Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morguninn 19. nóv- ember fengum við þær válegu fréttir að okkar besti vinur, Hólmar Ingi, væri látinn. Það er erfitt og ótímabært að þurfa að kveðja þenn- an vin okkar sem aðeins var 37 ára gamall. Kynni okkar hófust fyrir tæpum tuttugu árum. Það eru margar góðar minningar sem skjóta upp kollinum á svona stundu. Við keyptum okkar fyrstu íbúðir á sama tíma í Vestur- bænum. Þá sýndi Hólmar hversu duglegur og ósérhlífinn hann var. Hann vann á tveimur og um tíma á þremum stöðum til að eignast fyrstu íbúðina sína. Þar sem stutt var á milli heimila okkar var hann tíður gestur hjá okkur, kom oft í mat og stundum bara til að spjalla. Hann var einnig alltaf tilbúinn að koma og passa Unu Dögg dóttur okkar og síðan Magnús Inga son okkar, enda mjög barngóð- ur, og voru þau alltaf ánægð að fá Hólmar í heimsókn. Hólmar var van- ur að koma og vera hjá okkur á gaml- árskvöld, og var hans sárlega saknað við matarborðið eftir að hann flutti til Danmerkur. Ferðirnar okkar inn- anlands og utanlands voru ófáar en minnisstæðust var þó Flórídaferðin okkar 1995. Þaðan eigum við ynd- islegar minningar þar sem við vin- irnir eyddum saman sumarfríi sem var einstakt og er okkur fjölskyld- unni kært í minningunni um þennan HÓLMAR INGI ÞVERDAL KRISTINSSON ✝ Hólmar IngiÞverdal Kristins- son fæddist í Reykja- vík 4. apríl 1964. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Kaupmanna- höfn 18. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 3. desember. góða og trausta vin okkar. Hólmar var al- veg einstaklega já- kvæður og geðgóður maður, hress og kátur, alltaf stutt í hláturinn, sem var svo smitandi. Fyrir nokkrum árum fór hann til Bandaríkj- anna sem vinnuskipti- nemi í ár. Sá tími reyndist okk- ar góða vini oft erfiður, hann þurfti að takast á við sjálfan sig svo fjarri vinum og fjölskyldu. En heim kom hann og lét drauminn rætast um að læra hár- greiðslu. Hann nam á hárgreiðslu- stofunni á Sögu. Þar sýndi hann enn og aftur hversu duglegur hann var, orðinn rétt um þrítugt þegar hann útskrifaðist. Haustið 1996 fluttist hann síðan til Danmerkur. Fljótlega var hann kominn í vinnu, þar sem hann varð fjótt vinsæll hjá viðskiptavinum sín- um og hafði mikið að gera alveg eins og hann vildi hafa það, hann hafði líka kynnst Rene vini sínum. Þeir hófu búskap saman og maður heyrði á símtölum hans, sem voru ófá, að hann var mjög hamingjusamur. Það var gaman að heyra hvað hann var ánægður með að fá Hólmfríði móður sína til sín í heimsókn sl. sumar. Honum þótti svo óskaplega vænt um hana. Þeir Rene höfðu keypt sér yndislegt sumarhús rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Þar eyddu þeir öllum helgum ef þeir voru þá ekki einhvers staðar á ferð og flugi um allan heim. Við vor- um svo heppin að heimsækja þá í fyrra, og gista hjá þeim í sumarhús- inu. Það er óhætt að segja að mót- tökurnar voru frábærar. Elsku Rene, tími ykkar saman varð allof stuttur, en lífið er oft óút- reiknanlegt og ósanngjarnt. Við eig- um eftir að sakna símtalanna sem alltaf byrjuðu eins: „Sæl elskan.“ En minningin um góðan dreng mun lifa áfram með okkur. Og við verðum æv- inlega þakklát fyrir árin sem við fengum að eiga með þér, elsku vinur. Elsku Rene, Hólmfríður og fjöl- skylda. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Guðmundur og Lisbeth. Mér finnst eins og ég hafi þekkt þig miklu lengur en þetta rúma ár sem við unnum saman á Street Cut í Kaupmannahöfn. Ég var svo heppin að byrja að vinna með þér, Hólmar, það er bara eitthvað á milli Íslend- inga í útlöndum. Það var alltaf svo gaman hjá okk- ur í vinnunni, augngoturnar okkar og glottið þitt þegar við vorum að klippa, þegar við hittumst á morgn- ana og borðuðum morgunmat sam- an, rammíslensku gælunöfnin sem þú varst búinn að finna á dönsku samstarfsfélagana og svo margt og svo margt. Ég mun sakna þín svo mikið, Hólmar minn. Öll kvöldin sem við sátum saman eftir vinnu og fengum okkur einn „øl“ – sem endaði nú yf- irleitt í þremur því við þurftum að slúðra svo mikið. Svo ég tali nú ekki um þorrablótið, landsleikinn og þessa yndislegu tíu daga á Filipps- eyjum. Manstu hvað Mikki og René hlógu mikið að okkur þegar við héld- um að flugvélin væri að hrapa á leið- inni? Og hvað við hlógum mikið fyrsta kvöldið þegar við fundum ekki kofana okkar? Eða þegar við vorum sektuð fyrir að dansa á karókíbarn- um? Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eyða þess- um dögum með þér og René, mann- inum þínum. Þið höfðuð það svo gott saman og voruð svo duglegir að ferðast og gera hluti saman. Mottóið þitt var lika að lifa lífinu lifandi: „Líf- ið er alltof stutt,“ sagðir þú alltaf. Ég held líka að þú hafir nýtt þennan allt- of stutta tíma sem þú hafðir mjög vel. Þú lifðir lífinu eins og þú vildir lifa því. Þú varst alltaf svo góður við alla, Hólmar. Það var alltaf hægt að tala við þig um allt. Og það varst þú sem hélst uppi starfsandanum í vinnunni með þínum góða og klúra húmor. Svo varst það þú sem varst alltaf fyrstur til að ná í nammi handa krökkunum sem komu á hárgreiðslustofuna. Mættir líka stundum fyrr á morgn- ana fyrir þá kúnna sem komust ekki á afgreiðslutíma eða að þú varst lengur frameftir. Þú varst yndisleg manneskja og kenndir mér margt, sem ég mun allt- af búa að. Ég er heppin að hafa kynnst þér og mun aldrei gleyma þér. Dagarnir verða ekki eins án þín. Það verður ekkert eins án þín. Við Mikki sendum móður þinni og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur og svo auðvitað yndislega manninum þínum honum René, við munum allt- af vera í sambandi við hann. Svo veit ég það, Hólmar minn, að þann dag sem ég kem yfir móðuna miklu tekur þú á móti mér eins og þú varst vanur að gera í vinnunni og segja: „Sæl e’skan, hva’segirru?“ Takk fyrir allt og allt, elsku vinur. Þín vinkona, María Una. Elsku Hólmar minn, aldrei grun- aði mig að svona svakalega illa gæti farið, þrátt fyrir að ég hafi alltaf vit- að að þú værir með veikt hjarta og að þú hefðir farið í aðgerð þegar þú varst lítill. Ég sakna þín svo sárt og ég veit að það á aldrei eftir að vera eins að koma í vinnuna á „Street Cut“ þegar þú, vinur minn og vinnu- félagi, ert ekki lengur að taka á móti mér með orðunum „sæl elskan“ og brosa svo. Þessi tvö ár sem ég hef fengið að þekkja þig og vinna með þér hafa verið mjög skemmtileg, þrátt fyrir að það hafi nú stundum ýmislegt gengið á. Við stóðum samt alltaf þétt saman og studdum hvort annað og mér hefur alltaf fundist eins og þú værir eini öruggi punkturinn í vinnunni, sá eini sem ég vissi að ég gæti alltaf stólað á að væri þarna í sínu góða skapi bæði til að tala við og hlæja með og bara að stóla á. Mér finnst svolítið erfitt nú að sitja eftir og vera þakklát fyrir allt því að mér finnst nú bara svo ósanngjarnt að þú skulir ekki hafa fengið að vera leng- ur á meðal okkar. En ég er það nú samt. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman, allar skemmti- legu stundirnar, sem voru þó lang- flestar í vinnunni þar sem við spil- uðum m.a. „Gling Gló“ fyrir Danina, veltum okkur pínulítið upp úr slúðr- inu af fólkinu á Íslandi og ýmislegt fleira. En við áttum þó eftir að gera svo margt saman. Bara að fá okkur aðeins meira rauðvín eftir vinnu eða fara aðeins oftar út að borða en þetta kennir manni enn betur þá stað- reynd að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Mér þykir þó ofsalega notalegt í allri þessari sorg að vita að þú varst hamingjusamur á meðan þú lifðir og kunnir að njóta lífsins. Þú ferðaðist út um allan heim með René og nú síðast í vel heppnaða ferð til Filipps- eyja sem ég komst því miður ekki með í. Þú áttir margar góðar stundir, bæði heima og í sumarhúsinu ykkar, og síðast en ekki síst í sófanum góða sem þú keyptir dýrum dómum í sum- arhúsið þitt og hneykslaðir með því margar danskar dömur. Okkur þótti líka alltaf jafn gaman að minnast á sófasettið við þær og sjá viðbrögðin. Einnig finnst mér gott að hugsa til þess og muna að þú hafðir þína trú og trúðir á líf eftir dauðann. Svo hver veit nema við eigum eftir að hittast einhvern tímann aftur þrátt fyrir allt. Elsku vinur, ég mun aldrei gleyma þér og þínu góða skapi og ég veit að það eru margir, bæði Íslend- ingar og Danir, sem eru þakklátir fyrir að hafa kynnst þér og sakna þín sárt. Ekki síst allir þínir fjöldamörgu viðskiptavinir á hárgreiðslustofunni. Ég vil að lokum senda René, mömmu þinni og bræðrum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín vinkona, Helena. Minningarnar sem ég á um þenn- an yndislega vin minn, eru nær ein samfelld skemmtun. Glaðlega fram- koman og hláturinn hans Hólmars heillaði alla þá sem höfðu dottið í þann lukkupott að kynnast honum. Í átján ár höfðum við tengst sterkum vináttuböndum. Við deildum saman öllu fjöri sem hægt var að komast yf- ir, en ef eitthvað bjátaði á hjá Hólm- ari þá leitaði hann til mín og er ég verulega stolt af því að hafa getað reynst honum stuðningur. Þetta var svo sannarlega gagnkvæmt því hann var „öxlin mín“. Kynni okkar hófust í afar sundurlausri friðargrúppu, sem er víst enn við lýði. En ekki dvöldum við lengi við þá iðju að bjarga heim- inum frá glötun, en náðum góðum tengslum við skemmtilegustu kar- akterana í hópnum. Það má með sanni segja að Hólmar hafi verið hinn eini sanni friðarsinni, því í hans návist leið öllum svo vel að engum kom til hugar að skemma stemmn- inguna sem hann skapaði. Við sonur minn Daníel hittum Hólmar síðast í Köben. Það voru frá- bærir dagar sem við áttum saman. Hann sýndi okkur margt, minnis- stæðust ferð okkar í hestvagni frá Nýhöfn. Daníel sat hjá eklinum en við Hólmar „afturí“ og hlógum okkur máttlaus þar sem við höktum þarna í opnum vagni innan um alla bílaum- ferðina og grimmúðlega Harley Dav- idson-kalla sem tóku kröftuglega fram úr okkar sallarólega kerruklár. Þessi tími er ógleymanlegur og dýr- mætur. Elsku hjartans Hólmar, við Daníel ásamt systkinum mínum Elínu og Herði söknum þín sárt. Við heyrum enn þá hláturinn þinn og minnumst þín sem mannsins sem sýndi okkur fram á skondnu hliðar lífsins. Þinn ástríki eiginmaður, elskuleg móðir og bræður, megi almættið styrkja þau í sorg sinni. Of fljótt, of snöggt og farinn ertu vinur. Fögur minning, eftir stendur ein. Þín vinkona, Álfhildur Eygló Andrésdóttir. Elsku Sigga. Ég skrifa um þig því þú áttir sérstakan stað í hjarta mínu. Þú varst sérstök. Þegar ég var lítil varstu bara göm- ul kona sem talaðir mikið um óskilj- anlega ættfræði við fullorðna fólkið, horfðir á Derrick og kallaðir mig Hrund Óladóttur Ýr. Ég man vel eft- ir símtalinu sem breytti þessari skoðun minni. Ég var menntskæl- ingur, ein heima, límd fyrir framan sjónvarpið, en neyddist til að svara símanum. Talið barst að skólagöngu fyrr og nú og þú sagðir svo skemmti- SIGRÍÐUR VALDE- MARSDÓTTIR ✝ Sigríður Valde-marsdóttir fædd- ist í Fremri-Arnar- dal við Skutulsfjörð 14. maí 1904. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 10. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 21. nóvember. lega frá þegar þú og Hannibal kennduð sitt hvorum bekknum í barnaskólanum á Ísa- firði. Það var ekki hægt annað en að verða hug- fanginn og vilja heyra meira. Ég fékk líka að heyra meira, þú hafðir frá nógu að segja frá þínum yngri árum og frá Íslandssögunni. Ég var heppin að ná að kynnast þér meira þegar ég var í Háskól- anum, svo þegar ég flutti til Noregs var alltaf tekið frá kvöld í hverju fríi til að heimsækja þig. Elsku Sigga, takk fyrir allan stuðning sem þú hefur veitt mér. Styrkurinn úr Menningarsjóði vest- firskrar æsku, sem þú bentir mér á að sækja um, kom sér vel í peninga- leysi sem oft fylgir námi erlendis. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, sögurnar og mynd- irnar. Ef það er einhver sem ég vil líkjast þegar ég verð gömul, þá er það þú. Kveðja, Hrund Óladóttir Ýr. Við fáum ekki allar okkar óskir uppfylltar í lífinu, en getum þó lagt okkar af mörkum við að uppfylla óskir annarra. Það gerði hugsjóna- konan Sigríður Valdemarsdóttir. Með stofnun minningarsjóðs um foreldra sína, Menningarsjóðs vest- firskrar æsku, hefur Sigríður lagt mörgum lið í lífsbaráttunni. Úr hon- um var veitt á ári hverju til ung- menna sem voru í námi, höfðu misst föður eða móður og ættaðir voru af Vestfjörðum. Meira en tvö hundruð ungmenni hafa þegið styrk úr þess- um sjóði. Ég vil þakka Sigríði fyrir það hug- sjónastarf sem fólst í að halda þess- um sjóði lifandi. Ég vil þakka fyrir hönd þeirra ungmenna sem þáðu styrki úr þessum sjóði, og þar á með- al tvö af börnum mínum. Ég þakka henni vináttu síðustu fimmtán ára. Hún var hafsjór af fróðleik og stál- minnug á atburði liðinnar aldar. Stutt spjall við Sigríði varð alltaf að eins til tveggja tíma umræðu. Blessuð sé minning hennar. Urður Ólafsdóttir. %    8      (  8  7   '  $ 7$     '(              ( ;  );   L'  %/ '#1* 10  8      %     1    *   (  D 5  " 3", 5  H ' % 0# &% 0 0# *             )   )"( B           ( ,   !!" +  3", 5 ,''   %0"#%  %, 5 ,''   &  3  &  '"(  %, 5& * )(        ( ( ;D  ;4  3   5( 9'  =     ( ,   4"" !# ' % 0# 0 0# &% 0 0 0# *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.