Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 11 búðinGOLF búðinGOLF GOLFBÚÐIN ehf. Strandgötu 28, 220 Hafnarfirði, sími 5651402, fax 5641467, GSM 8986324, e-mail: golfbudin@golfbudin.is Aukahlutir: Takka-lykill 1.250 Járna-statíf á poka 1.800 Bolta-veiðari 2.500 Kylfuhlífar á tré, 3 í pk. 1.500 Tvöfaldar-ólar á poka 1.800 Kerrur frá 3.900 Til æfinga: Rafmagnspútt 1.990 Æfinganet 10.500 Chipp-net 2.950 Ferðapoki á hjólum 4.900 Flagg + hola 2.000 Happdrætti GSÍ Þú kaupir 8 GO- titanium golfbolta + 8 skafmiða. Listaverð er 8 x 500 = 4.000 kr. Jólatilboð: 3.000 + frí heimsending. Vinningar eru 165 talsins og verðmæti þeirra um 2.000.000 kr. OPIÐ TIL JÓLA 12 - 19 alla daga, Þorláksmessu 12 - 23. HÉR ER ALLT Á GAMLA VERÐINU Jólagjafir í úrvali 4.400 kr. 9.900 kr. 7.9 00 kr . 4.900 kr. ,,SJALDAN hafa orðið jafnörar breytingar á efnahagslegum skilyrð- um innanlands og utan og undan- farna mánuði. Ástand og horfur á al- þjóðavettvangi hafa versnað til muna í kjölfar hryðjuverkanna 11. september og birtast afleiðingarnar eins og gefur að skilja með ýmsum hætti í íslenskum þjóðarbúskap. Jafnframt hefur þróun gengis og verðlags verið óhagfelld og fyrir vik- ið gæti komið til endurskoðunar á launalið kjarasamninga í byrjun næsta árs. Við þetta bætist að fyrir var misvægi í efnahagslífinu vegna mikils viðskiptahalla. Af öllu þessu má ráða að þjóðhagsleg skilyrði á næsta ári verði bæði lakari og óviss- ari en gert var ráð fyrir,“ segir í end- urskoðaðri þjóðhagsspá sem Þjóð- hagsstofnun birti í gær. Þjóðhagsstofnun gerir þó ráð fyrir að hagvöxtur á yfirstandandi ári verði ívið meiri en spáð var í þjóð- hagsáætlun, eða 2,2% í stað 1,9%. Þjóðarútgjöld dragast saman um 3,1% á næsta ári skv. spánni Stofnunin spáir því nú að þjóðar- útgjöld muni dragast saman um 3,1% á næsta ári í stað 2,5% í þjóð- hagsáætlun sem birt var í byrjun október og að landsframleiðsla minnki um 1% á næsta ári, eða tölu- vert meira en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun, en þá var spáð 0,3% samdrætti. Landsframleiðsla dróst síðast saman árið 1992 eða um 3,3%. Í endurskoðaðri spá Þjóðhags- stofnunar kemur fram að megin- ástæðu minnkandi þjóðarútgjalda megi rekja til samdráttar í einka- neyslu, en gert er ráð fyrir að einka- neysla dragist saman um 1,5% á komandi ári. ,,Í spánni er tekið mið af því að heimili haldi áfram að greiða niður skuldir. Í ljósi fyrirhug- aðra breytinga á útgjöldum ríkisins hefur áætlun um samneyslu á kom- andi ári lækkað og er nú gert ráð fyr- ir 2,7% aukningu í stað 2,9% í spánni frá því í haust. Loks er gert ráð fyrir heldur meiri samdrætti í fjárfest- ingu en í síðustu spá, eða 14,0% sam- anborið við 13,3%,“ segir í spánni. Viðskiptahallinn gæti orðið 38 milljarðar 2002 Reiknað er með að viðskiptahalli minnki meira en spáð var í þjóðhags- áætlun. Þannig er talið að viðskipta- halli á þessu ári verði um 49 millj- arðar króna og 38 milljarðar á árinu 2002. Til samanburðar gerði þjóð- hagsáætlun ráð fyrir að hallinn yrði 59 milljarðar króna 2001 og 46 millj- arðar 2002. Ef þessi spá gengur eftir mun hallinn helmingast frá því hann náði hámarki árið 2000, fara úr 10% af landsframleiðslu í tæplega 5% á næsta ári. Útlit er fyrir lítið eitt meiri verð- bólgu á þessu ári og því næsta en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Að mati Þjóðhagsstofnunar eru nú horfur á að verðlag hækki um 6,6% milli áranna 2000 og 2001 og um 6,1% hækkun milli áranna 2001 og 2002. Er gert ráð fyrir að verðlag hækki um 3,5% innan ársins. Þá eru talin merki um minni spennu á hús- næðismarkaði og spáir stofnunin því að nafnverð húsnæðis standi í stað á næsta ári. Breytingar á verðbólguspá Þjóð- hagsstofnunar stafa einkum af veik- ingu gengis og meiri launahækkun- um en gert var ráð fyrir í haust. Hvað næsta ár varðar vekur Þjóð- hagsstofnun þó athygli á að mikil óvissa sé um verðbólguspána vegna óstöðugleika á gjaldeyrismörkuðum og óvissu um launaþróun. Einkaneysla dregst saman Gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætl- un að kaupmáttur ráðstöfunartekna stæði í stað milli áranna 2000 og 2001, en nú er talið að hann aukist um ½% á yfirstandandi ári. Spá um atvinnuleysi fyrir árið 2001 er óbreytt, eða 1,4%. ,,Þróunin það sem af er ári bendir til þess að samdráttur í einkaneyslu sé meiri en áður var reiknað með og er nú búist við að samdrátturinn nemi 2% í stað 1% í fyrri áætlun. Þetta bendir til þess að sparnaður heimilanna sé að aukast,“ segir í spá Þjóðhagsstofnunar. Horfur um vöruútflutning á þessu ári hafa versnað frá fyrri spá og munar þar mestu um útflutnings- framleiðslu sjávarafurða. Er nú spáð 2,8% vexti vöruútflutnings í stað 4,7% í þjóðhagsáætlun. Á næsta ári er hins vegar útlit fyrir heldur meiri vöxt vöruútflutnings en gert hafði verið ráð fyrir, sem einkum stafar af breyttum horfum um afla á þessu og næsta ári. Halli á vöruskiptum við útlönd minnkar því nokkuð á milli ára og mun nema 3,9 milljörðum samanborið við 7 milljarða í síðustu spá Þjóðhagsstofnunar. Ýmislegt bendir til þess að spenna á vinnumarkaði sé að minnka. Spáir stofnunin 2% atvinnuleysi á næsta ári. Þjóðhagsstofnun hefur einnig endurskoðað mat sitt á kaupmætti ráðstöfunartekna og gerir nú ráð fyrir óbreyttum kaupmætti á næsta ári, en í síðustu spá var gert ráð fyrir 1% samdrætti. Ástæður styrkari kaupmáttar ráðstöfunartekna skv. spánni má rekja til launahækkana að undanförnu, breytinga á sköttum einstaklinga um næsttu áramót og vaxtalækkana. Efnahagslífið nær sér á strik 2003 ,,Þegar horft er fram yfir árið 2002 virðast efnahagshorfur góðar. Búist er við að efnahagslífið í heiminum hafi þá náð sér á strik og hagvöxtur verði um 3% á árinu 2003. Spáð er nær sama hagvexti hér á landi ef ráðist verður í áformaðar stórfram- kvæmdir í áliðnaði, en um 1% minni vexti án slíkra framkvæmda,“ segir í endurskoðaðri spá Þjóðhagsstofnun- ar. Þjóðhagsleg skilyrði lakari og óvissari 2002 en gert var ráð fyrir að mati Þjóðhagsstofnunar Spáð 1% samdrætti landsframleiðslu 2002                     !  "    !   "# $ # # %&'(  " )*  + %,-! ( #$ % # !    $ % #$   %   #& .# ! '()*+ ,-).+ '/)-+ '()*+ '*)0+ '()0+ ,1)2+ '/)0+ -/0 *)*+ ,*)3+ '/)/+ 12  '4)1+ ,()2+ '4.)*+ '-)1+ ,*).+ '-)4+ '4)0+ '2)4+ 3!/ 0 '*)4+ '4)/+ '.)3+ 45         433* (5        %     6  )      -5 7   !    )       $"  2 2 (5 45 -5 46 (6 -6 .6 16 /6 26 06 36 4*6 446 4(6 4-6 Útlit er fyrir minni hagvöxt á næsta ári en gert var ráð fyrir í þjóðhags- áætlun í haust og að landsframleiðsla minnki um 1%, skv. endurskoðaðri spá Þjóðhagsstofnunar. Viðskiptahallinn minnkar hins vegar mun hraðar en gert var ráð fyrir í haust, spáð er 6,1% verðbólgu milli áranna 2001 og 2002 og óbreyttum kaupmætti ráðstöfunartekna. Efnahagshorfur eru taldar góðar þegar litið er til ársins 2003. ’ Viðskiptahalli úr 10% í 5% af landsframleiðslu á 2 árum ‘ ÞAÐ var hljóður hópur fólks sem gekk hægum skrefum í þungri snjókomu um miðborgina á laug- ardag. Kertaljós logaði í lófum flestra göngumanna en fremst í fylkingunni mátti sjá ungmenni sem báru krans þar sem á var letrað: Blessuð sé minning þeirra. Var þar vísað til látinna vímuefna- neytenda en þeir eru ófáir sem hafa goldið líf sitt vegna eitur- lyfjaneyslu og flestir þeirra ungir. Foreldrahúsið, Samhjálp og Miðborgarstarf KFUM og K stóðu fyrir göngunni en auk fólks úr þeirra röðum gengu aðstandendur vímuefnaneytenda með til að minnast látinna ástvina. Gengið var frá Samhjálparhúsinu við Hverfisgötu upp á Laugaveg, nið- ur Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti og að Alþingishús- inu þar sem kertin voru sett nið- ur. Að því loknu var gengið inn í Dómkirkju þar sem kransinn var lagður við altarið og helgistund hófst þar sem Jóna Hrönn Bolla- dóttir miðborgarprestur flutti hugvekju. Edgar Smári söng og Vigdís Stefánsdóttir las upp úr bók sinni, Steinar, en sagan fjallar um baráttu móður vegna sonar síns sem var eiturlyfjaneytandi. Látinna vímuefna- neytenda minnst Morgunblaðið/Jim Smart HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá dómi kæru vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness um að Landsímanum væri skylt að af- henda lögreglunni í Keflavík upplýsingar um hringingar og boð til og frá símanúmerum ungs manns á tímabilinu frá 1. janúar til 9. nóvember sl. Talinn tengjast umfangs- miklum þjófnaðarmálum Í kærunni kemur fram að lög- maður mannsins fékk kæruna í hendurnar fyrir tilviljun degi eftir að úrskurðurinn var kveð- inn upp, 20. nóvember. Hæsti- réttur segir að þessi ummæli verði að skilja á þann veg að lögmanninum hafi verið kunn- ugt um efni hins kærða úr- skurðar 21. nóvember. Kæra barst á hinn bóginn ekki til Hæstaréttar fyrr en 27. sama mánaðar. Þar með var runninn út kærufrestur sem er þrír sól- arhringar samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Ungi maðurinn er talinn tengjast umfangsmiklum þjófn- aðarmálum sem lögreglan í Keflavík hefur rannsakað um nokkra hríð. Varð of seinn til að kæra til Hæstaréttar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.