Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKeflavík kærir brottvísun Johnsons/C1 Aftur á byrjunarreit í Meistaradeildinni/C2 4 SÍÐUR Sérblöð í dag Með Morg- unblaðinu í dag fylgir blað- ið „50 farsæl ár“ frá Knatt- spyrnufélagi ÍA. Blaðinu verður dreift um allt land. 8 SÍÐUR Með Morgun- blaðinu í dag fylgir sérblað um bækur sem koma mun út vikulega til jóla. BÆKUR SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 5.desember2001 myndaauðgi og tilfinn ingadýpt einkenn einnig Hólmgönguljó bókin er ort í lot skáldið hreinlega gý og vísar í ýmsar átti einkum goðsagnir o skáldskap. Þetta er ei af helstu einkennum ljóða Matthíasar. Han er lærður í sögu, trúa brögðum og skáldska og hikar ekki við að vís í þessa arfleifð mann kynsins. Jörð úr æg kom út ári síðar og ví ar titillinn í Völuspá. Kaldastríðið er í a gleymingi, dómur vetnisspreng unnar vofir yfir mannkyninu, e ástin og vonin lifa samt og það ge ur lífinu gildi. Eitt af einkennum Matthíasar Johannessen er lotnin fyrir lífinu, hann er umfram allt lo söngvari, þó hann geti að sjálfsögð brugðið fyrir sig háði og ádeilu, honum þurfa þykir. Grimmd o kúgun stríðsherra er honum ekk að skapi, hann fordæmir fortak laust innrásina í Ungverjaland MATTHÍAS Johannessen er eitt af litríkari ljóðskáldum Íslendinga á seinni hluta 20. aldar. Hann sendi frá sér sína fyrstu bók, Borgin hló, árið 1958, og sú átjánda, Ættjarð- arljóð á atómöld, kom út árið 1999. Þegar haft er í huga að margar bækur Matthíasar eru langar, vel yfir 100 blaðsíður, hljóta afköst hans að teljast undraverð. Hið nýja ljóðaúrval er 430 síður og er þá meðtalinn formáli Silju Aðalsteins- dóttur sem fékk einnig það vanda- sama hlutverk að velja ljóðin. Í stuttu máli kemst hún vel frá sínu verki, hún velur af stakri smekkvísi og ritar einnig læsilegan og gagn- orðan formála þar sem ferill Matth- íasar sem ljóðskálds kemst vel til skila. Mjög vel er staðið að útgáf- unni og að auki fylgir geisladiskur með lestri skáldsins á eigin ljóðum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Matthías kvaddi sér hljóðs með sinni fyrstu bók, Borgin hló. Matthías hafði reyndar ort frá unga aldri en beið með að gefa út ljóðabók þar til hann hafði náð til- skildum þroska. Ekki spillti það heldur fyrir að Steinn Steinarr raðaði ljóðunum upp fyrir vin sinn Matthías, svo þau mynda sterka heild. Sjötti áratug- urinn var áratugur atómskáldanna svokölluðu og ljóðið var að brjóta af sér aldalanga fjötra ríms og stuðla. Matthías mótaði sinn eigin stíl, frjálsari tjáningarhátt en flest at- ómskáldin notuðu. Nýjung Matth- íasar í Borgin hló var ekki síst fólg- in í nýrri og frjálslegri framsetn- ingu. Einkum eru það borgarljóðin sem eru nýstárleg og ólík borgar- ljóðum Tómasar Guðmundssonar og Steins sem voru uppáhaldsskáld Matthíasar á mótunarárum hans. Borgin var Steini framandi og Tómasi fjarlæg og hálf óraunveru- leg. Borgina persónugerir Matth- ías, líkir henni við unga og ástleitna konu. Hér er eitt af því sem ein- kennir Matthías sem skáld, hann er ástríðufullur og til- finninganæmur og að þessu leyti miklu líkari Davíð Stef- ánssyni eða Stefáni frá Hvítadal, borg- in er með „ungar nýlagðar götur / með varir votar af tjöru / og þær þrýsta heitum barmi að köldum fótum“. Hólmgönguljóð (1960) hét næsta bók skáldsins og þar kemur mælsk- an skýrt fram, eitt af sérkennum Matthíasar sem skálds alla tíð. Formið er nýstár- legt – öll ljóðin í fyrri hluta bók- arinnar eru byggð upp sem mynd- hverfingar sem hefjast á „þú ert“. Með þessu móti nær skáldið að spanna breytileik veruleikans, myndhverfingarnar eru bæði hlut- stæðar og óhlutstæðar. Titillinn gefur dirfsku skáldsins til kynna, það gengur óhrætt á hólm við heim- inn, vopnað orðsins brandi. Hug- Kærkomið ljóðaúrval BÆKUR Ljóð LJÓÐAÚRVAL Matthías Johannessen. Silja Að- alsteinsdóttir valdi ljóðin og ritaði for- mála. Vaka-Helgafell 2001. Matthías Johannessen  Fæðir og klæðir flugur Ragnhildur Sverrisdóttir ræðir við Kristínu Marju Baldursdóttur. Skáldsagan Yfir Ebró- fljótið er eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Spænska borg- arastyrjöldin er efnivið- ur þessarar nýju skáld- sögu Álfrúnar. Haraldur er einn þeirra mörgu ungu manna á fjórða áratug seinustu aldar sem telur að heiminum standi ógn af uppgangi fasismans. Líkt og þeir fer hann til Spánar til að berjast gegn spænsku falangistunum. Þegar árin færast yfir og það syrtir í álinn fyrir honum leitar hann á vit minninga um horfna vini og félaga sem tóku þátt í orr- ustunni við Ebro. Bókin byggir að hluta til á frásögn eins íslendings sem tók þátt í styrjöldinni. Síðasta skáldsaga Álfrúnar, Hvatt að rúnum, hlaut tilnefningu til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna árið 1993. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 459 bls., prentuð í Odda. Kápu hannaði Alda Lóa Leifsdóttir. Kort gerði Jean- Pierre Biard. Verð: 4.690 kr. Yfir Ebrofljótið Álfrún Gunnlaugsdóttir Um landið hér – Orð krossins við aldahvörf er eftir dr. Sigurbjörn Einarsson biskup og geymir nýlegar ræður hans, greinar og ljóð. Í kynningu segir m.a.: „Í bókinni skrifar hann um kjarna krist- innar trúar, skýrt og skorinort sem fyrr. Hann skoðar öll mál frá nýjum sjón- arhornum sem hvíla á traustum grunni. Fjallað er um efni á borð við sköpunina, upprisuna, þjáninguna, siðaboðskap trú- arinnar, uppeldi, þanka á þúsald- armorgni, kirkju og þjóð. Kristni á Ís- landi í þúsund ár er efst í huga höfundar og það sem trúin hefur fært landi og þjóð á umliðnum öldum.“ Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Bókin er 260 bls. Verð: 3.490 kr. Um landið hér Sigurbjörn Einarsson Stúlkurnar tvær komn- ar fram STÚLKURNAR tvær, sem lög- reglan í Keflavík lýsti eftir í fyrra- dag, eru komnar fram heilar á húfi. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Keflavík komu stúlk- urnar fram laust fyrir klukkan sex í gær og amaði ekkert að þeim. Höfðu þær haldið til einhvers stað- ar í Reykjavík. Stúlkurnar eru báðar fæddar ár- ið 1986 og hafði þeirra verið sakn- að frá því á laugardagskvöldið klukkan 20. Tók niðri í Grinda- víkurhöfn FLUTNINGASKIP tók niðri á leið út úr Grindavíkurhöfn í gær- kvöldi. Það losnaði af eigin ramm- leik og enginn leki kom að skipinu, en til öryggis fylgdi björgunarbát- ur björgunarsveitarinnar Þor- bjarnar í Grindavík skipinu áleiðis til Reykjavíkur. Björgunarbátur björgunarsveitarinnar í Sandgerði tók við á móts við Sandgerði og fylgdi skipinu áfram til Reykjavík- ur, en það var væntanlegt þangað í nótt. Flutningaskipið er erlent og heitir Green Snow og er um 95 metra langt. Það var að lesta frosna síld í Grindavík og átti síð- an að halda til Reykjavíkur. Í GÆRKVÖLDI var almennur fundur á Siglufirði þar sem kynnt var mat á hættu vegna ofanflóða á Siglufirði. Á fundinn mættu um 60 manns. Fulltrúar Veðurstofu Ís- lands kynntu í stórum dráttum á hvaða forsendum umrætt hættumat er byggt. Kom skýrt fram í máli þeirra að þrátt fyrir að mannskæð snjóflóð hefðu aldrei orðið svo vitað væri þar sem núverandi byggð stæði, þá væri snjóflóðasagan stutt, og líta yrði til allt að 1–2 þúsund ára í því sambandi. Líkurnar á stórum snjóflóðum væru töluverðar vegna staðhátta og ekki væri hægt að byggja matið nema að litlu leyti á þekktri snjóflóðasögu. Einnig fór fram kynning á fyrir- huguðum mannvirkjum sem draga eiga úr hættu á manntjóni vegna of- anflóða. Ljóst er að um töluverðar framkvæmdir er að ræða og og fýsti fundarmenn nokkuð að vita hver umhverfis- og sjónræn áhrif þessara mannvirkja yrðu. Reynir Vilhjálmsson landslags- arkitekt sýndi ýmsar skýringar- myndir af hugmyndum þeim sem hann hefur unnið í samvinnu við Þorstein Jóhannsson verkfræðing á Siglufirði. Hann dró ekki úr þeirri breytingu sem þessi mannvirki hefðu í för með sér fyrir landslag of- an byggðarinnar, en sagði að nýtt landslag skapaði nýja möguleika og benti jafnframt á hversu vel heppn- uð núverandi varnarmannvirki væru, því að þau væru nú vinsælt útivistarsvæði á sumrin. Tillögurnar að hættumatinu voru unnar af Veðurstofu Íslands á veg- um hættumatsnefndar Siglufjarðar, en umhverfisráðherra skipaði nefndina í febrúar sem leið í sam- ræmi við ákvæði reglugerðar. Þetta er annað hættumatið sem gert er, en búið er að gera slíkt mat fyrir Nes- kaupstað og unnið er að tillögum fyrir Seyðisfjörð, Eskifjörð og Ísa- fjörð. Guðmundur Guðlaugsson, bæjar- stjóri á Siglufirði, segir að í raun hafi ekki verið til neitt mat áður. Miðað hafi verið við ákveðna hættulínu og með hana í huga sé hún neðar en áð- ur á tilteknum svæðum. Hins vegar breyti hættumatið sem slíkt engu því legið hafi fyrir hvað gera þyrfti og því hafi ákveðnar aðgerðir verið í gangi og þær haldi áfram í samræmi við tillögur ofanflóðasjóðs. 1997 fór fram frumathugun varna undir Strengsgiljum og Jörundar- skál á Siglufirði í samstarfi við er- lenda sérfræðinga. Árið eftir voru framkvæmdir vegna leiðigarða boðnar út og hafist handa um sum- arið. Guðmundur Guðlaugsson segir að gert hafi verið ráð fyrir ákveðnum framkvæmdum 2001 til 2004 eða 2005 og sé áætlaður kostn- aður á annan milljarð króna. Hættumat vegna ofanflóða á Siglufirði kynnt á almennum fundi í gærkvöldi Líkurnar á stórum flóðum töluverðar vegna staðhátta Siglufirði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Halldór Halldórsson Um sextíu manns sóttu kynningarfund á Siglufirði í gærkveldi þar sem kynnt var hættumat vegna ofanflóða. EINAR Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og vara- formaður fjárlaganefndar, upplýsti á Alþingi í gærkvöldi að ekki væri unnt að gera nákvæma og sundurliðaða grein fyrir kostnaði vegna útboðs- og einkavæðingarverkefna ríkisstjórn- arinnar fyrr en sala ríkisfyrirtækja hefði farið fram. Þess vegna taldi hann svar forsætisráðuneytisins, sem barst fjárlaganefnd í gærkvöldi, full- nægjandi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær brást stjórnarandstaðan á Al- þingi ókvæða við á mánudag þegar forsætisráðuneytið hafnaði því að út- skýra í hvað liður á frumvarpi til fjár- aukalaga fyrir árið 2001, upp á 300 milljónir kr. vegna útboðs- og einka- væðingarverkefna, fæli nánar í sér. Forsætisráðuneytið samþykkti hins vegar í gær að upplýsa nánar um for- sendur þessarar fjárheimildar gegn því að fjárlaganefnd gengist undir trúnað þar sem um væri að ræða við- kvæmar viðskiptaupplýsingar. Um er að ræða sölu hlutafjár rík- issjóðs í fimm fyrirtækjum, Lands- síma Íslands, Landsbankanum, Bún- aðarbanka, Stofnfiski og Íslenskum aðalverktökum. Hlé gert í gærkvöldi vegna aukafundar fjárlaganefndar Hlé var gert á langri umræðu um frumvarp til fjáraukalaga á Alþingi í gærkvöldi eftir að umrætt svar frá forsætisráðuneytinu barst til þess að fjárlaganefnd gæti farið yfir efni þess. Þegar fundi var fram haldið, á tíunda tímanum í gærkvöldi, kvaddi Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Sam- fylkingarinnar í fjárlaganefnd, sér hljóðs og sagði svar ráðuneytisins allsendis ófullnægjandi. Ekkert í efni þess réttlætti þá leynd sem krafist hefði verið, en hann myndi þó virða þann trúnað sem hann hefði gengist undir. Bætti hann við að formaður fjárlaganefndar, Ólafur Örn Haralds- son, þingmaður Framsóknarflokks, væri sammála sér um það að svarið væri ekki fullnægjandi og hann hafi sagst myndu beita sér fyrir nánari skýringum. Ekki unnt að gefa upp frekari sundurliðun fyrr en eftir sölu Einar Oddur Kristjánsson svaraði því þá til að svar forsætisráðuneyt- isins væri fullnægjandi að sínu viti þar sem sala umræddra ríkisfyrir- tækja hafi ekki farið fram og frekari sundurliðun sé ekki unnt að gefa fyrr en sölulaun hafi verið reiknuð út frá prósentu af andvirði sölu fyrirtækj- anna. Að sjálfsögðu væri ekki unnt að gefa nánari upplýsingar um sölu- þóknun en þar væri um að ræða al- menn lögmál sem nú giltu á markaði. Kostnaður við einkavæðingu ríkisfyrirtækja Söluaðilar fá prósent- ur af söluandvirðinu  Fjárlaganefnd/10 ÍSLENSKAR ævintýraferðir hafa gert formlegt tilboð í eignir úr þrotabúi Samvinnuferða-Landsýnar. Ragnar H. Hall skiptastjóri vonast eftir að gengið verði frá samningi um söluna í dag. Um er að ræða rekstur sem aðallega tengist innanlandsdeild Samvinnuferða. Ekkert varð hins vegar úr því að ferðaskrifstofan Heimsferðir keypti eignir úr þrotabúi Samvinnuferða. Skiptastjóri gerði Heimsferðum gagntilboð í fyrradag en því var ekki tekið. Þegar þetta lá fyrir ákváðu Ís- lenskar ævintýraferðir hins vegar að gera formlegt tilboð í innanlands- rekstur Samvinnuferða, en fyrirtæk- ið stóð að upphaflegu tilboði Heims- ferða. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir að mikið af við- skiptasamböndum SL séu nú horfin, nafn þess hafi orðið fyrir miklum skaða og vart forsendur fyrir því að halda áfram með það. „Við vorum búnir að leggja fram bindandi tilboð og á sunnudegi var búið að hækka það heilmikið. Það var okkar mat að um gott tilboð væri að ræða. Síðan kom gagntilboð frá skiptastjóra SL og tíminn vann gegn okkur,“ sagði Andri, en fyrirtæki hans ákvað að svara ekki gagntilboði skiptastjóra SL þegar frestur til þess rann út í gærmorgun. Andri vildi ekki greina frá því hve hátt tilboð Heimsferða var í rekstur SL. Hann sagði að samkomulag hefði orðið um að það yrði trúnaðarmál. Andri sagði að Heimsferðir væru búnar að taka yfir samninga SL á Kanaríeyjum og viðskiptasambönd þess á Benidorm, en hugmyndin væri sú að auka umsvifin á Benidorm. Andri sagði jafnframt að nokkrum fyrrverandi starfsmönnum SL yrði boðið starf hjá Heimsferðum og von- aðist til þess að það gæti gengið eftir. Samningur í burðarliðnum Samvinnuferðir/Landsýn ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.