Morgunblaðið - 05.12.2001, Page 11

Morgunblaðið - 05.12.2001, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 11 búðinGOLF búðinGOLF GOLFBÚÐIN ehf. Strandgötu 28, 220 Hafnarfirði, sími 5651402, fax 5641467, GSM 8986324, e-mail: golfbudin@golfbudin.is Aukahlutir: Takka-lykill 1.250 Járna-statíf á poka 1.800 Bolta-veiðari 2.500 Kylfuhlífar á tré, 3 í pk. 1.500 Tvöfaldar-ólar á poka 1.800 Kerrur frá 3.900 Til æfinga: Rafmagnspútt 1.990 Æfinganet 10.500 Chipp-net 2.950 Ferðapoki á hjólum 4.900 Flagg + hola 2.000 Happdrætti GSÍ Þú kaupir 8 GO- titanium golfbolta + 8 skafmiða. Listaverð er 8 x 500 = 4.000 kr. Jólatilboð: 3.000 + frí heimsending. Vinningar eru 165 talsins og verðmæti þeirra um 2.000.000 kr. OPIÐ TIL JÓLA 12 - 19 alla daga, Þorláksmessu 12 - 23. HÉR ER ALLT Á GAMLA VERÐINU Jólagjafir í úrvali 4.400 kr. 9.900 kr. 7.9 00 kr . 4.900 kr. ,,SJALDAN hafa orðið jafnörar breytingar á efnahagslegum skilyrð- um innanlands og utan og undan- farna mánuði. Ástand og horfur á al- þjóðavettvangi hafa versnað til muna í kjölfar hryðjuverkanna 11. september og birtast afleiðingarnar eins og gefur að skilja með ýmsum hætti í íslenskum þjóðarbúskap. Jafnframt hefur þróun gengis og verðlags verið óhagfelld og fyrir vik- ið gæti komið til endurskoðunar á launalið kjarasamninga í byrjun næsta árs. Við þetta bætist að fyrir var misvægi í efnahagslífinu vegna mikils viðskiptahalla. Af öllu þessu má ráða að þjóðhagsleg skilyrði á næsta ári verði bæði lakari og óviss- ari en gert var ráð fyrir,“ segir í end- urskoðaðri þjóðhagsspá sem Þjóð- hagsstofnun birti í gær. Þjóðhagsstofnun gerir þó ráð fyrir að hagvöxtur á yfirstandandi ári verði ívið meiri en spáð var í þjóð- hagsáætlun, eða 2,2% í stað 1,9%. Þjóðarútgjöld dragast saman um 3,1% á næsta ári skv. spánni Stofnunin spáir því nú að þjóðar- útgjöld muni dragast saman um 3,1% á næsta ári í stað 2,5% í þjóð- hagsáætlun sem birt var í byrjun október og að landsframleiðsla minnki um 1% á næsta ári, eða tölu- vert meira en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun, en þá var spáð 0,3% samdrætti. Landsframleiðsla dróst síðast saman árið 1992 eða um 3,3%. Í endurskoðaðri spá Þjóðhags- stofnunar kemur fram að megin- ástæðu minnkandi þjóðarútgjalda megi rekja til samdráttar í einka- neyslu, en gert er ráð fyrir að einka- neysla dragist saman um 1,5% á komandi ári. ,,Í spánni er tekið mið af því að heimili haldi áfram að greiða niður skuldir. Í ljósi fyrirhug- aðra breytinga á útgjöldum ríkisins hefur áætlun um samneyslu á kom- andi ári lækkað og er nú gert ráð fyr- ir 2,7% aukningu í stað 2,9% í spánni frá því í haust. Loks er gert ráð fyrir heldur meiri samdrætti í fjárfest- ingu en í síðustu spá, eða 14,0% sam- anborið við 13,3%,“ segir í spánni. Viðskiptahallinn gæti orðið 38 milljarðar 2002 Reiknað er með að viðskiptahalli minnki meira en spáð var í þjóðhags- áætlun. Þannig er talið að viðskipta- halli á þessu ári verði um 49 millj- arðar króna og 38 milljarðar á árinu 2002. Til samanburðar gerði þjóð- hagsáætlun ráð fyrir að hallinn yrði 59 milljarðar króna 2001 og 46 millj- arðar 2002. Ef þessi spá gengur eftir mun hallinn helmingast frá því hann náði hámarki árið 2000, fara úr 10% af landsframleiðslu í tæplega 5% á næsta ári. Útlit er fyrir lítið eitt meiri verð- bólgu á þessu ári og því næsta en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Að mati Þjóðhagsstofnunar eru nú horfur á að verðlag hækki um 6,6% milli áranna 2000 og 2001 og um 6,1% hækkun milli áranna 2001 og 2002. Er gert ráð fyrir að verðlag hækki um 3,5% innan ársins. Þá eru talin merki um minni spennu á hús- næðismarkaði og spáir stofnunin því að nafnverð húsnæðis standi í stað á næsta ári. Breytingar á verðbólguspá Þjóð- hagsstofnunar stafa einkum af veik- ingu gengis og meiri launahækkun- um en gert var ráð fyrir í haust. Hvað næsta ár varðar vekur Þjóð- hagsstofnun þó athygli á að mikil óvissa sé um verðbólguspána vegna óstöðugleika á gjaldeyrismörkuðum og óvissu um launaþróun. Einkaneysla dregst saman Gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætl- un að kaupmáttur ráðstöfunartekna stæði í stað milli áranna 2000 og 2001, en nú er talið að hann aukist um ½% á yfirstandandi ári. Spá um atvinnuleysi fyrir árið 2001 er óbreytt, eða 1,4%. ,,Þróunin það sem af er ári bendir til þess að samdráttur í einkaneyslu sé meiri en áður var reiknað með og er nú búist við að samdrátturinn nemi 2% í stað 1% í fyrri áætlun. Þetta bendir til þess að sparnaður heimilanna sé að aukast,“ segir í spá Þjóðhagsstofnunar. Horfur um vöruútflutning á þessu ári hafa versnað frá fyrri spá og munar þar mestu um útflutnings- framleiðslu sjávarafurða. Er nú spáð 2,8% vexti vöruútflutnings í stað 4,7% í þjóðhagsáætlun. Á næsta ári er hins vegar útlit fyrir heldur meiri vöxt vöruútflutnings en gert hafði verið ráð fyrir, sem einkum stafar af breyttum horfum um afla á þessu og næsta ári. Halli á vöruskiptum við útlönd minnkar því nokkuð á milli ára og mun nema 3,9 milljörðum samanborið við 7 milljarða í síðustu spá Þjóðhagsstofnunar. Ýmislegt bendir til þess að spenna á vinnumarkaði sé að minnka. Spáir stofnunin 2% atvinnuleysi á næsta ári. Þjóðhagsstofnun hefur einnig endurskoðað mat sitt á kaupmætti ráðstöfunartekna og gerir nú ráð fyrir óbreyttum kaupmætti á næsta ári, en í síðustu spá var gert ráð fyrir 1% samdrætti. Ástæður styrkari kaupmáttar ráðstöfunartekna skv. spánni má rekja til launahækkana að undanförnu, breytinga á sköttum einstaklinga um næsttu áramót og vaxtalækkana. Efnahagslífið nær sér á strik 2003 ,,Þegar horft er fram yfir árið 2002 virðast efnahagshorfur góðar. Búist er við að efnahagslífið í heiminum hafi þá náð sér á strik og hagvöxtur verði um 3% á árinu 2003. Spáð er nær sama hagvexti hér á landi ef ráðist verður í áformaðar stórfram- kvæmdir í áliðnaði, en um 1% minni vexti án slíkra framkvæmda,“ segir í endurskoðaðri spá Þjóðhagsstofnun- ar. Þjóðhagsleg skilyrði lakari og óvissari 2002 en gert var ráð fyrir að mati Þjóðhagsstofnunar Spáð 1% samdrætti landsframleiðslu 2002                     !  "    !   "# $ # # %&'(  " )*  + %,-! ( #$ % # !    $ % #$   %   #& .# ! '()*+ ,-).+ '/)-+ '()*+ '*)0+ '()0+ ,1)2+ '/)0+ -/0 *)*+ ,*)3+ '/)/+ 12  '4)1+ ,()2+ '4.)*+ '-)1+ ,*).+ '-)4+ '4)0+ '2)4+ 3!/ 0 '*)4+ '4)/+ '.)3+ 45         433* (5        %     6  )      -5 7   !    )       $"  2 2 (5 45 -5 46 (6 -6 .6 16 /6 26 06 36 4*6 446 4(6 4-6 Útlit er fyrir minni hagvöxt á næsta ári en gert var ráð fyrir í þjóðhags- áætlun í haust og að landsframleiðsla minnki um 1%, skv. endurskoðaðri spá Þjóðhagsstofnunar. Viðskiptahallinn minnkar hins vegar mun hraðar en gert var ráð fyrir í haust, spáð er 6,1% verðbólgu milli áranna 2001 og 2002 og óbreyttum kaupmætti ráðstöfunartekna. Efnahagshorfur eru taldar góðar þegar litið er til ársins 2003. ’ Viðskiptahalli úr 10% í 5% af landsframleiðslu á 2 árum ‘ ÞAÐ var hljóður hópur fólks sem gekk hægum skrefum í þungri snjókomu um miðborgina á laug- ardag. Kertaljós logaði í lófum flestra göngumanna en fremst í fylkingunni mátti sjá ungmenni sem báru krans þar sem á var letrað: Blessuð sé minning þeirra. Var þar vísað til látinna vímuefna- neytenda en þeir eru ófáir sem hafa goldið líf sitt vegna eitur- lyfjaneyslu og flestir þeirra ungir. Foreldrahúsið, Samhjálp og Miðborgarstarf KFUM og K stóðu fyrir göngunni en auk fólks úr þeirra röðum gengu aðstandendur vímuefnaneytenda með til að minnast látinna ástvina. Gengið var frá Samhjálparhúsinu við Hverfisgötu upp á Laugaveg, nið- ur Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti og að Alþingishús- inu þar sem kertin voru sett nið- ur. Að því loknu var gengið inn í Dómkirkju þar sem kransinn var lagður við altarið og helgistund hófst þar sem Jóna Hrönn Bolla- dóttir miðborgarprestur flutti hugvekju. Edgar Smári söng og Vigdís Stefánsdóttir las upp úr bók sinni, Steinar, en sagan fjallar um baráttu móður vegna sonar síns sem var eiturlyfjaneytandi. Látinna vímuefna- neytenda minnst Morgunblaðið/Jim Smart HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá dómi kæru vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness um að Landsímanum væri skylt að af- henda lögreglunni í Keflavík upplýsingar um hringingar og boð til og frá símanúmerum ungs manns á tímabilinu frá 1. janúar til 9. nóvember sl. Talinn tengjast umfangs- miklum þjófnaðarmálum Í kærunni kemur fram að lög- maður mannsins fékk kæruna í hendurnar fyrir tilviljun degi eftir að úrskurðurinn var kveð- inn upp, 20. nóvember. Hæsti- réttur segir að þessi ummæli verði að skilja á þann veg að lögmanninum hafi verið kunn- ugt um efni hins kærða úr- skurðar 21. nóvember. Kæra barst á hinn bóginn ekki til Hæstaréttar fyrr en 27. sama mánaðar. Þar með var runninn út kærufrestur sem er þrír sól- arhringar samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Ungi maðurinn er talinn tengjast umfangsmiklum þjófn- aðarmálum sem lögreglan í Keflavík hefur rannsakað um nokkra hríð. Varð of seinn til að kæra til Hæstaréttar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.