Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 26
LISTIR
26 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
skólabyggingu og niðurnídda götu-
mynd í verkum sem ná fram and-
rúmslofti sínu með myrkvaðri um-
gjörð og hreyfingu myndavélarinnar.
Í meðförum Kjartans Þorbjörnsson-
ar, Golla, fær Reykjavík síðan á sig
sannkallaðan stórborgarbrag. Mynd-
röð sem nefnist Reykjavík úthverfi:
sveipuð eru rómantískum bjarma,
hversdagsleikinn, form og litir.
Kristján Pétur Guðnason kýs
þannig að sýna speglamyndir þar
sem tveimur ólíkum sjónarhornum er
komið fyrir í einni mynd með aðstoð
bílspegils. Húmorinn er ekki fjarri í
kaldhæðnu heiti myndarinnar
Kringlan 10.10 kl. 10.10. Sjóvábygg-
ingin blasir við í hliðarspegli bifreiðar
á tómu bílastæði Kringlunnar. Versl-
unarmiðstöðin stendur auð og yfir-
gefin á opnunardegi Smáralindar.
Það er síðan hversdagsleikinn sem
verður Sigþóri Hallbjörnssyni, betur
þekktur sem Spessi, að umfjöllunar-
efni í verki sínu Reykjavík. Íbúðar-
blokk við Kringlumýrarbraut teygir
sig yfir fjóra myndramma á rökum
haustdegi. Myndröðinni er veitt dýpt
með því að láta viðfangsefnið fjar-
lægjast mynd fyrir mynd – allt þar til
stærðarhlutföllum er raskað, og hrist
upp í áhorfandanum, með stóru aug-
lýsingaskilti á fjórða myndramman-
um.
Hrörlegar og niðurníddar bygg-
ingar eru þá ekki síður hluti borg-
armyndarinnar að mati ljósmyndar-
anna. Sigrún Kristín Birnudóttir
velur til dæmis að sýna hrörlega
SÝNINGIN Reykjavík samtímans
sem nú stendur yfir í Ljósmynda-
safni Reykjavíkur er haldin í tilefni
að 20 ára afmæli safnsins. Að þessu
tilefni hafa 17 ljósmyndarar verið
fengnir til að túlka Reykjavík okkar
daga og verður sýningargesti fljótt
ljóst að sitt sýnist hverjum, enda eru
myndirnar sem við blasa jafn fjöl-
breytilegar og þær eru margar.
Reykjavík verður þannig allt í
senn: fólkið og börnin sem borgina
byggja, byggingar, kennileiti sem
Breiðholt – Grafarholt – Skólavörðu-
holt sýnir áhorfanum nöturlega borg-
armynd sem byggist á sterkum og
áhrifaríkum andstæðum. Vonunum,
sem felast í nýbyggingunni í Grafar-
holti þar sem borgin blasir við í gegn-
um gluggana, er teflt á móti dreng
sem gægist í gegnum laskaða vírgirð-
ingu í Breiðholti og hörðum töffara-
stælum drengjanna í graffitiskreyttu
umhverfi Skólavörðuholts.
Linsa ljósmyndaranna hlífir eng-
um og eru íbúar borgarinnar því ekki
síður hluti borgarmyndarinnar en
byggingar og mannvirki. Húmorinn
leynir sér þannig ekki í verki Ilms
Stefánsdóttur, Fröken MADVAC
heima og heiman, þar sem dregin er
upp mynd af kraftmikilli konu sem
skilur iðnaðarryksuguna hvergi við
sig. Meiri hlýja felst síðan e.t.v. í
barnamyndum Guðmundar Arnar
Ingólfssonar, enda viðfangsefnið vel
til þess fallið. Myndröðin Ágústmorg-
unn á Olguhóli er þannig lífleg á að
líta þar sem hún fylgir leik leikskóla-
barna. Leikur barna við rennibraut
er skemmtilegt dæmi um slíkt verk,
og leynir einbeitni krakkanna og tor-
tryggni þeirra gagnvart ljósmyndar-
anum sér ekki.
Fjölbreytt verkasamsetning sýn-
ingarinnar Reykjavík samtímans
nær að bregða upp litríkri mynd af
höfuðborginni, kostum hennar og
göllum. Og þótt erlendar stórborgir
verði oft í huga okkar lítið annað en
röð kennileita – Reykjavík á einnig
sinn skerf af þeim líkt og Atli Már
Hafsteinsson bendir okkur á í róm-
antískri myndröð Sólfar, Hallgrímur,
Perla, Ráðhús þar sem kennileitum
borgarinnar bregður fyrir frá sér-
kennilegum sjónarhornum – þá má
sýningargestum vera ljóst að marg-
breytileiki hversdagsins er það ekki
síður.
Með augum
ljósmyndarans
Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson
Úr myndröðinni Ágústmorgunn á Olgukoti eftir Guðmund Ingólfsson.
MYNDLIST
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Sýning á verkum ljósmyndaranna Atla
Más Hafsteinssonar, Báru Kristinsdóttur,
Berglindar Björnsdóttur, Brian Sween-
eys, Einars Fals Ingólfssonar, Friðþjófs
Helgasonar, Guðmunds Ingólfssonar,
Gunnars Svanbergs Skúlasonar, Ilms
Stefánsdóttur, Katrínar Elvarsdóttur,
Kjartans Þorbjörnssonar (Golla), Krist-
ínar Hauksdóttur, Kristjáns Péturs
Guðnasonar, Páls Stefánssonar, Ragnars
Axelssonar (RAXA), Sigríðar Kristínar
Birnudóttur og Sigþórs Hallbjörnssonar
(Spessa). Sýningin er opin virka daga frá
kl. 12–17 og um helgar frá kl. 13–17.
Henni lýkur 3. desember.
REYKJAVÍK SAMTÍMANS
Anna Sigríður Einarsdóttir
J
ÓLABÓKAKAPPHLAUPIÐ er hafið í
allri sinni ákefð. Stórmarkaðir eru þegar
farnir að leggja línurnar fyrir metsölu-
listana með því að bjóða valda og sölu-
vænlega titla á sem mestum afslætti, og
vei þeim höfundi sem kemur seint inn í
þann slag. „Verðsamkeppnin verður
grimm fyrir jólin og við ætlum að standa okkur
þar,“ segir fulltrúi eins stórmarkaðarins sem
nýlega auglýsti jólabóksölu sína undir fyr-
irsögninni „Jólabókastríðið er hafið“. Í sömu
viðtalsfrétt við forsvarsmenn stórmarkaðanna,
sem hefur fyrirsögnina „Grimm verð-
samkeppni“, er talað um að
„elta uppi“ afsláttartilboð,
rætt er um „stórfelldan“ af-
slátt og tilboð sem „standa
yfir“. Þannig skortir ekki
gífuryrðin í máli kaup-
mannanna sem minna
fremur á liðsforingja að tala kjark í hersveit
sína (væntanlega kaupendur?) en bókasala.
Hver óvinurinn er liggur ekki ljóst fyrir, en þó
er víst að landgönguliðar þessa grimma stríðs
eru sjálfir rithöfundarnir, sem geta lítið annað
gert en að liggja í skotgröfunum meðan stór-
skotahríðin dynur yfir og beðið örlaga sinna.
Það er vel skiljanlegt að tekist sé á á víg-velli bókamarkaðarins. Sú vertíð-arþróun sem orðið hefur í bóksölu hér álandi hefur ratað í ógöngur sem erfitt
verður að snúa við. Sagnagleðin er mikil, hæfi-
leikafólkið margt, en markaðurinn lítill, bókaút-
gáfa dýr, virðisaukaskattur hár og kaupmátt-
urinn sífellt að verða minni. Hver hefur svo sem
efni á að kaupa samtímaskáldsögu á rúmar fjög-
urþúsund krónur, ef ekki ríkja einhverjar að-
kallandi aðstæður, eins og þær að finna jólagjaf-
ir handa vinum og vandamönnum? Í viðleitni
sinni til að forða nákomnum frá því að fara í
jólabókaköttinn og vísareikningnum frá því
valda taugaáfalli eru menn farnir að beita fyrir
sig snjöllu bragði: Haldið er í stórmarkað eða
samkeppnishæfa bókaverslun þar sem keypt
eru nokkur eintök af þeim bókum sem eru á
hvað „stórfelldasta“ afslættinum þann daginn.
Reynist bókin ekki þiggjandanum að skapi, má
alltaf skipta henni fyrir aðra áhugaverðari eftir
jól. Þetta vita bæði þiggjandinn og gefandinn,
og er hvor aðili samskiptanna fullsæmdur af
slíku „bókarígildi“.
Þessi sjálfsbjargarviðleitni blankra jólahald-
ara er jafn skiljanleg og stefna íslenskra bóka-
útgefenda sem hafa stílað nokkurn veginn alla
sína útgáfu inn á þann árstíma ljóss og friðar
sem buddur landsmanna opnast upp á gátt. Þá
hafa allir aðilar bókaútgáfu lagað sig að hinum
óhagganlega veruleika jólaflóðsins að einhverju
leyti. Höfundar vinna skáldverk sín innan
ákveðins tímaramma, gagnrýnendur og fjöl-
miðlar setja af stað akkorðsvinnu við að sinna
umfjöllun, þeir sem starfa að útgáfu vinna nátt-
anna á milli fram undir jól og almenningur... já
hvar stendur hann? Hann er líklega sá sem
stendur í fjallshlíðinni þegar flóðið fer af stað.
Það er því vert að spyrja hvaða áhrifmarkaðsþróunin á bókamarkaði hefurhaft á viðhorf og skynjun á íslenskumbókmenntum, þegar lesandinn er fyrst
og fremst orðinn að kaupanda og skáldskap-
urinn að nokkurs konar gjafavöruígildi.
Þegar ég fletti af athygli í gegnum hið sígilda
rit Bókatíðindi um daginn, til að skoða hvað
væri nú verið að gefa út af áhugaverðum bók-
um, (var sum sé að stinga mér til sunds í flóðið
mikla) tók ég eftir nokkrum stílbreytingum
þegar komið var að kaflanum um íslensk skáld-
verk (sem eru eftirsóttasta bókarígildið). Inn í
kynningartextana var ofin flúruð orðræða sem
sparaði ekki stóru orðin.
Þannig er skáldsögurnar ógleymanlegar,
meistaralegar, æsispennandi, áhrifamiklar,
stórbrotnar og magnaðar, þær koma lesendum
á óvart og búa yfir fjölskrúðugum persónum.
Þær hafa sterkan heildarsvip og láta engan
ósnortinn, stór hluti þeirra er meistaraverk og í
þeim njóta sín hæfileikar höfundar til hins ýtr-
asta. „Ógleymanleg frásögn um mannleg örlög
– bók sem beðið hefur verið eftir,“ segir m.a. um
Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.
Vel má vera, en þarf ekki nafn ritdómarans að
fylgja svo jákvæðri gagnrýni? Sömu sögu er að
segja um káputexta smásagnasafns Einars Más
Guðmundsssonar, Kannski er pósturinn svang-
ur: „Hér njóta sín ýmsir bestu eiginleikar Ein-
ars Más sem sagnameistara; ljóðrænn og inn-
blásinn stíll, hnyttin tilsvör, en ekki síst hið
hárfína jafnvægi harms og gleði“. Mörk ritdóms
og kynningartexta eru orðin enn óljósari þegar
ráðist er í að greina stílbrigði höfundar í verk-
inu á kápunni.
Til að fá samanburð um hvernig málumer háttað í bókakápukynningum í ná-grannalöndunum fór ég í bókahillunahjá mér og leit á káputexta harð-
spjaldaútgáfu nokkurra velvaldra bóka eftir
nafntogaða erlenda rithöfunda. Og við þann
lestur varð mér enn ljósari hversu þvæld og
margtuggin orðræða íslenskrar (jóla)bóka-
kynningar er orðin. Í hverju bókmennta-
stórvirkinu á fætur öðru, eftir höfunda á borð
við John Updike, Don Delillo, Martin Amis og
Joyce Carol Oats, voru ákveðin mörk milli
kynningar og hlutlægs mats virt. Þess í stað var
lögð áhersla á vandaðan texta sem dró fram við-
fangsefni bókarinnar og sérstöðu, og vakti þeim
mun meiri athygli fyrir vikið. Í hinum al-
þjóðlega útgáfuheimi eru vísanir í dóma og um-
sagnir í síðari útgáfum látnar þjóna þeim til-
gangi sem kynningartextar fyrstu útgáfu
íslenskra skáldverka leitast við að ná fram, oft
án nokkurrar innistæðu.
Útgefendum er að vísu óhætt að fullyrða
nokkuð um svo vinsæla og virta höfunda sem
Ólaf Jóhann Ólafsson og Einar Má Guðmunds-
son, en þá umfjöllun væri gaman að sjá unna á
frumlegri og áhugaverðari hátt. Þó er ekki um
neinn hroðvirknishátt að ræða í káputextum
bóka ofangreinda höfunda en deila má um það í
öðrum tilfellum, t.d. þegar smásögur Þórarins
Eldjárns eru skilgreindar sem „varhugaverðar
bókmenntaperlur sem engan láta í friði“ og per-
sónur Kristnihalds undir Jökli eftir Halldór
Laxness „eru löngu orðnar góðkunningjar þjóð-
arinnar, enda furðulegar og eftirminnilegar í
senn.“ Það skal þó tekið fram að margar bækur
voru kynntar á hinn sæmilegasta máta, og verð-
ur bókaútgáfan Bjartur að teljast faglegasta
forlagið að því leyti, en það gerir sér far um
vinna hófsama og fágaða texta sem draga fram
viðfangsefni bókanna. Þá gera tvær kynningar í
Bókatíðindunum nokkurs konar uppreisn gegn
hefðinni. Útgáfan Niðurfold kynnir bókina
Stöðuvatn sannleikans með fjórum orðum:
„Stöðuvatn sannleikans er allt“ og kynning-
artextahöfundur smásagnasafns Elísabetar
Jökulsdóttir grípur til annarrar og enn út-
þvældari orðræðu, sem umvefur íþrótta-
fréttaritun: „Höfundur stjórnar leik sinna
manna af fullkomnu öryggi og fer á kostum í
hröðu sóknarspili, en í varnarleiknum myndast
stundum eyður sem lesandinn verður að hlaupa
inn í. Leikkerfið er örsagnastíllinn sem hentar
liði höfundar feikivel eins og stuðningsmenn
vita frá síðustu leiktíðum.“
Sú ófaglega kynningarorðræða sem hinsvegar almennt einkennir íslenska bóka-útgáfu og verið hefur viðloðandi um ára-bil, verður hins vegar best skilin í ljósi
aðstæðna á bókamarkaði. Kynningin í Bókatíð-
indum, því mikilvæga kennileiti í jóla-
bókabylnum, er ef til vill ekkert annað en hróp
útgefenda eftir athygli lesendanna. Eða hvernig
eiga lesendur að hafa tíma til að setja sig inn í
samtímabókmenntirnar á þessum eina mánuði
sem ársskammtur af bókum hellist inn í bóka-
búðirnar? (það þarf nú líka að sinna öðrum jóla-
gjöfum).
Líkt og bent hefur verið á, má setja spurning-
armerki við það hvort hinir eiginlegu gagnrýn-
endur og matsfulltrúar bókmenntanna hafi
nægilegt svigrúm til að taka á öllu því sem bók-
menntirnar hafa eða hafa ekki fram að færa.
Viðbrögð sprenglærðra gagnrýnenda við þeim
vettvangi og aðstæðum sem jólabókaumfjöllun í
fjölmiðlun hafa e.t.v. verið þau að grípa til
margtugginnar orðræðu, sem Hermann Stef-
ánsson hefur kennt við sjálfsprottin óp, sem
hrópa „snilld“ „skáldskapur“ og „rusl“ á víxl. Í
raun er slík klisjuorðræða marklaus með öllu,
þar sem innantóm lofsyrðin gengisfella það lof
sem vel og virkilega er rökstutt.
En þrátt fyrir ofangreindan bölmóð, tel ég að
íslensk bókmenntaumfjöllun sé að þroskast frá
þessari ofjákvæðni, samhliða því sem íslenskum
bókmenntaheimi vex ásmegin (og má ekki van-
meta þætti útgefendanna í þeirri þróun).
Þeim sem raunverulegan áhuga hafa á bók-
menntum (en ekki bókarígildum) gefst víða færi
að sækja sér faglega og vandaða umfjöllun í
blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Hin offlúraða en
merkingarsnauða orðræða bókmenntaumfjöll-
unar verður vonandi ekki það sem bókaþjóðin í
norðri þarf að sitja undir á komandi árum.
Stríðshrjáð orðræða
Reynist bókin ekki þiggjandanum að skapi má alltaf skipta henni fyrir aðra áhugaverðari eftir jól.
AF LISTUM
Eftir Heiðu
Jóhannsdóttur
heida@mbl.is