Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 31
Vertu frumleg/ur!
Ég klæði þig sérsmíðuðu skarti
Laugavegi 1
Leikkonan prakkaralega, Reese
Witherspoon, á að baki einkar
áhugaverðan feril, þar sem hún hef-
ur valið kvikmyndir af kostgæfni.
Þrátt fyrir að vera hin myndarleg-
asta ljóska, hefur hún gætt þess
vandlega að taka ekki að sér hlut-
verk nema þau feli í sér sterkan per-
sónuleika og kröfur um leikframmi-
stöðu. Líklega nýtur hún sín hvergi
betur en í hlutverki ofurmetnaðar-
fullra og ákveðinna framakvenda en
hún fór á kostum í slíku hlutverki í
gamanmyndinni Election. Í Legally
Blonde (Löggilt ljóska) fær With-
erspoon að glíma á háðskan hátt við
ljóskuímyndina, en aðalperóna
myndarinnar, Elle, er nokkurs kon-
ar rósrauð ofurljóska, þ.e. ung og
myndarleg stúlka sem hefur ræki-
lega innbyrt kröfur samfélagsins til
kvenna um að vera sætt og fínt eig-
inkonuefni. Hún er dóttir nýríkra
foreldra og gengur í góðan einkahá-
skóla með því augnmiði að næla sér í
eiginmannsefni úr efri og ríkari
stéttum samfélagsins. En þegar í
ljós kemur að kærastanum þykir
hún ekki nógu fín til að giftast henni,
ákveður stúlkan að láta reyna á eigin
hæfileika til að fleyta sér ofar í þjóð-
félagsstigann.
Þetta er bráðskemmtileg og vel
skrifuð gamanmynd, þar sem With-
erspoon fer á kostum í ýktum ljósku-
heitunum. Sérstaklega fer myndin
vel af stað, en fyrri hluti sögunnar er
helgaður háðskri ádeilu á lagskipt-
ingu samfélagsins og þær hefðir sem
persónurnar eru að uppfylla. En
þegar á líður snýst myndin upp í
hjartnæma hetjusögu, og fækkar
hinum beittu bröndurum jafnt og
þétt með þeirri þróun. Maður getur
vel ímyndað sér að framleiðendur og
aðrir peningamenn hafi haft hönd í
bagga um þá þróun myndarinnar.
En þrátt fyrir Hollywood-slikjuna í
lokin er hér um bráðskemmtilega og
greindarlega gamanmynd að ræða.
Rósrauð ofurljóska
KVIKMYNDIR
Regnboginn, Smárabíó,
Borgarbíó
Leikstjóri: Robert Luketic. Handrit: Kar-
en McCullah Lutz og Kirsten Smith.
Byggt á skáldsögu Amanda Brown. Aðal-
hlutverk: Reese Witherspoon, Luke Wil-
son, Selma Blair. Sýningartími: 95 mín.
Bandaríkin. MGM, 2001.
LEGALLY BLONDE (LÖGGILT LJÓSKA)
Heiða Jóhannsdóttir
„ALLIR fá þá eitthvað fal-
legt… nefnist sölusýning á
handverki og listiðnaði sem nú
stendur yfir í Handverki og
hönnun, Aðalstræti 12. Sýning-
in er jafnframt jólasýning og er
þetta í þriðja sinn sem verkefn-
ið heldur sýningu af þessu tagi.
Þeir sem sýna eru: Aðalheið-
ur Sveinbjörnsdóttir, Auður
Inga Ingvarsdóttir, Bryndís
Pernille Magnúsdóttir, Dröfn
Guðmundsdóttir, Dýrfinna
Torfadóttir, Fríða S. Kristins-
dóttir, Georg Hollanders, Guð-
rún J. Kolbeins, Halldóra Haf-
steinsdóttir, Helgi Björnsson,
Hólmfríður Ófeigsdóttir,
Hrefna Aradóttir, Húfur sem
hlæja, Ingveldur Bjarnadóttir,
Kristín Cardew, Kristín K. Þor-
geirsdóttir, Lára Gunnarsdótt-
ir, Margrét Guðnadóttir, Mar-
grét Þórarinsdóttir, Oddrún
Halldóra Magnúsdóttir, Rita
Freyja Bach og Páll, Sólveig
Sveinbjörnsdóttir, Úlfar Svein-
björnsson, Þórey S. Jónsdóttir
og Þórhildur Þorgeirsdóttir.
Sýningin er opin frá kl. 12–17
alla daga, nema mánudaga og
stendur til 19. desember.
Jólasýn-
ing Hand-
verks og
hönnunar
LÚÐRASVEITIN Svanur heldur
tónleika í tónlistarhúsinu Ými í dag,
sunnudag, kl. 15. Að þessu sinni leik-
ur Svanurinn m.a. verk eftir Georges
Bizet, William Schuman og Sammy
Nestico.
Stjórnandi Svansins er Haraldur
Árni Haraldsson.
Á tónleikunum verða tvö verk
frumflutt á Íslandi. Það fyrra er
túbukonsert í spænskum stíl eftir
Kurt Gäble og mun Bjarni Guð-
mundsson túbuleikari verða einleik-
ari í því verki. Hið seinna er eftir hol-
lenska tónskáldið Kees Vlak. Það
verk, sem er í nokkrum köflum,
byggist á grískri tónlistarhefð þar
sem höfundurinn sækir efnivið sinn
til Ódysseifskviðu eftir gríska skáld-
ið Hómer.
Einnig mun Svanurinn leika nokk-
ur jólalög þar sem tónleikana ber
upp á fyrsta sunnudag í aðventu.
Nýverið opnaði sveitin nýja
heimasíðu, á slóðinni www.nt.is/
svanur.
Lúðraþytur
í Ými
FYRSTU nemendatónleikar Tón-
listardeildar Listaháskóla Íslands
verða fimm að þessu sinni, dagana
3.-7. desember kl. 20. Tónleikarnir
eru haldnir í Nemendaleikhúsinu,
Sölvhólsgötu 13, Smiðjunni.
Alls koma 15 nemendur fram á
þessum tónleikunum og munu leika
á fiðlur, selló, píanó, flautu og bás-
únur, auk þess að flytja eigin tón-
smíðar og kynna vinnu sína á spuna-
námskeiði og námskeiði um MIDI –
tækni.
Dagskráin er frá ýmsum tímum,
allt frá sautjándu öld til dagsins í
dag.
Fyrstu nemenda-
tónleikar LHÍ
♦ ♦ ♦