Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRUMRAUN dúettsins Trabant, Moment of truth, er góður gripur. Þeir Viðar og Þorvaldur hafa valið þá leið að sjóða saman raftóna og hefðbundinn hljóð- færaleik í ómþýða hljómsúpu með svolítið gamaldags yfirbragði. Ekki óþekkt aðferð nú þegar mönnum er loks orðið ljóst að ekkert er undir sólu nýtt og óþarfi að fara í felur með dálæti sitt á eldri tónum. Með þetta sagt tekst þeim samt oftast að sneiða fram hjá því gárungalega hallærispoppi sem þyk- ir vís nokkuð sniðugt nú um stundir en þeir sem stunda þann gjörning sækja gjarnan í sama sarp og Trab- ant gerir. Það sem skilur verk þeirra frá öðrum er hins vegar hversu frjálslega þeir fara með formið. Áhrifin koma úr öllum áttum og fjöl- breytnin er höfð í fyrirrúmi. Ekkert er heilagt svo lengi sem það er skemmtilegt. Ég sé gripinn í heild sinni sem sambland rafrænnar for- tíðarhyggju Jimmy Tenors og sam- suðurokki Becks. Þetta er þó bara grunntónninn og að sjálfsögðu mörg húðlög þar ofan á sem hægt er að kjamsa á án þess að bíta í „tenor“- kjúkur eða „beck“-brjósk. Inngangurinn leggur línurnar fyr- ir það sem koma skal. „Enter space- bar“ er værukær orgelhjalandi sem vex eftir því sem líður á. Orgelskelf- irinn Úlfur Eldjárn notar einhver tól úr vopnabúri sínu til að mynda nýja vöru í gömlum umbúðum og gerir það vel. Þessu er fram haldið í öðru laginu, „Org Org“, þar sem hamm- ondið dregur upp myndir af loftfim- leikaatriði í sirkus og breytist svo í stef úr gömlum lögguþætti. Í „Blues- brakers“ er Beck lifandi kominn í fönkstellingum og „Old Elgar“ er einhvers konar kúrekaóður. „Ba- hama Banana“ hefði að mínu viti get- að heppnast betur. Beach Boys svífa yfir vötnum í strandsveiflu en radd- beitingin er leiðigjörn og stefið of- notað. Þeir bæta strax úr skák með „Lady Elephant“ sem er hreint frá- bært með sinn berstrípaða skemmt- arahljóm og skemmtilega samsuðu saxófóns og raddar. „Retard part 1 og 2“ eru einnig til fyrirmyndar og ekki frá því að fyrrihlutinn sæki nokkuð í „Wilmont“ með Andrew Wetherhall með dreymandi samba- taktinn í grunninn. „Himnalalala“ er réttnefnt þar sem hástemmningin ræður ríkjum og loftbelgdur tromp- etinn skapar háfjallasýn. Plötunni lýkur á „Superman“ þar sem Ragnar Kjartansson kyrjar fallega Bach- arach-ballöðu. Önnur lög eru flest góð og hefur diskurinn sterka heild- armynd þótt viðfangsefnin séu margslungin. Þess ber einnig að geta að umslagshönnun Ólafs Breiðfjörð er sérlega skemmtileg. Þetta er marghliða verk og það sem kannski helst kemur á óvart er hversu vel tekst til. Það er hætt við því að menn þrjóti örendi í svona til- raunamennsku og hún leiði til lítils annars en hugmynda sem ekki næst að raungera í hita leiksins. Þeim Við- ari og Þorvaldi hefur hins vegar tek- ist áætlunarverk sitt með eindæm- um vel og búið til sneiðmynd af nýj- ungum og poppi úr glatkistunni. Tónlist Enginn skrjóður Trabant Moment of Truth TMT/Thule Trabant er Viðar Hákon Gíslason og Þor- valdur H. Gröndal. Þeir sjá um allra handa hljófæraleik ásamt tölvuforritun. Þeim til aðstoðar eru Úlfur Eldjárn, Hlynur Aðils Vilmarsson, Ó. Jónsson, Egill Sæbjörns- son, Freyr, Ragnar Kjartansson, Finn B., Ragnheiður Eiríksdóttir, Samúel J. Sam- úelsson, Ylfa Mist og Einar S.H. Þórvald- ur Skúlason sér um viðbótarforritun og einnig um upptökur ásamt Trabant. Finn B. hljóðblandar og umslagshönnun er í höndum Ólafs Breiðfjörð. TMT/Thule Records gefur út. Lengd: 62 mínútur. Heimir Snorrason Tilraunamennska Trabants gengur upp að mati Heimis Snorrasonar. Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is VILJI EMMU - David Hare Smíðaverkstæðið kl 20.00 Í kvöld mið 5/12 uppselt, aukasýning fös. 28/12. Stóra sviðið kl 20.00 - Comden/Green/Brown og Freed SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI - Edward Albee HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? – gleðileg jólagjöf! Lau. 8/12 kl.14:00 uppselt, kl.15:00 uppselt kl. 16:00 uppselt, sun. 9/12 kl. 14:00 uppselt og kl.15:00 uppselt, lau. 15/12 kl.14:00 uppselt, kl.15:00 uppselt, kl.16:00 uppselt. sun. 16/12 kl. 14:00 uppselt og kl.15:00 örfá sæti laus, lau. 29/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus og kl.15:00, sun. 30/12 kl. 14:00 og 15:00 GJAFAKORT Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ÁRÆÐIN GJÖF! Fös. 7/12 örfá sæti laus, fös. 28/12, lau. 29/12. Litla sviðið kl 20.00 Lau. 8/12 uppselt, sun. 9/12 uppselt, lau. 15/12 uppselt, sun. 16/12 uppselt. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner Söngsveitin Fílharmonía Aðventutónleikar í Langholtskirkju miðvikudaginn 5. desember kl. 20.30, fimmtudaginn 6. desember kl. 20.30 og sunnudaginn 9. desember kl. 20.30 Kammersveit Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Miðasala í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 og við innganginn. www.filharmonia.mi.is Leikhúsgestir Minnum á jólahlaðborð fyrir leikhús á aðeins kr. 3.950. Borðapantanir í síma 551 9636. Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN föstudaginn 7. desember kl. 19:30 í HáskólabíóiHátíðartónleikar Föstudaginn 7. desember verður hátíðarstemmning í Háskólabíói þegar minnst verður hundruðustu ártíðar Giuseppes Verdis. Auk hljómsveitarinnar koma fram Íslenski óperukórinn, Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Jón Rúnar Arason tenór undir styrkri stjórn Garðars Cortes. Þessa fjölbreyttu blöndu af hljómsveitarpörtum, aríum og kórum, sem meistari óperunnar lét eftir sig, ætti enginn sannur tónlistarunnandi að láta fram hjá sér fara. Miðasala er hafin. Tónlistarveisla í Háskólabíói Á glæsilegri efnisskrá eru m.a. hlutar úr Don Carlo, La Traviata, Nabucco, Il Trovatore og Requiem. FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Su 9. des. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi 27. des kl. 20 - LAUS SÆTI Áskriftargestir munið valmöguleikann !!! BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson Lau 8. des. kl. 13 ath. breyttan sýn.tíma, all- ur ágóði rennur til Jólasöfnunar Rauða kross- ins og Hjálparstarfs kirkjunnar Su 9. des kl. 14 - NOKKUR SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Fö 7. des kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 28. des kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 8. des. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 29. des kl 20 - LAUS SÆTI JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS Leikið - sungið - lesið - dansað kringum jólatré Jólasveinar - Bóla - Grýla & Leppalúði - Edda Heiðrún o.m.fl. Lau 8. des kl. 17. Su 9. des kl. 17. Lau 15. des kl. 17. Su 16. des kl. 17. Aðgangseyrir kr. 500. BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Fö 7. des kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 28. des. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Fö 7. des kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 8. des kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 29. des kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ HEILL HEIMUR Í EINU UMSLAGI SENDUM HEIM                                       !" #    $%&' %(( )))   <  7        7 >  ?   9 /   .   9 ?        7 7 1    " ?                   !"##$%&&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.