Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðarbókhlaða Árleg kvöldvaka Kvennasögusafns Íslands hefst kl. 20. Kvöldvakan er haldin á afmæl- isdegi Önnu Sigurðardóttur, stofn- anda og framkvæmdastjóra Kvennasögusafns 1975 til dauða- dags 1996. Þóra Kristjánsdóttir, sérfræð- ingur hjá Þjóðminjasafni Íslands, mun fjalla um íslenskar myndlist- arkonur til forna, þ.e. Margréti hina oddhögu og allar hinar. Hún byggir frásögn sína á rannsóknum á gripum í Þjóðminjasafni. Þóra mun einnig sýna myndir af þeim gripum er hún fjallar um. Þóra Kristjánsdóttir er einn þeirra fjölmörgu kvensagnfræð- inga er skrifa í bókina Kvenna- slóðir sem Kvennasögusafn Ís- lands gaf út á árinu til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagn- fræðingi. Vilborg Dagbjartsdóttir les frumsamin ljóð og Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson flytja tónlist. Þá verður opnuð myndlistarsýn- ing Kvennasögusafns í röðinni ,,Fellingar“ og nú verður Björg Örvar kynnt til sögunnar. Bessastaðakirkja Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson organisti halda tón- leika kl. 20. Leikin verða lög af nýútkomnum geisladiski sem ber heitið „Sálmar jólanna“. Lögin eru frá ýmsum tímum en tengjast öll aðventu, jólum og áramótum. Dagskráin er á vegum Dægradval- ar – félags um listir og menningu í Bessastaðahreppi. Múlinn, Hús málarans Kuran Kompaní ásamt dönsku söngkon- unni Karoline Skriver skemmta kl. 20. Kuran Kompaní samanstendur af fiðluleikaranum Szymon Kuran og rafgítarleikaranum Hafdísi Bjarnadóttur. Á efnisskránni er ýmis spuni og blanda af fjölmörgum tónlistarteg- undum. Einnig mun hópurinn leikafrumsamda tónlist eftir lista- mennina. Karoline Skriver hefur lært söng við Hið Konunglega Danska Músíkkonservatorium, auk þess sem hún starfar sem tónlist- armaður í Kaupmannahöfn. Gallerí Gorgeir, Korpúlfsstöðum Næstu tvo miðvikudaga verða vinnustofur listamanna opnar frá kl.12 til 19. Þeir listamenn sem verða á staðnum eru Ása Ólafs- dóttir, Bryndís Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Þorgerður Sig- urðardóttir. Í DAG Á ÞRIÐJU tónleikum af yfir- standandi sex úr röð Caput-manna í Hafnarhúsi á sunnudag tileink- aðri tónlistarkennslu á Íslandi átti m.a. að frumflytja „Spring Chick- en“ eftir Hauk Tómasson, en það féll niður af óviðráðanlegum ástæð- um. Tæpast mátti kalla aðsóknina mikla, en allt er í heiminum af- stætt og þættu 30 áheyrendur víða prýðileg mæting á nútíma listmús- ík, jafnvel í margfalt stærra þjóð- félagi. Hitt er svo annað mál hvort vekja mætti ekki aukinn áhuga með e.k. „spjalltónleikum“ öðru hvoru þar sem hlustendur kæmust í talsamband við spilara og höf- unda um verkin. Á tímum þegar jafnvel kliðmýksta klassíkin á í vök að verjast, veitir ekki af aukinni umræðu um tónlistina sem koma skal. Einhvern veginn á þeim nótum varð undirrituðum hugsað, þegar hann brýndi eyrun fyrir fyrstu framúrstefnuátök kvöldsins. En hafi nútíminn verið trunta, var eins og blessuð skepnan skildi Skúla bæn. Píanóverkið „Ma la melodia“ eftir þann venjulega harðnjörvaða nútímatónhöfund Atla Ingólfsson, sem skv. prógrammi var tileinkað Sigurði Guðmundssyni listamanni og sagt samið kringum nóturnar B- ES-E-F-A, vitnandi í ljóðlínustrófu eftir Pier Paolo Pasolini („en laglínan neyðir hjartað og hugann / að hafa völsann að örlaganaut“) reyndist nefni- lega allt annað en raðtækni- lega hljómandi umgjörðin, að maður segi ekki undangengið orðspor tónskáldsins, gaf fyr- irheit um. Þvert á móti kvað við úr slaghörpunni háróm- antísk prelúdía, stundum syngjandi ljóðræn, stundum dramatísk, í þvílíkri „grand- issimo brillante“ útfærslu að minnti helzt á ef ekki sam- tímamenn Chopins, þá a.m.k. á eldheitan Chopin-aðdáanda meðal seinni tíma píanóhöf- unda. Endurtekin hlustun hefði leitt það betur í ljós, en ekki skal efað að ókönnuðu að ofangetin tónaröð hafi, þrátt fyrir ytri píanó- ljónastíl 19. aldar, gengið sem rauður þráður gegnum verkið. Í því sambandi rifjaðist ósjálf- rátt upp athugasemd snillingsins frá Varsjá við vindlareykjandi ást- mey sína, „Guð má vita hversu margar dýrlegar prelúdíur hafi horfið að eilífu í deshús yður!“ – hvort sem nú sé sönn eða login. En hvað um það, verkið var glæsilega samið og ekki síður glæsilega flutt af Snorra Sigfúsi Birgissyni, sem virtist hafa lagt mikla alúð við und- irbúninginn. Settu annars aðgerð- arlausir handhafar bassaklarínetts, fiðlu og bogastrokins víbrafóns síð- an sparlegan endapunkt með sam- eiginlegum þríhljómi á lokanót- unni. Sem e.t.v. var jafnframt til marks um ákveðinn lokapunkt óheftrar framsækni, þegar gripið er til fornra stílbragða í nýjunga- leit. Vissulega hefur stundum hvarflað að manni hvort ýkja mörg samtímatónskáld myndu ráða við stíl gömlu meistaranna í slíkri „endurfyrningu“ ef á yrði látið reyna. Ekki varð þó annað heyrt í fljótu bragði en að Atli Ingólfsson hefði staðizt þá sjálfskipuðu próf- raun með glans. Svæsnari andstæðu við óvæntu hárómantík Atla var trauðla hægt að hugsa sér en með Portrett 5 eft- ir Snorra Sigfús. Engar fylgdu vís- bendingar í tónleikaskrá um efni og tilurð, þótt verkið væri sagt hluti af 7 portretta píanóbálki hljóðrituðum af höfundi og gefnum út af Smekkleysu árið 1998 en á prenti í vor sem leið. Aftur á móti mátti skilja af tónleikaskrá frá tón- leikum Snorra í Norræna húsinu í apríl 1998 þar sem frumflutt var Portrett nr. 4, að með portrettum þessum væri verið að „lýsa“ ónafn- greindum persónum, væntanlega úr vina- og kunningjahópi tón- skáldsins. Því miður var umræddur hljómdiskur ekki tiltækur í fórum undirritaðs til nánari athugunar, en af slitróttri áferð verksins og spunakenndri, nærri sam- hengislausri framvindu mátti eftir fyrstu heyrn helzt sjá fyrir sér hviklynda skap- manneskju sem erfitt væri að ráða í, þrátt fyrir hlut- fallslega yfirvegað niðurlag. Öllu aðgengilegra reyndist fimmþætt verk hins banda- ríska Davids Liptaks, Shad- ower fyrir fiðlu og slagverk sem Hildigunnur Halldórs- dóttir og Steef van Oster- hout fluttu af hrífandi ná- kvæmum nettleika. Yfir- bragðið var að mestu míním- alískt, en samt furðufjöl- breytt að blæ; stundum dreymandi lýrískt, víða drífandi rytmískt og ekki laust við glettni eins og í lokaþættinum, sem minnti mann á súrrealíska „troiku“-sleða- ferð með nístandi treblakkahófa- höggum. Eftir bandarísk-danska tón- skáldið Wayne Siegel, forstöðu- mann Sónólógísku stofnunarinnar í Kaupmannahöfn, lék að lokum Guðni Franzson á bassaklarínett – á móti hljóðrás af geisladiski – Jackdaw („Dvergkráka“) frá 1995. Þrátt fyrir svolítið poppað tónmál var mikil ferð og flug yfir þessu þrekmikla verki í þrálátt skarandi krossrytmum sem Guðni lék af tví- stígandi virtúósu kappi, unz brotið var upp með liggjandi drunga-róm- antískum pedal-kafla næst fyrir ið- andi niðurlagshlutann í stíl við upphafið. Sannarlega hressilegur endir á óvenjufjölbreyttum nútíma- tónleikum, sem hefðu átt skilda meiri athygli en raun bar vitni. Dýrleg prelúdía úr hörðustu átt TÓNLIST Listasafn Reykjavíkur Atli Ingólfsson: Ma la melodia. Snorri Sigfús Birgisson: Portrett 5. David Lipt- ak: Shadower. Wayne Siegel: Jackdaw. Snorri Sigfús Birgisson, píanó; Hildigunn- ur Halldórsdóttir, fiðla; Steef van Ost- erhout, slagverk; Guðni Franzson, bassaklarínett. Sunnudaginn 2. des- ember kl. 17. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Snorri Sigfús Birgisson Atli Ingólfsson FJÓRÐA Þúsundþjalakvöld- inu, Jólin alls staðar, sem vera átti í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, annað kvöld, fimmtudagskvöld, er aflýst vegna veikinda. Tónleikum aflýst TVÆR aukasýningar verða á leikritinu Vilja Emmu eftir David Hare í Þjóðleikhúsinu. Sýningarnar eru í kvöld, og föstudaginn 28. desember. Leikritið var frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins 15. september sl. Verkið fjallar um leikkonuna Esme Allen sem þarf að takast á við örlagaríkar breytingar í lífinu. Leikarar eru Kristbjörg Kjeld, Elva Ósk Ólafsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson, Hjalti Rögnvaldsson, Þóra Friðriks- dóttir og Bjarni Haukur Þórs- son. Aukasýn- ingar á Vilja Emmu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.