Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 31
fnöldrum sínum í þroska og skartar bústnum ð leyfi foreldra. nsókninni stuðningi eldra sem orum. Ég mæður fá þeirra er lk lendir í a er barn- t fyrir lífi gir Krist- verfi fyrir a móður- fæðinga- takmark- og eðlileg ómöguleg. ggt barnið m tekur að ldur ann- fræðingar gist sam- fólk talar nið spark- þroska og ga barns- rax völdin rir bestu. m umönn- ður missa æða barn göngu og ast barnið r vikur og uramæður em mæð- u að þær nið heldur u ábyrgð- ss að geta tt sé það arga fyr- yrirburar ólíkir full- dleggir og rannir og þakin fín- ð hún er næstum gegnsæ. Útlit fyrirburans er í mörgum tilfellum ekki í sam- ræmi við væntingar foreldranna um nýfætt barn, og þau bregðast stund- um við með ótta eða reiði, þar sem allir vilja auðvitað eignast stórt og heilbrigt barn og ímyndin um draumabarnið og fyrirburann stangast á. Draumurinn breytist því þegar barnið fæðist löngu fyrir áætlaðan fæðingardag og foreldr- arnir eru hvergi nærri undir það búnir að takast á við áfallið heldur berjast við nagandi ótta um líf barnsins sem hangir oft á bláþræði.“ Fyrstu vikurnar eftir fæðingu eru fyrirburarnir í hitakassa. Foreldr- arnir geta ekki haldið á barninu en fá að snerta það í gegnum göt á hita- kassanum. Í samtölum Kristínar við fyrirburamæðurnar kom skýrt fram hversu tilfinningalega erfitt þetta ástand var fyrir mæðurnar. Tvær kvennanna sögðu að á meðan börn þeirra voru í hitakassa og þær gátu því ekki haldið á þeim hefðu þær upplifað að þær sem mæður væru hjálparlausar og gætu ekki gert neitt fyrir barn sitt. Sam- tímis fannst þeim þær ekki passa inn í umhverfi vökudeildarinnar. Þrjár mæðranna sögðu hita- kassann hafa haft áhrif á tengslamyndun sína við börn sín og fannst aðskilnaðurinn hafa truflandi áhrif á myndun tilfinningatengsla. Eftir mislanga dvöl í hitakassa fá foreldrar að halda á barni sínu í fyrsta sinn. Tíminn sem líður frá fæðingu að fyrsta faðmlagi er mis- langur frá barni til barns og miðast við að ástand þess hafi náð jafnvægi og sé orðið stöðugt áður en það get- ur farið, þó ekki sé nema skamma stund, úr hitakassanum. Mæðurnar í rannsókninni áttu það allar sam- eiginlegt að hafa upplifað sterkar til- finningar þegar þær fengu fyrst að halda á börnum sínum, tilfinningar sem spönnuðu allan skalann frá gleði yfir í ofsahræðslu. „Í frásögnum þeirra er óttinn við að eitthvað komi fyrir barnið ríkasta tilfinningin. Þegar tekið er tillit til þess að mæðurnar hafa óttast um líf barna sinna frá fæðingu þá hafa þær haft mikla þörf fyrir að tala um reynslu sína því það er svo mikil- vægur hluti í bataferlinu að fá að tjá sig um upplifanir sínar. Það er aldrei hægt að fjarlægja sársaukann en það er hægt að vera með þeim og styðja þær og styrkja í gegnum bataferlið.“ Hægt að fyrirbyggja hegð- unarvandamál í frumbernsku Fyrir um 25 árum voru uppi mjög lífseigar kenningar um að tengsl milli móður og barns mynduðust á fyrstu mínútunum eftir barnsfæð- inguna þegar barnið væri lagt á brjóst móður sinnar. Þessar fyrstu mínútur áttu tengsl að myndast sem væru nauðsynleg svo að allur frek- ari þroski yrði eins og best væri á kosið. Fyrirburar sem voru strax settir undir læknishendur og í hita- kassa áttu þar af leiðandi að verða af þessari dýrmætu stund þegar sjálf móðurástin átti að fæðast. „Það var aðeins ein rannsókn sem ýtti undir þessar kenningar en lang- tímarannsóknir sem hafa verið gerðar síðan sýna fram á að þetta er bara mýta – goðsögn. Móðir tengist barninu sínu með boðskiptum, það er snertingu, augnsambandi, hjali og þess háttar. Málið er að fyrirbur- ar eiga oft erfitt með að sýna þessi viðbrögð og þeir eru seinni að ná sambandi við umhverfi sitt. Það verður því að kenna foreldrum og aðstandendum fyrirburans sérstak- lega að læra að þekkja viðbrögð barnsins, bros og svipbrigði, því þau eru oft svo veik. Þessi kennsla skipt- ir máli því hún auðveldar foreldrum að kynnast barninu sínu.“ Rannsóknarniðurstöður Kristín- ar sýna þörf fyrir snemmtækt stuðningstilboð þar sem sjónum er beint bæði að foreldrum og barni. Með tilboði af þessu tagi er meðvitað stuðlað að þróun gæðaríks samspils og samveru með barninu.Þetta á við á meðan barnið er á sjúkrahúsinu en einnig eftir heimkomu. „Óvissan sem ríkir um þroska og framtíðarhorfur fyrirbura eykur þörf fyrir snemmtæk íhlutunartil- boð þar sem lögð er áhersla á að for- eldrar fái handleiðslu við að veita börnum sínum viðeigandi og mátu- lega mikla örvun. Rannsóknir gefa sterklega til kynna að tilboð af þessu tagi sé mikilvægt þegar til lengri tíma er litið til að ná bestum mögu- legum þroska hjá börnum,“ segir Kristín og vísar til nýrra langtíma- rannsókna á þroskaferli fyrirbura sem sýna fram á aukna tilhneigingu fyrirbura til að eiga við hegðunar- vandamál eins og athyglisbrest og ofvirkni að stríða í skólagöngu. Hún bendir þó á að langflest þeirra barna sem fæðast fyrir tímann ná eðlileg- um þroska og samskiptahæfileikum en í samfélagi þar sem um 4% allra barna greinast með ofvirkni er þetta mál sem vert er að líta til. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að fyrirburar eru hópur sem er í áhættu gagnvart alls kyns þros- kakvillum. Nýjar rannsóknir sýna að ef gripið er í taumana nógu snemma og foreldrarnir studdir dyggilega með sérstökum fókus á samspil foreldra og barna virðist það vera mjög já- kvætt fyrir þessi börn sem hafa tilhneigingu til að eiga við námserfið- leika að stríða. Það er ábyrgðarhluti samfélagsins að koma betur inn í þessi mál. Með því að grípa snemma inn í mál fyrirbura með meiri stuðningi, handleiðslu og betri aðbúnaði þegar eftir fæðingu má fyrirbyggja eða minnka alls kyns þroskaörðugleika og sam- kvæmt því spara heilbrigðiskerfinu og um leið samfélaginu háar fjár- hæðir seinna meir þegar þessi börn koma inn í skólakerfið. Það er því hagkvæmt að hjálpa til frá upphafi til að fyrirbyggja vandamál framtíð- arinnar.“ mæðra af að eignast fyrirbura r þarfn- r athygli Morgunblaðið/Ásdís nsdóttir hefur rannsakað upplifun íslenskra æðra eftir fyrirburafæðingu. jkj@mbl.is Óttinn við að eitthvað komi fyrir sterkur MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 31 ALGENGT er að ábúendurríkisjarða sem óska eftirkaupum á jörðinni ágrundvelli 38. greinar jarðalaga eigi sjálfir allt að 80–90% af verðmæti jarðarinnar í formi fasteigna, ræktunar, girðinga og annarra þátta sem teljast til helstu verðmæta á hverri jörð. Samkvæmt því verður verðmat slíkra ríkisjarða oft mjög lágt í samanburði við sölu- verð jarða sem seldar eru á frjálsum markaði þar sem allar eignir eru boðnar til sölu. Ríkisjarðir sem seldar eru ábúendum fara aftur á móti ekki á uppboð en ábúendur þurfa að hafa búið minnst 10 ár á jörðinni til þess að öðlast rétt til kaupanna á grundvelli 38. greinar jarðalaga og leggja einnig fram meðmæli hreppsnefndar og jarða- nefndar viðkomandi sýslu. Í stjórnsýsluskoðun Ríkisendur- skoðunar sem birt var í lok október 1998 var gerð athugasemd við með- ferð jarðadeildar landbúnaðarráðu- neytisins, sem sýslaði með jarðir í ríkiseign, og taldi Ríkisendurskoð- un annmarka á meðferð við sölu rík- isjarða. Frá þeim tíma hefur sú breyting orðið á að Ríkiskaup sjá nú um sölu jarða samkvæmt uppboð- um og jafnframt fer verðmat ríkis- jarða sem seldar eru ábúendum fram hjá Ríkiskaupum í samvinnu við landbúnaðarráðuneytið. Jón H. Ásbjörnsson, deildarstjóri útboðsdeildar Ríkiskaupa, segir að samstarfið við ráðuneytið hafi byrj- að snemma árs 1999 og snúist um tvo ólíka þætti. Annars vegar sölu á ríkisjörðum þar sem jörðin er aug- lýst til sölu og hins vegar mati á eignarhluta ríkisins í ríkisjörð þeg- ar ábúandi óskar eftir að kaupa. Að sögn Jóns eru jarðir metnar sem bújarðir til búskapar með það í huga að ábúandinn kaupi jörðina til þess að halda þar áfram búskap. Jón segir að oft séu menn að bera saman tvo gjörólíka hluti þegar bor- ið er saman verð á ríkisjörð sem ábúandi óskar eftir að kaupa og verð á ríkisjörð sem boðin er til sölu á frjálsum markaði með öllum fast- eignum og öðrum áunnum gæðum. Óraunhæft að bera verðmatið saman við sölu á opnum markaði „Eignarhlutur ríkisins er oft sáralítill í þessum jörðum sem verið er að meta til að selja ábúendum samkvæmt jarðalögum. Þarna er oft um að ræða fólk sem situr á jörð- inni í fleiri en einn ættlið og jafnvel dæmi um fjölskyldur sem búið hafa á jörðinni í hundrað ár. Í mjög mörgum tilvikum eru þetta jarðir sem urðu til með landnámi ríkisins á sínum tíma, þar sem bændunum var úthlutaður einhver mói eða melur og ábúendurnir eiga allan virðisauk- ann á þessum stöðum. Hvað er þá eftir til að selja? Því þurfum við að finna út úr,“ segir Jón. Hann segir matið stundum einfalt þegar ríkið á einungis þúfur og mela sem fyrir voru þegar ábúandi tók við jörðinni en bóndinn á allt hitt, sem oft geti numið 80–90% af verð- mæti jarðarinnar. „Að bera þetta saman við sölu jarða á opinberum markaði þar sem verið er að selja allt saman er því algerlega óraun- hæft. Þá er auk jarðarinnar verið að selja það sem er mest virði, sem eru fasteignirnar, framræsla, ræktun og girðingar.“ Ef ríkið á fasteignir á jörðinni er yfirleitt um mjög gömul hús að ræða, að sögn Jóns. Oft hafa ábú- endur verið mjög lengi á jörðinni og algengt að þeir hafi búið a.m.k. 30 ár á jörðinni. „Þeir eiga þá allar fast- eignir 30 ára og yngri, en fasteignir sem ríkið á eru yfirleitt 40 til 60 ára gömul hús sem komin eru að fótum fram. Verðmatið verður því óhjá- kvæmilega mjög lágt,“ segir Jón. Að sögn Jóns er verðmat Ríkis- kaupa í föstum skorðum þótt óhjá- kvæmilega hljóti matið á endanum að byggjast á þeim sem metur jörð- ina. Þegar ábúandi hefur óskað eftir kaupum á jörðinni og ríkið heimilað söluna afla bæði landbúnaðarráðu- neytið og Ríkiskaup margvíslegra gagna um viðkomandi jörð. Við mat- ið skoða Ríkiskaup sölulista yfir jarðir og grennslast er fyrir um hvort jarðir hafi verið nýlega seldar á svæðinu og þá á hvaða verði. Hektaraverð misjafnt eftir stærð jarða og staðsetningu Farið er á vettvang og jörðin skoðuð. Ástand metið, rætt við ábú- endur og í flestum tilfell- um rætt við búnaðar- ráðunauta á viðkomandi svæði. Þá eru teknar ljósmyndir af mann- virkjum til glöggvunar við skýrslugerð og mat á einstaka einingum eru höfð til hliðsjónar stöðluð gögn, s.s. gögn Vegagerð- arinnar um greiðslur landbóta o.fl. Jón segir að verð á landi til bú- skapar sé reyndar ákaflega mis- jafnt á Íslandi á hvern hektara, t.d. eftir því hvort jörðin er innan eða utan bestu markaðssvæðanna. Jafnvel sé verð misjafnt á hvern hektara á jörðum sem standa nán- ast hlið við hlið. „Við mátum t.d. jarðarhluta fyrir ríkissjóð úr landi Kirkjuferjuhjáleigu, sem er rétt hjá Ölfusá, núna í vor. Síðan erum við núna með í sölu jörð þarna skammt frá sem heitir Stokkseyrarsel og við fáum ekki tilboð í hana á jafnháu hektaraverði og matið hjá okkur var á Kirkjuferjuhjáleigu í mars í vor. Hins vegar er rétt að geta þess að spildan í Kirkjuferjuhjáleigu er minni en þar fór hektarinn upp í 80 þúsund krónur því að minni spildur verða alltaf verðmætari á hektara.“ Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Rík- iskaupa, segir að menn hafi oft keypt land og síðan fengið nýtingu þess breytt eftir á undir sumarbú- staðabyggð og gert jörðina þannig mun verðmætari í endursölu. Slík áform liggja aftur á móti ekki fyrir þegar matið fer fram enda á þá eftir að skipuleggja landið og fara í gegn- um breytingar á aðalskipulagi við- komandi sveitarfélags. Við matið liggur því ekkert fyrir um að hægt verði að breyta jarðnæðinu í sumar- bústaðaland. „Eftir því sem ég best veit þá fer matið alls staðar fram á sama hátt og því verði sem við sjáum á jörðum ber yfirleitt alveg saman við matið. Hjá okkur er alveg pottþétt hvernig þetta er unnið,“ segir Júlíus. Salan á Kvoslæk undantekning Fyrr á árinu var sala ríkisins til ábúenda á jörðinni Uppsölum í Hvolhreppi harðlega gagnrýnd, en samkvæmt mati Ríkiskaupa var verðið á hluta ríkisins rúmar tvær milljónir króna. Fyrr á árinu bárust ellefu tilboð í ríkisjörðina Kvoslæk í Fljótshlíð og hljóðaði hæsta boðið upp á 24 milljónir króna. Að sögn Júlíusar var sú sala undantekning fremur en að salan á Uppsölum væri undantekning. „Menn virðast hafa snúið þessu máli algerlega á haus í pólitískum tilgangi,“ segir Júlíus. Að sögn Jóns fór matið á Upp- sölum fram hálfu ári áð- ur en salan á Kvoslæk var gerð og það eru gömul sannindi að erfitt er að spá sérstaklega til um framtíðina. „Síðan gerist það að verð hækkar og lækkar og við höfðum selt jörð í Fljótshlíðinni ekki löngu áður en matið á Uppsölum fór fram. Þegar búið var að draga mat fasteignanna frá þeirri jörð og reikna hektara- verðið var það alveg sama verðið. Á Uppsölum var eingöngu verið að meta hlut ríkisins, sem var landið án allra gagna og gæða. Síðan kemur eitthvert gæðaland á litlum skika sem tiltekna aðila langar mikið til að eignast og þeir ætla að kaupa hvað sem það kostar. Það er ekki hægt að eltast við slíkt einstakt tilfelli og láta það ráða mati á viðkomandi svæði.“ Ríkiskaup verðmeta ríkisjarðir sem seldar eru ábúendum Ábúendur eiga oft helstu verðmæti jarðarinnar Verðmat ríkisjarða miðast við að ábúandi ætli að stunda þar áfram hefðbundinn búskap. Matið fer alls staðar fram á sama hátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.