum að leika okkur svolítið með það. Líka þessi endurspeglun. Var Magnús búinn að snúa þessu við þegar hann „kópíeraði“ myndirnar eða geri ég það? Magnús neitar þessu, segist hafa gætt vel að sér í þeim málum, og bætir við; „það má líka benda á að fossarnir eru mikið í skugga. Þeir eru milli hárra fjalla og oft í gljúfrum og ekki endilega í sólar- ljós lengi í einu. Þeir eru duldir gagn- vart ljósi. „Ég held,“ segir Birgir að lokum, „að við Magnús séum með þessari sýningu að búa Seyðfirðing- um möguleika á annars vegar pikkn- ikk, að labba upp með fossunum og skoða þá.“ Sýningin stendur til 13. janúar. Menningarmiðstöðin, Skaftfelli Einn fossanna á sýningunni á Seyðisfirði. Spegilmynd fossa og lestur bóka ÍSLENSKA óperan og Origo ehf., dótturfyrirtæki Tölvumynda hf., hafa undirritað samstarfssamning um hönnun og smíði á vef, sem opnaður verður á slóðinni www.- opera.is snemma á næsta ári. Á Óperuvefnum verður að finna upplýsingar um dagskrá Íslensku óperunnar, fréttir af starfsemi hennar og úr óperuheiminum al- mennt. Þar má einnig nálgast upplýsingar um íslenska söngvara og hvar þeir eru að syngja hverju sinni, auk þess sem tengingar verða yfir á alþjóðlega óperuvefi. Origo sérhæfir sig í þróun sér- hæfðra tölvukerfa með sérstaka áherslu á notkun Netsins við að samþætta tölvukerfi, einfalda vinnslu og bæta aðgengi starfs- manna og viðskiptavina að upp- lýsingum og þjónustu. Óperuvefnum verður viðhaldið í vefumsjónarkerfinu WebMaster sem er þróað af Origo. Samið um óperuvef Einar Gunnar Þórisson, fram- kvæmdastjóri Origo, og Bjarni Daníelsson óperustjóri handsala samninginn. Sérblað alla sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.