Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 51 DAGBÓK Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen), sími 553 0100. Opið virka daga kl. 10–18, laugardaga kl. 10–16. Jólatilboð 15-30% afsláttur af yfirhöfnum Ullarjakkar - ullarkápur með og án hettu Úlpur - dúnúlpur - vendiúlpur (gervipelsar) Kvenbuxur - 3 skálmalengdir Smáskór Suðurlandsbraut 52, Bláu húsin við Faxafen, sími 568 3919, fax 581 3919 Opið 10 til 18, lau. 11-15 Teg. CINTIA Svartir Stærðir 24-34 Verð 4.490 Teg. CAROLANE Svartir Stærðir 25-32 Verð 4.490 20% afsláttur af öllum skóm í 3 daga Við teljum niður til jóla! 5. desember 19 dagar til jóla 19% afsl. 6. desember 18 dagar til jóla 18% afsl. 7. desember 17 dagar til jóla 17% afsl. 8. desember 16 dagar til jóla 16% afsl. 9. desember 15 dagar til jóla 15% afsl. 10. desember 14 dagar til jóla 14% afsl. 11. desember 13 dagar til jóla 13% afsl. Laugavegi 1, sími 561 7760 Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur gert í dag. Árnað heilla BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð sjálfsörugg og þor- in og eigið gott með að sjá hvað tekst og hvað er ekki í spilunum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ef þið ætlið að taka slaginn um skoðanir ykkar skuluð þið búa ykkur vandlega undir hann og alls ekki vanmeta þá sem kunna að vera á öðru máli. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hvort sem ykkur líkar það betur eða verr verðið þið til samkomulags að setja ykkur í spor þeirra sem vilja stefna í aðra átt en þið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Bregðist ekki illa við þótt vin- ir ykkar segi ekki bara já og amen við öllu sem þið segið. Það er gott að eiga vini sem þora að segja skoðanir sínar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Notið nú þann byr sem þið hafið út á störf ykkar. Þið eig- ið svo auðveldlega að geta þokað málum áleiðis og fyrr en varir eru þau í höfn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reynið að taka ekki afstöðu í deilum sem geisar nú á vinnu- stað ykkar. Bíðið átekta og þið standið uppi með hreinan skjöld þegar moldviðrinu slotar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hlustið á það sem aðrir í fjöl- skyldunni hafa fram að færa. Það kann nefnilega ekki góðri lukku að stýra að vilja bara hlusta á sjálfan sig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Látið það ekki fara í taugarn- ar á ykkur þótt það taki tíma að velta upp öllum hliðum málanna. Það tryggir vönduð vinnubrögð og farsælustu lausnina. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þótt þú þurfir ekki að hlusta á það sem aðrir segja um verk þitt, skaltu hlusta á þá því það er aldrei að vita nema hagnýt ábending komi í ljós. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það hefst ekkert nema þið látið heyra í ykkur. Þið verðið að vera tilbúin til þess að standa uppi á kassa og kalla orðin út yfir heiminn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Látið ekki áhyggjurnar ná tökum á ykkur. Erfiðleikar eru alls staðar og þeir eru til þess að sigrast á þeim. Herðið upp hugann og hefjist handa. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hikið ekki við að nota hvert tækifæri til þess að ná eyrum andstæðinga ykkar. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangend- unum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gætið þess að haga svo orð- um ykkar að þau séu málstað ykkar til framdráttar en fæli ekki fólk frá. Það er betra að gera hlutina með bros á vör. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake PABLO Ravenna er ung- ur strákur frá Argentínu sem vakið hefur heims- athygli fyrir góða tækni við spilaborðið. Hann er hér í suður sem sagnhafi í þremur gröndum, en spilið kom upp á HM yngri spilara í Brasilíu: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ D93 ♥ KG643 ♦ 7 ♣K1098 Vestur Austur ♠ 104 ♠ KG85 ♥ Á108 ♥ 95 ♦ KD10542 ♦ 963 ♣G4 ♣D732 Suður ♠ Á762 ♥ D72 ♦ ÁG8 ♣Á65 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand 2 lauf * 3 tíglar ** Pass 3 grönd Pass Pass Pass * Tígull eða hálitir. ** Yfirfærsla í hjarta (Rubensohl). Vestur kom út með tígulkóng, sem Ravenna dúkkaði, en austur vísaði frá með níunni. Vestur skipti þá yfir í hjartatíu. Ravenna stakk upp kóng og spilaði svo aftur hjarta á drottningu, sem vestur tók og kom nú loks með spaðatíu. Sagnhafi hefur tryggt sér átta slagi: spaðaás, fjóra á hjarta, tígulás og ÁK í laufi. Ravenna lagði spaðadrottninguna á tíu vesturs og gaf austri á kónginn. Austur spilaði auðvitað tígli og vestur fékk slag á drottninguna. Og spilaði spaða á áttu austurs og ás sagnhafa. Nú tók Ravenna tígulás og síðan öll hjörtun, en við það þvingaðist austur í spaða og laufi: Norður ♠ 9 ♥ 6 ♦ -- ♣K10 Vestur Austur ♠ -- ♠ G ♥ -- ♥ -- ♦ 105 ♦ -- ♣G4 ♣D73 Suður ♠ 7 ♥ -- ♦ -- ♣Á65 Síðasta hjartanu er spilað í þessari stöðu og við því á austur ekkert svar. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT ÍSLANDS MINNI Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig, sem á brjóstum borið og blessað hefur mig fyrir skikkun skaparans; vertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans. Eggert Ólafsson 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 5. desember, er fimmtugur Ás- mundur Kristinsson, múr- arameistari, Klyfjaseli 3. Hann og eiginkona hans, Sigrún Guðjónsdóttir, eru stödd erlendis. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 5. desember, er fimmtugur Eðvald Smári Ragnarsson. Eðvald og eiginkona hans, Hólmfríður Haukdal, taka á móti ættingjum og vinum á Hótel Framtíð, Djúpavogi, laugardaginn 8. desember kl. 20–23. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 c6 4. Dc2 Rf6 5. Bg5 Rbd7 6. e3 Da5+ 7. Rbd2 Re4 8. Bf4 Be7 9. cxd5 exd5 10. Bd3 Rdf6 11. O-O Bf5 12. Rb3 Dd8 13. Re5 Bg6 14. f3 Rd6 15. Rxg6 hxg6 16. e4 Rh5 17. Bd2 g5 18. e5 Rb5 19. g3 Db6 20. Be3 Rc7 21. Rc5 a5 22. Hac1 Re6 23. Rxe6 fxe6 24. f4 gxf4 25. Bg6+ Kd7 26. gxf4 Haf8 27. f5 exf5 28. Hxf5 Rf4 29. Bxf4 Dxd4+ 30. Kh1 Hxf5 31. Bxf5+ Kd8 32. Dd2 Db6 Staðan kom upp í HM FIDE sem stendur nú yfir í Moskvu. Joel Lautier (2675) hafði hvítt gegn indverska stór- meistaranum Diby- endu Barua (2499). 33. Dxd5+ og hvítur gafst upp enda mát eftir 33... cxd5 34. Hc8#. Kempur á borð við Anatoly Karpov, Nigel Short, Viktor Kortsnoj og Judit Polgar féllu úr í keppni í fyrstu umferð mótsins. 16 manna úrslit fara fram í dag en 14. desember verður orð- ið ljóst hverjir tefla um heimsmeistaratitilinn í jan- úar næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsing- ar um mótið á skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 5. desember, ersjötugur Gísli Kristjánsson, bóndi, Lækjarhvammi. Eiginkona hans, Helga Jónsdóttir, verður sjötug 9. janúar nk. Þau verða ekki heima á afmælisdaginn en taka á móti gestum föstudaginn 28. desember að Ýdölum milli kl. 20- 23. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúm- er. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Með morgunkaffinu Heyrðu hr. Hansen, má ég eiga við þig eitt orð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.