Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 31 Vertu frumleg/ur! Ég klæði þig sérsmíðuðu skarti Laugavegi 1 Leikkonan prakkaralega, Reese Witherspoon, á að baki einkar áhugaverðan feril, þar sem hún hef- ur valið kvikmyndir af kostgæfni. Þrátt fyrir að vera hin myndarleg- asta ljóska, hefur hún gætt þess vandlega að taka ekki að sér hlut- verk nema þau feli í sér sterkan per- sónuleika og kröfur um leikframmi- stöðu. Líklega nýtur hún sín hvergi betur en í hlutverki ofurmetnaðar- fullra og ákveðinna framakvenda en hún fór á kostum í slíku hlutverki í gamanmyndinni Election. Í Legally Blonde (Löggilt ljóska) fær With- erspoon að glíma á háðskan hátt við ljóskuímyndina, en aðalperóna myndarinnar, Elle, er nokkurs kon- ar rósrauð ofurljóska, þ.e. ung og myndarleg stúlka sem hefur ræki- lega innbyrt kröfur samfélagsins til kvenna um að vera sætt og fínt eig- inkonuefni. Hún er dóttir nýríkra foreldra og gengur í góðan einkahá- skóla með því augnmiði að næla sér í eiginmannsefni úr efri og ríkari stéttum samfélagsins. En þegar í ljós kemur að kærastanum þykir hún ekki nógu fín til að giftast henni, ákveður stúlkan að láta reyna á eigin hæfileika til að fleyta sér ofar í þjóð- félagsstigann. Þetta er bráðskemmtileg og vel skrifuð gamanmynd, þar sem With- erspoon fer á kostum í ýktum ljósku- heitunum. Sérstaklega fer myndin vel af stað, en fyrri hluti sögunnar er helgaður háðskri ádeilu á lagskipt- ingu samfélagsins og þær hefðir sem persónurnar eru að uppfylla. En þegar á líður snýst myndin upp í hjartnæma hetjusögu, og fækkar hinum beittu bröndurum jafnt og þétt með þeirri þróun. Maður getur vel ímyndað sér að framleiðendur og aðrir peningamenn hafi haft hönd í bagga um þá þróun myndarinnar. En þrátt fyrir Hollywood-slikjuna í lokin er hér um bráðskemmtilega og greindarlega gamanmynd að ræða. Rósrauð ofurljóska KVIKMYNDIR Regnboginn, Smárabíó, Borgarbíó Leikstjóri: Robert Luketic. Handrit: Kar- en McCullah Lutz og Kirsten Smith. Byggt á skáldsögu Amanda Brown. Aðal- hlutverk: Reese Witherspoon, Luke Wil- son, Selma Blair. Sýningartími: 95 mín. Bandaríkin. MGM, 2001. LEGALLY BLONDE (LÖGGILT LJÓSKA)  Heiða Jóhannsdóttir „ALLIR fá þá eitthvað fal- legt… nefnist sölusýning á handverki og listiðnaði sem nú stendur yfir í Handverki og hönnun, Aðalstræti 12. Sýning- in er jafnframt jólasýning og er þetta í þriðja sinn sem verkefn- ið heldur sýningu af þessu tagi. Þeir sem sýna eru: Aðalheið- ur Sveinbjörnsdóttir, Auður Inga Ingvarsdóttir, Bryndís Pernille Magnúsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Dýrfinna Torfadóttir, Fríða S. Kristins- dóttir, Georg Hollanders, Guð- rún J. Kolbeins, Halldóra Haf- steinsdóttir, Helgi Björnsson, Hólmfríður Ófeigsdóttir, Hrefna Aradóttir, Húfur sem hlæja, Ingveldur Bjarnadóttir, Kristín Cardew, Kristín K. Þor- geirsdóttir, Lára Gunnarsdótt- ir, Margrét Guðnadóttir, Mar- grét Þórarinsdóttir, Oddrún Halldóra Magnúsdóttir, Rita Freyja Bach og Páll, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Úlfar Svein- björnsson, Þórey S. Jónsdóttir og Þórhildur Þorgeirsdóttir. Sýningin er opin frá kl. 12–17 alla daga, nema mánudaga og stendur til 19. desember. Jólasýn- ing Hand- verks og hönnunar LÚÐRASVEITIN Svanur heldur tónleika í tónlistarhúsinu Ými í dag, sunnudag, kl. 15. Að þessu sinni leik- ur Svanurinn m.a. verk eftir Georges Bizet, William Schuman og Sammy Nestico. Stjórnandi Svansins er Haraldur Árni Haraldsson. Á tónleikunum verða tvö verk frumflutt á Íslandi. Það fyrra er túbukonsert í spænskum stíl eftir Kurt Gäble og mun Bjarni Guð- mundsson túbuleikari verða einleik- ari í því verki. Hið seinna er eftir hol- lenska tónskáldið Kees Vlak. Það verk, sem er í nokkrum köflum, byggist á grískri tónlistarhefð þar sem höfundurinn sækir efnivið sinn til Ódysseifskviðu eftir gríska skáld- ið Hómer. Einnig mun Svanurinn leika nokk- ur jólalög þar sem tónleikana ber upp á fyrsta sunnudag í aðventu. Nýverið opnaði sveitin nýja heimasíðu, á slóðinni www.nt.is/ svanur. Lúðraþytur í Ými FYRSTU nemendatónleikar Tón- listardeildar Listaháskóla Íslands verða fimm að þessu sinni, dagana 3.-7. desember kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir í Nemendaleikhúsinu, Sölvhólsgötu 13, Smiðjunni. Alls koma 15 nemendur fram á þessum tónleikunum og munu leika á fiðlur, selló, píanó, flautu og bás- únur, auk þess að flytja eigin tón- smíðar og kynna vinnu sína á spuna- námskeiði og námskeiði um MIDI – tækni. Dagskráin er frá ýmsum tímum, allt frá sautjándu öld til dagsins í dag. Fyrstu nemenda- tónleikar LHÍ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.