Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 43 Höfum til sölu eða leigu atvinnu- húsnæði á mjög góðum stað í Skeifunni. Um er að ræða ca 420 fm húsnæði, þar af 250 fm á götuhæð. Húsnæðið gefur mikla möguleika, getur til dæmis hent- að sem heildsala eða sérverslun. Til afhendingar strax. Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556. SKEIFAN 3C - TIL SÖLU EÐA LEIGU BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A OPIÐ HÚS MILLI KL. 14 OG 17 Í DAG UGLUHÓLAR 6 Falleg íbúð á 3ju hæð (efstu) í litlu fjölbýli ásamt bílskúr. Íbúðin er 89,0 fm fjögurra her- bergja, góðar suður svalir og mikið útsýni. Vel skipulögð íbúð á góð- um stað. Klassahús í vesturbæ Kópavogs Vorum að fá í sölu eitt glæsilegasta húsið í vestur- bæ Kópavogs. Húsið er nýtt og er um 280 fm að stærð m. innb. 32 fm bílskúr. Húsið er klætt að utan með Mahogný og Zinki. Glæsil. hönnun og arkitektúr. Massífir Mahognýgluggar m. K-gleri. Hiti í gólfum og mikil lofthæð. Einstakt útsýni. Glæsilegar stofur. Stór lóð (skógi vaxin að hluta). Eign í sérflokki. Fasteignasalan Valhöll sími 588 4477 Til sölu Til sölu raðhús á Hlíðarvegi 90, Njarðvík. Húsið skilast fokhelt að innan en fullklárað að utan og málað. Steyptar stéttar með hitalögn. Grófjöfnuð lóð. Teikningar á skrifstofu.Tilbúið fljótlega. Verð kr. 10.200.000 Nánari upplýsingar: Ásgeir Jónsson, hdl., lögg. fasteignasali. Tjarnargötu 2, Keflavík, sími 421 2121 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Birkihæð - Garðabæ Nýkomin í einkasölu stórglæsilegt vandað tvílyft einb. með innb. bíl- skúr, samtals 270 fm. Að auki 60 fm óinnréttað rými sem býður upp á mikla möguleika, sérsmíðaðar innréttingar, (parket, náttúruflísar), ar- inn, glæsilegur suðurgarður, frábær staðsetning, útsýni - arki- tektateikn., fullbúin húseign í algjörum sérflokki. Áhv. hagstæð lán. Verð 38 millj. húseignin Skútuvogur 10 F, sem er mjög gott húsnæði á tveimur hæðum, skrifstof- ur á efri hæð og lagerhúsnæði á neðri hæð, samtals 382,8 fm. Lagerhúsnæðið er til leigu og er um það bil 250 fm. Mjög gott húsnæði og staðsetning frábær hvað varðar flutningasamgöngur. Upplýsingar veittar hjá Stóreign, s. 55 12345. TIL SÖLU eða LEIGU athugað það án nokkurs árangurs. Eftir að hafa svipast rækilega um í bílnum komst ég að þeirri niðurstöðu að ég hlyti að hafa misst bíllyklana úti. Ég hóf nú vettvangsathugun á stæðinu. Fyrst sparkaði ég snjónum fram og aftur við bílinn. Þegar það bar ekki árangur tók ég af mér hanskana og reyndi hálfbogin að rannsaka snjóinn kringum bílinn rækilega. Ekki fann ég lykilinn. Ég settist inn í bílinn og hugsaði mitt ráð skamma stund en ákvað svo að skafa með litlu sköfunni allt í kringum bílinn. Ég varð að finna lyk- ilinn – einhvers staðar hlaut hann að vera. Ég lagðist svo því sem næst á hnén og hóf að skafa stæðið sem bíll- inn stóð á vandlega með sköfunni. Þegar ég var því sem nær hálfnuð með verk mitt varð mér litið upp og beint í augu sendibílstjóra sem fylgd- ist af stakri athygli með framferði mínu. Sennilega hafði hann aldrei séð svo rækilega snjóhreinsun sem þarna fór fram. Ég flýtti mér að líta undan og hélt áfram með verk mitt – ég átti ekki annars úrkosta, lykilinn mátti ég til að finna. Eftir að hafa skafið nær hálft stæð- ið fann ég loks lykilinn og snaraðist með hann allshugar fegin inn í bílinn – ók af stað og lét sem ég sæi ekki augnaráð sendibílstjórans sem sneri sig nær úr hálsliðnum til að fylgjast með brottför minni. Í Kópavoginn komst ég með sjón- varpið og var þá mjög mædd og þrek- uð. Til þess að létta lund mína eftir erf- iði dagsins ákvað ég að leigja mér skemmtilega mynd til að horfa á þeg- Nú, jæja, maður verður að taka þvíþótt hlutirnir breytist,“ hugsaði ég og ók af stað niður undir Hlemm, þar sem mig minnti að hefði eitt sinn verið gert við sjónvörp. Það fór á sömu leið, ég fann ekki neitt verk- stæði. Ég ákvað að fara inn í verslun og fá lánaða símaskrá til þess að athuga með heimilisfang verkstæðisins. Ég fann í fljótu bragði ekki neitt verk- stæði þar í nágrenninu en hins vegar eitt í Kópavogi. Með það fór ég út og sá að á meðan ég var í þessum rann- sóknarleiðangri hafði fallið drjúgur snjór á bílrúðurnar ofan á hrúgurnar sem fyrir voru. Ég sá að við svo búið mátti ekki standa og ákvað að hreinsa bílinn nú almennilega áður en ég æki af stað. Ég var í gráum stuttpels með fína leð- urhanska og opnaði nú læstan bílinn til að sækja sköfu svo fullkomna mætti hreinsunina. En skafan var svo lítil og snjórinn svo mikill að ég ákvað fljótlega að nota ermina á pelsinum þar sem mest var. Ég gekk vasklega fram í verkinu og ákvað að hreinsa þakið líka úr því að ég væri á annað borð að þessu. Eftir nokkurt amstur og hálfblauta ermi var ég loks sæmilega ánægð með árangurinn og settist dæsandi inn í bílinn til að aka af stað. – En þá var ég ekki lengur með neinn bíllykil. Það var svolítið gat á öðrum vas- anum svo lykillinn gat sem best hafa runnið ofan í fóðrið. En ekki var svo vel. Þá kannski undir sætunum? Ég ar heim kæmi. Ég fór í vídeóleigu í Hamraborginni. Eftir að hafa loks dottið niður á mynd sem ekki sýndist of hræðileg, væmin eða heimskuleg sneri ég mér að afgreiðsluborðinu. „Kennitölu?“ sagði stúlkan. Ég þuldi upp talnaromsuna sem sannaði tilvist mína í þessu landi og veröldinni yfirleitt. Stúlkan sló öllu saman inn í tölvuna, leit svo á mig og sagði: „Má ég taka af þér mynd?“ „Ha – mynd?“ svaraði ég hissa. „Æ, ég veit það ekki, ég er nú óskap- lega illa til höfð, ég var að leita að bíl- lyklinum mínum heillengi í snjónum,“ bætti ég svo við vandræðaleg. „Uss, það er allt í lagi, þetta er bara mynd fyrir okkur hér,“ sagði stúlkan með tælandi röddu. „Til hvers viltu eiga mynd af mér?“ sagði ég. „T.d. til að enginn noti kennitöluna þína til að leigja sér spólu, – má ég mynda þig?“ svaraði stúlkan. Ég skil ekki nú af hverju ég neitaði ekki þverlega, – líklega af því ég var svo fullkomlega óviðbúin svona bón. Stúlkan smellti að svo mæltu mynd af kringlóttum augum mínum. „Hvers konar lögregluríkisstælar eru þetta annars, viltu ekki fá fingra- förin mín líka?“ sagði ég og var strax farin að sjá eftir að hafa dregist á þessa myndatöku. „Mér er bara sagt að gera þetta,“ sagði stúlkan afsakandi og kom leikn- um höndum spólu fyrir í plasthylki og rétti mér. „Mér þætti fróðlegt að sjá mynda- safnið þitt ef allar myndirnar eru teknar svona,“ sagði ég snúðug og strunsaði burt. Meðan ég var inni hafði aftur snjó- að en nú tók ég enga sjensa, þurrkaði bara það mesta af rúðunum og gætti vel að bíllyklunum á meðan. Þegar ég kom heim horfði ég á gamanmyndina en skemmti mér hreint ekki. Ég varð þvert á móti æ fúlli yfir hinum sér- kennilegu viðskiptaháttum í vídeó- leigunni og hef raunar orðið æ ósátt- ari við þá því meira sem ég hugsa um þetta atvik. Þjóðlífsþankar/Hvað á það að þýða að taka myndir af fólki á vídeóleigum? Ýmislegt gerist ófyrirséð eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Það gerist ýmislegt ófyrirséð í þessari veröld. Síðla dags fyrir skömmu rog- aðist ég út með stórt sjónvarpstæki, sem orðið var eitthvað laslegt, með það fyrir augum að láta laga það. Ég hreinsaði af bílrúðunum það bráðnauðsyn- legasta af snjónum, sem var mikill, og ók af stað sem leið liggur inn í Borg- artún til að koma tækinu þar í viðgerð. Ég ók fram og afturgóða stund en kom hvergi auga á húsið þar sem verkstæðið hafði lengi verið. Eftir nokkra leit rann upp fyrir mér að líklega hlyti að vera búið að rífa húsið. Ég sá svo að þar sem áður var verkstæði var nú kominn stór gígur í jörðina, rétt eins og þar hefði fallið nokkuð stór sprengja. NÁUM áttum – fræðsluhópur stend- ur fyrir morgunverðarfundi þriðju- daginn 4. desember kl. 8.30-10.30 á Grand Hótel í salnum Hvammi. At- hugið breyttan fundarstað. Erindi flytjaVilhjálmur Árnason, Sigrún Júlíusdóttir og Halldór Reynisson. Fundarstjóri er Jóna Hrönn Bolladóttir. Þátttaka skráð hjá vímuvarnir- @hr.is. Þátttökugjald kr. 2.000 – með morgunverði. Allir velkomnir. Náum áttum – er opinn samstarfs- hópur um fræðslu- og fíkniefnamál með þátttöku: Rauðakrosshússins, Geðræktar, Götusmiðjunnar, Land- læknis, Vímulausrar æsku, Barna- verndarstofu, Íslands án eiturlyfja, Samstarfsnefndar Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir, Áfengis- og vímuvarnaráðs, fulltrúa fram- haldsskólanna, Heimilis og skóla, lögreglunnar í Reykjavík, bindindis- samtakanna IOGT og Ríkislögreglu- stjóra, segir í fréttatilkynningu. Náum áttum með fund GEISLI, félag um sorg og sorgar- viðbrögð, heldur fund þriðjudaginn 4. desember kl. 20 í safnaðarheimili Selfosskirkju (efri hæð). Úlfar Guðmundsson prófastur fjallar um sorgina, sem oft vill verða þyngri fyrir og um jólin. Að erindinu loknu verða umræður yfir kaffiveit- ingum. Fundurinn er öllum opinn, það er engin félagaskrá hjá Geisla heldur eru allir velkomnir. Fundur hjá Geisla á Selfossi INNLENT Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.