Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Sverrir ÞEIR eru líklega ófáir rúmmetr- arnir af snjó sem borgarbúar hafa fjarlægt af bílastæðum, gang- stéttum og bifreiðum undanfarna daga. Óhætt er að segja að nægj- anlegt framboð hafi verið á of- ankomu þessa fyrstu dagana í des- ember og vegfarendur átt í mesta basli við að komast leiðar sinnar. Því hafa háir og lágir gripið til am- boða á borð við skóflur og snjó- plóga til að ryðja fararskjótum og fótgangandi leið í gegnum fann- fergið. Er þessi herramaður þar engin undantekning en hann keppt- ist við snjómokstur þegar ljósmynd- ari Morgunblaðsins átti leið hjá honum á Langholtsvegi í gær. Fönnin fjarlægð FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ aflokkurinn leði hefur unnið ess í hugum smanna fyrir minnilegar og gar frásagnir kunnra dinga. fríður Leósdóttir n Þórðarson ún Ólafsdóttir a Eyjólfsdóttir r Foss HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands tel- ur að hreppsnefnd Dalabyggðar hafi brotið stjórnsýslulög þegar hún tók ákvörðun um að neyta forkaupsrétt- ar að jörðinni Sælingsdalstungu og ganga inn í kaupsamning eiganda hennar og kaupanda að henni. Dóm- urinn felldi úr gildi ákvörðun hreppsnefndar og viðurkenndi enn- fremur að hún hefði glatað forkaups- réttinum. Þá taldi dómurinn enn- fremur að ákvörðun hreppsnefndar hefði ekki samrýmst skýrum tilgangi jarðalaga. Dómnum þótti ljóst að tilgangur hreppsnefndarinnar hefði ekki verið sá að vernda landbúnaðarhagsmuni, nema að mjög litlu leyti, heldur framar öðru að styðja uppbyggingu ferðaþjónustu í Dalabyggð, einkum í tengslum við ferðaþjónusturekstur Dalagistingar ehf. á aðliggjandi jörð, Laugum, sem hreppsnefndin á hlut í. Ekkert lægi fyrir um að jörðin yrði setin í eigu hreppsnefndar en kaup- andinn hugsaði sér að sitja jörðina og stunda þar landbúnað. Ákvörðun hreppsnefndar var tek- in 21. september 2000 á grundvelli jarðalaga og kærði kaupandinn hana til landbúnaðarráðuneytisins sem staðfesti ákvörðunina. Eftir úrskurð ráðuneytisins stefndi kaupandinn hreppsnefndinni. Jörðin er talin vera um 1.500– 2.000 hektarar og var söluverðmæti 22 milljónir króna án bústofns, véla- og framleiðsluréttar. Stefnandi taldi að beiting forkaupsréttar af hálfu Dalabyggðar væri íþyngjandi og veruleg skerðing á samningafrelsinu sem væri grundvallarregla í íslensk- um rétti. Dómurinn féllst á þetta og taldi að hreppsnefndin hefði átt að rannsaka ítarlegar áform stefnanda og gefa honum kost á að skýra nánar fyrir- ætlanir sínar áður en hún tók ákvörðunina. Dóminn kvað upp Finnur T. Hjör- leifsson héraðsdómari. Jón Hösk- uldsson hdl. var lögmaður stefnanda og Ingi Tryggvason hdl. lögmaður stefndu, hreppsnefndar. Ákvörðun um nýtingu forkaupsréttar felld úr gildi Ekki að verja land- búnaðarhagsmuni ÁTTFÆTLUMAUR, sem lifir á því að sjúga blóð úr rottum og öðrum nagdýrum, fannst hér á landi í sumar á stökkmús í heimahúsi og hafði einn- ig lagst á heimilisfólkið og valdið verulegum óþægindum. Við eftir- grennslan fannst maurinn einnig í stökkmúsabúri í versluninni sem selt hafði gæludýrið. Þetta kemur fram í grein eftir Karl Skírnisson í nýju tölublaði af Lækna- blaðinu. Þar kemur fram að maurinn gengur iðulega undir nafninu hita- beltis-rottumaurinn og að kjörað- stæður fyrir hann eru 24-26 stiga hiti og 47% raki. Kvenmaurarnir verpa um 100 eggjum um ævina og er eggj- unum orpið í hreiður nagdýrsins. Það tekur maurana einungis 11-16 daga að ná kynþroska og geta fullorðnir maurar lifað í 62-70 daga. Þeir verða um 1 mm á lengd og sjást auðveldlega með berum augum. Maurarnir eru allvel hreyfanlegir og geta flakkað all- langt frá uppvaxtarstað í leit að blóði. Vel þekkt er að þeir leggjast á fólk þar sem rottur hafa haldið sig, en þeir geta ekki lifað á mönnum að staðaldri. Fram kemur einnig að iðulega verði menn varir við sársauka þegar maurinn stingi til að sjúga blóð og dæmigerð ofnæmis- eða kláðabóla myndist þar sem stungan sé. Dreng- urinn sem átt hafi ofangreinda stökk- mús hafi verið með 200-300 mismun- andi gömul bit eftir maurinn, en búrið var við höfðalagið þar sem hann svaf. Fannst fyrir þremur áratugum Í greininni kemur einnig fram að áður hafi orðið vart við maurinn hér á landi fyrir um þremur áratugum. Sjö tilfelli hafi þá verið skráð í Hafnarfirði og eitt í Reykjavík, en í öllum tilvikum var talið að óværan hefði borist frá hreiðrum brúnrotta. Héldu rotturnar oftast til undir gisnum gólffjölum þar sem maurarnir komust í gegn. Svo virðist sem maurinn hafi dáið út því hans hefur ekki orðið vart síðan fyrr en nú. Fannst hann til dæmis ekki við rannsókn á brúnrottum í Reykjavík 1997-98 og hefur aldrei fundist á ís- lenskum húsa- og hagamúsum. Fram kemur að það eigi að vera hægt að útrýma maurnum með því að hreinsa búr gæludýranna vandlega á 10 daga fresti í nokkur skipti sé þess gætt að henda öllu hreiðurefni og rusli í lokuðum plastpoka, úða skor- dýraeitri á alla fleti búrsins og með- höndla dýrin í upphafi með eitri sem drepur maura. Leiki grunur á að maurar hafi borist út fyrir búrið eigi að ryksuga herbergið vel og láta úða mauraeitri þar. Í greininni er getum að því leitt að maurinn kunni hugsanlega að hafa borist hingað til lands með stökkmús- um eða einhverjum öðrum nagdýrum, til dæmis kanínum eða hömstrum, sem fengist hefur leyfi til að flytja inn, en einnig mögulega með ólöglega inn- fluttum gæludýrum, en eitthvað virð- ist vera um slíkan innflutning. Er jafnframt á það bent að eigendur sumra gæludýrabúða ali upp gælu- dýrin sem höfð séu til sölu og geti þar af leiðandi fylgst með heilbrigði þeirra. Hitt þekkist einnig að dýr séu keypt og seld sem alin séu upp í heimahúsum og sú aðferð bjóði upp á dreifingu smits af margvíslegum toga. Rottumaurar finnast á gæludýri hérlendis Lögðust einnig á heimilisfólk og ollu verulegum óþægindum                         ! Hafís norð- vestan af Vestfjörðum HAFÍS sást norðvestan af landinu úr flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN þar sem hún var á eft- irlitsflugi úti fyrir Vestfjörðum í gær. Um var að ræða ísrönd sem næst var landi 42 sjómílur norð- vestan frá Kögri. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar var ísröndin að mestu samsett af íspönnum sem voru frosnar saman með ís í mynd- un. Sömuleiðis var ís í myndun, svokallaður mjólkurís, misjafnlega langt út frá ísröndinni en þó allt að 15 sjómílur frá meginísnum. Þá sáust borgarísjakar inni í meginísnum á þremur stöðum. PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segir að stefnt sé að því að eyða biðlistum eftir lögbundinni þjónustu við fatlaða fyrir árslok 2005. Hins vegar sé það ekki sett upp sem skilyrði í skýrslu bið- listanefndar, að deila biðlistum nið- ur á ákveðin ár og saxa þannig jafnt á þá. „Hitt er svo annað mál, að ef það er slaki eitt árið, eins og því miður verður á næsta ári, þá verður að gera enn betur á þarnæsta ári,“ segir Páll inntur eftir viðbrögðum við harðri gagnrýni á stjórnvöld á baráttufundi á alþjóðadegi fatlaðra á mánudag, vegna biðlista sem eru eftir þjónustu við fatlaða. Á fundinum kom fram í máli Hall- dórs Gunnarssonar, formanns Þroskahjálpar, að þegar fjárlaga- frumvarpið hefði litið dagsins ljós í haust, hefði orðið ljóst að biðlistarn- ir myndu lengjast á næsta ári. Hefði hann ásamt Friðriki Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Þroskahjálpar, gengið á fund félagsmálaráðherra í kjölfarið en það viðtal hefði orðið þeim mikið áfall þar sem engin efn- isleg umræða um málið hefði farið fram. „Ég hlýddi á mál þeirra og man ekki betur en fundurinn færi mjög kurteislega fram,“ segir Páll. „Hins vegar gat ég ekki komið með yf- irlýsingar um að ég myndi verða við kröfum þeirra því mér var ekki ljóst hvort ég gæti það. Þegar fjárlögin eru gagnrýnd er rétt að hafa í huga, að frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram og Halldór og Friðrik gengu á minn fund hafa fjárveiting- ar til málaflokks fatlaðra hækkað um 200 milljónir, eða úr 4,4 millj- örðum króna í 4,6 milljarða. Í fjár- aukalagafrumvarpi hafa framlög til málaflokksins hækkað um 90 millj- ónir. Upphæðin kann að hækka enn frekar, enda er ekki búið að loka fjárlögum.“ Páll segir aðspurður, að á annan milljarð króna kosti að eyða þeim biðlistunum. Hann segir aðspurður að allar líkur séu á því að það takist að eyða biðlistum samkvæmt þeim áætlun- um sem nú liggja fyrir um eyðingu þeirra. „Það er góður tími til stefnu, en hitt er annað mál að það er ágreiningur um hve margir eru á biðlistum. Það er verið að telja sama fólkið aftur og aftur, sem ósk- ar eftir fleiri en einu úrræði. Sam- kvæmt skýrslu biðlistanefndar var talin þörf fyrir 80 ný búsetuúrræði á höfuðborgarsvæðinu á þessu tímabili.“ Stefnt að því að eyða biðlistum fyrir árslok 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.