Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 16
AÐVENTUKVÖLD verður í Sval- barðskirkju á Svalbarðsströnd fimmtudagskvöldið 6. desember og hefst það kl. 20.30. Hópur barna úr Valsárskóla sýnir helgileik um fæðingu frelsarans, kór kirkjunnar aðstoðar dyggilega með söng undir stjórn Hjartar Stein- bergssonar organista. Kórinn syng- ur einnig jólalög í nýjum útsetning- um Hjartar. Söngvarar úr Gospelkór Húsavíkurkirkju syngur trúarlög. Börn úr kirkjuskólanum taka lagið og að lokum flytja fermingarbörn helgileik „Gefum þeim ljós“. Í lok hans fá öll börnin í kirkjunni ljós í hendur. Aðventukvöld í Svalbarðs- kirkju AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐALFUNDUR knattspyrnudeild- ar KA verður haldinn í KA-heimilinu fimmtudaginn 6. desember kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Fé- lagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Aðalfundur knattspyrnu- deildar KA FLUGSTÖÐIN á Akureyri og Glerártorg hlutu viðurkenningu samstarfsnefndar um ferlimál á Ak- ureyri, en hún var afhent við athöfn sem efnt var til í tengslum við al- þjóðadag fatlaðra. Lilja Ragnarsdóttir formaður samstarfsnefndarinnar afhenti við- urkenningarnar, en við þeim tóku þeir Sigurður Hermannsson hjá Flugmálastjórn á Akureyrarflug- velli og Jakob Björnsson hjá Gler- ártorgi. Í máli þeirra kom fram að viðurkenningin væri hvatning til að gera enn betur í framtíðinni hvað aðgengi fatlaðra varðar. Glerártorg var opnað fyrir rúmu ári og sagði Jakob að við hönnun þess hefði strax verið tekið á þessum málum. Sigurður sagði að tímabært hefði verið að bæta aðgengi um flugstöð- ina og hefði mið verið tekið af því við umfangsmiklar breytingar sem gerðar voru á húsakynnum nú fyrir skömmu. Báðir kváðust þeir stoltir setja upp skildi þá sem þeir veittu viðtöku og myndi þeim verða komið fyrir á áberandi stað í bygging- unum. Þroskahjálp á Norðurlandi og Sjálfsbjörg á Akureyri hvöttu stjórnvöld á alþjóðadegi fatlaðra til að hafa hönnun fyrir alla að leið- arljósi við allt skipulag, fram- kvæmdir, þjónustu og fyrirkomulag svo sem kostur væri. Þá voru þeir sem starfa við hönnun og skipulag húsnæðis, verslunar, þjónustu og samgangna hvattir til að hafa hönn- un fyrir alla að leiðarljósi. Morgunblaðið/Kristján Sigurður Hermannsson og Jakob Björnsson tóku við viðurkenningum fyrir gott aðgengi í Flugstöðinni á Akureyri og að Glerártorgi. Lilja Ragnarsdóttir, formaður samstarfsnefndar, afhenti viðurkenningarnar. Flugstöðin og Glerártorg fengu viðurkenningu Viðurkenningar samstarfs- nefndar um ferlimál veittar Kristín Tómasdóttir iðjuþjálfi unnið við heimsóknirnar. Í heimsóknunum er áhersla lögð á að veita upplýsingar og fræðslu um heilsufar, líferni og þjónustu við aldraða, greina áhættuþætti og þörf fyrir aðstoð og veita hana í tæka tíð. Markhópurinn var í upphafi allir íbúar á upptökusvæði Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri, 75 ára og eldri, sem búa heima og hafa ekki heimahjúkrun, eða um 600 íbúar, en að sögn Ingu hafa viðtökur verið mjög góðar og um 75% hópsins hafa þegið heimsókn. Þörf fyrir þjónustuna er fyrir hendi „Það er þegar orðið ljóst að þörf er fyrir þessa þjónustu, því miður er sú hætta fyrir hendi að eldri borgarar einangrist að einhverju leyti og fólki finnst oft erfitt að hafa frumkvæði með að leita eftir þjónustu. Fólki þykir gott að vita af einhverjum sem það þekkir innan kerfisins sem það getur leitað til,“ sagði Inga. Árangur af fyrirbyggjandi heilsuvernd af þessu tagi sagði hún ómögulegt að meta eftir svo skamman tíma. Þó mætti benda á að 57% þeirra sem heimsóttir voru í annað sinn kváðust finna til aukinnar öryggiskenndar í FÉLAGSMÁLARÁÐ Akureyrar- bæjar leggur áherslu á að tilrauna- verkefni í heilsuvernd aldraðra sem nefnist heilsueflandi heimsóknir verði fram haldið, en það hefur stað- ið yfir á þessu og síðasta ári. Verk- efninu átti að ljúka um komandi ára- mót, en félagsmálaráð vill að framhald verði á enda sé árangurinn þegar orðinn sýnilegur. Verkefnið varð til í kjölfar samn- ings við heilbrigðisráðuneytið um að Akureyrarbær tæki að sér rekstur Heilsugæslustöðvarinnar. Sá samn- ingur rennur út um áramót og við- ræður standa yfir um framhaldið. Félagsmálaráð leggur til að Akur- eyrarbær tryggi fjármagn til heilsu- eflandi heimsókna, náist ekki samn- ingar. Inga Eydal hjúkrunarfræðingur, annar starfsmaður verkefnisins, sagði að um væri að ræða verkefni í heilsuvernd aldraðra og væri mark- mið þess að efla aldraða í viðleitni sinni til að viðhalda heilbrigði og sjálfstæði sem lengst og eins væri verið að reyna vinnuaðferð í heilsu- vernd aldraðra sem notuð hefur ver- ið erlendis með góðum árangri. Um væri að ræða tilboð til aldraðra um að fá heimsókn heibrigðisstarfs- manns tvisvar á ári. Auk Ingu hefur kjölfar heimsóknanna. „Mikilvægur hluti þess að fólki líði vel er að það finni til öryggis, það viðhaldi sjálf- stæði og færni. Margir nefndu að þeim þætti gott að vita af því að fylgst væri með líðan þeirra,“ sagði Inga. Hún benti einnig á að í heimsókn- unum hefði skýrt komið fram að við- horf í samfélaginu væri á þann veg að eldri borgurum þætti mjög skorta á að fyrir þeim væri borin virðing. „Þetta var fólki greinilega ofarlega í huga og mörgum þykir erfitt að mæta þessum viðhorfum,“ sagði Inga. Verkefnið hefur vakið athygli Starfsaðferðir í líkingu við þessa eru þekktar t.d. í Danmörku, þar sem heilsueflandi heimsóknir eru lögbundin þjónusta, en þær hafa ekki verið reyndar hér á landi áður. Inga sagði að verkefnið á Akureyri hefði því vakið athygli en hópurinn sem að því stendur hefur kynnt það víða, með fyrirlestrum, á fagráð- stefnum, fundum og málþingum. „Það hefur verið horft til okkar sem frumkvöðla á þessu sviði og því er ánægjulegt að félagsmálaráð vilji að haldið verði áfram á sömu braut,“ sagði Inga. Meirihluti fólks fann til aukinnar öryggiskenndar Heilsueflandi heimsóknir, verkefni í heilsuvernd aldraðra GARÐAR Karlsson tónlistarkennari andað- ist á heimili sínu að morgni sunnudagsins 2. desember. Banamein hans var krabbamein. Garðar fæddist á Ak- ureyri 10. júlí 1947, son- ur hjónanna Karls Bárðarsonar (f. 1920, d. 1998) húsgagnabólstr- ara og Ólafar G. Jóns- dóttur Trampe (f. 1924), húsmóður. Garðar lauk námi í húsgagnasmíði hjá Ólafi Ágústssyni og einnig nam hann húsgagnabólstrun hjá föður sínum og starfaði þar um nokkurra ára skeið. Árið 1976 hóf Garðar störf við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Var hann húsvörður og smíðakennari fyrstu ár- in en kenndi síðan ýmsar greinar og hafði umsjón með tónlistarkennslu og kórstarfi skólans. Garðar sótti rétt- indanám við Kennaraskólann með- fram störfum sínum og aflaði sér síðar skóla- stjórnunarréttinda. Ár- in 1983-1992 var hann skólastjóri við Barna- skólann í Laugalandi og síðan skólastjóri við Grunnskóla Skútu- staðahrepps árin 1992 -1996. Hann kom aftur til starfa við Hrafnagils- skóla árið 1996 og var einnig kennari við Tón- listarskóla Eyjafjarðar. Garðar var tónlistar- maður af lífi og sál og eftir hann liggja fjöl- margar og fjölbreyttar tónsmíðar. Þegar Garðar lést var hann langt kominn við undirbúning geisladisks með einsöngslögum sínum og mun fjölskylda hans og nánasta samstarfs- fólk ljúka því verki og sjá um útgáfu og dreifingu. Eftirlifandi eiginkona Garðars er Steingerður Axelsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Andlát GARÐAR KARLSSON NEMENDUR í 10. bekk í grunnskólum Akureyrar tóku þátt í samkeppni um gerð skilta til að vekja athygli á nauðsyn þess að nota endurskinsmerki. Samkeppnin fór fram í tengslum við sérstakan endurskinsmerkjadag í byrjun síðasta mánaðar en þá fengu öll grunnskólabörn í bænum afhent endurskinsmerki. Samkeppnin þótti heppnast vel en athyglisverðasta skiltið, að mati sérstakrar dómnefndar, var unnið af nemendum í 10. bekk A í Glerárskóla. Hugmyndina að skiltinu átti Garðar Kári Garðarsson, nemandi í 10-A, en saman vann bekkur hans að gerð þess. Allir bekkir sem tóku þátt í samkeppninni fengu 5.000 króna viðurkenningu en fyrir athyglisverðustu hugmyndina fékk 10-A 5.000 krónur til viðbótar. Sjóvá-Almennar, Tryggingamiðstöðin og Bílaleiga Akureyr- ar lögðu þessu átaki lið, ásamt bankastofnununum Íslands- banka, Landsbanka, Búnaðarbanka og Sparisjóði Norðlend- inga. Athyglisverð- asta skiltið við Glerárskóla Garðar Kári Garðarsson, t.h., tekur við við- urkenningu fyrir hönd 10. bekkjar A í Gler- árskóla úr hendi Elíasar B.J. Gíslasonar, for- manns Foreldrafélags Síðuskóla, fyrir framan athyglisverðasta skiltið. Morgunblaðið/KristjánUngbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.