Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 13 90 .3 1 Prentari fyrir PC og MAC hugbúnaður fylgir Öflug merkivél fyrir mikla notkun Merkivél fyrir heimili og fyrirtæki Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. www.if.is/rafport MERKIVÉLARMERKIVÉLAR RAUÐAKROSSDEILD Stranda- sýslu var nýlega afhent sjúkrabif- reið sem kom í stað eldri bifreiðar. Nýi bíllinn er búinn fullkomnustu tækjum og öryggisbúnaði og er heildarverðmæti hans um fjórtán milljónir króna. Við sama tilefni var Heilbrigðis- stofnuninni á Hólmavík færður önd- unarmælir að gjöf. Mælirinn er af gerðinni Spiro 2000 og gefandi er lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline ehf. í Reykjavík. Tækið mun nýtast til greiningar lungnasjúkdóma og kemur til með að stuðla að betra eftirliti og for- vörnum. Morgunblaðið/Arnheiður Nýja sjúkrabifreiðin sem Rauða- krossdeild Strandasýslu fékk nýlega afhenta. Hjá henni stend- ur einn af sjúkraflutningamönn- um á svæðinu, Gunnar Jónsson. Heilbrigðis- stofnun af- hent lækn- ingatæki og sjúkrabíll Hólmavík LEIKLIST og söngur voru í háveg- um höfð á árshátíð Hafralækjar- skóla í Aðaldal, en þar sýndu nem- endur allra bekkja listir sínar í sviðinu í félagsheimilinu Ýdölum. Að þessu sinni var hátíðin til- einkuð rithöfundunum Sigrúnu Eldjárn og Þórarni Eldjárn, en hefð er fyrir því að taka fyrir ákveðin bókmenntaverk á árshátíðinni og túlka þau á ýmsan hátt fyrir sam- komugestum. Þemaviku um verk þeirra systk- ina var nýlokið þar sem nemendur lásu upp úr bókum, skrifuðu texta, léku leikrit, gerðu búningar, sungu og spiluðu. Hápunktur þeirrar viku var heimsókn Sigrúnar Eldjárn sem las fyrir yngra fólkið og spjall- aði við eldri nemendur. Hún lýsti því hvernig það væri að vera mynd- listarmaður og rithöfundur og hvernig hún ynni starf sitt. Að þess- ari þemaviku lokinni var kominn grunnur að veglegri samkomu þar sem foreldrar gátu séð árangurinn af starfinu. Dagskráin hófst með ávarpi for- manns nemendafélagsins, Sigurðar Óla Guðmundssonar, sem rakti það helsta sem gerst hefur á skóla- árinu. Að því loknu hófst skemmti- dagskrá með söng 1. bekkjar á Talnavísum eftir Þórarin við tónlist sem samin var af 8. bekk undir leið- sögn Roberts Faulkners tónlistar- kennara. Þá söng 2.-3. bekkur Bókaorminn í viðeigandi búningum og einnig sungu krakkarnir Hó, hó við lag og ljóð Soffíu Vagnsdóttur. 4. og 5. bekkur leikgerðu Völu- spá í þýðingu Þórarins og 6. og 7. bekkur voru með viðamikla kynn- ingu á bókmenntaverkum og æviat- riðum þeirra Sigrúnar og Þórarins. 8.–10. bekkur sýndi Gretti eftir þá Egil Ólafsson, Ólaf Hauk Sím- onarson og Þórarin Eldjárn, en ekki er hægt að segja annað en að frammistaða hinna ungu leikara hafi fengið mjög góðar viðtökur. Á árshátíðinni var sýning á verk- um nemenda úr þemavikunni og einnig var fullorðnum samkomu- gestum boðið upp á kaffi. Í lokin var svo stiginn dans við undirleik hljómsveitar Illuga langt fram yfir miðnætti. Árshátíð Hafralækjarskóla Morgunblaðið/Atli Vigfússon 8.–10. bekkur sýndi Gretti eftir þá Egil Ólafsson, Ólaf Hauk Símonarson og Þórarin Eldjárn. Laxamýri 4. og 5. bekkur leikgerðu Völuspá í þýðingu Þórarins Eldjárns. TÆKJA- og tölvubúðin var opnuð á nýjum stað í Ólafsvík nýlega. Áður var verslunin í um 30 fm leiguhús- næði í austurenda Ólafsbrautar 19 en var flutt um set og er nú í 120 fm sal sem verslunin Vík var áður í, en rekstri þeirrar verslunar hefur ver- ið hætt. Þröstur Kristófersson á og rekur Tækja- og tölvubúðina ásamt fjöl- skyldu sinni og sagði hann að þau hefðu opnað verslunina og verk- stæði á gamla staðnum 3. febrúar á þessu ári og fljótlega hefði komið í ljós að rýmið var alltof lítið. Greini- leg þörf var fyrir aðila sem gerir við og uppfærir tölvur. Samhliða tölvusölunni og viðgerð- um hefur Tækja- og tölvubúðin boð- ið upp á geisladiska, hljómtæki, for- rit og nánast allt sem hægt er að tengja við tölvur auk þess sem verslunin hefur verið umboðsaðili Símans og þar af leiðandi boðið upp á allskonar símtæki og búnað þeim tengdum. Frá upphafi hefur Tækja- og tölvubúðin selt vörur frá Bræðrun- um Ormsson og þannig getað boðið upp á mikið úrval af skrifstofutækj- um. Nú þegar verslunin er komin í eigið húsnæði og miklu stærra er ætlunin að auka við vöruúrvalið og fyrst um sinn er lögð áhersla á auk- ið úrval af sjónvörpum og heimabíó- kerfum. Morgunblaðið/Alfons Sigurbjörg Þráinsdóttir, Dagný Þrastardóttir og Þröstur Kristófersson. Tækja- og tölvu- búðin í nýtt húsnæði Ólafsvík FRÁ því að Tíðis, frétta og upplýs- ingavefur fyrir Patreksfjörð og ná- grenni, var opnaður formlega fyrir nákvæmlega 10 mánuðum eða 27. janúar sl. hafa komið yfir hundrað þúsund heimsóknir á vefinn. Yfir fimmhundruð fréttir hafa verið skráðar og mikið myndasafn er við vefinn. Í upphafi voru fyrirtæki og félög sem styrktu uppsetningu vefjarins, þá með kaupum á auglýsingum o.fl. á vefinn. Vefurinn er framtak einstaklings á Patreksfirði, með enga styrki frá ríki eða bæ. Nú hefur vefurinn engar tekjur, að- eins kostnað, enga auglýsendur að hafa. Ljóst er að vefur sem þessi hef- ur gríðarlegt auglýsingagildi fyrir stað sem Patreksfjörð. Auðvelt er að koma fréttum fljótt í loftið og skilaboðum, sem nær til alls heimsins. Vefurinn er mikið lesinn og skoðaður af fólki frá öllum heimshornum. Stærstu fjölmiðlar landsins nota vefinn til fréttaöfl- unar frá Patreksfirði og nágrenni. Það er tölvufyrirtækið Snerpa á Ísafirði sem hýsir vefinn. Tíðis hefur stækkað og er nú svo komið að stærð hans er yfir leyfilegt geymslupláss hjá Snerpu. Til að halda innihaldi vefjarins verða að- standendur hans að fara að greiða með honum. Óljóst er því hver framtíð vefjarins verður ef ekki tekst að afla tekna fyrir vefinn, segir í fréttatilkynningu. Yfir 100 þúsund hafa skoð- að Patreksfjarðarvefinn HÓLMFRÍÐUR Sveinsdóttir hefur verið ráðin verk- efnisstjóri í Borg- arbyggð og aðal- verkefni hennar er að koma á Stað- ardagskrá 21 í sveitarfélaginu. Ennfremur hefur hún á sinni könnu málþing um at- vinnu- og búsetumál í Borgarfirði sem haldið verður í byrjun næsta árs og Borgfirðingahátíð næsta sumar. Hólmfríður er með BA-próf í stjórnmálafræði og starfaði áður sem verkefnisstjóri á fræðslu- og ráð- gjafarsviði Iðntæknistofnunar 2000– 2001 og þar á undan sem deildarsér- fræðingur á Vinnumálastofnun 1994– 2000. Hólmfríður er Borgnesingur og er ánægð með að vera komin til starfa hér. Hún segist hafa fundið fyrir gríð- arlega miklum velvilja íbúanna í sinn garð og að fólk sé almennt mjög áhugasamt um þau verkefni sem hún mun sinna hérna, en hún er ráðin tímabundið í 11 mánuði. Það var í apríl 2000 að bæjarstjórn- in samþykkti umhverfisstefnu og var það fyrsta skrefið að Staðardagskrá 21. Síðastliðið vor var skipaður stýri- hópur til að vinna að verkefninu. Staðardagskrá 21 felur í sér heildar- áætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig og byggist hugmyndafræðin á sjálfbærri þróun. Sjálfbær þróun gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða mögu- leikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Eins má segja að Stað- ardagskrá 21 sé ekki bara alhliða um- hverfisáætlun í venjulegum skilningi, heldur áætlun um velferð okkar sjálfra og samfélagsins. Ákveðið hef- ur verið að setja á laggirnar tengsla- hóp í sambandi við verkefnið. Verkefnis- stjóri Stað- ardagskrár 21 ráðinn Borgarnes Hólmfríður Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.