Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ ÓSKAST Í Ford Econoline E 350 Turbo diesel árgerð 1997 7,3 l (ekinn 50 þús km.), Jeep Cherokee Classic 6 cyl. árgerð 1998 (ekinn 42 þús. mílur) sjálfskiptur og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 4. desember. kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA AIR-CONDITION er ekki versta heiti sem hægt er að finna á samsýn- ingu, síst þegar í hlut eiga fjórir mál- arar sem nota blandaða tækni sem listkrydd við strigann. Í aðalsalnum á efri hæðinni hafa þeir Gústav Geir Bollason og Jóhann Ludwig Torfason hreiðrað um sig og Sverrissal er að finna tvo franska málara, þau Cather- ine Tiraby og Vincent Chim. Tiraby sýnir nokkra strigadregla sem hanga niður úr loftinu, málaðir dökkri næturstemningu. Tvö snöruð myndbönd rúlla viðstöðulaust. Í einu heldur veiðimaður í skóglendi í aft- urlappir hunds og togar hann yfir sviðið. Hitt bandið er jafnvel fyndn- ara því þar syndir kona – ef til vill listamaðurinn – skriðsund gegnum mosaþembur og urð sem væri það vatn. Þótt lítið rökrænt samhengi virðist vera milli verka Tiraby tekst henni að skapa óvænta spennu milli allra þátta svo úr verður undarleg, næsta súrrealísk dulúð. Vincent Chim er öllu auðlæsari sem listamaður. Paraðar portrett- myndir hans – tvær af sömu sort með smávægilegum litabreytingum – gefa rækilega til kynna hver er eiginlegur vandi málarans. Það er ekki endilega fyrirmyndin heldur óendanlegir möguleikarnir til túlkunar henni. Þessu tekst Chim að miðla með mjög einföldum en skýrum hætti. Á efri hæðinni ber mest á Gústav Geir Bollasyni með stóra heild sem snýst um siglingaverkfræði í stóru og smáu. Honum tekst að skapa mjög sannfærandi andrúmsloft þar sem menning og náttúra skarast, með málverkum og ljósmyndum, auk lit- aðra fjala sem gegna hlutverki hall- andi ása í annarri mynd. Með óhefð- bundnu upphengi, þar sem sum verkin standa á plönkum á gólfi og halla upp að veggnum, undirstrikar Gústav Geir hendinguna – hið ófyr- irséða – sem gengur eins og leiðarstef gegnum verk hans. Vindátt ræður hvernig skipið hallast og því krefst það listar að stýra því. Með hliðstæð- um hætti þarf listamaðurinn að stýra verki sínu heilu gegnum hafsjó hend- inga og ófyrirséðra brimboða. Í útskotssalnum uppi hefur Jóhann Ludwig Torfason raðað verkum sín- um á báða veggi. Ef til vill mætti segja að hann væri eini hreini mál- arinn í hópnum, en þá væri ekkert til- lit tekið til þess að hann vinnur mynd- ir sínar gaumgæfilega í tölvu áður en hann bregður þeim upp á sjálfan myndflötinn. Sem fyrr eru myndir Jó- hanns á þessari sýningu fjölglugga auglýsingamyndir – minna gjarnan á lokið á lokkandi hörðum jólapakka með nýjasta fjölskylduspilinu – sem reynast ísmeygileg gagnrýni á fé- lagshegðun okkar. Það þarf mikla skipulagshæfileika til að raða öllum þeim boðum og upp- lýsingum saman í eina mynd sem leynast í hverju málverki Jóhanns. Að auki vísar hann til allra átta, þar á meðal í Gjörningaklúbbinn – Ice- landic Love Corporation – þannig að unun er á að horfa. Jóhann Ludwig sannar svo um munar að málverkið getur hæglega skákað bókmenntun- um sem ádeiluform, það er ef maður með óvenjulega hæfileika og innsæi heldur um stjórnvölinn. Þótt sýningin Air-Condition sé alls ekki algóð gefur hún vel til kynna hluta af því lífi og þeim möguleikum sem felast í málverki samtímans. Hún skákar þeirri þrálátu trú að málverkið þurfi ætíð að vera samt við sig, eða lúta einhverri rígbundinni hefð með vænum skammti af afturbeygðum til- vísunum í sjálft sig. Hver með sínum hætti gangast listamennirnir fjórir fyrir því að losa um þá spennitreyju sem óvinir og elskendur málaralistar reyna gjarnan að troða upp á hana. MYNDLIST Hafnarborg, Hafnarfirði Til 3. desember. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 11–17. MÁLVERK & BLÖNDUÐ TÆKNI CATHERINE TIRABY, GÚSTAV GEIR BOLLASON, JÓHANN LUDWIG TORFASON & VINCENT CHIM Loft- ræsting Frá sýningunni Air-Condition – Loftræsting – í sölum Hafnar- borgar, Hafnarfirði. Verk eftir Catherine Tiraby. Halldór Björn Runólfsson UNGLINGAKÓR Selfosskirkju held- ur aðventutónleika í Selfosskirkju í kvöld kl. 20.00. Kórstjóri er Margrét Bóasdóttir. Kórinn tók þátt í kvennakórakeppni á Spáni í sumar, og segir Margrét að þar hafi hún fundið nótur að messu eftir Mozart sem búið var að umrita fyrir kvenna- kór og þrjá einsöngvara. „Þetta er Missa brevis í B-dúr KV 275, og mér fannst alveg kjörið að eftir sönginn í hitanum þarna úti tækjum við til við að æfa þetta verk. Við erum með fjóra þætti fullæfða og ætlum að syngja þá á aðventutónleikunum með strengjasveit. Við verðum líka með Laudate dominum og Ave ver- um eftir Mozart og einsöngvarar okkar verða allir úr röðum kórsins; stelpur sem hafa verið að læra að syngja. Kórinn fór allur í Óperuna um daginn að sjá Töfraflautuna og í framhaldi af því ákváðum við að koma okkur upp „Töfraflautu- drengjum“ þannig að við ætlum að syngja það sem maðurinn kallaði „þennan ágæta íslenska jólasálm, sem Mozart notaði í Töfraflaut- unni,“ en það er auðvitað lagið góða Í dag er glatt í döprum hjörtum. Ég lét útsetja það líka fyrir strengja- sveit sem leikur með stúlkunum.“ Að auki syngur kórinn norræn jólalög, og syngur bæði á dönsku og finnsku á tónleikunum. „Við vorum svo heppin að okkur áskotnuðust tvær stelpur, skiptinemar; önnur finnsk og hin dönsk, þannig að við ætlum að leggja okkar af mörkum til fjöl- menningar á Íslandi.“ Finnskan léttari en danskan Margrét segir að það hafi ekki verið neitt mál fyrir stelpurnar að takast á við þetta, enda vanar að þurfa að syngja á erlendum tungu- málum sem þær skilja jafnvel ekki. „Það er þó gaman að segja frá því að það reyndist okkur miklu erfiðara að ná dönskunni en finnskunni, jafn- vel þótt við skiljum hana betur. Það er bara auðveldara fyrir Íslendinga að syngja á finnsku en dönsku og hljóðin þar ansi erfið sum, – og för- um ekkert nánar út í það.“ Hljóð- færaleikararnir í strengjasveitinni koma bæði frá Selfossi og höfuð- borgarsvæðinu og segir Margrét fólk ekkert víla það fyrir sér að leggja á heiðina fyrir svona skemmtilegt verkefni. „Í tónleikalok ætlum við svo að bjóða upp á kaffi og Mozartkúlur í tilefni dagsins.“ Ljósmynd/Helgi Valberg Unglingakór Selfosskirkju með stjórnanda sínum, Margréti Bóasdóttur. Aðventutónleikar Unglingakórs Selfosskirkju Mozart í tónum og kúlum Grafarvogskirkja Sýning á 10 mósaíkmyndum Fannýjar Jón- mundsdóttur ,,Óður til móður“ verður opnuð að lokinni guðsþjón- ustu kl. 11.Sýningin stendur til áramóta. Gefin hafa verið út kort með myndum Fannýjar og fást þau í helstu bókaverslunum. Digraneskirkja Útgáfutónleikar Kórs Snælandsskóla eru kl. 16. Sungin verða lög af nýútkominni geislaplötu, Jólanótt. Stjórnandi kórsins er Heiðrún Hákonardóttir. Bíósalur Mír, Vatnsstíg 10 Kvik- myndin Bréf látins manns verður sýnd kl. 15. Myndin var gerð í Rússlandi árið 1986 undir stjórn Konstantíns Lopúshanskí. Aðal- leikari er Roan Bykov.Textinn er á ensku. Aðgangur er ókeypis. GUK, Ártún 3, Selfossi Nú stendur yfir sýning Evu Koch og verður hún opin kl 16-18.Einnig er hægt er að sjá myndir frá sýning- unni á http://www.simnet.is/guk. Síðustu sýningar í Þjóðleikhúsinu Í kvöld, sunnudag, kl. 20 eru síð- ustu sýningar á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og Laufunum í Toscana eftir Lars Norén. Mánudagur Listaklúbbur Leikhúskjallar- ans Guitar Islancio leikur tónlist af nýjum geisladiski sínum, Guitar Islancio III, kl. 20.30. Tríóið skipa Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Þórðarson gítarleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari. Aðgangur er ókeypis. Kaffileikhúsið Lesið verður úr nýjum bókum kl. 20.30. Anna Hild- ur Hildibrandsdóttir, Réttarsál- fræðingurinn, Saga Gísla Guðjóns- sonar, Sigrún Edda Björnsdóttir, Með Bólu í bæjarferð, Vigdís Grímsdóttir, Frá ljósi til ljóss og Þórunn Valdimarsdóttir, Hvíti skugginn. Súfistinn, Laugavegi 18 Bóka- forlagið Bjartur stendur fyrir Ferða- og flökkusagnakvöldi kl. 20. Sigfús Bjartmarsson les úr bók sinni, Sólskinsrútan er sein í kvöld, Rakel Pálsdóttir les flökku- sagnir úr bók sinni Kötturinn í ör- bylgjuofninum. Gísli Marteinn Baldursson, Hafliði Kristjánsson og Sigurður Atlason segja spán- nýjar flökkusagnir sem hafa enn ekki ratað á bók. Listaháskóli Íslands, Laugar- nesi Halldór Ásgeirsson myndlist- armaður flytur fyrirlestur kl. 12.30. Hann fjallar um þrjá staði þar sem hann hefur starfað og sýnt list sína á þessu ári, Ítalíu, Ís- land og Japan. Sýndar verða myndbandsupptökur af undirbún- ingi og síðan endanlegri gerð myndverka hans í þessum þremur ólíku eldfjallalöndum. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.