Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 41 Það auðnast ekki öllum að eiga langt og farsælt líf. Sumir þurfa að lúta í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn langt fyrir aldur fram og svo var með hálf-systur mína Hrafn- hildi. Hún lést aðeins 42ja eftir margra ára baráttu við hræðilegan sjúkdóm sem ekki fer í manngrein- arálit. Hrafnhildur var fyrsta barn föður míns og eins og stundum vill verða með hálf-systkini, voru samskipi okkar systra ekki eins náin og er á milli alsystkina sem alast upp sam- an. Eigi að síður þótti mér vænt um hana á minn hátt. Þegar ég var lítil, en á milli okkar eru 8 ár, man ég eft- ir stóru systur sem var mjög lagleg stúlka. Hún var með þykkt og fallegt hár, dökkar augabrúnir og formfag- urt andlit. Ég átti dúkku sem ég skýrði eftir henni og kallaði Habbí en það var Hrafnhildur stundum kölluð. Hrafnhildur var svolítið sérlunduð eins og hann Eiríkur afi okkar og fór sínar eigin leiðir sem stundum leiddu hana af gæfubrautinni. Hrafnhildur var listræn, málaði, orti og vann muni úr leðri. Hún var vel gefin og átti gott með að koma orð- um á blað. Hrafnhildur eignaðist tvö myndarleg börn, dreng og stúlku sem vonandi hafa erft frá henni góð- ar gáfur og listræna hæfileika. Þrátt fyrir að ill örlög hafi komið í veg fyr- ir að Hrafnhildur gæti verið sam- vistum við börnin sín alla tíð, þá elskaði hún þau meira en allt annað og vildi hag þeirra sem bestan. Börnin voru augasteinarnir hennar. Ég vona að við sem eftir lifum minn- umst Hrafnhildar með virðingu og væntumþykju og þeirri dyggð sem að mínu áliti er sú mesta af öllum og það er umburðarlyndi. Ég veit að nú líður Hrafnhildi vel og eflaust hafa Björn stjúpi hennar sem alla tíð var henni mjög góður og Eiríkur afi okk- ar sem ekki sá sólina fyrir henni tek- ið á móti henni opnum örmum. Megi hún hvíla í friði. Ragnheiður Kristín Guðmundsdóttir. Kæra vinkona. Örfá kveðjuorð til þín Hildur mín núna þegar komið er að leiðarlokum. Ég veit að þú verður hvíldinni fegin. Veikindi þín ágerðust mjög á þessu ári sem er að líða og öllum ljóst að hverju drægi. Þó svo að maður reyni að undirbúa sig er það alltaf erfitt þegar manneskja fellur frá á besta aldri. Ég kynntist þér fyrir 15 árum og smá saman þróaðist kunningsskapur okkar yfir í vináttu sem varð mér mjög dýrmæt. Samskipti okkar var með þeim hætti að við vissum alltaf hvor af annarri en því miður var stundum langt á milli samverustunda okkar. Í minningu minni mun ég alltaf minn- ast þín sem ljúfrar manneskju með listræna hæfileika. Málverkin þín HRAFNHILDUR A. GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Hrafnhildur Auð-ur Guðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 2. mars 1959. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Aldís Þ.K. Guðbjörns- dóttir, f. 8.10. 1939, og Guðmundur Elvar Eiríksson, f. 2.10. 1930. Þau slitu sam- vistir. Bróðir Hrafn- hildar sammæðra er Haraldur Björnsson, f. 3.10. 1967. Systkini Hrafnhildar samfeðra eru Ragnheiður Kristín Guðmundsdóttir, f. 25.11. 1967, og Gunnlaugur Þór Guðmundsson, f. 22.9. 1972. Hrafnhildur á tvö börn, Maríu Katrín Fernandez, f. 18.2. 1982, og Friðrik Hrafn Pálsson, f. 16. febrúar 1989. Útför Hrafnhildar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. segja allt til um það. Ánægja og hamingja skein úr andliti þínu þegar þú hafðir lokið við mynd og varst að sýna mér árangurinn og útskýra hugmynd- ina á bak við verkið. Það voru oftar en ekki hugmyndir tengdar þinni eigin lífsreynslu. Ég vona að þér líði vel núna og að allir sjúkdómar og meðul séu á bak og burt. Ég votta börnum þínum og foreldrum og systkin- um mína dýpstu samúð. Takk fyrir allt. Vel við hæfi er að ljúka þessari kveðju með ljóðlínum Jónasar Hall- grímssonar úr kvæðinu Ferðalok. Veit eg, hvar von öll og veröld mín. Glædd guðs loga. Hlekki brýt ég hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í. Kristín. Elsku Hrafnhildur. Þegar Jóna hringdi í mig og sagði að þú værir látin var það fyrsta sem fór í gegn um huga minn; loksins er hvíldin komin. Líf þitt hefur ekki verið neinn dans á rósum. Margur hefði fyrir löngu verið búinn að gef- ast upp en það var ekki til í þínum huga. Þegar ég fór að hugsa um hvað stæði upp úr eftir fjórtán ára kynni var það sem fyrst kom í huga minn að engri manneskju annarri hef ég kynnst sem hefur haft annan eins baráttuvilja og þú hafðir. Einnig vonin sem þú barst ávallt í brjósti í gegn um súrt og sætt að einhvers- staðar biði þín draumaprinsinn sem mundi elska þig og virða og umvefja þig hamingju. Þetta er einstakt að láta ekki erfiðleikana sem nóg var af í lífi þínu skemma þessa hugsýn. Þú hefur kennt mér margt um lífið með lífi þínu. Ég vil þakka fyrir öll árin þótt þau væri mörg erfið. Bið ég góð- an Guð að blessa þig og megir þú finna friðinn og kærleikann þar sem þú ert nú. Bið ég líka Guð að blessa börnin þín og megi þau sjá hetjuna sem í þér bjó og geyma þá sýn í minningunni. Margt fer í gegn um hugann þeg- ar ég sest niður að rita þessar línur og meðal þess er jóladagur þegar Friðrik var lítill og þið komuð prúðbúin og falleg og áttuð með okk- ur yndislegan dag. Um hugann fara endalausar minningar, sumar góðar, aðrar erfiðar og vil ég varðveita þær allar. Eiga hér vel við orð úr „Spá- manninum“. Öldungur bað hann að tala um hið góða og illa. Og hann svaraði: Um hið góða í ykkur get ég talað en ekki hið illa. Því að hvað er hið illa annað en hið góða kvalið af sínu eigin hungri og þorsta? Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Friðbjörg. Það var alltaf gaman að koma á Vegghamra 39, þar var tekið á móti manni með heitu tei og öðru með- læti, síðan var sest niður með hinni glæsilegu húsmóður á heimilinu og byrjað að ræða máli. Í slíkum um- ræðum átti Hrafnhildur til að láta gamminn geisa og sagði skoðun sína umbúðalaust bæði á mönnum mál- efnum. Það var stórkostleg sjón að sjá Hrafnhildi renna sér á skautum á Tjörninni, þar renndi hún sér í áttur, keðjur, tók síðan alls kyns stökk og sveiflur þannig að maður fékk harð- sperrur af því einu að horfa á hana. Þetta virtist vefjast fyrir flestum öðrum, en Hrafnhildur kunni af sjálfri sér, því henni var margt til lista lagt. Hún var t.d. lipur penni og setti oft hugrenningar sínar niður á blað bæði í bundnu og óbundnu máli, píanó lék hún á, málaði myndir, einn- ig vann hún úr leðri föt, töskur, skó og fleira og fékk mikið hrós fyrir. Ég veit að þessi orð eru fátæk- legri en ég hefði óskað, en það er erf- itt að skrifa um Hrafnhildi þar sem hún hefur verið svo stór hluti af lífi mínu, að hætta er á að ég hlaði hana oflofi og það veit ég að væri henni síst að skapi. Hrafnhildur dó um aldur fram samkvæmt þeim almenna skilningi að langlífi sé eftirsóknarvert. Af heilsufarsástæðum lá það fyrir að hún gat ekki notið ellinnar enda hafði hún á orði að lifa lengi væri ekki aðalatriðið heldur hitt að nýta sér þann tíma sem manni er gefinn. Að lokum vil ég senda Maríu, Friðriki og fjölskyldu hennar inni- legustu samúðarkveðjur. Páll Thorberg Agnarsson. ;  8     7  $ 7$   '             ( 2+3$ $ ;   +5 ' +5 5  * !( 3  ,''   %-  .&0"# & 3  3  ,''    3 & & H 3  ,''  +# 3  ,''   %5  %-"'& 1  3 &   ,''  2 - 1 3 & $%>' +5'  ,''  &% 5"#  *                  ;D !3   ",1,  80, 0' I ,9/&%     - .        !!" , !&%& +  ,  ,''  + , *J &  %0&%  % ,  ,''  3  +5' & !&% , & 1& @ %" '-1  %0"#%J ,  ,''  !% ,  ,''   3 & &% 0 0# * ;  8     8  7    '         !  /  * %  ,''  ,-  ( !%& % 1( (& /  % !%& & 0 !% ,''    , !% ,''   % .,-  ,''   1 & ., & 3  & !  & 1  &  & &% .,   ,'' * +                  ;D 23 ! G 51 -5"  8     %   ( ,   4"" 6         8  #    $   ' $' %    A, 1 & + %  A, ,''  1   5& 81   A,&    5 ,''  ,0'  A, ,''   1 & 2%    A,&  % 2 1 ,''  0 0# &% 0 0 0# * +      '.       !3 $ + 7 51 -/# $ ',    %/' !"  %/'     1     3   !!" 5   <   + , '  ! "1 &  % $   ,''  !#/  % ! "1 & , / % ) %  ,''  !% ",' $%  ,''  &% * &%  0 0# &% 0 0 0# * ;   8      '         '(      (    (     6K   7 -11 ' 5( . % * *   (  ,   ,  ,''   % 6>' ,''  , %' 6>'& +, 15 + % ., ,''   5 6>'&  ' 6>' ,''  .#' +& &% 0 0# * MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.