Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 25

Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 25 SÁLMAR lífsins var einn af met- söludiskum síðasta árs og ekki efa ég að Sálmar jólanna muni renna út áður en hátíð ljóssins gengur í garð. Það væri vel, því leitun er á jafn vönduðum og frumlegum diski helg- uðum jólatónlist. Ekki vantar fram- boðið; flest rusl, annað frábærlega vandaður flutningur – en án þeirrar skapandi tónhugsunar sem er aðal disks Sigurðar Flosasonar og Gunn- ars Gunnarssonar. Þegar Sigurður og Gunnar héldu fyrstu sálmatónleika sína í Hall- grímskirkju var Heims um ból á dagskrá – jólasálmur allra jólasálma lúterskunnar. Hann hreif viðstadda, ekki síst djassunnendur, því þarna léku þeir félagar klassískan blús áð- ur en laglínan læddist inn í lokin – enda afkynnti Sigurður sálm Grüb- ers sem Heims um blús. Hann var ekki að finna á Sálmum lífsins, enda þegar fædd sú hugmynd að gefa út disk með jólasálmum, sem nú er kominn út. Eins og á fyrri sálmadiski þeirra félaga er hér blandað saman göml- um sálmum sem almenningur þekk- ir og þeim sem hinir kirkjuræknu þekkja frekar svo og tveimur ís- lenskum lögum frá okkar tímum: Maríukvæði Atla Heimis og hafn- firska söngnum hans Friðriks Bjarnasonar; Jólasveinar ganga um gólf. Maríukvæði samdi Atli við kvæði Laxness, er fannst í gestabók Jóns prófessors Helgasonar 1994, og er það samið í þeim hefðbundna stíl er hefur opnað Atla leið að ís- lenskum barnshjörtum. Sópran- blástur Sigurðar er klassískur í djassmerkingu orðsins svo og spuni hans og Gunnars. Í Jólasveinunum ríkir aftur á móti hinn frjálsi djass- spuni í barýtonleik Sigurðar, sem kenna má m.a. við Albert heitinn Ayler, en Bach er á sveimi í org- elleik Gunnars í upphafi. Klisjurnar frá því um sextíu eru kostulega skemmtilegar í þessu samhengi og maður minnist þess sem Alex Riel sagði um undirleik hans og Niels- Hennings á frjálsspunatónleikum Aylers í Jazzhuse Montmartre: ,,Við vissum ekkert hvað við áttum að spila svo við lékum Glade jul undir hjá honum. Hann átti ekki orð yfir frumlega hugsun okkar!“ Það getur verið erfitt að ná ein- hverju nýju útúr jafn einföldum og þrælspiluðum sálmum eins og Betle- hemstvíburunum „barn oss fætt“ og ,,bjart er yfir“. Það fyrrnefnda end- urhljómsetja þeir félagar og ,,ljá oss nýja heyrn“ ekki síður en Berg- green hinn danski (Ó, Jesú bróðir besti) gerði er hann gaf þessu mið- aldalagi lútersk klæði, en það síð- arnefnda flakkar milli tóntegunda svo einfalt lagið gengur í endurnýj- un lífdaga meðan á flutningi stend- ur. Fjölmargir aðrir sálmar öðlast nýtt líf á Sálmum jólanna og kannski er upphafssálmurinn magn- aðastur. Eftir að slegið hefur verið á kirkjuklukkuna frá Hálsi í Fnjóska- dal hefur orgelið kraftbirting sálms- ins aldna: Ist das der Leib, herr Jesu Christ (Ó Jesúbarn blítt) og sópranblástur Sigurðar hverfur til austurkirkjunnar og hinir balk- önsku töfrar ríkja öðru ofar. Á þessum diski blæs Sigurður flesta sálma í sópransaxófón og er gleðileg hversu góðu valdi hann hef- ur náð á því hljóðfæri – barýton- færni sína sannaði hann okkur í Djúpinu, söngdansaskífunni er hann gaf út í september, og altóinn hefur hann haft á valdi sínu um langt ára- bil. Gunnar Gunnarsson er frábær á þessum diski eins og hinum fyrri, en hlutverk hans er hið sama og Earl Hines á Weather bird með Louis Armstrong. Undirleikarans, sem er einleikaranum lífsnauðsyn, en á einnig sína glæsistundir í spuna. DJASS Geisladiskur Sigurður Flosason, sópran- altó og barý- tonsaxófóna, blístrur og slagverk; Gunn- ar Gunnarsson, Klais-orgel Hallgríms- kirkju. Nú kemur heimsins hjálparráð, Ó Jesúbarn blítt, Í Betlehem er barn oss fætt, Jólasveinar ganga um gólf, Heims um ból, Sjá himins opnast hlið, Maríu- kvæði, Bjart er yfir Betlehem, Hátíð fer að höndum ein, Það aldin út er sprungið, Gjör dyrnar breiðar, Með gleðiraust og helgum hljóm, Nú árið er liðið. Edda miðl- un og útgáfa 2001. ÓMI Jazz 004. SÁLMAR JÓLANNA Heims um blús Vernharður Linnet MENDELSSOHN: Complete Works for Violin and Piano nefnist þriðja geislaplata Nínu Margrétar Gríms- dóttur píanó- leikara, sem kemur út á Ís- landi á vegum hljómplötufyr- irtækis NAXOS Classical. Diskurinn inni- heldur fyrstu heildarútgáfu á verkum Felix Mend- elssohn fyrir fiðlu og píanó. Þar er að finna þrjár sónötur tónskáldsins frá 1838, Op. 4 frá 1823 og frá 1820. Einnig eru á plötunni fimm stutt verk fyrir fiðlu og píanó sem ekki hafa verið áður útgefin. Nína Margrét leikur þessi verk ásamt ástralska fiðluleikaranum Nicholas Milton en þau hafa unnið saman undir nafninu Nomos Duo, sem þau stofnuðu í New York 1993. Milton hefur komið fram á tónleikum hér á landi tvisvar ásamt Nínu Margréti og meðlimum Blásarakvintetts Reykja- víkur. Hann starfar nú sem kons- ertmeistari og aðstoðarhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar Adelaideborgar í Ástralíu og einnig sem aðalhljómsveitarstjóri Sinfón- íuhljómsveitarinnar í Dubrovnik og gestastjórnandi Zagreb Fílharm- óníunnar. Platan hefur hlotið góða dóma í erlendum fagtímaritum og ber þar hæst lofsamlega umfjöllun í hinu virta tímariti Gramophone – Awards Issue 2001 / Vol. 79 / Nr. 947 og segir þar m.a.: „Geisladiskur Milton og Grímsdóttur hefur vinninginn – vegna snilldar og léttleika í síðasta kafla sónötunnar frá árinu 1838, og einnig vegna glæsilegrar hend- ingamótunar á óperulaglínum són- ötunnar ópus 4 frá árinu 1820, ad- agio....Þessi diskur er sannarlega tilvalinn upphafspunktur til að kynn- ast minna þekktum verkum Mend- elssohn.“ Platan kom út á alþjóðlegum markaði í júlí sl., en NAXOS er í dag ein stærsta hljómplötuútgáfa klass- ískra hljómdiska hvað varðar sölu og dreifingu á heimsvísu. Platan var hljóðrituð í Digranes- kirkju í Kópavogi í janúar 1998 undir stjórn Halldórs Víkingssonar, tón- meistara. Skífan – Norðurljós sér um dreifingu disksins hér á landi. (NAXOS 8.554725). Klassík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.