Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Er ekki allt í lagi? ÉG LAS frétt á bls. 4 í Morgunblaðinu 28. nóv. sl. Þar kemur fram að það hafi orðið eignaspjöll á bifreið sem unglingar í Hagaskóla voru að fremja. Öllu alvarlegra er að lesa að fólk hafi slasast en ... ég held áfram að lesa og kem að því að ein mamman ætli að kæra manninn (sem var að verja eign sína) fyrir að hafa nefbrotið son sinn. Ég segi nú bara: Er ekki allt í lagi? Mitt álit er það að þessi sonur hafi fengið mátulega refsingu fyrir að ráðast á eignir annarra. Ef hlutir, dýr eða fólk eru ekki örugg á götum úti fyrir öm- urlegum unglingum sem láta öllum illum látum eiga foreldrar ekki að vorkenna þeim afleiðingar gjörða þeirra. Foreldrar. Takið ykkur nú taki og refsið börnum ykkar fyrir hegðun og gjörðir sem hafa alvarleg áhrif á aðra og ekki síst þau sjálf. Ein í forvörnum. Enn um seðilgjald Símans UM miðjan síðasta mánuð sendi ég fyrirspurn hér í Velvakanda til Símans varðandi 95 krónu seðil- gjald sem notendum er gert að greiða, en jafnframt tek- ið fram að eftirlaunaþegar gætu sótt um að verða und- anþegnir því ef þeir óskuðu þess. Fyrirspurn minni varðandi þetta hefur ekki verið svarað, sem sennilega er eðlilegt því það er erfitt að rökstyðja hvers vegna ekki er látið eitt yfir alla eftirlaunaþega ganga og þeir undanþegnir þessu án þess að þurfa að sækja sér- staklega um það. Auk þess er ég búin að hringja oft út af þessu og er vísað á ein- hverja Maríu, en þar er allt- af á tali og aldrei hægt að ná sambandi. Nú er ég búinn að fá ann- an reikning með þessu gjaldi og sætti mig ekki við svona vinnubrögð lengur. Það minnsta sem hægt er að fara fram á er að Síminn svari hvers vegna svona vinnubrögð eru viðhöfð. Það ættu að vera hæg heimatökin að svara þar sem fyrirtækið er nú með sérstakan blaðafulltrúa til slíkra starfa. Eftirlaunaþegi. Dagur sjálfboðaliða Rauða krossins Í DAG, 5. desember, er al- þjóðlegur dagur sjálfboða- liða Rauða krossins. Á Ís- landi er fjöldi fólks í líknarstörfum á vegum Rauða krossins í frítíma sínum og án launa. Það eru sjálfsboðaliðarnir, fólkið sem er tilbúið að gefa af sér fyrir aðra. Af störfum þeirra metur Rauði kross- inn hvað mestan styrkinn en margbreytilegri starf- seminni er skipt í flokka eða deildir. Eitt af mörgum mannúðarverkefnum var stofnun Vinalínunnar fyrir tæpum tíu árum en hún er til að létta undir með fólki á öllum aldri. Gera því mögu- legt að hringja í manneskju sem það getur treyst þegar erfiðleikar eru þrúgandi. Allir vita hvað gott er að geta deilt áhyggjum sínum og oft óraunhæfum vand- ræðum með velviljuðu fólki sem tekur af heilum hug þátt í hugrenningum manns. Sjálfboðaliðar eru þau sem hætta lífi sínu í stríðshrjáðum löndum þar sem mannslíf og þar með þeirra líf eru lítils metin, þar sem áfallahjálp er víðs- fjarri en hvergi nauðsyn- legri, þar sem sjúkdómar, örbirgð og fáfræði sker í hjartað. Rauði krossinn er stoltur af sínu fólki og ósk- ar því til hamingju með daginn og það gerir þjóðin eflaust líka. Albert Jensen. Tapað/fundið Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA með sjö lyklum fannst í Garðabæ á föstudagskvöld. Uppl. í síma 565 6526. Vindjakki týndist SVARTUR Adidas-vind- jakki með hettu fauk frá svölum í Stóragerði í síð- ustu viku. Hans er sárt saknað. Uppl. í síma 698 6554. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... MERKILEGUR þáttur var í rík-issjónvarpinu sl. sunnudags- kvöld. Fjallaði hann m.a. um merk- ingar fugla. Tilgangur slíkra merkinga er upplýsingasöfnun og rannsóknir. Þannig hafa menn öðl- ast vitneskju um hvílík ferðalög far- fuglar leggjast í vor og haust. Tvennt var að mati Víkverja at- hyglisverðast í þættinum. Annars vegar að merkingar fugla eru merki- lega gamlar. Þær hófust fyrir 100 árum og hérlendis fyrir meira en 70 árum. Kannski er þetta ekki langur tími í augum vísindanna en á þessum tíma hefur mikilli vitneskju verið safnað. Hitt atriðið er að hérlendis hafa ekki aðeins sérfræðingar staðið í þessum merkingum. Sjálfboðaliðar leggja þar drjúga hönd á plóginn. Það hlýtur að vera áhugavert verk- efni. Að ferðast um kjörlendi fuglanna, kynnast háttum þeirra ör- lítið og vera jafnvel til gagns í leið- inni. Kannski Víkverji bjóði fram krafta sína í þessu verkefni. Raunar var enn eitt merkilegt við þennan þátt. Undir lokin var bent á mikilvægi þess að eyða ekki um- hugsunarlaust kjörlendi fugla. Var nefnt að hugmyndir um stórfellda skógrækt gætu spillt kjörlendi mó- fugla. Á það var líka bent hversu ís- lensk náttúra yrði fátæk ef mófugl- um yrði útrýmt. Þarna er með öðrum orðum talað fyrir náttúru- vernd og umhverfismálum gefinn gaumur. Minnti þessi áminning á skrif Guðmundar Páls Ólafssonar í bókum sínum, m.a. í Hálendinu í náttúru Íslands. Þar kemur höfund- ur inn á náttúruvernd nánast í hverjum kafla. Sýnir þetta hversu náttúruvernd og umhverfismál verða smám saman órjúfanlegir þættir í umfjöllun sérfræðinga um náttúruna. Og kannski ekki annað hægt. x x x NÚ liggja Danir í því. Þeir hafatapað flöskumálinu fyrir Evr- ópusambandinu og veldi þess. Nú má Danaveldi með öðrum orðum ekki lengur neita því að bjóða drykki á dósum. Ekki banna lengur að flytja inn frá útlandinu gos eða bjór í dósum. Með því eru Danir að mati ESB að útiloka aðra en Tuborg og Carlsberg frá dönskum bjórmark- aði. Erlendum framleiðendur þykir ekki svara kostnaði að flytja bjór- flöskur um langan veg til Danaveld- is. Það er hins vegar í lagi í dósum því þær eru mun léttari. (Sam- kvæmt athugun Víkverja á bréfavigt blaðsins vegur Tuborg-dós 19 g en flaska undan Prins Kristian 163 grömm.) Hefði þó mátt ætla að danskur bjórmarkaður væri það stór að hann væri eftirsóknarverður með flöskum þrátt fyrir þyngslin. En Danir hafa nefnilega bannað þetta af umhverfisástæðum. Þeir nýta flöskurnar aftur og aftur. Það dugar hins vegar ekki ESB. Sam- keppnis- eða viðskiptasjónarmið virðast sterkari umhverfissjónar- miðum. Danir verða því að koma sér upp móttökustöðvum, ákveða skila- gjald og hefja endurvinnslu dósa. Þar fyrir utan er flöskubjórinn betri en dósabjór svo Danir hafa ýmis rök fyrir máli sínu. Er því slæmt að þeir skuli hafa látið í minni pokann. Menn geta þó huggað sig við að flöskurnar munu vart hverfa. x x x LÖGMÁL Murphys eru langt fráþví gleymd eða upp urin en vegna plássleysis verður sá þáttur Víkverja að bíða næsta skammts. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 bolur, 4 þrautir, 7 sprikl, 8 kjánum, 9 vesæl, 11 kvak, 13 grasflöt, 14 tómur, 15 drakk, 17 haka, 20 blóm, 22 vensla- maður, 23 Gyðingum, 24 víkka, 25 kliður. LÓÐRÉTT: 1 búhnykkur, 2 holds, 3 skrifa, 4 sár, 5 tungumál, 6 þylji í belg og biðu, 10 skapanorn, 12 tjón, 13 brák á vatni, 15 árstíð, 16 sundfærum, 18 með mik- inn hárvöxt, 19 handlegg- ur, 20 kvendýr, 21 skaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fangbrögð, 8 víkin, 9 fjöld, 10 nía, 11 trana, 13 nánar, 15 hatts, 18 úlpan, 21 tál, 22 Eldey, 23 fullt, 24 fangaráði. Lóðrétt: 2 askja, 3 ginna, 4 rófan, 5 grönn, 6 hvet, 7 ódýr, 12 net, 14 áll, 15 hret, 16 tudda, 17 stygg, 18 úlfur, 19 púlið, 20 nota. K r o s s g á t a ÉG GET ekki orða bundist eftir að hafa lesið viðtal við spengi- lega stúlku sem vann í íþróttakeppninni Hreysti í Keflavík. Sam- kvæmt viðtalinu þarf hún, til að ná árangri í líkamsræktinni, að raða í sig kræsingum eins og fiski, kjúklingi og jafn- vel grænmeti! Mat sem verðsins vegna er sjald- séður á borðum almenn- ings. Enda viðurkennir stúlkan að matarkostn- aðurinn sé ansi mikill. Hvernig ætli Hreysti- mennin hafi efni á þessu? Já, það er hátíð- arborð hjá vaxtarrækt- arfólki. Aftur á móti er maturinn hjá okkur hin- um – hvorki fugl né fiskur! Laugarnesbúi. Lúxusfæði hjá vaxtarræktarfólki Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss og Dettifoss koma og fara í dag. Kirsten kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Rán og Brúarfoss fara á morgun. Fréttir Bókatíðindi 2001. Núm- er miðvikud. 5. des. er 21231. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sól- vallagötu 48.s. 551-4349, flóamarkaður, fataút- hlutun og fatamóttaka eru opin miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Engin verslunarferð í dag, næsta verslunarferð miðvikud. 12.des. Á morgun verður opið hús kl. 19.30. Félagsvist kl. 20, frjáls spilamennska. Þriðjud. 11.des. hefst námskeið fyrir byrj- endur í Lance kl. 11. Kennari Sigvaldi. Jóla- hlaðborðið verður 14.des. húsið opnar kl. 18 Gestur kvöldsins Lára Björnsd. félags- málastjóri. Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg leika og syngja, fiðlu- leikur og börn sýna dans. Árskógar 4. Kl. 9–12 op- in handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Að- ventustund í dag kl. 13.30. Sr. Gísli Jónasson flytur hugvekju. Karla- kórinn Kátir karlar syngja nokkur lög, Sús- anna Svavarsdóttir les úr bókinni Diddú. Kaffi- hlaðborð. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10 banki, kl. 13 spiladað, kl. 13–16 vefnaður, kl. 14 dans. Litlu jólin verða fimm- tud. 6. des. kl. 18. Sal- urinn opnar kl. 17.30. Skráning í s. 568-5052 fyrir 5. des. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13-16.30, spil og fönd- ur. Kóræfingar hjá Vor- boðum, kór eldri borg- ara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. kl. 9– 16.45 handavinnustofa opin, kl. 10–10.45 leik- fimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Miðvikud: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Jóla- fagnaður í Ásgarði Glæsibæ er í kvöld og hefst kl. 20. Skráning á skrifstofu Miðar seldir við innganginn. Jólaferð verður farin um Suð- urnesin 18. des. Skrán- ing hafin. Uppl. á skrif- stofu FEB. kl. 10–16 s.588-2111. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Línudans kl. 11. Pílu- kast kl. 13:30. Á morgun pútt í Bæjarútgerðinni kl. 10 og kl. 13 gler- skurður í Hraunseli. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30, opin vinnustofa, postu- lín, mósaik og gifsaf- steypur. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, súpa og saltabar í hádeginu, frá hádegi spilasalur opinn, mánud. 10. des: jólahlað- borð í hádeginu í veit- ingabúð, skráning hafin, kl. 13.30 koma sr. Hjálmar Jónsson og Eyjólfur R. Eyjólfsson í heimsókn og leiða sam- an hesta sína eins þeim er einum er lagið. Nánar augýstl síðarUpplýs- ingar um starfssemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb. Gullsmári Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05, leikfimi kl. 13, keramik- málun Búnaðarbankinn kl. 10, boccia kl. 14. Af- mælisfagnður í dag kl. 14. Helg Ingvarsdóttir spila og syngur, Helga Þorleisdóttir flytur frumsamin ljóð. Hraunbær 105. Kl.9 op- in vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Föstud. 7 des. verður jólahlaðborð, húsið opn- ar kl.17.30. Uppl. í s. 587-2888. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur- klippimyndir, kl. 13:30, gönguferð, kl. 15 teikn- un og málun, kl. 15. dans. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. hittast á morgun fimmtud. á Korpúlfs- stöðum. Púttað kl. 10 og gönguferð kl.1. Kaffi- stofan opin.Uppl.veitir Þráinn s.5454-500 Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9.15–16 postu- línsmálun og mynd- mennt, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Jólafagnaður verður fimmtud. 6. des. Húsið opnað kl, 17:30. Skrán- ing í s. 562-7077. Föstud. 7. des. kl. 14.30–16 dans- að við lagaval Sigvalda. Kl. 15, kynnir Hjördís Geirs söngkona nýút- kominn geisladisk sinn. Rjómaterta með kaffinu. Vitatorg. Kl. 9 smíði, morgunstund, bókband og bútasaumur, kl. 12.30 verslunarferð, kl. 13 handmennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 15.30 kóræfing. Aðventu og jólafagnaður verður 6. des. Skráning í s. 561- 0300. Félagsstarf aldraðra Bústaðarkirkju. Helgi- stund í kirkju kl. 11. Súpa og brauð, spjall og fréttir. Kl. 13 –16,30 Handavinna, spilað og föndrað og góður gestur í heimsókn. Kaffi. Þið, sem viljið láta sækja ykkur, vinsamlega látið kirkjuvörð vita í s. 553 8500, eða Sigrúnu í s. 864 1448. Barðstrendingafélagið Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, kl. 20.30 í kvöld. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Kvenfélags Bústaða- sóknar heldur jólafund í Safnaðarheimilinu mánud. 10. des. kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist fyrir 3. des. til Erlu Levy, s.897-5094, Guðríðar s.561-5834 eða Elínar s. 553-2077. Kvenfélagið Aldan. Jólafundurinn verður haldinn í Litlu-Brekku, Lækjarbrekku, í kvöld 5. des. kl. 19.30. Munið jólapakkana. Glímudómarafélag Ís- lands. Aðalfundurinn verður haldinn 18. des. kl. 20:30 að Engjavegi 44, Selfossi, í húsnæði Héraðssambandsins Skarphéðins. Venjuleg aðalfundarstörf. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Jólafundurinn verður í Kíwanishúsinu við Engjateig, 6. des. kl. 20. Jólasaga, dans,Einar S. Arnalds les úr ljóðabók sinni „Lífsvilji“. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík, jólafund- urinn er í Höllubúð Sól- túni 20 á morgun 6. des kl. 20. Jólasaga, happ- drætti, veislukaffi. jóla- guðspjall, söngur. Mun- ið jólapakkana. Hvítabandsfélagar. Jólafundurinn er í kvöld kl. 19 á Grandhótel 4. hæð. Hana-nú Kópavogi Fundur í Bókmennta- klúbbi í kvöld kl. 20 á Lesstofu Bókasafns Kópavogs. Frjálst efni. Rætt um framhaldið eft- ir áramót. Í dag er miðvikudagur 5. desem- ber, 339. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda. (Rómv. 15, 13.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.