Morgunblaðið - 05.12.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.12.2001, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 23 ELLEFU menn frá suðurhluta Rússlands létust í eldsvoða í rútu í Moskvu í gærmorgun. Eldurinn braust út eftir að gas- hylki í rútunni sprakk, en það hafði verið notað til að elda mat. Rútan stóð á bílastæði við Izmailovo- markaðinn í austurhluta Moskvu, en þangað komu mennirnir til að selja afurðir sínar. Þrettán manns voru í rútunni en aðeins tveir komust lífs af, bílstjórinn og einn farþegi. AP Ellefu fórust í Rússlandi TILRAUN Bandaríkjahers með eldflaug yfir Kyrrahafi í fyrrinótt gekk samkvæmt áætl- un, að því er bandaríska varn- armálaráðuneytið greindi frá. Gerviflugskeyti var skotið á loft frá Vandenberg-herstöðinni í Kaliforníu kl. 02:59 að íslenskum tíma í fyrrinótt. Varnareldflaug var skotið frá Kwajalein-rifinu í Suður-Kyrrahafi 22 mínútum síðar og hæfði hún flugskeytið í 232 km hæð kl. 03:30. Var þetta fimmta tilraun Bandaríkjahers með varnareldflaugar og sú þriðja sem heppnast hefur. Í ljósi góðs árangurs er talið að hún varði veginn fyrir frekari tilraunir með þróun eldflauga- varnakerfis. Kostnaður við hverja tilraun er um 100 millj- ónir dollara, eða um 10 milljarð- ar króna. Mannskæðar erjur í Ghana AÐ minnsta kosti 50 manns hafa látist og 150 slasast í ættbálka- erjum í Bawku-héraði í norð- austurhluta Afríkuríkisins Ghana á síðustu dögum. Emb- ættismenn telja þó að tala lát- inna geti verið enn hærri. Átökin standa milli ættbálkanna Kusasi og Mamprusi og áttu upptök sín á sunnudag. Meðlim- ir Kusasi-ættbálksins kveiktu þá í söluturni í eigu Mamprusi- manns og svöruðu félagar hans með því að leggja eld að kofa Kusasi-fólks. Franskir í verkfall GERT er ráð fyrir að mikil rösk- un verði á flugi um Frakkland næstu daga en samtök franskra flugumferðarstjóra hafa boðað 36 klukkustunda verkfall frá kl. 18 í dag og fram til kl. 6 á föstu- dagsmorgun. Sögðu yfirvöld að flug um París og suðausturhluta Frakklands yrði verst úti en haldið verður úti lágmarksþjón- ustu öryggisins vegna. Verkfall- ið er boðað til að mótmæla áformum samgönguráðherra Evrópusambandsins um að stuðla að samkeppni í flugum- ferðarstjórn. Telja franskir flug- umferðarstjórar að þetta muni draga úr öryggi í flugi. STUTT Vel heppnuð tilraun á nokkrum tegundum af Amerískum ísskápum meðan birgðir endast. 15-20% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.