Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 39 ✝ Marta María Þor-bjarnardóttir fæddist í Vesturbæn- um í Reykjavík 16. mars 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi 26. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þorbjörn Guðmundsson neta- gerðarmeistari, f. 29.8. 1880, d. 2.5. 1931, og Guðríður Guðrún Jónsdóttir, f. 26. 4. 1880, d. 16.9. 1948. Systkini Mörtu Maríu voru Róbert, f. 1903, d. 1956, Guðbjörg, f. 1907, d. 1983, Jón, f. 1909, d. 1981, Guðmundur Gísli, f. 1912, d. 1982, Sigríður, f. 1916, d. 1980, Steinunn, f. 1917, d. 1985, og Þóra Guðrún, f. 1924, d. 1995. Marta María giftist 26.11. 1938 Núma Þorbergssyni, f. 4.9. 1911, d. 19.12. 1999. Þau skildu 1952. Börn þeirra eru 1) Þórdís, f. 22.10. 1939. 2) Hafsteinn Óskar, f. 18.4. 1941, d. 2.11. 1946. 3) Björn Sævar, f. 26.11. 1942, kvæntur Þórunni Ingólfsdótt- ur. 4) Guðrún Guð- ríður, f. 10.10. 1944, gift Hlöðveri Hall- grímssyni. 5) Haf- steinn Óskar, f. 26.7. 1946, kvæntur Sig- rúnu Steinþóru Magnúsdóttur. 6) Sigríður, f. 31.1. 1948, maki Örn Ein- arsson. 7) Inga, f. 5.9. 1949, gift Guðmundi Helga- syni. 8) Þorbjörn, f. 25.7. 1951, kvæntur Sæfinnu Ástu Sigur- geirsdóttur. Barnabörnin eru 26, barna- barnabörnin 24 og barnabarna- barnabörn 2. Útför Mörtu Maríu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morg- un, mánudaginn 3. desember og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég minnist tengdamóður minnar kemur fyrst upp í huga mér hvað hún var alltaf hress og kát. Ég man aldrei eftir henni nema í góðu skapi og að koma í heimsókn til hennar var alltaf gaman og þaðan fór enginn út nema að fá kaffi og með því og ekki gleymdi hún yngstu kynslóð- inni. Það hefur eflaust einhvern tíma verið þröngt í búi hjá henni þegar hún stóð ein uppi með barnahópinn, það yngsta ársgamalt. En með þrautseigju og dugnaði tókst henni að halda hópnum saman og eldri systkinin fóru snemma að vinna og létta undir með henni. Það var mikið áfall fyrir alla fjölskylduna þegar hún, í fullu fjöri, veiktist af alzheim- ersjúkdómnum. Það fór svo að hún gat ekki dvalið heima og síðustu 10 árin var hún á Kumbaravogi. Elsku tengdamamma, ég vil þakka þér fyrir það sem þú varst mér og fjölskyldu minni. Nú hefur þú kvatt þennan heim og ert laus við allar þjáningar. Blessuð sé minning þín. Sigrún Steinþóra. Elsku Mæja amma. Þegar ég hugsa til baka dettur mér ýmislegt í hug. Ég man eftir því þegar þú bjóst á Grettisgötunni og við fjölskyldan komum í heimsókn. Þú varst alltaf svo hress þar sem þú þeyttist um litlu íbúðina að ná í kaffi handa mömmu og pabba og einnig varstu svo oft búin að kaupa eitt- hvert dót eða sælgæti handa mér áð- ur en ég kom. Það fannst mér auðvit- að voða gaman þótt mömmu og pabba hafi stundum þótt þú dekra mikið við mig. Ég man þegar ég var lítil og sat í sófanum í stofunni og horfði á alla hlutina sem þú áttir, sér- staklega á litlu tréklukkuna þar sem lítill fugl teygði sig út og tísti þegar klukkan sló. Alltaf þegar ég á leið fram hjá þessu húsi hugsa ég til þín. Þegar þú veiktist og fórst á Kumbaravog á Stokkseyri hittum við þig sjaldnar en þegar við komum þá man ég eftir því hvað þér fannst gaman að horfa út um gluggann á túnið, þar sem hestarnir voru á beit. Þegar við heimsóttum þig sögðu mamma og pabbi alltaf að nú væri hún nafna þín komin og þá varstu fljót að brosa og svo fannst þér alltaf svo gaman að strjúka síða hárið mitt þegar ég var yngri, því þér fannst það svo fallegt. Þú varst svo sann- arlega með augu fyrir fallegum hlut- um og þegar þú tókst eftir áberandi sterkum litum í fötum okkar fannst þér þau vera svo fín. Stundum sagð- irðu einhverjar enskar slettur og setningar og ég man að mér fannst það alveg þvílíkt stuð því þú hlóst svo mikið sjálf að því. Já og handsterk varstu, það var minnsta mál í heimi fyrir þig að fara í sjómann við hvern sem var. Í síðustu skiptin sem ég sá þig varstu orðin mikið veik en þú brostir nú samt sem áður til okkar og þegar við tókum í höndina þína hélstu fast, þú varst svo mikil baráttukona. Mér finnst ósanngjarnt að svona hraust, hress, dugleg og frábær kona eins og þú varst skuli fá þennan sjúk- dóm. Þú varst svo góð amma og það var frábært að hlæja með þér, svona hláturmild eins og þú varst. Nú veit ég að þér líður vel og þú fylgist örugglega með okkur öllum. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín nafna, Marta María Hafsteinsdóttir. Við viljum með nokkrum orðum minnast okkar ástkæru ömmu, Mörtu Maríu Þorbjarnardóttur. Hún Mæja amma, eins og við barnabörnin vorum vön að kalla hana, var ansi merkileg kona. Ein- sömul ól hún upp börn sín sjö, sem þá voru á aldrinum 1–12 ára, við mjög svo erfiðar aðstæður. Það má því með sanni segja að hún hafi verið kjarnakvendi sem barmaði sér ekki að óþörfu. Sem amma reyndist hún okkur afar vel og það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til henn- ar, bæði á Grettisgötuna og Njáls- götuna. Þar var hún á heimavelli með sína einstöku lífsgleði og var sannkallaður höfðingi heim að sækja. Eitt er okkur í fersku minni og fannst okkur það alltaf jafn spennandi. Það var þegar hún tók sér sópinn í hönd og fór að banka í loftið til að stöðva einhver læti á hæðinni fyrir ofan. Við tókum þetta mjög alvarlega og létum ömmu óspart vita er við heyrðum einhver læti. Mæja amma var sannkallað borg- arbarn. Reykjavík var hennar staður og fengu allir að vita það sem vita vildu. Amma hafði sérstakt dálæti á Fríkirkjunni í Reykjavík og voru þær fáar heimsóknirnar þar sem ekki var rætt um Fríkirkjuna. Hún hafði nefnilega sérstakt dálæti á sr. Gunnari Björnssyni, þáverandi frí- kirkjupresti, og var hún ekki feimin að láta þá skoðun sína í ljós. Hún amma lifði tímana tvenna og var lífið oft ekki dans á rósum, en með lífsgleði sína og kraft að leið- arljósi hefur hún kennt okkur að leggja ekki árar í bát þó að á móti blási og reyna að gera það besta úr hlutunum. Að lokum viljum við þakka Mæju ömmu fyrir þær yndislegu stundir sem við höfum átt og megi minningin um góða konu lifa. Hennar barnabörn, Magnús Óskar og Sigrún Arndís Hafsteinsbörn. MARTA MARÍA ÞOR- BJARNARDÓTTIR Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina                                              !   "  ! #!  $    %& &' (  !   )     )!* #!  +    !"# $" #%   !%&' ( !)!#! $"" $" ( & " # * #%  +  +'(    ,                                      ! "  #$"%  &   '  # (" ) "  *( + ,       " "% % -                           !"#$%!                          & '% (#'&   " )*+ (#,) & )))&-'&    () (#'&   . $ .# %,) .#- )) + (#,) * ()*+#)('&   * % (#'&   / )0)# ,) )# (#'&     )' .#,) , 1" ) (#,) *2-))# 3+*  '&   1# )#1 ),1# )#1# )#1 )+                                               !  "#$%   !  "#$% &   !  ' (   )  !  *# +,   &-# !  & % ./ 0  0/ * 0  0  0              !" #!              !  !  "#    $#  $ % &'()' *((" +$$ % '' *(("%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.