Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 29
það er forgangsvinna að koma þeim málum í lag. Það er verið að koma upp vatnsrannsóknarstöðvum víða um heiminn, til þess að smám saman verði hægt að byggja upp net sem hefði það að markmiði að gæðum vatns og aðgangi fólks að vatni væri jafnar skipt milli þjóðanna. Líffræði- rannsóknir hafa líka verið í brenni- depli, ekki síst það sem snýr að klón- un, sem er eitt af stóru málunum. Frakkar og Þjóðverjar hafa lagt fram tillögu hjá Sameinuðu þjóðunum um að klónun verði algjörlega bönnuð, en um svipað leyti erum við að heyra af ítölskum vísindamanni sem segir að sér komi slíkt bann ekkert við; hann hafði engar siðferðilegar vangaveltur af slíku tagi, því hann lítur svo á að vísindin séu til vísindanna vegna og virðist líta á sinn eigin frama ofar spurningum um siðferði. Þannig eru skiptar skoðanir um þetta hitamál. UNESCO var hins vegar fljótt að taka við sér í umræðunni um erfða- mengi mannsins, og 1997 var samin yfirlýsing um rannsóknir á því sviði. Þróunin í þeim geira hefur verið mjög ör. Hvað snertir erfðafræðirann- sóknir og nýtingu þeirra til dæmis í læknavísindum, þá erum við á Íslandi komin lengra en aðrar þjóðir, bæði hvað snertir lagaramma, aðstæður og þá siðferðilegu umræðu sem fylgir. Þetta sáum við í umræðunni um Ís- lenska erfðagreiningu, þar sem fólk skiptist á skoðunum og málin voru skoðuð frá ýmsum hliðum. COMEST er að ljúka fyrsta áfanga að starfi sínu á næstunni og Vigdís er einmitt um þessar mundir að stýra sínum síð- asta fundi á þingi í Berlín. Ég veit að hún hefur talsverðar áhyggjur af því hvernig þessum málaflokki reiðir af í framtíðinni.“ Ísland vill á Veraldarlistann Menningardeild UNESCO vinnur að tveimur aðalmálefnum, annars vegar varðveislu menningarverð- mæta og hins vegar að þáttum sem stuðla að listrænni sköpun. Í fyrri flokknum ber hæst Veraldarlistann svokallaða, sem Sveinn segir allar þjóðir vilja komast á með menning- arverðmæti sín og náttúruminjar. Listinn er afrakstur sáttmála sem gerður var 1972 um varðveislu menn- ingar- og náttúruminja í heiminum. „Þessi listi er eins konar flaggskip, og fólk sem veit að ég er að vinna fyrir UNESCO spyr gjarnan hvort við Ís- lendingar förum ekki að komast á hann. Það er auðvitað verið að vinna að því og vonandi ekki langt í það að okkar fyrsti staður komist á hann. Nú hefur verið lagt til að nokkrir íslensk- ir staðir komist á þennan lista, Þing- vellir og Skaftafell í fyrstu lotu. Þessu fylgir ekki bara heiður, heldur líka skyldur, og sumar þjóðir sem komist hafa á listann hafa ekki haldið sínum verðmætum við, og það er talsvert áhyggjuefni. Þannig er nú orðinn til listi innan listans yfir minjar sem eru í skemmdarhættu. Þetta er ekki bara vegsemd, skyldunum verður að sinna líka.“ Sveinn segir að þeir staðir sem komist hafa á Veraldarlistann og njóti þannig viðurkenningar UNESCO verði þess aðnjótandi að ferðamannastraumur til þeirra marg- faldist. Þetta hafi þannig orðið til þess að efla menningartengda ferða- mennsku til mikilla muna. Í þessu fel- ist líka hætta á átroðningi og skemmdum sem þjóðirnar verði að vera vakandi yfir. Íslendingar sam- þykktu sáttmálann á sínum tíma, en að auki þurfa þjóðirnar að staðfesta hann, en Íslendingar létu þó ekki verða af því fyrr en árið 1995. Sveinn segir að eftir það hafi Íslendingar far- ið að vinna að því að komast inn á listann. Hvað ungur nemur… Einn þáttur í menningarstarfi UNESCO er að vekja þjóðir til um- hugsunar um sögulega menningu sína jafnt og nútímamenningu í sínu nánasta umhverfi. Unnið er að því að vekja ungmenni til vitundar um menningarsögu sína og fortíð og þann arf sem þau fá í hendur frá eldri kyn- slóðum. „Það er reynt að virkja ung- dóminn til að sinna ýmsu því sem lýt- ur að sögu þeirra, hvort sem það er fornleifauppgröftur eða annað. Hér á Íslandi höfum við til dæmis séð flokka skoskra ungmenna vera að vinna við að dytta að göngustígum í Skaftafelli. Þetta er byrjunin, en við Íslendingar þurfum að gera betur í þessum efn- um.“ Sveinn segir að eitt sterkasta verk- færi UNESCO til að sinna sínum málum sé að útbúa sáttmála eða við- miðanir fyrir þjóðir heims að fara eft- ir. Hann nefnir til dæmis sáttmála um það að koma í veg fyrir skemmdir á menningarverðmætum. Sáttmálinn hefur komið sér víða vel, en þó eru al- varlegar undantekningar þar á. „Það má nefna skemmdir á aldagömlum byggingum í Dubrovnik í Króatíu í stríðinu þar á síðustu árum. UNESCO hefur þó lagt í það fé síðan að gera þær upp að einhverju leyti.“ Einn af sáttmálunum sem UNESCO hefur staðið að fjallar um skil á menn- ingarverðmætum sem tekin hafa ver- ið ófrjálsri hendi, til upprunalanda sinna. Þar segir Sveinn að árangur hafi ekki orðið sá sem vonast var til, þetta sé þungur róður. „Það þarf ekki annað en að fara í stóru söfnin í stórborgum Evrópu til að sjá þar muni sem við vitum að eiga heima annars staðar. Þetta eru til dæmis munir og minjar frá Egyptum, Grikkjum og fleiri þjóðum. Það eru ekki allar þjóðir sem hafa sýnt stór- lyndi Dana að skila okkur aftur hand- ritunum. Þetta tengist líka aðstæðum frumbyggja víða um heim sem hafa sums staðar verið illa leiknir. Málefni frumbyggja hafa mikið verið til um- ræðu innan UNESCO, en að mínu viti hefur þeim þó ekki verið sinnt sem skyldi.“ Sáttmálar um höfunda- og flutn- ingsrétt hafa reynst vel og komið að miklu gagni við að styrkja kjör lista- manna að sögn Sveins. Erfiðara hef- ur reynst um vik með nýrri tegund af fjölmiðlun, og segir Sveinn vanda- málin þar mörg. Fjölbreytni menningarinnar En fleira er að gerast í menningar- málum. „Fyrir nokkrum árum var skipuð nefnd til að útbúa skýrslu eða stefnumörkun í menningarmálum, en skýrslan er kennd við Perez de Cueillar, fyrverandi aðalritara Sam- einuðu þjóðanna, sem veitti nefndinni fyrst forstöðu. Skýrslan hefur haft mikil áhrif um allan heim meðal ann- ars hér á landi og það má segja að hún sé eins konar menningarbiblía okkar tíma. Þar er tekið á menning- arhugtakinu í mjög víðum skilningi; menning er það mennska í okkar fari og umhverfi. Í kjölfar skýrslunnar var haldin ráðstefna í Stokkhólmi 1998, um það hvernig skýrslunni skyldi fylgt eftir. Ráðstefnan hefur líka haft mikil áhrif. Við þekkjum það hér heima, að sumir líta á menningar- starfsemi sem eitthvert skraut sem má eyða peningum í, ef vel árar. En þarna er annars konar hugsun, nefni- lega sú, að menningin sé miðlæg í allri okkar þróun. Á allsherjarþinginu í haust var samþykkt samhljóða yf- irlýsing um mikilvægi þess að við- halda fjölbreytni í menningu þjóð- anna og þess að varðveita og efla þá auðlegð sem felst í því hvað við höfum búið til ólíka hluti við ólíkar aðstæður. Um þetta var algjör samstaða. Yf- irlýsingin kemur til með að skipta mjög miklu máli fyrst og fremst sem sýnileg viðmiðun. Það sem verður þó að hafa í huga er að við höfum ekki komist á neinn leiðarenda. Fyrir skömmu var ráðstefna haldin í Quat- ar á vegum Heimsviðskiptastofn- unarinnar, WTO, þar sem meðal ann- ars var rætt skylt mál. Eitt af þeim málum sem óleyst eru, og ekki mikið rædd þar, er það hvað við eigum að gera við vöru sem ekki er skilgreind sem „venjuleg“, það er að segja þá sem menningin fæðir af sér; kvik- myndir, myndbönd, sjónvarps- myndir, geisladiska og jafnvel bækur. Þetta er auðvitað söluvara, en um leið tjáning ákveðinnar menningar og af- urð þjóða mótuð af þeirra menningu. Viðurkenning þess að þarna sé um að ræða annars konar söluvöru, þarf að vera uppi á borðinu í þeirri hnattvæð- ingu sem nú ríður yfir. Sú yfirlýsing sem samþykkt var um þetta hefur meiri og meiri áhrif og mennta- málaráðherrar hafa staðið eins og veggur um þessa sátt, þótt eflaust séu skiptar skoðanir meðal ólíkra rík- isstjórna. “ Sveinn segir að með sáttmálunum geti náðst mikilsverður árangur í ólíkustu málaflokkum. Þegar þjóð- þing hafi staðfest þá, verði þeir laga- lega bindandi. Einnig geti og yfirlýs- ingar og tilvísunarskýrslur gefið góða raun. Þær gildi sem tilvísun um þau málefni sem fjallað er um, og það gefi þeim aukið vægi að þær séu sam- þykktar af fulltrúum 30 milljóna manna í heiminum. Í þriðja lagi nefn- ir Sveinn leiðbeiningar, þar sem stungið er upp á því hvernig þjóð- irnar geti leyst vandamál sín á ákveð- inn máta. Leiðbeiningarnar eru þá miðaðar við hvert svæði fyrir sig, þótt reynt sé að byggja þær á þeirri reynslu sem fyrir liggur annars staðar. „Nú er verið að vinna að sátt- mála um menn- ingarverðmæti á hafsbotni. Maður gæti ætlað að þetta væri einfalt mál, en það er það svo sannarlega ekki, það er búið að rífast um málið í hástert í tvö til þrjú ár. Þarna koma til mörg og ólík sjón- armið, til dæmis umhverfissjónarmið, lögn símastrengja og svo koma utan- ríkisráðuneytin einnig að um- ræðunni, þar sem þetta er mjög póli- tískt mál. Við erum aðilar að alþjóðahafréttarsáttmálanum, og það sem samþykkt er í nýja sáttmálanum má ekki stangast á við hann. Þetta getur til að mynda snúist um eign- arrétt á sokknum skipum. Er það út- gerð skipsins?; ríkið sem á þá land- helgi þar sem það sökk?; þeir sem finna það? og svo framvegis, þetta getur orðið ansi flókið. Menn eiga ekki lengur að geta hnuplað hverju sem er úr sjónum, rétt eins og hlut- irnir tilheyri engu öðru en tunglinu ef svo má segja.“ Meðal fleiri sáttmála sem unnið er að nefnir Sveinn sátt- málann um hin ósnertanlegu menn- ingarverðmæti, eða menningarerfðir, þar sem hugað er að þjóðsiðum, með- al annars alþýðumenningu hvers kon- ar, sem sums staðar á undir högg að sækja í heimi þar sem markvisst er unnið að því að gera alla eins. Í þeim þætti menningarstarfsemi er snýr að sköpun segir Sveinn að hlutirnir hafi ekki gengið jafnvel og í varðveislu menningarverðmæta. „Þó gerist ýmislegt á þessu sviði, ekki síst í starfi grasrótarsamtaka sem vinna með UNESCO.“ Miðlun upplýsinga mikilvæg Samskipta- og fjölmiðlanefnd UNESCO vinnur annars vegar sam- kvæmt langtímaplani, en hins vegar að skammtímaverkefnum sem skil- greind eru á allsherjarþingum, og innan þeirra mörkuð þau verk sem eru í forgangi hverju sinni. Í dag er það aðgengi fólks að nýrri upplýs- ingatækni og nýting hennar til dæmis í skólum. Sveinn segir þetta lítið mál í þeim löndum sem búa við góða tölvu- væðingu, en að það sé þó varla nema 5–6% þjóða sem það á við um. Fyrir flesta séu bækur, blöð og útvarp enn þeir miðlar sem dragi þyngsta hlassið í miðlun upplýsinga. Í þessum mála- flokki sé líka komið inn á málfrelsi og mannréttindi sem tengjast því, og sem dæmi megi nefna fangelsun og pyntingar á blaðamönnum. Sveinn segir að ýmis grasrótarsamtök hafi stutt við bakið á UNESCO í þeim efnum og tekist að ná árangri í frels- un fólks sem hefur verið svipt frelsi vegna skoðana sinna. Mörg fleiri verkefni heyra undir þennan mála- flokk, eins og rafvæðing bóka- og skjalasafna, sem mikið er unnið að á Vesturlöndum í dag. Þá hefur líka verið tekin saman skrá yfir mestu meistaraverk mannkyns, og um ára- bil hafa verið gefnir út hljómdiskar með tónlist ólíkustu þjóða og þjóð- arbrota, en þar er einmitt verið að undirbúa útgáfu á íslenskum rímna- kveðskap. Sveinn segir að al- þjóðadagur bókarinnar 23. apríl hafi slegið í gegn, en sú dagsetning var valin vegna þess að þann dag eru bæði Shakespeare og Cervantes fæddir, en dagsetningin er ekki síður mikilvæg fyrir okkur sem fæðing- ardagur Halldórs Laxness. Á síðustu aðalráðstefnu UNESCO var samin tillaga um réttgengi allra tungumála í netheimum og aðgengi allra tungumála að gagnasöfnum. Sveinn telur það þjóðernislegt mál að unnið verði að því að helstu stýrikerfi og forrit verði þýdd á sem flestar þjóðtungur, þannig að hvert barn sem kynnist tölvum geti gert það á sínu móðurmáli. Aðalstöðvar UNESCO eru í París og þar starfa um 1200 manns, en aðildarríkin eru 189 og því stendur megnið af mann- fjölda heimsins að baki samtakanna. Um 900 manns vinna í útibúum, sem eru í öllum heimshornum og sinna þau ákveðnum verkefnum sem geta tekið til fleiri landa en þess sem útibúið er staðsett í. Stjórnarnefnd UNESCO ræður sínum ráðum tvisv- ar til þrisvar á ári í tvær til sex vikur í senn. Allsherjarráðstefnu sækir fólk úr þjóðnefndum hvers ríkis og segir Sveinn þær tryggja lýðræðislega rót- festingu starfseminnar og vera um leið sýnilegt andlit samtakanna í að- ildarríkjunum. „Á aðalráðstefnunni í haust vorum við óvenjuvel mönnuð, og gátum tekið virkan þátt í flestum málum. Í íslensku UNESCO- nefndinni eru nú, auk okkar Guð- nýjar sem sinnum mennta- og menn- ingarmálum, dr. Hafliði P. Gíslason prófessor, fyrir vísindi, Elín Hirst varafréttastjóri fyrir fjölmiðlun, Mar- grét Leósdóttir læknir fulltrúi yngstu kynslóðarinnar og Estrid Brekkan frá utanríkisráðuneytinu. Sigrún Jónsdóttir ritari UNESCO- nefndarinnar var einnig í hópnum.“ Undirnefndir sinna einstökum efn- isþáttum og vinna margar með öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Sveinn segir Íslendinga geta mikið lagt af mörkum til starfsemi UNESCO. „Við erum vinnusamt fólk og búum yfir margvíslegri þekkingu og hugviti, og allt slíkt getur skilað sér með þátttöku okkar í þessu starfi. Við getum tekið þátt í stefnumótun og breytt vinnuaðferðum ef við vilj- um. Við eigum stuðning Norð- urlandaþjóðanna í ýmsum baráttu- málum okkar. Við erum lítil, en getum áorkað miklu, og verið fyr- irmynd annarra eyþjóða eins og til dæmis í Karíbahafi – þjóða sem líkj- ast okkur um margt. Norðurlöndin hafa ætíð haft gott orð á sér í alþjóða- samstarfi og við getum miðlað af reynslu okkar hér heima á þeim svið- um sem okkur hefur tekist best upp í. Ég hefði viljað sjá meiri peninga renna til þeirra verkefna sem felast í því að tengja saman þjóðirnar. Það er mikil þörf á því, því í dag er hægt að segja að við lifum öll í sama þorpinu.“ begga@mbl.is ’ „Ég hefði viljaðsjá meiri peninga renna til verkefna sem tengja saman þjóðirnar.“ ‘ LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 29 Samtök fjárfesta almennra hlutabréfa- og sparifjáreigenda A Ð A L F U N D U R Fundarstaður: Háskóli Íslands, Oddi við Sturlugötu, STOFA 101 Fundartími: Fimmtudagurinn 6. desember 2001 kl. 17.15 Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins Erindi: Ólafur Ísleifsson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands „Lánshæfismat“    Fundurinn er öllum opinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.