Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 41                                              !" #   $%  !% " #  "& &'"" " '""! & !% "  !% " "   & !% " #   (  )  " *"*$"&&*"*"*"                                             ! ""# $  "% " %&& '   " %&& (    " %&& $  " " %&& & )   ! " %&&                                                  !!"  #      !!"  $" $% %  &$ "     !!"  ' &    % ( "!)     !!" " % *"! "   +!     !!"    ,"$  $"% -' .  !!" "/-    !!"  01% .   % " /-  . !!"   )   !!" $" 2% 3  % /-   % .4  & .4  !!" .$)   !!"  + .%                                        ! "!           ! #$ " % $ %  &     $ $ '$%() & **+ & ***+ Mér var mjög brugðið þegar ég fékk þær fréttir á mánudagsmorgun- inn að þú værir farinn í ferðina löngu. Það hvarflaði ekki að mér að þú myndir falla frá á besta aldri og allt lífið framundan. Við höfðum talað saman á föstu- deginum og þá sagðirðu mér að þú hefðir farið heim úr vinnunni á miðjum degi. Þú talaðir um að þú hefðir verið eitthvað þreyttur og hugur þinn leitað heim til Íslands, til fjölskyldunnar sem var samankomin við jarðarför frænda okkar. Hugur minn reikar á þessum tíma- mótum rúm tuttugu ár aftur í tím- ann, til þess tíma er við kynntumst. Við unnum saman í byggingarvinnu sumarið eftir að við kláruðum grunn- skólann. Okkur varð strax vel til vina og ég efast um að ég hefði haldið þetta sumar út án okkar kynna. Við urðum strax mjög góðir vinir og vin- átta okkar var einstök, við vorum mjög náin á okkar hátt. Vinátta okk- ar hélst alla tíð og þrátt fyrir að ég hæfi sambúð og eignaðist fjölskyldu vorum við alltaf jafn góðir vinir. Við eyddum hér áður fyrr miklum tíma saman og gerðum margt skemmtilegt, fórum saman í sum- arbústað, í Þórsmörk og ég á svo margar skemmtilegar minningar frá heimili þínu á Hjallaveginum. Minn- isstæðust er þó ferðin sem við fórum með foreldrum þínum og ættingjum vestur í Dali á æskuslóðir föður þíns. Við vorum alveg ótrúleg. Þegar stoppað var í Búðardal til að fá sér hádegismat höfðum við uppi á stelpu sem við könnuðumst við og fórum á rúntinn með henni um þorpið. Um kvöldið þegar komið var á áfangastað fengum við Ingólf frænda þinn til að fara með okkur á sveitaball því við höfðum ekkert við að vera þetta kvöld. Svona vorum við, þurftum allt- af að hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni. Seinna þegar þú eignaðist þína fyrstu íbúð á Hringbrautinni eignað- ist ég einnig íbúð við sömu götu um líkt leyti, þá var ennþá styttra á milli okkar. Okkur fannst svo gaman að vera orðin nágrannar og þú hugsaðir svo vel um mig þegar ég átti von á mínu fyrsta barni og varst mér alltaf innan handar þegar ég bjó ein með Rut. Ferðalög voru líf þitt og yndi enda kom það ekki á óvart þegar þú sagðir mér að þú ætlaðir að fara til Kaup- mannahafnar og dvelja þar um óákveðinn tíma. Þar kynntist þú manninum þínum, honum Rune, og þú varst svo ánægður með lífið með honum. Þið voruð búnir að eignast sumarbústað rétt fyrir utan Kaup- mannahöfn sem þú skírðir Múla, eft- ir æskuheimili föður þíns. Þið Rune ferðuðust víða og alltaf var jafn gam- an að fá póstkort frá þér. Hólmar minn, þú varst gæddur þeim eiginleika að þú tókst fólki eins og það var enda áttirðu stóran vina- og kunningjahóp. Það eina sem ég get sagt að lokum er að það hlýtur að vera einhver tilgangur með brott- hvarfi þínu og þér hefur verið ætlað nýtt hlutverk á nýjum stað. Ég votta Rune, móður þinni, bræðrum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Megi guð gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Júlíana Þorvaldsdóttir. Elsku Hólmar minn, ekki hefði okkur grunað þegar við hittumst fyr- ir um ári þegar þú komst til Íslands að við værum að hittast í síðasta skipti. Tilhugsunin um það að hitta þig ekki aftur, tala um lífið og til- veruna, þetta er eins og vondur draumur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér því ég man þegar við kynntumst fyrst þá komst þú í heimsókn til okkar Stein- ars í Søborg í Danmörku þegar þú varst að flytja út ’96, við höfðum bara kannast við hvort annað en þarna man ég að andrúmsloftið var svo af- slappað og þú svo rosalega eðlilegur, hreinskilinn og þér fylgdi svo mikil útgeislun. Upp frá þessum tíma urð- um við góðir vinir. Stuttu seinna kynntist þú yndislegum manni, René, og þá fannst mér eins og hefði kviknað eitthvert ljós yfir þér því þú fórst virkilega að blómstra. Við hlóg- um líka oft yfir því hversu ólíkir þið voruð, alveg eins og svart og hvítt, en það var líka einmitt þess vegna sem samband ykkar var svona gott sem það var. Ég man hversu stolt ég var þegar þú baðst okkur Steinar að vera viðstödd þegar þið giftuð ykkur fyrir um þremur árum því við vorum þá fólkið þín megin, við vorum oft eins og lítil fjölskylda. Það varst þú sem fékkst mig til að koma og vinna hjá Street Cut, enda sá ég sko ekki eftir því, því þar var mikið af góðu fólki sem reyndist okk- ur vel og þá sérstaklega Jesper og Randi sem tóku svo vel á móti nýju fólki. Og ég man hversu þakklátur þú varst fyrir hvað þau sýndu þér mik- inn skilning þegar þú varst að byrja, með þá byrjunarörðugleika sem fylgja því að koma til nýs lands, þ.e. tungumál, menningu o.fl. en málið var að þau eins og margir höfðu mikla trú á þér, enda var ekki ástæða til annars því þú varst mjög fær á þínu sviði og hafðir mikið fram að færa. Ég man haustið ’97 þegar við fór- um að sjá Danmerkurkeppnina í hár- greiðslu, tókum lestina frá Kaup- mannahöfn til Herning og gistum þar á litlu hóteli. Á laugardeginum var búið að vera mikið um að vera, skoða keppnina, horfa á sýningar o.fl. Svo um kvöldið ætluðum við að fara eitt- hvað út að skemmta okkur en það endaði nú öðruvísi því við vorum svo dauðuppgefin, við enduðum uppi á hótelherbergi með nammi og kók og horfðum á sjónvarpið, enda hlógum við líka að okkur því þetta var nú ekki alveg við, enda líka þegar við komum svo aftur til Kaupmannahafnar lá við að Steinar og René tryðu okkur ekki því þeir voru nú vanir aðeins meira fjöri þegar við vorum samankomin. Sumarið ’99 komum við í heimsókn til ykkar í sumarhúsið sem þið höfðuð þá nýkeypt og þið voruð á fullu að gera upp, breyta, mála, enda báðir miklir fagurkerar og fannst gaman að gera fallegt í kringum ykkur. Þetta var svo fallegur staður, strönd- in í göngufæri og frábært útsýni. Þetta var sannkölluð paradís og þarna fann maður kyrrð og ykkur leið svo vel þarna. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar í heimsókn því móttökurnar voru svo frábærar, undantekningar- laust voru þvílíkar kræsingar í boði og góð vín með, en þú vildir nú gefa René allan heiðurinn af matargerð- inni enda var það kannski meira hans áhugasvið. Þarna kemur einmitt sá punktur þar sem þið voruð mjög ólík- ir. Það var hreint aðdáunarvert að sjá hvað þið kunnuð að njóta lífsins, um leið og tækifæri gafst notuðuð þið það til að gera eitthvað saman og fór- uð í mörg ferðalög út um alla Evrópu og sumarið 2000 komuð þið saman til Íslands og þá var René að koma í fyrsta sinn og við, eins og sannir Ís- lendingar, stolt af okkar stórbrotnu náttúru, keyrðum saman smá skoð- unarferð út úr bænum og enduðum svo ferðina í Biskupstungum í sum- arbústað hjá ömmu og afa og náðum að láta þreytu dagsins líða úr okkur í heita pottinum. Elsku Hólmar minn, minningarn- ar eru margar um yndislegan strák sem hafði svo mikið að gefa og þín verður sárt saknað og minningarnar mun ég varðveita í hjarta mér um ókomna tíð. Ég trúi því að nú hafi þér verið falin önnur verkefni annars staðar en í þessari jarðvist og við hittumst aftur þegar sá tími kemur. Mig langar að kveðja þig elsku vin- ur með þessu ljóði: Að lifa er að elska, allt hitt er dauði, og allt sem lifir er fætt af ástinni, því veröldin er sköpun hennar. Það er hún sem vakti aflið, sem stjórnar viti og vilja mannsins og vefur örlagaþræði lífsins. Það er hún sem gerir veröldina fagra, því að hún er brosið á rúbínvörum kvöldsins og ljós hinnar ódauðlegu gleði í augum morgunsins að lifa er að elska og sá sem einhver elskar getur aldrei dáið. (Gunnar Dal.) Ég votta René og fjölskyldu Hólmars mína innilegustu samúð og bið góðan guð að styrkja þau og varð- veita á þessum erfiða tíma. Sigríður M. Einarsdóttir (Sirrý). Að minnast góðs vinar er fyrir mig mjög erfitt, en það fyrsta sem kemur upp í hugann eru góðar minningar og þær heldur maður fast í. Hólmar var ekki bara vinur og félagi heldur var hann mikill vinur fjölskyldu minnar og trúnaðarvinur. Þegar ég sit hér og reyni að koma frá mér nokkrum orð- um um Hólmar dettur mér bara eitt orð í hug, gleði, að umgangast Hólm- ar hvort sem var á góðum sumardegi í sumarhúsi hans í Danmörku eða á vetrarkvöldi í Reykjavík var frábært og það sem einkenndi Hólmar var hversu duglegur hann var að koma sér áfram í lífinu þrátt fyrir mikinn mótbyr. Kallið er komið. komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Ég á eftir að sakna löngu símtal- anna sem við áttum í hverjum mán- uði sem byrjuðu ávallt á sömu setn- ingunni. Ég kveð þig, vinur, með miklum trega og sársauka. Garðar Einarsson. Elsku Hólmar minn. Nú ert þú farinn frá okkur. Við kynntumst ung, þegar þú komst með mömmu þinni í heimsókn til mömmu minnar á Lang- holtsveginn. Þá þróaðist vinátta á milli okkar sem aldrei bar skugga á. Það sem stendur þó mest upp úr í minningunni er hvað við gátum hleg- ið mikið saman þegar við hittumst. Á ég eftir að sakna þess mikið. Þú varst mjög glaðvær, traustur og kær- leiksríkur. Ég held að það sé ekki hægt að biðja um betri eiginleika hjá einstaklingi. Þú hafðir þor til að vera þú sjálfur. Þótt við hefðum ekki heyrst í einhvern tíma var alltaf eins og við hefðum talast við síðast deg- inum áður. Elsku vinur, ég veit að það hefur gott fólk tekið á móti þér með hlýju. Þangað til við hittumst síðar, þakka þér fyrir allt. Þín vinkona, Ólöf G. Elsku vinur minn. Ég er tóm og trúi því ekki að þú sért farinn frá mér. Mér finnst þetta svo óréttlátt. Þú varst í blóma lífsins, varst svo ánægður og allt gekk svo vel hjá þér. Alltaf komstu manni til að hlæja, við hlógum endalaust. Ef mér leið ekki vel hugsaði ég til þín og hringdi og strax var góða skapið komið. Ég var svo heppin að hafa kynnst þér svona vel, og þegar þú komst út og fékkst vinnu hjá sömu keðju og ég urðum við svo góðir vinir, gátum „brallað“ endalaust saman. Það var nú ekki sjaldan sem við hittumst heima hjá þér, og þú og René elduðuð góðan mat og sátum við og spjölluðum, fram á nótt, hlógum og grétum til skiptis. Alltaf gat ég talað við þig um allt og trúað þér fyrir öllu. Elsku vinur minn, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Sjáumst síð- ar, kæri vinur. Elsku Hólmfríður mín, René, Magga, Bjössi, Helga, Hófí og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð og englana að vera með ykkur. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Knus, þín vinkona, Arndís. Hólmar Ingi hefur kvatt okkur svo skyndilega, en eftir sitjum við með fullt af minningum um góðan dreng og spyrjum okkur: Af hverju hann? Hólmar ólst upp á Hjallaveginum í Reykjavík hjá foreldrum sínum og var yngstur af fimm bræðrum. Hólmar og ég vorum vinir frá ell- efu ára aldri í Langholtshverfinu. Við brölluðum margt saman. Sumarið 1994 fórum við nokkrir vinir saman í sumarbústað norður í land og áttum þar frábæra viku. Fyrir tveimur ár- um kom Hólmar til Íslands og áttum við vinahópurinn góða kvöldstund saman og var spjallað og hlegið mik- ið. Alltaf var gott að leita til Hólmars og stutt var í góða skapið hjá honum. Síðustu fjögur ár bjó Hólmar í Kaupmannahöfn. Þar kynntist hann Rene, og áttu þeir yndislegan tíma saman. Ferðuðust þeir víða um heim og komu síðast frá Filippseyjum 7. nóv. sl. Hólmar starfaði við hárskeraiðn hjá Street Cut í Kaupmannahöfn. Síðast þegar ég heyrði í Hólmari, í vikunni fyrir andlát hans, töluðum við um íbúðina sem hann hafði fest kaup á í Kaupmannahöfn, átti að fá hana 1. des. Svo ætlaði hann að koma til Íslands í vor. Þá átti að hittast og fá sér rækjusalat og rauðvín og hlusta á gömlu góðu plöturnar og rifja upp góðu dagana og hlæja. Rene, Fríða, Jón, Kristján, Björn, Jónas og fjölskyldur, við Halldór sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Minning um góðan dreng lifir. Hugrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.